Þjóðviljinn - 18.08.1988, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Qupperneq 11
Úlfar og Sigurður eiga möguleika Forkeppni Norðurlandamótsins verður haldin í dag Norðurlandamótið í golfi verð- ur haldið á Hólmsvelli við Leiru um helgina. 54 keppendur, 33 karlar og 21 kona, taka þátt í mót- inu og eru leiknar 72 holur á laug- ardag og sunnudag, 36 hvorn dag. I dag og á morgun eru æfing- ardagar en völlurinn við Leiru er mjög góður umn þessar mundir. Hann er rcyndar erfiðari en áður en það gerir keppnina bara skemmtilegri. íslendingar mæta með sitt besta lið og er ekki loku fyrir það skotið að tveir keppendanna, Úlfar Jónsson og Sigurður Sig- urðsson eigi nokkra möguleika í einstaklingskeppninni. Úlfar er alltaf mjög seigur og hefur 0 í for- gjöf og Sigurður er í góðu formi Og þetta líka... Knattspyrnuáhugi Hollendinga ætlar nú allt um koll að keyra þar í landi. Ettir hinn frækna sigur landsliðsins í Evrópukeppninni í sumar hafa Hollendingargripið íþrótt- ina á lofti og kemst varla annað að hjá Niðurlendingum. Fyrsti leikur lands- liðisins í undankeppni heimsmeistar- akeppninnar verður gegn Wales 14. september og er þegar uppselt á leikinn. „Venjulega koma um 30 þús- und áhorfendur á svona leik en nú hefðum við getað selt inn á fjóra eða fimm knattspyrnuvelli, slík er eftir- spurnin,“ sagði Rob de Leede hjá knattspyrnusambandinu. Þá verða eflaust margir Hollendingar í Munc- hen í október þegar liðið leikur við V-Þjóðverja í sömu keppni, en Hol- lendingar urðu einmitt Evrópumei- starar í Munchen, 25. júní sl. um þessar mundir og leikur á heimavelli. Sigurður hefur 1 í for- gjöf en þess má geta að allir sænsku keppendurnir eru með 0 í forgjöf þannig að róðurinn verð- ur erfiður. Svíar eru reyndar sigurstrang- legir á mótinu en Danir eru ekki langt undan. í kvennaflokki stöndum við íslendingar ekki eins vel og þurfa stúlkurnar að eiga sérlega góðan dag eigi vel að takast upp. í dag, fimmtudag, verður for- keppni á vellinum, svoköllað „Par þrjú holu mót“, en það er kynningarmót fyrir keppnina. Eingöngu eru leiknar 9 holur og er par 3 á þeim öllum. Á þessu móti verða allir fyrrverandi ís- landsmeistarar og golfarar úr Golfklúbbi Suðurnesja. Þá mun Tómas Árnason seðlabankastjóri slá fyrsta högg mótsins, sem hefst kl. 15.00 í dag. -þóm Fótbolti Austri vann á markatölu Austri Eskifirði vann sig upp í 3. deild í gærkvöldi með því að gera jafntefli við Leikni frá Fá- skrúðsfirði, 3-3. Liðin eru jöfn að stigum en Austri hefur hagstæð- ari markatölu og því nægði þeim jafnteflið. Nokkrir leikir voru í 3. deild og urðu úrslit þessi: Víkverji-Njarðvík.................2-1 Grindavík-fK......................4-1 Leiknir-Stjarnan .................1-5 -þóm Handbolti Unglingar keppa ísland, Bretland og Fœreyjar taka þátt HSÍ og Flugleiðir hafa nú efnt til handboltamóts 17 ára og yngri og fer það fram samhliða Flug- leiðamótinu. Mótið kallast Atl- antic mótið og er stefnt að því að þátttökuþjóðir í framtíðinni verði frá öðrum löndum sem liggja að Atlantshafinu, s.s. Bandaríkin, Kanada, Grænland og fleiri. Mótið sem verður haidið að Varmá í Mosfellssveit er sem sagt hið fyrsta í röðinni og hefur verið ákveðið að Englendingar haldi mótið að ári, Færeyjar 1990 og Skotland 1991. Þátttökuþjóðir að þessu sinni eru aðeins þrjár, ís- land, Bretiand og Færeyjar, og senda íslendingar fjögur lið til keppni en hin löndin tvö hvort. Keppt er bæði í kvenna- og karla- flokki og verður leikin tvöföld umferð. Mótið stendur dagana 19.