Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 7
Helen Caldicott Konur takiö í taumana - núna Vígbúnaðarkapphlaupið keppni um karlmennsku. Pýðir lítið að spyrja afhverju við gátum ekki stoppaðþá, ersprengjan fellur. Bandaríkjaher ogkjarnorkuvopn burtfráAstralíunœsta verkefni hinnar kraftmiklu áströlsku baráttukonu Ef friðar- og umhverfissinnar ættu marga jafn kraftmikla tals- menn og Helen Caldicott tæki varla langan tíma að virkja al- menning til baráttu gegn gegn- darlausri hernaðaruppbyggingu og eyðingu lífríkis jarðarinnar. Eflaust hafa þeir 700 gestir sem tókst að troða sér inn á fyrirlestur hennar á kvennaþinginu í Osló hugsað í svipuðum dúr, en þar ýtti hún harkalega við áheyrend- um sem nær eingöngu voru kon- ur. Einn karlmaður gekk út, er konur voru lofaðar en ráðandi karlar lastaðir. Helen skoraði á konur að nota nú kraft sinn til að bjarga heimin- um. - Ef við deyjum af völdum' kjarnorkusprengju eða mengun- ar, þá hefur okkur mistekist. Eftir að sprengjan er fallin er of seint að spyrja: Afhverju gat ég ekki stoppað þá, karlmennina sem stjórna heiminum í dag? Þeir eru eins og litlir strákar i sand- kassaleik, sem keppa sín í milli um það hver á mest af kjarnorku- vopnum. Það er tími til kominn að við tökum við stjórninni og gefum þeim frí ef við viljum að börnin okkar fái að Iifa. Röðín nú komin að Ástralíu Helen Caldicott er lærður barnalæknir, en síðustu 5 árin hefur hún helgað baráttunni gegn vígbúnaðarkapphlaupinu alla sína krafta. Allt frá því hún lærði í sínu námi hvaða áhrif geisla- virkni hefur á mannslíkamann hefur hún verið driffjöður að baki margra aðgerða gegn kjarn- orkuvopnum og leitt hreyfingar, sem berjast á þeim vettvangi. Heima í Ástralíu má nef na bar- áttu gegn tilraunasprengingum Frakka á Murorova í Kyrrahafi og andstöðu við úraníumvinnslu. í Bandaríkjunum var hún for- maður Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá, frá stofnun 1978 til ársins 1983, er hún yfirgaf sam- tökin. Þá voru karlarnir búnir að taka yfir stjórnina og tóku við friðarverðlaunum Nóbels. Helen taldi líf þeirra samtaka í Banda- ríkjunum hafi verið að fjara út frá verðlaunamóttökunni. -Meginkrafturinn nú fer í að viðhalda samtökunum, en hug- sjónin um að bjarga heiminum skiptir orðið minna máli. Þeir segja ekki harðan sannleikann lengur, en það er nauðsynlegt ef ná á athygli fjölmiðlanna og fólksins. - Nú hef ég meiri áhuga á að virkja konur, þær eru hinn gullni lykill að framtíðinni, sagði Helen og benti á að 80% þeirra er störf- uðu innan friðarhreyfinga væru konur. Hún sagðist vonast til að hún gæti orðið konum fyrirmynd með baráttu sinni. Sýna þeim fram á að þær gætu staðið upp í hárinu á þeim sem stjórnuðu. Baráttan gæti verið erfið því oft væri konum nauðgað andlega með fullyrðingum eins og „þú hefur rangt fyrir þér", „konur geta ekki stjórnað, því þær láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur", er þær reyndu að koma sínum viðhorfum að í karlahópn- um. - Við verðum að verða reiðar ef þeir ætla að hræða okk- ur burt, en ekki gefast upp. Við erum tilfinningaríkar og stoltar af því, sagði Helen í hvatningartón og fékk dynjandi lófaklapp frá salnum. Helen og maður hennar Bill ætla sér ekki lítið verkefni þegar heim er snúið eftir 17 ára búsetu í Bandaríkjunum. - Næstu árin Orðaforöi formælenda vígbúnaðarkapphlaupsins lýsir