Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 2
Grandi hf Krefst skaðabóta Fyrirtækið Brekkes í Hull hef- ur krafið löndunarfyrirtæki þar í borg um skaðabætur vegna mis- taka sem starfsmenn þess voru vaidir að við stærðarflokkun fisks þegar Grandatogarinn Ás- geir RE seldi þar 1. ágúst sl. Mis- tökin leiddu til þess að mun minna verð fékkst fyrir aflann en eðlilegt þótti miðað við markaðs- verð á þeim tíma. Að sögn Sigurbjörns Svavars- sonar útgerðarstjóra Granda hf. krefst fisksölufyrirtækið Brekk- es, sem sá um fisksöluna fyrir Granda, skaðabótanna fyrir hönd fyrirtækisins. Ekki hefur verið sett fram krafa um upphæð skaðabótanna og sagðist Sigur- björn vonast til að samningar næðust án þess að þurfa að fara í hart. Alls seldi Ásgeir RE þennan dag í Hull 185 tonn og fékk fyrir aflann aðeins 11,1 milljón króna og meðalverðið einungis 60,45 krónur. Að öllu jöfnu og sam- kvæmt því verði sem fékkst þann sama dag í Grimsby hefði verið nærri lagi að fá 13,7 milljónir króna fyrir aflann og að meðal- verðið fyrir hvert kíló hefði átt að vera um 75 krónur. -grh FRETTIR Kleppur Spítalakerfiö að hiynja Ingólfur Sveinsson: Vondframkoma og eyðileggjandistjórnun. Alvarlegtmálað loka endurhœfingardeildinni. Komiðfram við okkur eins og asna Ingólfur Sveinsson geðlæknir á endurhæfingardeild Klepps- spítala segir þá ákvörðun að loka deildinni með svo skömmum fyrirvara vera vonda framkomu við starfsfólk og ákaflega eyði- leggjandi. Þetta sé dæmi um harða og gamaldags stjórnun sem víðast hvar hafi verið lögð niður. Starfsfólk deildarinnar hafi verið liðlegt í tilhliðrunum í sumar en nú sé koniið fram við það eins og asna. Ingólfur sagði stafsfólkið hafa hliðrað til með sumarleyfi og aðr- ar deildir hefðu fengið afnot af húsnæði deildar 11. „Við höfum mikið hliðrað til í þessu gjald- þrotaástandi spítalans en síðan er gengið á lagið og komið fram við okkur eins og asna," sagði Ingólf- ur. Ef allt spítalakerfið fari inn á föst fjárlög geti hann ekki betur séð en hrun þess blasi við. Það væri verið að brjóta niður heilbrigðisþjónustuna. „Ég veit ekki um neina stofnun eða ráðu- neyti sem ekki brýtur fjárlög," sagði Ingólfur. Að mati Ingólfs er það mjög alvarlegt mál að taka deild eins og endurhæfingardeildina í burtu. Á deild 11 hefði verið lögð áhersla á að aðstoða ungt fólk sem ætti við þunglyndi og önnur geðræn vandamál að stríða, fólk sem hefi jafnvel aldrei komist út í atvinnulífið á sinni ævi. Með þessu væri verið að reyna að rjúfa vftahring endurkomusjúklinga og mjög mikilvægt væri að þessi þjónusta væri fyrir hendi. Nú hefðu foreldrar enga þjónustu af þessu tagi fyrir sín börn. Ingólfur sagði að þessir sjúk- lingar yrðu nú að bíða og yrðu krónískir og kæmu oftar inn á móttökudeildir. Það gerði spítal- ann að verri spítala að hafa ekk- ert annað en móttöku- og hjúkr- unardeildir. Þá væri vont mál að sérhæft starfsfólk deildarinnar sem hefði náð góðri samvinnu væri nú tvístrað. Það væri ekkert sem tryggði að þetta fólk biði þol- inmótt eftir að deildin opnaði á ný. „Við höfum átt eitt besta þlOÐVILIINN Miðvlkudogm 17. Ogútt 19B8 183. (Mubtað 53. árgangur Geðsjúklingai Þjónustan skorin við nögl EndurkaííttgaMtíUKUppapíhdahka3umóákvtSinntíma.SlarfifóO:íSírénUaílokunmtahá^smi^^fyrirvani. Brdoamóuakafyrirgeðsjúku á Landssptlala IðgS niSur heilbrigðiskerfi í heimi en nú er verið að eyðileggja það með því að nota það sem hagstjórnar- tæki," sagði Ingólfur. Réttur fólks til heilbrigðisþjónustu væri skertur og eins og ástandið væri í dag, væri það góðviljuð glæpa- starfsemi að hafa heilbrigði- skerfið undir stjórn ríkisins. Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppi vildi koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar Þjóðvilj- ans af málinu í gær: Að áfram yrði tekið á móti sjúklingum á almennri bráðamóttöku og það ástand sem nú ríkti væri tíma- bundið. -hmp Dráttarvextir Innanhúsmál i Amarhváli Magnús Guðjónsson: Hefur ekki verið rœtt við Samband íslenskra sveitarfélaga. Vangoldnir dráttarvextir tœpur miljarður Hjónin Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir þiggja hér góðan viðurgjörning úr hendi Klaus Bredow, sendifulltrúa Þýska alþýðulýðveldisins hér á landi. Útanríkisviðskiptaskrifstofa Þýska alþýðulýð- veldisins veitti við þetta tækifæri Ingvari Helgasyní viðurkenningarskjal fyrir vandaðan og ötullegan framgang til aukinna og batnandi samskipta sem og viðskipta, íslendinga og Austur-Þjóðverja. Mynd Ari. Útflutningskvótinn Skerðir kjör sjómanna Ekki verið athuguð gœði þess fisks semfiskvinnslan flytur út. Það er niikil óánægja meðal sjómanna vegna kvótans sem settur hefur verið á útflutning físks héðan til Englands og Þýska- lands með gámum og skipum. Hversu tekjuskerðing sjómanna vegna kvótans er mikil er erfítt um að segja en víst er að hún er umtalsverð, sagði Hólmgeir Jóns- son framkvæmdastjóri Sjómann- asambands íslands við ÞjóðvUJ- ann. Utanríkisráðuneytið ákvað fyrr í sumar að stemma stigu við taumlausum útflutningi fisks í gámum og sölu upp úr skipum á Bretland og á Þýskaland til að koma í veg fyrir verðfall á mörk- uðunum vegna offramboðs. Á hverjum föstudegi verða útflutn- ingsaðilar að sækja um útflutn- ingsleyfi til viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins þar sem kvótanefndin svokallaða fer yfir umsóknirnar og vinsar út þá sem fluttu út á sama tíma í fyrra. Þeir ganga fyrir með leyfisveitingar en nýliðarnir fá ekki útflutningsleyfi vegna þess að þeir hafa ekki áunnið sér „söguleg útflutnings- réttindi" eins og það nefnist á fínu máli. Að sögn Hólmgeirs þarf að sinna vel ferskfiskmörkuðunum ytra þar sem þeir taki við þeim fiski sem fiskvinnslan getur ekki unnið með góðu móti hér heima. Hólmgeir sagði að það hefði aldrei verið skoðað að neinu marki afhverju verðföll verða á mörkuðunum nema vegna of- framboðs. „Fiskur getur einnig fallið í verði vegna lélegra gæða og það er áleitin spurning hvort vinnslan sé ekki oft á tfðum að flytja út fisk sem ekki er neitt sér- stakur að gæðum til þess að geta unnið þann ferskasta sem verið er að landa upp úr viðkomandi skipi," sagði Hólmgeir Jónsson. Hann sagði að vissulega gætu alltaf komið toppar í veiðarnar hér sem orsökuðu offramboð en það réttlætti ekki eitt sér kvóta á útflutninginn. Samkvæmt út- flutningstölum frá Fiskifélagi ís- lands nam útflutningur á þorski í júnímánuði 1986 um 6 þúsund tonnum, 1987 í júní nam hann 4 þúsund tonnum og í júní sl. var flutt út um 3 þúsund tonn. „Þetta sýnir okkur hvað