Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 4
Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ. m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1988skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, líf- eyristryggingagjald atvr. skv. 20 gr., slysatrygg- ingagjald atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, útsvar, aðstöðugjald, atvinnu- leysistryggingagjald, iðnlánasjóðsgjald og iðn- aðarmálagj., sérst. skatturáskrifst. og verslunar- húsn., slysatryggingagjald v/heimilisstarfa og sérstakur eignaskattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonargjald- hækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöld- um, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reyjavík, 16. ágúst 1988. Hugmyndasamkeppni um nýtingu Viðeyjar Borgarstjórn Reykjavíkurefnirtil hugmyndasam- keppni um nýtingu Viðeyjar. Tilgangur keppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu eyjarinnar sem útivistarsvæðis fyrir Reykvíkinga og aðra landsmenn. Keppnin skiptist í tvo hluta, I. og II. Skilað verði: I. Uppdráttum, er sýni vel hugmyndir um nýt- ingu eyjarinnar og/eða II. skriflegum hugmyndum í stuttri eða langri greinargerð. Hugmyndasamkeppnin er öllum opin, bæði fag- fólki í hönnun sem og áhugafólki um nýtingu Við- eyjar. Þátttaka er ekki bundin við einstaklinga heldur geta fleiri staðið saman að tillögu. Trúnaðarmaður dómnefndar, Ólafur Jensson framkvæmdastjóri, Byggingaþjónustunni, Hall- veigarstíg 1, sími 29266, afhendir keppnisgögn gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 1.000.- Verðlaunafé ersamtals kr. 800.000.- Þrenn verð- laun verða veitt, þar af eru fyrstu verðlaun ekki lægri en kr. 400.000.- Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 200.000.- Tillögum skal skila til trúnaðarmanns dómnefnd- ar í Byggingaþjónustunni í síðasta lagi 15. des- ember 1988, kl. 18.00 að íslenskum tíma. Borgarstjórinn í Reykjavík. Auglysið í Þjoðviljanum DJÓÐVIUINN blaðið sem vitnað erí FRETTIR Grímsey Lýst eftir sumrínu Hulda Víkingsdóttir: Ömurlegtsumar með roki, rigningu ogkulda. Fé skortir til sundlaugarbyggingarinnar og ekkert unnið við hana um þessar mundir. Fátt umferðamenn Pað hefur ekkert sumar verið hér í eynni þó það eigi að vera samkvæmt dagatalinu. I júní var hér ríkjandi leiðinleg vestanátt og austanátt í júlf með tilheyrandi roki og rigningu. Það sem af er þessum mánuði hafa aðeins kom- ið tveir heitir sólskinsdagar þann- ig að í heildina tekið er sumarið búið að vera vægast sagt ömur- legt, sagði Hulda Víkingsdóttir í Grímsey við Þjóðviljann. Lítið hefur verið um ferða- menn í eynni það sem af er sumri og eftir að Drangur hætti sigling- um eru hópar ferðamanna afar sjaldséðir. Algengast er að þeir komi með flugvél og þá fáir í einu. Flestir þeirra tjalda í grennd við félagsheimilið Múla meðan á dvöl þeirra stendur. Þessa dagana er ekkert unnið við sundlaugarbygginguna í Grímsey og engin ákvörðun hef- ur verið tekin um hvenær hún verður opnuð. Loftræstikerfið er þó komið upp og búið að flísa- leggja sundlaugina. Einnig er búið að ganga frá ljósum. Hitunarbúnaður laugarinnar er ókominn, ógengið er frá raf- magninu að hluta og ennfremur á eftir að mála innan sem utan dyra. Að sögn Huldu Víkingsdóttur vantar fjármagn til byggingarinn- ar