Þjóðviljinn - 17.08.1988, Síða 14

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Síða 14
_____f dagJ_ Veðrið tekur völdin Þaö er alveg makalaust hvaö landsmenn geta talaö um veðrið daginn inn og daginn út. Undirrit- aður hitti gamlan kunningja á hraöferö í miöborginni í gær sem byrjaði aö dásama veðrið, hitann og sólina og bætti þvi síðan viö að þetta væri kærkominn sumar- auki. Ég hváöi við, „sumarauki" um mitt sumar. - -Jú, svaraði hann, ég hef alltaf litið svo á að eftir verslunarhelgi væri sumrinu lok- ið hér sunnanlands að minnsta kosti, og vissara að byrja að tína til ullarfötin. Dæmalaust, hugsaði ég. Loks þegar hægt er að reikna með þokkaleguveðri, hlýju, jafnvel sól, stillu, og einnig birtunni, eink- um í Ijósaskiptunum á kvöldin. Ágústmánuðurog jafnvel sept- ember eru einhverjir bestu sumarmánuðir sem við fáum hér á landi. Gróðurinn fullvaxinn, haustlitirnarað byrja að koma í Ijós og lyngið ýmist blátt eða svartaf berjum. Hann var ekki sömu skoðunar. - Sjáðu til sagði hann, veðrið get- ur verið ágætt einn og einn dag, en um leið og birtu fer að bregöa, áður en ég fer í bólið á kvöldið, þá er sumarið búið og ekki að ræða það meir. Ég var ekki tilbúinn að gefa mig, enda maðurinn sýnilega þjáður af einhverjum forstigs- einkennum af skammdegis- drunga. - Sjáðu til, sagði ég og brýndi röddina. - Nú er sumarið loks að ná hápunkti. Uppskeru tími fer í hönd, kartöflulöndin bíða eftirokkur, sjóbirtingurinn erá leið í árnar og vötnin og við eigum eftirað faratil berjaog njótaúti- vistar. Hvaða þrugl er þetta í þér aðsumarið sé liðið, þaðerglam- pandi sól og 15 stiga hiti. Hættu þessu voli maðurog reyndu að njóta sumarsins, sagði ég og tók í jakkaboðunginn á vini mínum. Hann hopaði, þagði augnablik og sagði svo stuttaralega. -Æ, vertu ekki með þessa væmni. Á mínu almanaki er komið haust og amen. Annars má ég ekki vera að þessu sagði hann, kastaði á mig kveðju og var horfinn inn í mannþröngina. Við höfðum ekki hist í langan tíma og höfðum margt að spjalla en eins og svo oft áður var það veðriðsemtóköll völdin. -|g. ídag er 17. ágúst, miðvikudagur í sautjándu viku sumars, tuttugasti og fimmti dagur heyanna, 230. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 5.25 en sest kl. 21.36. Tungl vaxandi á fyrsta kvartili. Viöburðir Dáinn Sveinbjörn Egilsson rektor og skáld 1852. Þjóðhátíðardagur Indónesíu og Gabon. Þjóöviljinn ffyrir 50 árum Aðsetursstöðvar uppreisnar- manna í háskólahverfinu sprengdar í loft upp í gær. Á Madrid-vígstöðvunum, þarsem tiltölulega lítið hefir verið barizt um allangt skeið undanfarið, varð ógurleg sprenging í dag í háskólaborginni.... Höfðu her- menn stjórnarinnar grafið göng undir varnarstöðvar uppreisnar- manna og komið þar fyrir miklu sprengiefni og kveikt í. í dag hefst vinnu fyrir rúmlega 30menní„Síbiríu“. Hvaðætlar bæjarstjórnin að gera til að bæta úratvinnuleysinu? Ágætur síldarafli á Siglufirði. UM UTVARP & SJONVARP z \rv • -h-' y V ^ 'í\ . - W.- ■ ■ ■ ■ -'.tiJSÍvSívV: , la Hrellingarnar sem íslenskir sæfarar lentu í voru miklar og ógurlegar. Draugar, tröll og aðrar forynjur þóttu sækja stíft á einmitt þá sem minnst virtust mega sín. Þættirnir sem verða á miðvikudögum á Rás 1 um þjóðtrúna í íslenskum bókmenntum verða vísast afar áhugaverðir og fræðandi á að hlýða. Einu sinni var í dag, klukkan 10.30, hefst þáttaröðin „Einu sinni var“ á Rás 1. Þættirnir verða sjö talsins og verður fjallað um þjóðtrú í ís- lenskum bókmenntum. Fjallað er um helstu fyrirbæri íslenskrar þjóðtrúar og lesnar sögur, sögubrot og ljóð þar sem þessi fyrirbæri koma fyrir. Fyrstu tveir þættirnir eru helg- aðir draugum og draugatrú en í síðari þáttunum kemur huldu- fólk, tröll, fjandinn sjálfur og fleira þess háttar við sögu. 1 fyrsta þættinum er meðal annars lesinn kafli úr Grettissögu og ljóð er tengjast efni hennar. Þá er lesið úr Ijóði Einars Benediktssonar um hvarf séra Odds Gíslasonar á Miklabæ. í öðrum þætti er meðal efnis smásaga eftir Þóri Bergsson og ljóð ort út frá efni sögunnar af djáknanum á Myrká. Umsjónarmaður þáttanna er Símon Jón Jóhannsson og er Ragnheiður Steindórsdóttir les- ari með honum. Reykjavík Reykjavík í kvöld klukkan 21.50 endur- sýnir Sjónvarpið mynd Hrafns Gunnlaugssonar „Reykjavík - Reykjavík“, en hún var gerð í til- efni 200 ára afmælis borgarinnar 18. ágúst 1986. Myndin lýsir daglegu lífi í Reykjavík einsog það kemur fyrir sjónir íslenskri stúlku sem hefur búið erlendis frá barnæsku. Lífsmáti Reykvíkinga kemur henni afar undarlega fyrir sjónir og er allt annar en hún á að venj- ast. Höfundur og leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson og með að- alhlutverk fara Katrín Hall, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson og Gottskálk Dagur Sig- urðsson. Myndin var síðast á dagskrá Sjónvarpsins 30. desember 1986. Katrín Hall fer með aðalhlutverk- ið í myndinni „Reykjavík - Reykjavík“ sem Sjónvarpið sýnir í kvöld klukkan 21.50. Frækinn Frakki í þættinum „Tíska og hönnun“ á Stöð 2 klukkan 23.00 í kvöld verður fjallað um franska húsgagnahönnuðinn Philippe Starck. Starck er sagður fara frekar fáar troðnar slóðir. Hreinar og einfaldar línur sem minna á Art Deco tímabilið einkenna hönnun hans og vinnur hann mikið úr stáli og vinýl. Hann varð fyrir sterkum áhrifum frá föður sínum sem var flugvélasmiður og oft má greina straumlínulag flugvéla í verkum hans. Starck hefur innréttað fjölda hótela, kaffihúsa og verslana víða um heim. Einna þekktast er Café Costes í París sem um þessar mundir er meðal vinsælli kaffi- húsa þar í borg enda í nánd við Pompidousafnið. GARPURINN . t-ud v4 •* _ KALLI OG KOBBI Hvað með þetta heimboð, ferfætti skepnu- bárðurinn þinn? Sparaðu þér uppnefnin. Ég les bréfið þegar MÉR hentar. btVyllll I ( Jæja, ég er til. Humm... VMEQSH FOLDA 7 v: Hún hætti að læra þegar hún gifti sig einsog sumir aðrir -7* 4 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 17. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.