oft kvenfyrirlitn- ingu. Kjarnorkusprengjurnar fá karlmannsnöfn en gígamir eru nefndir kvenmannsheitum, segir Helen Caldicott. Mynd: mj. ætla ég að beita mér að Ástralíu. Það besta sem ég get gert fyrir friðarbaráttuna er að ná því að Ástralía verði kjarnorkuvopna- laus. Þau hjónin starfa innan anga ástralska verkamannaflokksins er nefnist „Græni verkamanna- flokkurinn". Áherslur þar eru á verndun auðlinda og kjarnoku- laust land. - Á stefnuskránni er að losa landið við 30 bandarískar herstöðvar, hætta að selja úraní- um úr landi og banna kjarnorku- vopn í höfnum landsins líkt og Nýsjálendingar hafa gert, sagði Helen. Hún sagði að skógar landsins væru í hættu, þar sem Japanir hyggju hann í stórum stíl í tölvupappír og frumbyggjar Ást- ralíu ættu undir högg að sækja vegna úraníumvinnslu kynnum þeirra. heim- Hugsunarhátturinn geggjaður - Það er hugmyndin að baki vígbúnaðarkapphlaupinu sem gerir sprengjuna og því er nauðsynlegt að komast inn í hugsunarhátt mannanna sem standa þar á bakvið. Markmiðið er að eiga meiri vopn eftir en andstæðingurinn þegar allt fólk er dautt. Sprengjur og vopn lifi af, aldrei talað um fólkið. Ef þessir menn færu í geðrannsókn væru þeir líklega greindir geð- klofar sagði Helen. - Bandaríkjamenn framleiða sem svarar 5 kjarnaoddum á dag. Þeir eiga nú 30.000, sem nægir til að drepa alla Sovétmenn 40 sinn- um. Samt sagði Reagan við mig: „Við eigum ekki nóg". Helen hafði greinilega ekki mikið álit á núverandi Banda- ríkjaforseta, eftir að hafa hitt hann að máli og komist að þeirri niðurstöðu að hann vissi ekkert um vígbúnaðarkapphlaupið. - Og svo á þessi maður að þrýsta á hnappinn. Gorbasjov taldi hún hins vegar kraftaverk. Hún tók áhrifamikið dæmi um kjarnorkusprengjuna sem skotið væri frá Moskvu núna og lenti á Osló eftir 20 mfnútur. Utlistaði þær skelfilegu afleiðingar sem fylgdu. - Þá er of seint að spyrja, „Af hverju gat ég ekki stoppað þá?" Helen talaði einnig um aukna bilanatíðni í tölvunum sem gefa ættu viðvörun um árás og búa heraflann undir gagnárás. Haust- ið 1986 hefðu tölvurnar í Pen- tagon bilað og við verið aðeins 13 mínútum frá kjarnorkustyrjöld. Þótt talað væri um takmarkað kjarnorkustríð, væri talið nær ör- uggt að enga stjórn væri hægt að hafa ef einu sinni væri farið af stað. Helen vitnaði í rannsókn ástralskrar konu á því hvernig karlmenn töluðu um kjarnorku- vopn. Tæknimálið væri allsráð- andi, en hvergi minnst á blóð og skaðbrennt fólk. Það væri t.d. talað um „hreinar sprengjur", höggið drepur. „Friðarhaldar- inn" væri sprengja með 10 kjarnaoddum. Dæmi um nöfn á sprengjum væru „jólatré" og „smákökur". Ekkert orð væri yfir frið, næst því kæmist „jafn her- styrkur" (stratigic stability). Margt mætti einnig tína til í málfarinu sem væri vanvirðing við konur, enda talaði hún um að líkja mætti vígbúnaðarkapp- hlaupinu við samkeppni í því hver byggi yfir mestri karl- mennsku. Allir sprengjugígarnir eftir tilraunasprengingar Frakka við Múnóróva (ath!) hétu t.tl. -kvennmansnöfnum. Gígar NORDISK FORUNÍ 30/7-7/8 1988 OSLO kvenkyns, sprengjur karlkyns. Þegar Indverjar eignuðust kjarn- orkusprengju var talað um að landið hefði misst meydóminn og bandarískur hershöfðingi sagði um Nýja-Sjáland eftir bann við kjarnorkuvopnum í höfnum landsins: „Við erum búnir að borga fyrir hana, en samt vill hún ekki gefa eftir meydóminn." Aidrei aftur