Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 8
FLOAMARKAÐURINN Óskast fyrir lítið Óska eftir að kaupa ódýra þvotta- vél, ryksugu og loftljós (gjarnan gamla Ijósakrónu). Sími 77136 á kvöldin. Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn, Margrét. Tanzaníukaffi Gerist áskrifendur að Tanzaníu- kaffinu í síma 621309 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-22. Áskrif- endur geta sótt kaffið á sama tíma. Til sölu 100 lítra rafmagnssuðupottur. Góð- ur í sláturtíðinni. Einnig rafmagns- ofn (veggofn) og þríhjól. Upplýsing- ar í síma 51643 í hádeginu og á kvöldin. Dýravinir 2 mánaða kettlingar af góðu kyni fást gefins. Upplýsingar í síma 84023. Herbergi óskast Ungur, reglusamur, rólegur maður óskar effir herbergi til leigu. Upplýs- ingar í síma 39844. Til sölu Tauþurrkari (D 49 cm, br. 49 cm og h 67 cm) til sölu á kr. 10 þús. og amerísk eldavél (Frigidaire) á kr. 10 þúsund. Upplýsingar í síma 25198. fbúð óskast 3 Pólverjar á miðjum aldri óska eftir ca. 3ja herbergja ódýrri ibúð. Uppl. í s. 31519 eftirkl. 17. Óska eftlr aukavinnu Ég er 16 ára skólastelpa og óska eftir kvöld- og/eða helgarvinnu í vetur. Get byrjað strax. Hef reynslu m.a. af afgreiðslu, er stundvís og samviskusöm. Uppl. ís. 16883. Tek að mér vélritun Vömduð og góð vinna. Hafið sam- band við Guðbjörgu í síma 32929. Barnavagn óskast Vel með farin barnavagn óskast. Uppl. ísíma 31569. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestalelga Kiðafell i Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum í fal- legu umhverfi. Uppl. í s. 666096. Telknlvél Óska eftir að kaupa notaða teikni- vél. Uppl. í s. 42430 eftir kl. 19. Tll sölu Gangfær Fiat Ritmo árg. 1980 (með nýjan bensíntank) þarfnast viðgerðar fyrir skoðun. Fæst fyrir lítiðverð. Uppl. ís. 15731. Óska eftlr fataskáp Má vera illa farinn. Strauvél fæst gefins á sama stað. Uppl. í s. 40248. Óska eftir borðstofuborði sem hægt er að stækka og 4-6 stólum. Þarf ekki að líta vel út. Uppl. í s. 34523. Vinnuhúsnæði fyrlr rlthöfunda 2 ráðsettir rithöfundar vilja taka á leigu vinnuhúsnæði. Vinsamlega hafið samband við Olgu Guðrúnu Árnadóttur í s. 36356. Trlvlal Pursuit! Vill einhver losna við Trivial Pursuit- spil? Á sama stað fæst hnakklaust Kalkoff karlmannshjól gefins. Uppl. í s. 622559 eða 22507 e. kl. 17. Rafmagnsþjónustan og Dyrasímaþjónustan Bjóðum alla almenna raflagna- vinnu, erum sórhæfðir í endurnýjun og breytingum á eldri raflögnum. Veitum ráðgjöf við lýsingu í verslun- um, fyrirtækjum og heimahúsum. Setjum upp og þjónustum dyra- síma. Kristján Sveinbjörnsson raf- virkjameistari, sími 44430. Borð og vatnsrúm Til sölu vatnsrúm 1,80x2,13 á 30 þús. og stórt borðstof uborð á 3 þús. Búirðu á Stór-Reykjavíkursvæðinu getum við keyrt þetta heim til þín, þér aö kostnaðariausu. Uppl. í s. 20292. Fæst gefinsl Rimlarúm 120x60 m með dýnu fæst gefins. Uppl. í s. 75209. Vantar þig hjónarúm? Furuhjónarúm fæst gefins. Uppl. í s. 71814. Tll sölu BMX-hjól og 23" kvenreiðhjól, pela- hitari, barnabílstóll (Cindico), Mothercare-kerra og grillofn. Uppl. í s. 667387 eða 666980. Til sölu Daihatsu Charade 3ja dyra, árg. '80. Skoðaður '88, verð 70 þús. Til greina kemur að taka ca. 20 þús. kr. bíl upp í. Einnig til sölu Tensai lit- sjónvarpstæki, 20 tommu, 6 mán- aða gamalt. Verð 25 þús. Uppl. í s. 45196. Óska eftir fsskáp og sófasetti, helst gefins. Uppl. ís. 45196. Stórar töskur Óska eftir að kaupa stórar ferða- töskur á hjólum. Til sölu á sama stað notaður ísskápur og 27" hjól. Uppl. ís. 26516 e. k/. 