Þjóðviljinn - 17.08.1988, Page 16

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Page 16
'SPURNINGI "1 Hefurðu komið útí Við ey? Ingibjörg Sæmundsdóttir skrifstofumaöur: Nei, en auðvitað væri ráð að drífa sig einhvern tíma á næstunni. Trausti Rúnar Traustason prentari: Já, auðvitað. Ég hef nú samt bara farið einu sinni, en það var fyrir tveimur árum síðan. Mér fannst gott að vera þar. þJÓÐVIUINN Mlðvlkudagur 17. ágúst 1988 183. tölublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Gréta Jónsdóttir blómaskreytingakona: Nei, það hef ég ekki, en ég trúi að það gæti verið gaman. Halldór Jörgen nemi: Já, síðast í fyrrasumar. Viðey er sérlega vandaður og fallegur staður. Vala Kristjánsson kennari: Já, fyrir nokkrum árum síðan. Það var skemmtileg reynsla og ég hlakka til að fara þangað aftur. Viðey er dásamleg. Verndartákn Minni föðuríns við hafið Itilefni afmœlis SeglagerðarinnarÆgis hefur nú verið reisturskúlptúr af stáli og segli til verndar sjófarendum Ægir er skúlptúr gerður af Þóri Barðdal myndhöggvara í tilefni 75 ára afmælis Seglagerðarinnar Ægis en fyrirtækið réðist í að láta gera skúlptúrinn til minningar um Óla Barðdal, eiganda fyrir- tækisins, en hann lést árið 1983. Þórir Barðdal er yngsti sonur Óla Barðdals heitins, og hlaut sína menntun í Stuttgart í Vestur- Þýskalandi og í Houston í Texas. í skúlptúrinn valdi listamaðurinn efni sem starfsemi fyrirtækisins hefur grundvallast á frá upphafi, það er tjalddúk sem strengdur er á stálgrind. Seglagerðin Ægir hóf starfsemi sína á skútuöldinni og því var hún nær eingöngu fólgin í seglasaumi. Breyttust tímarnir og aðrar lausnir voru fundnar við að knýja skipin áfram um höfin. Með breyttum tímum aðlagaði fyrir- tækið sig nýjum þjóðfélagshátt- um og framleiðir þannig í dag vörur er tengjast frístundatíma landsmanna, eða tjöld og annan viðleguútbúnað. Tengslin við sjávarútveg og iðnað hafa þó aldrei rofnað. -tt Agrænum.. bala við norður- Skipunum sínum. Verndari skip- strönd Örfiriseyjar stendur verja á leið á haf út. Ógnarstór, Ægir og heilsar skipum sem sigla 25 fermetrar að stærð á þriggja inn og út úr Reykjavíkurhöfn. metra stalli, stendur hann, gerð- Stendur og lítur eftir skipunum. ur af stáli og segli. Sesselja Guðnadóttir, ekkja Óla Barðdal, afhjúpar hér verk Þóris, Ægi. Mynd E.ÓI. Stjórnarráðið Áhugalausir um stoðvegginn Enginn verktaki í landinu virð- ist hafa áhuga á að sinna endurbótum á stoðvegg við Stjórnarráðið. Það er Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar sem óskaði fyrr í sumar eftir tilboðum í verk- ið, „Stoðveggur við Stjórnar- ráðið“. Á fundi stjórnar stofnun- arinnar í gær kom í ljós að engin tilboð höfðu borist í verkið, en slíkt er mjög fátítt í útboðum stofnunarinnar. Annað hvort treysta verktakar sér ekki í það mikla verk að endurbæta og styrkja stoðvegg- inn við Stjórnarráðið eða hafa ekki hinn minnsta áhuga á því. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.