-24. ágúst og eru leiknir fjórir leikir á dag, 24 alls. Dagskráin verður sem hér segir: Fðstudagur, 19.08 Island A-Bretland ka. kl. 17.45 I kvöld Landsleikur f Laugardal f5kl. 18.30 Ísland-Svíþjóð 1. d.kv. kl. 19.00 fBÍ-KA 2. d.kv. kl. 19.00 Afturelding-UBK Island B-Færeyjar kv. kl. 18.55 Island B-Færeyjar ka. kl. 20.05 fsland A-Bretland kv. kl. 21.15 Laugardagur, 20.08 Bretland-Færeyjar kv. kl. 10.00 Island A-lsland B ka. kl. 11.10 Island A-lsland B kv. kl. 14.00 Bretland-Færeyjar ka. kl. 15.10 Sunnudagur, 21.08 Island B-Bretland ka. kl. 10.00 Færeyjar-lsland A kv. kl. 11.10 Færeyjar-lsland A ka. kl. 13.30 Island B-Bretland kv. kl. 14.40 Mánudagur, 22.08 Bretland-lsland A kv. kl. 17.00 Færeyjar-lsland B ka. kl. 18.10 Færeyjar-lsland B kv. kl. 19.20 Bretland-fsland A ka. kl. 20.30 Þrlbjudagur, 23.08 Færeyjar-Bretland ka. kl. 18.00 (sland B-lsland A kv. kl. 19.10 Island B-lsland A ka. kl. 20.20 Færeyjar-Bretland kv. kl. 21.30 Ml&vlkudagur, 24.08 Bretland-ísland B kv. kl. 14.00 Island A-Færeyjar ka. kl. 15.10 Island A-Færeyjar kv. kl. 16.20 Bretland-lsland B ka. kl. 17.30 Flugleiðir gefa minnispeninga til allra þátttakenda og auk þess sigurverðlaun í keppni pilta og stúlkna. Þá verða þeir sem fram úr skara heiðraðir sérstaklega, og verða verðlaun veitt fyrir besta markvörðinn, besta leikmann- inn, besta varnarmanninn og markahæsta leikmanninn, bæði meðal pilta og stúlkna. Einnig verður prúðasta liðið heiðrað. Þátttakendum, sem eru um 120, verður boðið á Flugleiðamótið á meðan keppni sendur. -þóm ÍÞRÓTTIR Bjarni Sigurðsson og Gunnar Gíslason koma í landsleikinn gegn Svíum en verða vonandi sammála um hvað gera skal við knöttinn. Fótbolti Allir á völlinn Svíar mœta til leiks með sterkt Ólympíulandslið sitt í kvöld fer fram landsleikur ís- lands og Svíþjóðar á Laugardals- velli og er þetta fyrsti landsleikur þjóðanna síðan 1983, en þá léku Svíar íslendinga grátt og sigruðu 4-0. Leikurinn er liður í undir- búningi Islendinga fyrir undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar en fyrsti leikurinn í henni verð- ur við Sovétmenn 31. ágúst. Svíar koma hingað með Ólym- píulandslið sitt en þeir unnu sér einmitt rétt til þátttöku á leikun- um í Seoul. Þeir eru því á fullu í lokaundirbúningi sínum og verða vafalaust erfiðir viðureignar. Lið Svía er skipað eftirtöldum leik- mönnum: Markverðir: Sven Andersson, Örgryte IS Bengt Nilsson, IK Brage Aðrir leikmenn: Göran Arnberg, IK Brage Roger Ljung, Malmö FF Peter Lönn, IFK Norrköping Roland Nilsson, IFK Göteborg Ola Svensson, IFK Göteborg Sulo Vaattavaara, IFK Norrköping Leif Engqvist, Malmö FF Joakim Nilsson, Malmö FF Anders Palmer, Malmö FF Stefan Rehn, Djurgardens IF Jonas Thern, Malmö FF Jean-Paul Vonderburg, Hammerby IF Martin Dahlin, Malmö FF Jan Hellström, IFK Norrköping íslenska landsliðið lék oft mjög skemmtilega knattspyrnu í síð- asta leik