16. Ódýrt! Til sölu Toyota Cressida árg. '78, skoðaður '88. Sumar- og vetrar- dekk. Verð kr. 55 þús. staðgreitt. Uppl. ís. 622157e. kl. 18. Skólarltvél og sklptiborð Oska eftir að kaupa skólaritvél og skiptiborð. Skiptiborðið þarf að vera með skúffum. Uppl. ís. 28372 e. kl. VIÐEY ekki ökuskírteiníð heldur! Hvert sumar er margt fölk í sumarleyfi tekið ölvað við styrið. yUMFERÐAR RÁÐ Viðeyjarstofa Elsía steinhús áíslandi Teiknað affrœgasta húsameistara Dana, en Skúlifóg- eti var ekki alls kostar ánœgður með fráganginn Viðeyjarstofa er elsta steinhús á íslandi, reist af dönsku stjórn- inni á árunum 1752-54 að frum- kvæði Skúla Magnússonar land- fógeta. Bygging þessi þótti mikilfeng- leg á sínum tíma enda mikið í hana lagt en þó munu fljótlega hafa komið fram ýmsir gallar á húsinu sem Skúli var ekki alls kostar sáttur við, enda var húsið ekki fullbyggt þegar hann flutti í það 1755. Viðeyjarstofa er teiknuð af Nikolai Eigtved sem var einn frægasti húsameistari Dana og er ein þekktasta bygging hans kon- ungshöllin Amalienborg. Af skýrslu skoðunarmanna sem skoðuðu Viðeyjarstofu 1755 má ráða að þá þegar hafi múrhúð verið farin að flagna af veggjun- um bæði að utan og innan, gólf vantaði í eldhús og forstofu og tréþak hússins var hriplekt. Nokkrar endurbætur voru þá gerðar á húsinu og síðar fóru fram viðgerðir af og til en af frá- sögnum gesta sem gistu Viðeyjar- stofu má sjá að byggingin hafi tekið sig best út í fjarlægð. Skúli fógeti bjó í Viðey til dauðadags og síðustu árin í sam- býli við Olaf Stefánsson, stiftamt- mann sem settist að í eynni 1793 og mun þeim ekki hafa líkað of vel sambúðin hvor við annan en hún varð ekki löng því Skúli dó í nóvember 1794. Ólafur bjó ævina á enda í Viðey til 1812. Þá tók við sonur hans Magnús Step- hensen sem keypti eyjuna af dönsku stjórninni 1816 fyrir um 14 þúsund ríkisdali sem er talið ein dýrustu jarðakaup á íslandi fyrr og síðar. Magnús bjó ævina á enda á eyjunni, síðar sonur hans Ólafur og síðar sonarsonur hans Magn- ús. Það var ekki fyrr en 1903 að eyjan gekk úr eigu Stephensens ættarinnar þegar Eggert Briem, landbúnaðarfræðingur keypti eyjuna og reisti þar bú. Árið 1903 hóf Milljónafélagið svonefnda starfsemi í eyjunni og hafði þar mikil umsvif til ársins 1914. Félagið rak mikla útgerð frá Viðey og þegar best lét bjuggu í þorpinu umhverfis höfnina um 100 manns. Atvinnurekstur þessi lagðist niður með öllu 1943 og fór þá þorpið í eyði. Eggert Briem var með kúabú mikið í eyjunni eftir að Milljónafélagið lagðist niður en þrátt fyrir ágæta haga var Viðey ekki hentug til kúabú- skapar vegna þess hve erfitt gat reynst að ferja mjólkina yfir til Reykjavíkur. Eggert seldi eyjuna Engilberti Hafberg 1937 sem tveimur árum síðar seldi hana aftur Stephan Stephenssen en hann gaf þjóð- kirkjunni Viðeyjarkirkju árið 1961. Árið 1968 eignaðist ríkið Við- eyjarstofu og aðliggjandi land og ári síðar var Þjóðminjasafni falið að sjá um varðveislu og endur- byggingu. Kristján Eldjárn, þá- verandi þjóðminjavörður hafði uppi áform um að endurreisa húsið fyrir afmælisár íslands- byggðar 1974 en þar sem ýmsar duldar skemmdir komu í ljós reyndist það ekki unnt og lágu viðgerðir að mestu niðri þar til Reykjvíkurborg fékk Viðeyjar- stofu í áfmælisgjöf fyrir tveimur árum og hóf endurreisn hússins. iþ Ný bryggja í Viðey var tekin í notkun f sumar og vígð með viðhöfn. Mynd Ari Hafsteinn Sveinsson hefur um árabil ferjað fólk milli lands og eyjar. Mynd Sig. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 18. agúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.