Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 8
MENNING Leikl ekki allir í einli Alþýðuleikhúsið sýnir Elskhugann eftir Pinter: Grimmdarleg úttektá manneskjunni Þau eru í leik. Þau leika að þau séu ekki f leik. Ef ég sýni þeim að ég sjái það, brýt ég reglurnar og þau munu refsa mér. Eg verð að leika þeirra leik, að ég sjái ekki að ég sé leikinn. Með þessum orðutn úr ljóða- bókinni Knots eftir R.D. Laing, velja aðstandendur sýningarinn- ar á Elskhuganum eftir Harold Pinter að fylgja henni úr hlaði. Alþýðuleikhúsið sem þjáist eins og allir vita af krónísku húsnæðis- hraki, hefur að þessu sinni fengið inni í Ásmundarsal við Freyju- götu, og þar verður Elskhuginn frumsýndur annað kvöld. Leiícritið fjallar um hjónin Ric- hard og Söru, sem við fyrstu sýn virðast ósköp venjuleg, nema að því leyti að frúin á sér elskhuga sem heimsækir hana tvisvar til þrisvar í viku, með fullu sam- þykki Richards. Fljótlega kemur þó í ljós, að ekki er allt sem sýnist innan þríhyrningsins sem áhorf- endum er kynntur í upphafi verksins. Við drögumst inn í grimmilegan „leik", sem kannski er alls enginn leikur, þegar allt kemur til alls. Eins og í öðrum verkum Pinters fær maður fljót- lega á tilfinninguna að eitthvað hræðilegt sé yfirvofandi, að hér fari fram grimmdarlegt ritúal, fórnarathöfn, þar sem manneskj- unni er miskunnarlaust slátrað. Aldurslaus úttekt á manneskjunni Leikendur í Elskhuganum eru þrír, þau Viðar Eggertsson, Erla B. Skúladóttir og Kjartan Bjarg- mundsson. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir, en hún þýðir einn- ig verkið ásamt Martin Regal. Gerla sér um leikmynd og bún- inga, Lárus Grímsson semur tónlistina og Egill Örn hannar lýsingu. Þau Ingunn, Gerla, Viðar, Erla og Egill hafa unnið sýning- una í námni samvinnu og eru sammála um að það sé listrænn ávinningur fyrir Alþýðuleikhúsið að byrja leikárið á því að setja upp leikrit eftir Pinter, enda sé það í verkahring leikhúss eins og Alþýðuleikhússins að gera höf- undum af hans tagi góð skil. Margra ára þögn íslenskra leikhúsa um einn fremsta leikrit- ahöfund Breta í dag hafi loks ver- ið rofin á síðasta leikári með sýn- ingum Alþýðuleikhússins á tveimur einþáttungum eftir hann og sýningu P-Ieikhópsins á Heimkomunni, og nú sé um að gera að bæta um betur, enda hafi viðtökur áhorfenda sýnt að leikrit Pinters ættu erindi á leiksvið hér á landi. - Þetta er mjög ferskt leikrit, og í rauninni „nýtt", þó það sé skrifað árið 1962. Það er eigin- lega undarlegt til þess að hugsa hvað það er orðið gamalt, maður þarf að minna sig á það, en kann- ski er það vegna þess að eins og önnur verk Pinters fjallar það um grundvallarinnréttingu mann- eskjunnar, sem hefur varla breyst neitt á þessum árum. Leikritið verður sjálfsagt alveg jafn nýtt eftir fimmtíu ár og það er í dag. Stétt og staða aukaatriði - Það er líka mjög óvenjulegt við þetta leikrit, að þó að persón- urnar séu breskt millistéttarfólk, skiptir stétt þeirra og staða engu máli. Þessi frásögn, eða þessar myndir sem brugðið er upp, geta í rauninni átt við hvaða hjónaband sem er, og hvaða stétt sem er. Þarna skiptir ekki máli hverra manna fólkið er, hvaðan þau koma eða hvað þau hafa áður Hvað er það sem gerir þetta venjulega fólk ógnvekjandi? tekið sér fyrir hendur, vegna þess að Pinter segir ekki sögu, heldur bregður hann upp myndum. - Þetta er eiginlega sálfræði- þriller. Pinter er að athuga mann- eskjuna, og honum þykir greini- lega mjög vænt um sínar per-1" sónur, það sér maður þó að þess- ar myndir sem hann dregur upp séu grimmilegar. í rauninni er hann alltaf, í öllum sínum leikrit- um að athuga hvernig manneskj- an bregst við hinum margvísleg- ustu aðstæðum, hvernig hún bregst við þeirri veröld sem hún lifir í, og jafnframt hvernig hún sýnist fyrir sjálfri sér og heimin- um. „Þú ert viss um að þú viljir ekki rjóma," (Erla B. Skúladórtir og Kjartan Bjargmundsson). - Þetta er í rauninni ósköp venjulegt fólk. Þarna fer fram gífurlegt valdatafl allan tímann, leikur, sem gengur að hluta til út á það að játa sig aldrei sigraðan, því þá er allt tapað. En þrátt fyrír það eru þessar persónur ekki svo frábrugðnar því fólki sem maður mætir á götu. Eru ekki allir í ein- hvers konar leik? Stöðug hœtta, en... Hvað er það að ykkar mati sem gerir þetta venjulega fólk, eða leik þess, svona ógnvekjandi? - Það er mjög erfitt að segja nákvæmlega hvað það er, það byggir svo mikið meira á tilfinn- ingu en á orðum. Og þess vegna er líka mjög erfitt að vinna svona sýningu mikið fyrirfram. Setja eitthvað á blað um hana áður en æfingar hefjast. Það sem er ægi- legt við þetta fólk er kannski ein- mitt hvað það er í rauninni venju- legt. Ógnin liggur í loftinu. Það eru augnablik bæði í Elskhugan- um, og eins í öðrum leikritum Pinters, þar sem manni finnst að á næsta augnabliki grípi ein per- sónan hníf og ráðist á þá næstu. Skeri hana í búta. En hún gerir það ekki. Hún gerir eitthvað allt annað, eitthvað fullkomlega óvænt en mjög venjulegt, eins og til dæmis að fá sér ólífu. En hætt- an er þarna stöðugt, allan tím- ann. Og um leið þetta falska ör- yggi, maður telur sig geta verið vissan um að ekkert skelfilegt muni gerast, en niðurbútunin fer samt sem áður fram. Bara á allt öðru plani. En það er ekki hægt að benda á neinn ákveðinn þátt sem veldur því. - Þó textinn komi manni alltaf á óvart er ekkert í honum sem manni svelgist á. Þegar maður sér 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Míðvlkudagur 17. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.