sínum gegn Búlgaríu. Vamarknattspyrnan sem löngum hefur loðað við liðið vék fyrir léttleikandi sóknarbolta og voru þeir mjög óheppnir að tapa leiknum. Liðið er nánast óbreytt frá Búlgaríuleiknum nema hvað Friðrik Friðriksson og Sigurðarn- ir Jónsson og Grétarsson komast ekki í leikinn. Bjarni Sigurðsson og Gunnar Gíslason koma frá Noregi og em örugglega í góðri æfingu og þá kemur Þorsteinn Þorsteinsson úr Fram inn í hóp-' inn. Áhorfendur voru allt of fáir þegar liðið lék við Búlgaríu og ættu hinir fjölmörgu áhugamenn um knattspyrnu hér á landi að fjölmenna á völlinn. íslenska lið- ið leikur vonandi til sigurs og því útlit fyrir góðan leik á Laugar- dalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18.30 og kostar kr. 600 í stúku, kr. 400 í stæði og kr. 150 fyrir börn. Góða skemmtun! -þóm 1. deild kvenna Valur íslandsmeistari Kvennaknattspyrnu ýtt til hliðar Stjarnan-KR................1-1 Stjarnan og KR gulltryggðu Valsstúlkum íslandsmeistaratit- ilinn með jafntefli í innbyrðisieik sínum í Garðabænum í gær- kvöldi. Staðan í hálfleik var 0-0 en á 10 mín. síðari hálfleik kom Laufey Henn Stjörnunni yfir með marki beint úr aukaspymu. KRingar jöfnuðu ekki fyrr en 20 mín. síðar, og var þar á ferðinni Helena Ólafsdóttir eftir stungu- sendingu inn fyrir vörnina. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu sem leiddist jafnvel út í þó nokkra hörku í lokin en úrslit- in verða að teljast sanngjörn. ÍA-Fram....................4-0 Skagastúlkur sigruðu Framara nokkuð örugglega á Akranesi í einstefnuleik, og ótrúlegt að ekki skuli hafa verið skorað fleira en eitt mark í fyrri hálfleik. Jónína Víglundsdóttir skoraði það úr vít- aspyrnu. Öllu betur gekk Skag- astúlkum í síðari hálfleik, enda tekið að draga af andstæðingn- um, og bættu þá Magnea Guð- laugsdóttir, Halldóra Gylfadóttir og Ásta Benediktsdóttir við sínu markinu hver. Valur-ÍBK..................4-0 Ekki áttu Valsstúlkur í vand- ræðum með Keflvíkinga að Hlíð- arenda í gærkveldi. Þær sóttu nær stanslaust allan leikinn og sigr- uðu næsta auðveldlega með mörkum Ragnheiðar Víkings- dóttur, Bryndísar Valsdóttur, Sigrúnar Ástu Sverrisdóttur og Guðrúnar Sæmundsdóttur. Valsstúlkur hafa því nú þegar tryggt sér íslandsmeistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir, og leika gegn núverandi íslands- meisturum f A í úrslitum Bikar- keppni KSÍ næstkomandi sunnu- dag. Ekki er enn ljóst hvar leikur- inn fer fram, því þótt ótrúlegt megi virðast hefur vallarvörður knattspymuvalla Laugardals enn ekki gefið leyfi fyrir því að úr- slitaleikur Bikarkeppni KSÍ fari fram á aðalleikvanginum. Er það hin mesta hneisa að kvenn- aknattspyman skuli ekki fá einn leik, og það stórleik sem þennan, á viðeigandi velli. Greinilegt er að ráðamönnum þótti ekki nóg að leggja niður A-landslið kvenna, nú á að ýta deildarliðum íslenskrar kvennaknattspymu til hliðar. Staðan Valur......12 10 2 0 36-3 32 KR.........13 8 3 2 31-16 27 Stjarnan..12 7 3 2 31-11 24 ÍA.........11 5 4 2 22-8 19 KA.........11 4 1 6 20-21 13 ÍBK........11 3 2 6 14-22 11 lB[.......12 1 1 10 6-43 4 Fram......12 10 11 6-42 3 -kb/þóm Flmmtudagur 18. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.