Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF A línuútgerð að leggjast niður á Reykjavíkursvæöinu? Jóhann G. Halldórsson skrifar opið bréftilfjármálaráðherra Ég sé ekki betur en að fjár- málaráðherra sé að stuðla að því að línuútgerð leggist niður á Stór-Reykj avíkursvæðinu. Nú spyr lesandi hver séu rökin, og því skal svarað. í nýja staðgreiðslukerfinu er margur maðkur í mysu. Það kom í ljós við fyrstu útborgun eftir ára- mótin 1987-8. Þá kom hið snjalla mannfrægðarverk ráðherrans að afnema sjómannafrádrátt sem við höfðum haft frá því að akk- orðsbeit komst á. Þar kom hið vestfirska fjármálavit sér velfyrir ykkur, útgerðarmenn. Ég hringdi í Skattstofu Reykja- víkur, en þar var sagt að hæstvirt- ur fjármálaráðherra hefði tekið þessar kjarabætur af. En í fjár- málaráðuneytinu var sagt að við ættum að vera rólegir, þetta yrði leiðrétt með skattseðli fyrir árið 1987 og með vísitöluálagi. Við" beitningarmenn höfum ekki kvartað. En hverjar eru efndirnar? Hafa aðrir beitningar- menn fengið þetta bætt með skattseðli? í lögum segir að sjómannafrá- dráttur sé greiddur fyrir alla út- haldsdaga. Ef bátur rær 26 daga í mánuði gerir það rúmar 400 krónur á dag. Það var í minni sveit 10.400 krónur á mánuðinn. En hvað hjá þér, hæstvirtur fjár- málaráðherra? Við einn bát starfa venjulega 5 beitumenn. Það mundu verða 52 þúsund krónur á mánuði fyrir bátinn. Ég spyr þig, ráðherra, og skora á þig að svara mér: Finnst þér betra að hafa þetta einsog það var, eða viltu láta línuútgerð leggjast niður? Það er alltaf gert upp við menn einsog þeir vinna margir við bát. Flestar fiskvinnslustöðvar greiða 35-40 krónur fyrir þorskkíló. Þá getur þú, herra ráðherra, sett tölvuna þína ígang, og reiknað 10 tonna róður. Eg skal reikna verð- ið á beittum 90 bjóðum sem fara í þann róður. Hún kostar 58.500 krónur, en róðurinn frá 350 uppí 400 þúsund. Finnst þér ennþá borga sig að sverfa til stálsins að beitningarmönnum? Svo menn viti það að margir landmenn fara með sínum báti á net eða aðrar veiðar. Ég er til dæmis búinn að vera við sama bát í átta ár, bæði á sjó og landi. Það eru fleiri en beitningarmenn sem eru sárir. slík mál endalaust? En það væri nóg efni í aðra grein, og við skulum láta það bíða í bráð. Haustið fer að byrja, og sumir minni bátar eru komnir af stað. Það er nú svolítið skondið að við þá er best áð semja þótt þeir fái minnst úr ríkisjötunni. Hinir stóru biðja bara um gengisfelling- ar, og fá þær, og þessi skatta- og vaxtaríkisstjórn hlýðir, en lítið bólar á hliðarráðstöfunum. Nú er að standa saman beitu- menn. Það sem væri sterkasti leikur á skákborðinu væri að „Haustiðfer að byrja, og sumir minni bátar eru komnir afstað. Það er nú svo- lítið skondið að viðþá er best að semja þóttþeirfái minnst úr ríkisjötunni. Hin- irstóru biðja bara um gengisfellingar, ogfáþœr, ogþessi skatta- og vaxtaríkis- stjórn hlýðir, en lítið bólar á hliðarráð- stöfunum." Fjármálaráðherrann ætti einn- ig að kynna sér hvað smábáta- eigendur segja, - þaðan fauk líka sjómannafrádrátturinn, Grettis- tak það. Ég skora líka á sjávarútvegs- ráðherra að ganga af krafti í öll sjómannsins mál og leiðrétta þau. Ég trúi tæpast að hann hafi verið samþykkur þessum kjara- skerðingum. Eða ætlið þið að láta endalaust troða á tærnar á ykkur, Framsóknarmenn? Og hvar eru sjómanna- og verkalýðsfélögin? Ætla þau að leggja blessun yfir stofna Beitningafélag sem næði yfir Stór-Reykjavíkursvæðið. Þá væri auðveldara að semja og allir væru á sömu kjörum. Ég vænti þess að þið hugsið um þetta og ræðið um þessi mál ykkar á milli. Við sáum hvað var hægt haustið 1986. Þá bötnuðu kjörin lítið, en við fengum þó veikindadaga sem við höfðum ekki áður. Stöndum fastir á okkar málum. Ekki enda- lausa kjaraskerðingu. Jóhann er beitningarmaður í Hafnarfirði. „Nú er að standa saman, beitumenn." Jóhann að verkum. Skylda að vinna yfirvinnu Undanfarnar vikur hafa þau ánægjulegu tíðindi gerst, að um- ræða um sambandið milli vinnu- tíma og heilsufars hefur aukist til mikilla muna. Heilsuspillandi áhrif vinnu- þrældóms hafa verið meira í sviðsljósinu en oft áður. Þessi umræða hefur fengið allaukinn þunga vegna þess að opinberar stofnanir, landlæknisembættið og félagsvísindastofnun