stríð í Evrópu Helen Caldicott sagðist ekki vera svartsýn þegar friðarmálin væru annars vegar. - Það var næstum ákveðið í Reykjavík að fækka kjarnorkuvopnum í áföng- um. Það var meira en ég bjóst nokkurn tíma við. Það tekst kannski næst. Hún sagði allt tal um aukningu hefðbundinna vopna, ef kjarn- orkuvopnin færu, vera út í hött, því í hverju kjarnorkuveri væru geislavirk efni á við 1000 Hirós- ímasprengjur. Hættan á að sprengjur féllu á þau útilokaði möguleikann á því að hægt væri að heyja stríð í Evrópu án þess að eiga von á gereyðingu. mj Birthe Klingenberg Grasrotin getur haft Virkjaði íbúa Fakse mót áformaðri kríólít-verksmiðju. Uppskar náttúruverndarverðlaun og brottrekstur úrstarfi Að loknum fyrirlestri Helen Caldicott var orðið laust, en í stað fyrirspurnar flutti Birthe Kling- enberg henni ljóð. í ljós kom að Birthe hefur ekki síður beitt sér í umhverfis- og friðarmálum og eru ljóðin ein af hennar baráttu- leiðum. Er blaðamaður Þjóðviljans rakst á þessa glaðbeittu dönsku skáldkonu á kvennaþinginu í Osló, rakti hún í stórum dráttum helsta baráttumál sitt síðastliðin ár. Baráttuna við bæjaryfirvöld í heimabæ sínum Fakse á Sjálandi, sem um fögurra ára skeið höfðu makkað við stórfyrirtæki í kríólít- iðnaði um að setja á fót verk- smiðju í Fakse. Alveg hafði „gleymst" að segja íbúunum af þeirri fyrirætlan, en er upp komst var friðurinn úti því Birthe fór af stað og safnaði um sig bæjarbú- um til að mótmæla verksmiðj- unni, sem boðaði eiturefni og mengun við bæjardyrnar. Öllum sínum frístundum eyddi Birthe í að fræða Faksebúa um mengunarhættuna af kríólít- verksmiðjunni, en kríólít er not- að við bræðslu á áli. Hún gekk um með þykka möppu er hafði að geyma ítarlegar upplýsingar um viðkomandi eiturefni, s.s. blá- sýrusalt, fosfór og flúoríð. Sér- fræðingum var safnað saman og þeir krafðir svara og undirskrift- um bæjarbúa gegn verksmiðj- unni safnað af miklum móð. - Þegar farið er af stað í svona baráttu þýðir ekki annað en vera með alla nauðsynlega vitneskju á takteinum. Annars reyna yfir- völdin bara að snúa út úr fyrir manni og gera lítið úr öllu saman. Það hjálpaði okkur mikið að hafa innanbúðarmann hjá kríólítfyr- irtækinu, sem laumaði að okkur upplýsingum, sagði Birthe. Málalyktir urðu þær að hætt var við að reisa verksmiðjuna í Fakse og var verðfall á kríólíti gefið upp sem ástæða. En Birthe telur að þarna hafi það sýnt sig að einstaklingarnir, grasrótin, geti haft áhrif ef þeir eru meðvitaðir um hvað er að gerast í kringum þá og tilbúnir að berjast fyrir sínum viðhorfum. Á síðasta ári hlutu þau Birthe Klingenberg og Steen Anker Jensen náttúruverndarverðlaun sem árlega eru veitt í Danmörku og sagði Birthe af því tilefni, að þetta væru dýrustu verðlaun sem hún hefði nokkurn tíma mót- tekið. Að standa uppi í hárinu á bæjaryfirvöldum kostaði hana vinnuna við bókasafn bæjarins. Eftir 15 ára starf þar fékk þessi 52 ára danska kjarnakona reisupass- ann og eru allir sem til þekkja sammála um að brottreksturinn hafi verið af pólitískum rótum. Enginn uppgjafartónn er þó í Birthe. Verkefnin á sviði umhvérfis- og friðarmála eru óþrjótandi. Heima í Danmörku beið hennar nýtt starf og skáld- skapargáfan verður ekki frá henni tekin. mj Miðvikudagur 17. ágúst 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍDA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.