Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Amerískir Repúblikanar Einn kemur þá annar fer Reagan vékfyrir Bushþví ráðgjafar beggja óttuðust að skuggifélli á frambjóðandann. Við ramman reip að draga fyrir varaforsetann George Bush hélt innreið sína i New Orleans í gær og um leið yfírgaf Ronald Reagan bæinn. Allra augu beinast nú að varafor- setanum og velta menn óspart vöngum yfir því hvort honum tak- ist að hrista af sér slyðruorðið og telja bandarísku þjóðinni trú um að hann sé annað og meira en var- askeifa fráfarandi forseta. Þeir forsetinn og Bush hittust í flotastöð steinsnar frá New Or- leans. Þá hafði sá fyrrnefndi heillað þingfulltrúa upp úr skónum með ræðuhöldum og gamanmálum. En að sögn sér- fróðra vildu ráðgjafar beggja að forsetinn yrði á brott áður en var- ¦ÖRFRÉTTIR" Kremlverjar sögðu í gær nær útilokaö aö allur sovéski heraflinn í Afganistan héldi heim fyrír árslok. Enn eru 50 þúsund rauöir hermenn Kabúl- stjórninni til halds og trausts en samkvæmt Genfarsamningi Pakistana og Afgana eiga þeir að verða á brott fyrir 15da febrúar á næsta ári. En sovéskir ráðamenn höfðu ítrekað gef ið í skyn að vera kynni að heimkvaðningunni yrði lokið fyrir áramót. Öndvegisverk ritmæringanna Leóníds Brésn- evs og Konstantins Tsjernenkós verða brátt fjarlægð úr sovéskum bókasöfnum. Og söm verða ör- lög ritsmíða þeirra Míkhaels heitins Súslovs, fyrrum „hug- myndafræðings", og Viktors Grisjíns, fyrrum formanns Moskvudeildar kommúnistaflok- ksins. Þetta kemur fram í lesend- abréfi sem birt var í Izvestiu, málgagni sovétstjórnarinnar, í gær. ÍHöfundur þess er bóka- vörður sem segist nýskeð hafa verið skikkaður til þess aö hlýða á fyrirlestur. Flytjandi hans hafi staðhæft að skipanir um brott- nám allra verka þessarra fornu höfðingja hefðu komið „að ofan". Suður- Kóreustjórn er áfram um að allir bandarískir hermenn í landinu, 40 þúsund að tölu, fari í eyðnipróf. Þetta kemur fram í bréfi sem heilbrigðisyfir- völd í Seúl hafa ritað bandarísk- um herstjórum. í því er vitnað í niðurstöður nýrrar skýrslu um út- breiðslu eyðni í bandaríska hern- um. Þar kemur fram að einn af hverjum þúsund dátum gengur meö vírusinn í kroppnum. Þetta þýðir að 40 kanar í Kóreu eru smitaðir og það finnst heima- mönnum meira en góðu hófi gegni. Kaþólskir háklerkar leggja nú hart að for- ráðamönnum kvikmyndahátíðar- innar í Feneyjum að hætta við sýningu á umdeildri ræmu eftir bandaríska leikstjórann Martin Scorsese. Myndin ber heitið „Síðasta freisting Krists" og þykir höfundur stíga djarflega útfyrir guðspjöllin. Það sem einkum bögglast fyrir brjóstum klerkanna er draumsena í hverri Kristur er látinn eiga mök við Maríu Magða- lenu. aforsetinn æki í hlað því þeir höfðu rökstuddan grun um að annars hyrfi „nýi foringinn" ger- samlega í skugga þess gamla. Það hefur aldrei hvarflað að Bush að svíkja húsbónda sinn í tryggðum og þess nýtur hann nú. í flotastöðinni sagðist Reagan „styðja hann heilshugar" og bætti við að „á herðum þínum hvílir von Bandaríkjanna um frið og farsæld." Varaforsetinn galt líku líkt og fór mjög lofsamlegum orðum um Reagan. Hann þakkaði honum kærlega fyrir afburðasnjalla leið- sögn og hét því að ávaxta pund forvera síns „því markmið Bandaríkjanna er stórfengleiki þeirra sjálfra og ég mun ekki bregðast skyldu minni." A morgun verður Bush form- lega „krýndur" með pompi og prakt, þ.e.a.s. útnefdur fram- bjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis forseta. Þann átt- unda nóvember glímir hann síðan til úrslita við demókratann Mic- hael Dukakis. Niðurstöður fylgiskannana benda til þess að á brattan sé að sækja fyrir Bush því Dukakis sé sýnu vinsælli. Fréttaskýrendur segja að nú sé að duga eða drep- ast fyrir Bush á flokksþinginu því þorri þjóðarinnar fylgist grannt með framgangi þess í sjónvarpi. Reuter/-ks. Loks steig Reagan niður úr stólnum og vék fyrir hinum þolgóða varamanni sem orðinn var allsúr á svip. Líbanon úr fortíð Kristinn Sýrlandsvinur hyggst verðaforseti íannað sinn. Fjölmargir Líbanir hafa á honum illan bifur Suleiman Franjieh er sagður kristinn maður og slíkir virð- ast einir gjaldgengir í embætti forseta Líbanons. Því kemur það fæstum á óvart þótt Franjieh gefi kost á sér til starfans öðru sinni en Líbanonsþing mun kjósa landinu forseta næstkomandi