Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Hafrannsókn Verðum að huga að framtíðinni Skýrsla Hafrannsóknar: Sjómenn og útvegsmenn hafa áhyggjuryfir lélegu ástandisjávar vegna kulda og versandi uppvaxtarskilyrða. Hólmgeir Jónsson: Tillögurum hámarksafla keimlíkar fyrri tillögum Forsvarsmenn sjómanna og út- gerðarmanna hafa mestar áhyggjur á versnandi árferði í sjónum frekar en að þeir séu ósáttir með 60 þúsund tonna skerðingu á aflahámarki þorsks fyrir 1989, samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar sem birtust í skýrslu stofnunarinnar um nytjastofna sjávar og um- hverfisþætti 1988 og aflahorfur 1989. í skýrslunni segir að mikil breyting hafi átt sér stað til hins verra á norður-og austurmiðum og niðurstöður mælinga frá því í vor sýndu aðstæður sem svipar til köldu áranna á seinni hluta síð- asta áratugar og í byrjun þessa vegna kulda sjávar með minni át- udreifingu og verri uppvaxtar- skilyrðum fyrir fiskinn en í venju- legu árferði. í tillögum stofnunarinnar um aflahámark á þorski fyrir næsta ár er lagt til að þorskkvótinn verði Iækkaður úr 360 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn. Leyfilegt verði að veiða sama magn af ýsu og ufsa en minnkun verði í veiðum á karfa og grálúðu. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar framkvæmdastjóra Sjómannas- ambands íslands verða menn að hlusta á tillögur fiskifræðinganna um bvað sé hægt að veiða úr þorskstofninum án þess að ganga um of á stofninn. Hólmgeir sagði að menn yrðu að huga að fram- tíðinni í þessum efnum en ekki hugsa aðeins um skammtímasjónarmið hverju sinni. Hann sagði það vera alvar- legt mál hvað lífsskilyrðin í sjón- um hefðu versnað sem þýddi að fiskurinn yrði mun seinna kyn- þroska en áður. „í sjálfu sér koma þessar til- lögur fiskfræðinga mér ekki neitt á óvart. Þær eru mjög keimlíkar þeim sem stofnuninn lagði fram á síðasta ári. Það er síðan stjórnvalda að ákveða hversu mikið á að fara eftir þeim. Skerð- ing á aflahámarki þorsksins er í sjálfu sér aldrei vinsæl því hún leiðir til minni tekna en áður. Svo er það alltaf spurning sem vert að velta aðeins fyrir sér hvort þjóðin hafi efni á pessari skerðingu", sagði Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri SSÍ. -grh Gámaútflutningur 28 synjað um leyfi Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá LÍÚ: Heimilaður útflutningur á 406 tonnum afþorski ogýsu með gámum. Gullver SUseldi 128 tonn í Grimsby ígœr fyrir 9,8 miljónir króna. Ekkertskip selur í Þýskalandi í vikunni Afundi kvótanefndar viðskipta- deildar utanríkisráðuneytis- ins sl. föstudag var 28 aðilum heimilað að flytja út með gámum 406 tonn af þorski og ýsu. Mikil ásókn er í útflutningsleyfi og var 28 aðilum synjað um heimild til útflutnings að þessu sinni. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, sem sæti á í kvótanefndinni, var einnig heimilaður útflutningur á 90 tonnum af karf a og ufsa á markað í Þýskalandi í 7 gámum. Vil- hjálmur sagði að ekkert benti til annars en að gott verð ætti að fást fyrir fiskinn erlendis þegar hann kæmi á markað. Mest er flutt út í gámum sem fyrr frá Vestfjörðum og Vestmannaeyjum, þar sem fiskast einna mest um þessar mundir. í gær ítrekaði utanrikisráðu- neytið að gefnu tilefni að um- sóknir um útflutningsleyfi á ferskum karfa og ufsa þurfi að berast viðskiptaskrifstofu ráðu- neytisins fyrir kl. 12 á hádegi föstudags vegna útflutnings í næstu viku á eftir. En í síðustu viku júlímánaðar og í fyrstu viku í ágúst var útflutningsbann á þess- um fisktegundum. í gær seldi Gullver SU 128 tonn í Grimsby fyrir 9,8 miljónir króna og var meðalverðið 76,62 krónur fyrir kílóið sem þykir harla gott. í þessari viku selur Engey RE um 200 tonn í Hull og Náttfari RE 55 tonn á sama stað. Ekkert skip mun selja í Þýskalandi í vikunni. Aðspurður um þá gagnrýni sem kvótanefndin hefur orðið fyrir að klíkuskapur ráði því hverjir fái útflutningsleyfi hverju sinni vísaði Vilhjálmur henni al- gjörlega á bug. Hann sagði að samkvæmt reglunum gengju þeir aðilar fyrir sem hefðu flutt út í gámum fyrir ári og af þeim sökum væri illmögulegt fyrir nýja aðila að hasla sér völl á þessu sviði á meðan reglurnar væru óbreyttar. -grh Hafrannsóknarstofnun vill minnka fiskaflann á næsta ári um 60.000 tonn. Reiknistofa bankanna Oruggari upplýsingar Póstur Reiknistofunnar hefur lentáflakki vegna rangra heimilisfanga. Stofnuninfær nú upplýsingar um breytt heimilisföng mánaðarlega Reiknistofa bankanna fær nú mánaðarlega sendar upplýs- ingar frá þjóðskránni um breytt heimilisfðng landsmanna. En áður hafði Reiknistofan einungis fengið þessar upplýsingar einu sinni á ári. Töluvert var um það að tilkynningar um víxla og skuldabréf færu á vitlaus heimil- isföng og bærust réttum aðilum seint og illa. Þetta vandamál ætti að vera úr sögunni. Þórður B. Sigurðsson forstjóri Reiknistofu bankanna sagði Þjóðviljanum að Reiknistofan byggði ekki allar upplýsingar sínar á heimilisföngum í þjóðsk- ránni. Hvað varðaði tékkar- eikninga væri byggt á upplýsing- um sem bankarnir sendu Reiknistofunni. Fólk vildi ekki alltaf fá reiknisyfirlitin sín send á lögheimilið og léti þá bankana vita. Að sögn Þórðar fer Reiknistof- an eftir þjóðskrá þegar um til- kynningar vegna víxla og skuldabréfa er að ræða. Reikni- stofan hefði áður fengið sent nýtt eintak af þjóðskrá í desember á hverju ári og síðan afrit af leið- réttri þjóðskrá í janúar eða febrú- ar. Nýverið hefði hins vegar verið tekin upp sú nýjung að Hagstofan sendi Reiknistofunni breytingar á heimilisföngum einu sinni í mánuði. Þetta væri mikil framför og ætti að auka á áreiðanleik upp- lýsinga Reiknistofunnar. Þórður vildi benda fólki á að hafa samband við sína viðskipta- banka ef það vildi láta breyta heimilisföngum vegna tékka- reikninga. Þeir sæju síðan um að koma þeim upplýsingum til Reiknistofunnar. -hmp Fimmtudagur 18. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.