tonn- afjöldinn getur sveiflast til eftir því hvernig veiðist á hverjum tíma og hvernig vinnslan er í stakk búin til að vinna þann afla sem berst að landi með góðu móti," sagði Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómanna- sambandsins. -grh tp% að hefur ekki verið rætt við ¦ sveitarfélögin um neinar hug- myndir á niðurfellingu drátíar- vaxta vegna vangoldinna gjalda. Enda þætti mér fáránlegt að slík ákvörðun yrði tekin án þess, þetta virðast vera einhverjar . innanhúsvangaveltur í Arnar- hváli sem ég skil ekki hvernig komust í fjölmiðla - sagði Magn- ús Guðjónsson formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í samtali við Þjóðviljann. Hann sagði einnig tölvuverðan mun á stöðu þessara mála hjá sveitarfé- lögum og ríki. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra kynnti þá hug- mynd sína á ríkisstjórnarfundi á föstudag að dráttarvextir vegna vangoldinna gjalda fyrir skatt- kerfisbreytingu, yrðu felldir nið- ur. Guðmundur Vignir Jósefsson hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík sagði Þjóðviljanum að þetta hefði ekki verið rætt við Gjald- heimtuna af hálfu fjármálaráðu- neytisins. Eftirstöðvar gjald- heimtugjalda, útsvars og að- stöðugjalds væru um 4,1 miljarð- ur og dráttarvextir af þeim væru tæpur miljarður. Magnús Guðjónsson sagði þessi mál horfa öðruvísi við sveitarfélögunum en ríkinu. Sveitarfélögin hreinsuðu reglu- lega upp hjá sér það sem þau teldu óraunhæft að innheimta, til að mynda gjöld sem tengdust dánarbúum. En ríkið hefði verið miklu stirðara. „Ríkið hefur ver- ið eins og staður klár og þess vegna hafa safnast upp óinnheimt gjöld vegna dánarbúa og annarra hluta og þar af leiðandi hiaðist upp dráttarvextir." Ef fjármálaráðherra ætlast til að þessi niðurfelling nái einnig til sveitarfélaganna, segir Magnús að það verði að vera Alþingis að breyta því. Ráðherrann geti ekki ákveðið þetta fyrir sveitarfé- lögin. Og ef Alþingi ætli að setja nýja löggjöf ættu sveitarfélögin að fá að vera með í mótun hennar sem hagsmunaaðili. Annað væri fáránlegt. _hmp 2 SÍÐA - WÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. ágúst 1968 Isafjörður Góð veiði í dragnót Góðœri ísjónum og hátt hitastig „Við höfum verið með svona 50-60 tonn yfir vikuna í sumar og það þykir bara nokkuð gott. Við lönduðum í gærmorgun 25 tonn- um af úrvals þorski sem við feng- um á einum og hálfum sólarhring og erum nú hérna fyrir utan Dýr- afjörðinn í ágætisveðri," sagði Gísli Skarphéðinsson skipstjóri á Víkingi 3 IS við Þjóðviljann. Aðspurður um tillögu Haf- rannsóknastofnunar að ekki megi veiða meira en 300 þúsund tonn af þorski á næsta ári sagði Gísli að við því væri svo sem ekki neitt að segja. Aftur á móti sýnd- ist honum ástand sjávar vera gott úti fyrir Vestfjörðum og ekkert nema góðæri að sjá og mikið um æti í sjónum. „Hitastig sjávar hér er um 10,8 gráður sem er fínt fyrir fiskinn þar sem hann er að alast upp. Hins vegar ef menn eru að leita að einhverju neikvæðu, þá má alltaf finna bletti þar sem ástand sjávar er slæmt. En við sem erum alla daga á sjó hér vestra sjáum ekki neitt nema góðæri í sjón- um," sagði Gísli Skarphéðinsson skipstjóri á Víkingi 3 frá ísafirði. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.