föstudag. Franjieh var forsetí Líbanons þegar borgarastríðið hófst árið 1975. Af þeim sökum hafa fjöl- margir illan bifur á honum, kristnir menn ekki síður en mús- limir. Franjieh er mikill vinur Assads Sýrlandsforseta og því á öndverðum meiði við falangist- ana í „Líbönsku hersveitunum", liðsmenn Gemayel fjölskyldunn- ar, sem líta stjórnvöld í Damask- us afar óhýru auga. Franjieh er vel við aldur, 78 ára gamall, en ekki virðist hafa dreg- ið úr metnaði hans með aldrin- um, að færast annað eins í fang og að ætla að stjórna stjórnleysisrík- inu Líbanon. Hann kveðst vera fulltrúi hinna „þjóðlegu" marón- íta sem lítið vilja hafa saman við ísraelsmenn að sælda, ólíkt fa- langistunum. Þetta er ósköp skiljanlegt hafi menn hugfast að ætt og óðul Franjehs eru í norð- lægum bæ, Zghorta, og nágrenni hans en á þeim slóðum hafa Sýr- lendingar tögl og hagldir. Fréttaskýrendur telja fullvíst að Assad styðji framboð vinar síns með ráðum og dáð. Það kunni að ráða úrslitum þegar á hólminn er komið. í Líbanon eru nú 25 þúsund sýrlenskir hermenn og hyggist forseti stjórna í trássi við þá er hætt við að skjótt fjari undan valdastól hans. Ekki er ýkja langt um liðið frá því fréttamaður Reuters innti Franjieh álits á umsvifum Sýr- lendinga í landi sínu, hvort eícki væri mál að linni. Því færi fjarri, svaraði hinn aldni maróníti, þvert á móti væri öllum fyrir bestu að sýrlenskir hermenn kæmu sér fyrir hvarvetna í Líbanon. Franjieh er maður hár og beinaber, sjóndapur og hvítur fyrir hærum. Hann þykir maður grimmlyndur og óvæginn. Vinstrimenn hafa horn í síðu hans og múslímir hata hann, Pal- estínumenn eru svarnir fjendur hans og falangistar hafa reynt að ráða hann af dögum. Fór það í handaskolum en sonur Su- leimans, Tony, beið bana. Það Suleyman Franjieh hyggst verða forseti Líbanons. má því vera Ijóst að sitt sýnist hverjum um frambjóðanda þenn- an. Palestína Tveir fangar skotnir Israelskir hermenn skutu í gær tvo Palestínumenn til bana og særðu a.m.k. þrjá skotsárum þegar til mikilla óeirða kom í eyðimerkurfangabúðunum Kezi- ot. Að sögn heimildamanna í Isra- elsher tóku tugir fanga þátt í upphlaupi sem lyktaði með því að dátar skutu á þá. Keziot búðirnar liggja nærri landamærunum að Egyptalandi og þar eru um 3 þúsund Palest- ínumenn í haldi. Ekki hafa ísra- elsmenn í hyggju að draga þá fyrir rétt en þeim er gefið að sök að hafa tekið þátt í mótmælum á herteknu svæðunum. Víst þykir að aðbúnaður sé fyrir neðan allar hellur í Keziot sem og í öðrum fangabúðum þar sem ísraelar geyma Palestínumenn. I gær var enn útgöngubann á gervöllu Gazasvæðinu og var heimamönnum gert að sitja heima annan daginn í röð, 650 þúsund talsins. Að sögn starfsmanna sjúkra- hússins í Gazaborg hafa 70 menn leitað sér lækninga eftir barsmíð- ar ísraelskra hermanna frá því út- göngubannið gekk í gildi í fyrra- dag. Málsvari Israelshers lét það boð út ganga í gær að ofursti nokkur yrði dreginn fyrir herrétt og látinn svara til saka fyrir morð á Palestínumanni. Mun herfor- ingi þessi hafa elt ungan mót-mælanda uppi í þyrlu fyrir nokkrum mánuðum og skotið hann í höfuðið. Reuter/-ks. Suður-Afríka Nelson Mandela með bericla Nelson Mandela þjáist af berkl- um og hefur látið mjög á sjá undanfarnar þrjár vikur. Þetta kom fram í máli lögfræðings hans, Ismails Ayob, í gær. „Allt í einu lítur hann út einsog gamalmenni," sagði Ayob við fréttamenn í gær, skömmu eftir heimsókn sína til blökkumanna- leiðtogans. Ayob hafði ekki átt fund með Mandela frá því í júlí- lok þegar þeir hittust í gær. Yfirlýsing lögmannsins batt enda á nokkurra daga óvissu og vangaveltur manna um heilsu- brest Mandelas. Á föstudag var hann fluttur úr fangaklefa sínum á Tygerberg sjúkrahúsið í Höfða- borg. Þar var hann lagður inná „svörtu deildina" sem gætt er nótt sem nýtan dag af mönnum með alvæpni. Ayob sagði að Mandela hefði þrásinnis hóstað upp blóði en óvíst væri „á þessu stigi málsins" hvort líf hans væri í hættu. Ljóst væri þó að hann hefði veikst fyrir tveim vikum og jafnt og þétt eln- að sóttin. Hinsvegar hefðu ráða- menn látið það undir höfuð leggj- ast að tjá vinum og vanda- mönnum hvernig komið væri, á laugardaginn hefðu þeir þó orðið að leysa frá skjóðunni. Reuter/-ks. Miðvikudagur 17. ágúst 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.