og hefur engin skipulögð söfn- un átt sér stað síðan barnaútvarp Ríkisútvarpsins stóð fyrir myndarlegri landssöfnun á síð- Grímseyingar sakna sumarblíöunnar. asta ári. Þó gáfu nokkrir Kiwanis- klúbbar fé til framkvæmdanna fyrr á þessu ári. í sumar er eitt einbýlishús í byggingu í Grímsey og annað var tekið í noktun fyrir skömmu. Þá er verið að grafa fyrir veiðarfæra- skemmu í eynni. Hætt er við að mörgum húsbyggjandanum uppi á landi brygði í brún ef hann stæði í sporum Grímseyinga. Alla möl verður að flytja yfir Grímseyjar- sund frá meginlandinu, auk þess sem viðkomandi húsbyggjandi verður að hýsa og sjá um allt upp- ihald fyrir iðnaðarmennina sem hann hefur í vinnu. Allt þetta ger- ir það auðvitað að verkum að byggingarkostnaður er hár og á öðrum nótum en fólk á almennt að venjast hérlendis. -grh Fjölritun Stensill í nýtt husnæði Offsetfjölritunarstofan Stensill h.f. sem áður var til húsa að Nóatúni 17 hér í Reykjavík, hefur flutt starfsemi sína í nýtt sérhann- að húsnæði að Suðurlandsbraut 4. Stensill h.f. er liðlega tíu ára gamalt fyrirtæki. Það var fyrst til húsa að Óðinsgötu 4 - hóf þar starfsemi sína með eina fjölritun- arvél og einn starfsmann. í dag er Stensill ein stærsta og fullkomn- asta offsetfjölritunarstofa lands- ins og þar starfa nú átta manns. Fyrirtækið er vel tækjum búið bæði hvað varðar fjölritun og frá- gangsvinnu á öllum pappír. Eru þar unnar margskonar bækur, blöð, eyðublöð, útboðsgögn og margt fleira. Stensill h.f. er umboðsaðili Belgíu og Socbox og Morgana í fyrir prentvélar frá CP Bourg í Englandi. Lesandabréf Islensk tunga Y\ að var í þá tíð sem Jón Hregg- r viðssonfráReinfékkbréfupp á það að hann mætti eiga snæris- rúllu, hvorki meira né minna. Brynjólfur Jóhannesson túlkaði pennan fátæka mann meistara- lega, eins og við var að búast. Þeim, er sáu þá sýningu á íslands- klukkunni, verður hún ætíð óg- leymanleg. Svo koma nýir tímar með nýja menn, misjafnlega nægjusama á veraldarauð sem andlegan. Það kom í huga minn á dögunum þá er ég hlustaði á þáttinn „íslenskt mál" í útvarpi þjóðarinar allrar. Málfræðingurinn hélt því fram, að manni skildist í fullri alvöru, að sá málfræðingur, sem mestur hefur verið með íslenskri þjóð, væri umdeilanlegur. Auðvitað má segj a um alla menn hér á Hót- el Jörð að þeir séu ekki fullkomnír. En þegar svo langt er gengið af fræðingum að þeir, sem bera af, á hvaða sviði sem er, séu ekki til fyrirmyndar, þá fer leikurinn að grána. Það virðist vera kominn tími til þess að Ríkisútvarpið fari að velja sæmilega fræðinga til að leiðbeina um íslensku. Fyrr- nefndur málfræðingur sagði að samræming tungunnar væri ekki sérlega þýðingarmikil. Þó vita allir, sem eitthvað vita, að það er brýn nauðsyn á því að íslendingar geti gert sig skiljanlega hvert sem þeir fara um sitt eigið land. Sumir fræðingar eru svo gam- ansamir að halda því fram að þág- ufallssýki sé ekki rangt mál. Mér er spurn: Hvernig ætla þessir spekingar að fara að því að leiðrétta stfla ef engin samræm- ing tungunnar væri æskileg? Ef til vill er allt þetta frjálsræðis kjaftæði farið að rugla menn í ríminu. Það virðist sem sé ekki nægilegt að hafa bréf upp á eitt eða neitt. Verið þið sæl að sinni. Gísli Guðmundsson Reykjavík 4 SÍÐA - WÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.