Há- skólans hafa lagt þar hönd á plóginn. Þaðan hefur komið fram mjög vel rökstudd gagnrýni á ástandið í þessum málum. Því er m.a. hald- ið fram, að íslendingar séu 40 árum á eftir öðrum sambæri- legum þjóðum hvað varðar vinnutíma, að við séum með lengsta vinnutíma í heimi og síð- ast en ekki síst að hinn langi vinnudagur eigi ríkan þátt í tíðni Íieirra sjúkdóma, sem helst hrjá slendinga, séu þar e.t.v. beint eða óbeint sterkasti orsakavald- urinn. Er þar bent á sjúkdóma eins og hækkaðan blóðþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóma, magas- ár, gigt og fleira. Það fer ekkert á milli mála, þegar þessar upplýsingar eru at- hugaðar, að langur vinnudagur er heilsuspillandi, auk þess sem hann veldur alvarlegum félags- legum vandamálum. Guðmundur Helgi Þórðarson skrifar „Samkvœmt þessu verðurað líta svo á aðþað gildi um allan vinnumarkaðinn aðfólki sé skylt að vinna 53V3 úr klst. á viku hverri, efyfirmaður krefstþess... Það verður að teljast réttlœtiskrafa að vinnulöggjöfin verndi launþega gegn slíku vinnuálagi." 1 1 ****** v %*# 1 Jfc __m.^t 1. Það er löngu vitað að það er óhollt að vinna of langan vinnu- dag og það var þess vegna, sem sú krafa var sett fram fyrir löngu, að vinnutími skyldi ekki vera lengri en 8 klst, á dag og vinnuvikan ekki meiri en 40 stundir. Ég held að það hljóti að vera að fleiri en ég, hafi talið að þar með væri það talin mannréttindi að vinna aðeins 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku og launþegi hafi þar með rétt til þess að neita því að vinna yfirvinnu og stjórnandinn eigi ekki kröfu á lengri vinnudegi en löglegum vinnutíma, nema sérstaklega hafi verið um það samið. Þetta virðist hins vegar vera eitthvað á reiki, a.m.k. hjá sumum. Undirritaður varð vitni að því nýlega að starfsmaður var kraf- inn um eftirvinnu, sem hann óskaði eftir að losna við. Honum var þá tilkynnt að honum væri skylt að vinna þá yfirvinnu, sem yfirmaður hans skipaði honum, og ekki getið um nein takmörk, eða „þak" þar á. í tilefni af svona fullyrðingum vaknar sú spurning, hvað felist í löggjöfinni um 8 klst. vinnudag. Felst í þessu sá skilningur að það sé réttur hvers manns að fá að vinna einungis löggiltan dag- vinnutíma, hafi ekki verið um annað samið sérstaklega? í bókinni Vinnuréttur eftir Arnmund Bachman og Gunnar Eydal, stendur eftirfarandi klausa á bls. 120: „Er mönnum almennt skylt að vinna yfirvinnu, ef atvinnurekandi óskar þess? Þessari spurningu er vandsvarað. í lögum er aðeins að finna ákvæði varðandi opinbera starfsmenn, en í lögunum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1974, 31. gr. segir að starfs- manni sé skylt að vinna þá yfir- vinnu, sem yfirboðarar telja nauðsynlega. Þó er engum starfs- manni, nema þeim, sem gegna lögreglustörfum, eða almennri öryggisþjónustu skylt að vinna meiri yfirvinnu í hverri viku en sem nemur þriðjungi af lög- mætum vikulegum vinnutíma". Þetta mun þýða 13V3 úr klst. á viku. Guðmundur Helgi er heilsu- gæslulæknir í Hafnarfiroi. Það er því fræðilega mögulegt að krefja opinberan starfsmann um vikulegan vinnutíma, sem nemur 53V3 úr klukkustund, ef yfirboðari telur það nauðsynlegt. Þetta þýðir því í raun, að dag- vinnutími þessa manns er 53V3 úr klst. ef svo vill verkast. 1 sömu bók, á bls. 78 stendur: „ Að áðurnefnd Iög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins séu (leiðbeinandi um rétt og skyldur launþega yfirleitt) m.a. vegna þess að ekki séu til hliðstæð lög, sem eiga við hinn almenna vinnu- markað". Samkvæmt þessu verður að líta svo á, að það gildi um allan vinnumarkaðinn að fólki sé skylt að vinna 53% úr klst. á viku hverri, ef yfirmaður krefst þess. í ljósi þeirra staðreynda, að of langurvinnudagurere.t.v. okkar stærsti sjúkdómavaldur þá verð- ur það að teljast réttlætiskrafa að vinnulöggjöfin verndi launþega gegn slfku vinnuálagi, svo ekki sé hægt að þvinga neinn til vinnu- bragða, sem hafa í för með sér hættu á heilsutjóni. Af þeim upplýsingum, sem hér koma fram, verður hins vegar ekki séð að vinnulöggjöfin veiti þessa vernd. Það væri æskilegt og gagnlegt að þeir, sem þekkja þessi mál betur, láti frá sér heyra um þau. Fimmtudagur 18. ágúst 1988 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.