Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 6
þlÓDWUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Reykvíkinga munar ekki um það Um síðustu helgi fór her manns um Laugaveginn á milli Frakkastígs og Klapparstígs og malbikaði vel og vand- lega akbraut verslunargötunnar. Þarna var á ferð nær hálft hundrað manna, vann hratt og vel allan sólarhringinn, lauk malbikun um hádegi á mánudag, og virðist verkið vel af hendi leyst. Streymir nú bíiafloti Reykvíkinga um gamla Laugaveginn einsog ekk- ert hafi í skorist. Enda hefur svosem ekkert gerst. Malbikunarfram- kvæmdirnar um síðustu helgi kostuðu ekki nema 2,2 milljónir, sem á mælikvarðafjárhirða hjá Reykjavíkurborg er einsog hver önnur skiptimynt. Malbikunarframkvæmdirnar voru fyrirskipaðar vegna þess að fyrri vegargerð á þessum spotta hafði því miður misheppnast. Sú athöfn fór fram í fyrra, fyrir rétt rúmu ári, á sama tíma og keppst var við að klára Kringluna frægu. Þá gekk líka mikið á við Laugaveginn milli Frakkastígs og Klapparstígs, lagðar hellur á akflöt og skreytt í kring með tilhöggnu grjóti frá Portúgal, sem flutt var sérstaklega hingað norður vegna þess að hérlendis þótti vera ónógt um steintegundir. Þetta kostaði á sínum tíma 22 miljónir, sem nú væri auðvitað orðið nokkuð meira með verðbó- tum og vöxtum. Það er einkennandi fyrir framkvæmdirnar á Laugaveg- inum að hvernig sem almenningur og fjölmiðlar velta fyrir sér og spyrja finnst enginn sem viðurkennir á sig nokkra einustu ábyrgð á því að nú þarf að malbika yfir 22 miljónir, - að semsé slepptum vöxtum og verðbótum. Verkið önnuðust á sínum tíma bæði borgarstarfsmenn og einstök fyrirtæki, en ennþá hefur ekkert heyrst um að það eigi að láta forstjóra fyrirtækjanna eða embættis- menn borgarinnar svara fyrir mistökin. Hér er nefnilega komin upp sú staða að enginn ber ábyrgð. Þeir sem rifu upp fyrra götuefni og settu jarð- vegsfyllingu, - þeir segja: ekki ég. Þeir sem steyptu undirlagið segja: ekki ég. Þeir sem hlóðu grjótinu og fylltu upp á milli hnullung- anna segja: ekki ég. Þeir sem fyrir ári vígðu nýja Laugavegsspottann milli Frakkastígs og Klapparstígs eru komnir útá sundin blá að vígja meira og vilja sem minnst af malbikuninni vita. Enda kostaði þetta ævintýri svosem varla neitt. Jafnvel þótt reiknað sé með verðbótum og vöxtum síðan fyrir ári fer heildarkostnaður við malbikun Laugavegar milli Klapparstígs og Frakkastígs ekki yfir 35 miljónir, og það er ekkert til að ýfa sig útaf. Að minnsta kosti ekki í veröld Davíðs Oddssonar borg- arstjóra. Laugavegsspottinn nýmalbikaði kostar eftir allt saman ekki miklu meira en um það bil 25 bílastæði í fyrirhugaðri bílageymslu undir fyrirhuguðu ráðhúsi við Tjörnina. Það tekur því varla að vera að gaufast í að finna hver gerði mistökin fyrir slíka smáupphæð. íbúar í Reykjavík finna ekkert fyrir að borga þetta. Steingrímur hjá Aðah/erktökum Utanríkisráðherra viðurkennir án þess að roðna að hafa þegið boð íslenskra aðalverktaka um veiðar í rok- dýrri laxá, og verður ekki á honum fundið að neitt sé athugavert. Almenningur spyr sig hinsvegar hvort siðleysi stjórnmálamanna í kerfisflokkunum sé algjörlega botn- laust. -m Bókasöfn drabbast niður Elín Pálmadóttir skrifar Gáru- þátt um bókasöfn í Morgunblað- ið um síðustu helgi og hefur mál sitt á því að dást að Mitterrand Frakklandsforseta, sem ætlar að einbeita sér að því á sínum síð- ustu forsetaárum að gera veg franskra bókasafna sem mestan. Elín ber þetta saman við þann íslenska vesaldóm að tala fagur- lega um dýrð bókanna en láta það viðgangast að við eigum hvorki aðgengilega þjóðarbókhlöðu né skj alasafn - slík þj óð dæmir sj álfa sig úr leik, segir Elín. Og bætir við: „Hvað þá ef almennings- bókasöfnin drabbast líka niður“. í framhaldi af þessu vitnar Elín í viðtal í Tímanum við borgar- bókavörð, Þórdísi Þorvaldsdótt- ur. Þar kemur fram að útlánum á bókum frá borgarbókasafni hefur fækkað um helming á rúmum áratug - en líka það, að samt fjölgar verulegu fróðleiksfúsum, sem m.a. leita að bókum um eitt- hvað það sem þeir höfðu séð minnst á í sjónvarpi. En því mið- ur - þeir fá ekki þær móttökur sem vert væri. Elt'n lýsir þessu svo: Menn gefast upp „Bókin um efnið sem er efst á baugi, verður að vera til í bóka- safninu á þeirri stundu sem áhug- inn vaknar - oft hjá mörgum í einu. Ef hún er aldrei inni og ef aðeins sá fyrsti fær hana, þá gef- ast menn upp eftir nokkur skipti. Með því að útgefnum bókatitlum hefur fjölgað um árabil og verð á bókum hækkað meira en aukningin á fjárveitingum, þá eru færri eintök keypt af hverri bók. Þau eru sjaldnar inni og þau ein- tök af bókum sem flestir hafa áhuga á slitna upp á skömmum tíma og verða ekki til þegar áhugi grípur lesendur. Og fleiri fara tómhentir heim og