Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 10
Fóstra Á Blönduósi er bamaheimilið Bamabær með 60 leikskólaplássum og 14 dagheimilisplássum. Fóstru vantar að leikskólanum sem fyrst. Hús- næði er tryggt. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona í síma 95-4530 og undirritaður í síma 95-4181. Bæjarstjóri. Auglýsið í Þjóðviljanum ALÞYÐUBANDALAGIÐ ff|; lillj II fl 1 .i&J^ Hvað ber að gera? Skipbrot stjórnarstefnunnar: Gjaldþrot atvinnulífs og heim- ila Almennur lunöur í Þinghóli í Kópavogi fimmtudag kl. 20.30 Framsögurmenn: Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson, Svanfríöur Jónasdóttir. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Úthafsrækja á úrvalsverði Erum að selja úthafsrækju, stóra og girnilega. Frábært verð. Sendum heim. Upplýsingar í síma 17500 á skrifstofutíma. Æskulýðsfylklng Alþý&ubandalagsins FRETTIR ísland - herstöð eða friðarsetur Ráðstefna á Hallormsstað 27.-28. ágúst Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi og Norðurlandi eystra gangast ísameiningu fyrir opinni ráðstefnu helgina 27.-28. ágúst um baráttuna gegn erlendum herstöðvum og hlutdeild ís- lands í baráttu fyrir friði og afvopnun. Ráðstefnan verður haldin ( Hótel Eddu á Hallormsstað þar sem þátttakendur geta fengið gistingu og fæði á sérkjörum. Sólarhring- urinn með f æði og gistingu í eins manns herbergi kostar kr. 3.500,- en kr. 3.100,- á mann, ef gist er í 2ja manna herbergi. Einnig er svefnpokaplass til reiðu. Væntanlegir þátttakendur í ráðstefnunni eru beðnir að skrá sig hjá Hótel Eddu Hallormsstað, sími 11705, fyrir 22. ágúst. Dagskrá ráðstefnunnar Laugardagur 27. ágúst: Kl. 13-18:30 Setning: Hjörleifur Guttormsson. Ólafur Ragnar Grímsson: An/opnunarmál og erlendar herstöðvar. Albert Jóns- son, starfsmaður Öryggismálanefndar: ísland og hernaðarstaðan á Norður-Atlantshafi. Svavar Gestsson: Alþjóðamál - ný viðhorf. Tomas Jóhannesson, eðlisfræðingur: Geislavirkni í höfunum og kjarnorkuvetur. Fyrirspurnir milli erinda. Kynnt drög að ávarpi ráð- stefnunnar. Almennar umræður. Kl. 20.30 Skógarganga og kvöldvaka. Sunnudagur 28. ágúst: Kl. 09-12 Gegn herstöðvum og hernaðarbandalögum: Steingrím- ur J. Sigfússon: Staðan á Alþingi og íþjóðfélaginu. Sólveig Þórðar- dóttir, Ijósmóðir: Nábýli við herstöð. Ingibjörg Haraldsdóttir: Bar- átta herstöðvaandstæðinga. Ávörp fulltrúa frá Norðurlandi eystra og Austurlandi. Kl. 13-15 Framhald baráttunnar, næstu skerf. Umræðurog niður- stöður. Ráðstefnustjórar: Sigríður Stefánsdóttir og Magnús Stefánsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. Fjölmennum í Hallormsstað. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Norðurlandi eystra og Austurlandi Lindifura, gróðursett 1910. Myndin frá 1986. Skógrœkt „Þýtur í skógi..." Skógarfréttirfrá Hallormsstað Páll Guttormsson er sannkall- aður „skógarmaður". Heita má að hann sé fæddur í Hallorms- staðarskógi, ólst þar upp með trjánum og f skóginum liggur lífsstarf hans, mikið og gott. Við Páll töluðumst við í síma fyrir nokkru og þá var fest á blað sú frásögn hans, sem hér fer á eftir. í vor og sumar hafa vart verið finnanlegar birkimaðkslirfur í Hallormsstaðarskógi. Er þetta ellefta sumarið sem svo er. Hefur það ekki verið svo mörg ár í röð á þessari óld. Það hjálpar til að nærri samfelldur skógur þekur nú svokallaða Ása, 500 ha land, fyrir sunnan Hallormsstað. En landið var friðað að fullu fyrir 10 árum. Vöxtur lerkiskógarins á Hall- ormsstað hefur verið hinn ágæt- asti undanfarin 15 ár. Þó dró dá- lítið úr vextinum um tveggja ára skeið, eftir kalda sumarið 1979. í lerkiskóginum fer fram aðal skógarhöggið og viðarvinnslan' Furuteigarnir, stafafura og lindifura, hafa verið lausir við trjásjúkdóma. Því er t.d. blómg- un lindifurunnar í Gróðrarstöð- inni, sem gróðursett var 1906, mjög ríkuleg í sumar. Vöxtur grenitrjánna í skógin- um er ekki alveg eins jafn og góð- ur og vóxtur furunnar og lerkis- ins. En yfirleitt var greníð með væna og langa árssprota í fyrra- sumar. Var það að þakka n'ku- legum hita í júní 1986. Trjámaur hefur tafið dálítið vöxt rauðgrenisins síðustu 20 árin, einkum þar sem jarð- vegsraki er ekki nægilega mikill. Svokölluð sitkagrenilús, er fór að verða talsvert vart á sitkagreni hér á landi fyrir 1960, var al- lágeng við grenið í Hallormsstað- arskógi heitu mánuðina nóvember-desember sl. vetur. Nú eru þau tré yfirleitt á góðum vegi með að jafna sig. Birkiskógurinn var fullút- sprunginn 8. júní í vor, og lerki- skógurinn viku fyrr. Góður vöx- tur allra trjáa í skóginum byrjaði - jafnt yfir - rétt fyrir 20. júní. -mhg. Ur Jónsskógi. Trén gróðursett 1951. Myndin tekin 1986. Blágreni. Myndin tekin 1978. Ur Guttormslundi. Trén gróðursett 1938. Myndin tekin 1983. 10 SÍDA - ÞJÓOVILJINN Mlðvlkudagur 17. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.