gefast upp. Útlánum fækkar og verða aftur rök fyrir því að draga úr bóka- kaupum. Könnun sem gerð var í Borgarbókasafni í febrúar sl. sýndi, að hvert eintak jólabóka frá 1986 og síðar var í útlánum. Hver gefst ekki upp á að biðja í tvö ár um bók sem aldrei er inni? Þetta er allt satt og rétt hjá Elínu, vitanlega. Borgarbóka- vörður minntist líka á það í við- talinu í Tímanum, að fækkun út- lána í höfuðborginni væri ekki barasta tengd því að margir sem áður tóku sér ástarsögur og spennusögur í tugatali horfa nú á reyfarann sinn af vídeói eða í sjónvarpi. Hún talaði einnig um að framlög til bókakaupa rýrn- uðu ár frá ári - svo mjög reyndar, að borgarbókasafnið fær nú þri- svar sinnum færri eintök af nýjum bókum en áður. Og þetta þýddi einmitt að æ fleiri færu bónleiðir til búðar, sem leituðu á náðir Borgarbókasafnsins. Ábyrgðin gufar upp En eitt er mjög skrýtið í hinum þarfa Gárupistli Elínar Pálma- dóttur. Hún ymprar á því að ein- hver hljóti nú að bera ábyrgð á því að ekki er lokið við bók- hlöður, almenningsbókasöfn „drabbast niður“ og bregðast ekki við aðstæðum. í fyrra dæm- inu talar hún um „þjóð sem talar bara á hátíðastundum" um sína bókhneigð. Þetta er reyndar ó- sanngjarnt: það er ekki þjóðin sem heldur ræður um slíka hluti heldur pólitískir ráðamenn sem stýra menntamálum og fjár- veitingum og þá á að spyrja um efndir á faguryrðum. Það gerir Elín ekki, enda þótt hæg séu heimatök í Sjálfstæðisflokknum, sem hún þekkir töluvert til. Eða hafa ekki þrír síðustu mennta- málaráðherrar verið úr þeim flokki og tveir af þrem fjármála- ráðherrum? Þegar svo talað er um rýrnandi bókakaup almenn- ingsbókasafna og þá Borgar- bókasafnsins í Reykjavík, þá finnur Elín enn aðra sökudólga. Hún segir: „Talnaspekingarnir eru ekki búnir að átta sig á þessum breytingum". Hvaða talnaspekingar? Eru til í borginni einhverjir skelfilegir tæknikratar sem hafa öll ráð bókasafna í höndum sér, svo að hinn öflugi meirihluti Sjálfstæðis- flokksins og Davíð sjálfur fá ekki rönd við reist? Hvers vegna er ádrepan ekki stíluð á rétta adressu? Reykjavíkurborg er ríkt samfélag, og það er þetta ríka samfélag sem undir forystu Da- víðs Oddssonar sparar svo við bókasöfn sín að þar með er beinlínis grafið undan stöðu bók- arinnar í lífi almennings. Davíð á nóga aura fyrir ráðhúsi og hita- veituvertshúsi, og hann tekur sér vald til að troða upp á borgarbúa stórhýsum og skólastjórum sem þykja mesti ófögnuður, en hann þykir svo mikill garpur í sínum flokki að þar þorir enginn að mæla honum í mót: Við skulum ekki espa ólukku manninn, segir í Skugga-Sveini. Og þegar eitt- hvað er að, þá er hann hvergi nærri, menn skamma í staðinn mjög hóflega nafnlausa „talna- spekinga" og renna sér ljóðræna fótskriðu út úr málinu með að- stoð Jóns Helgasonar, sem ort hefur betur um „bókanna raðir“ en aðrir menn. Af bjórmenningu Við skulum ekki fara að rífast um sterka bjórinn eina ferðina enn. En DV skrifaði leiðara um bjór um daginn og þar var því slegið fram að það hefði verið „móðgun við siðmenntað fólk“ að íslendingar héldu uppi bjór- banni „einir manna". Og þá lang- ar mann til að gera nokkrar at- hugasemdir. Bjór eða bjórbann er aldrei spurning um siðmenningu. Bandaríkjamenn hafa haft bjór- bann, múhameðsk ríki hafa það sum hver - og þetta fólk dettur ekki út úr siðmenningunni á með- an. Leiðarinn talar eins og gert er í mörgum öðrum greinum nokk- uð fjálglega um eitthvað sem heitir „bjórmenning". Og maður er satt að segja orðinn dálítið leiður á því hjali og langar til að abbast upp á bjórvini með frekju og spyrja að því hver fjandinn það sé? Eru það barasta bjór- drykkjusiðir samanlagðir- eða er átt við það hugarfar sem gerir bjór að einskonar þungamiðju hvunndagsins, þann lykil að mannlegum samskiptum sem menn ekki geta án verið? ís- lendingar virðast hallast mjög að seinni skilningnum og það er dap- urlegt, því þeir eiga eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum. Þjóðviljinn Síöumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgcfandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Möröur Ámason, Ottar Proppó. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hiörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríóur Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SiguröurÁ. Friöþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlttateiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfatofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSiqurðardóttir Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrin Báröardóttir, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verðílausasölu:70kr. Helgarblöð:80 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 17. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.