Þjóðviljinn - 18.08.1988, Page 12

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Page 12
ERLENDAR FRÉTTIR írakar Notkun eiturgass spillir fyrir samningum um bann Motkun íraka á ejturgasi í styrj- öld sinni við Irana kann að spilla alvarlega fyrir því að al- þjóðlegt samkomulag náist um bann við efnavopnum, að því er talsmenn Friðarrannsóknastöðv- arinnar í Stokkhólmi telja. í árbók sinni fyrir árið 1988 gagnrýna forsprakkar stofnunar- innar það að engin tilraun skuli hafa verið gerð til að koma í veg fyrir að írakar gætu aflað sér efnavopna og framleitt þau og þeir hafi ekki verið fordæmdir á alþjóðavettvangi fyrir að beita þeim. „Stöðug notkun íraka á efna- vopnum er ein af alvarlegustu ógnunum við að unnt verði að gera alþjóðlegan samning um bann við þeim, og gæti hún orðið hvatning fyrir aðrar þjóðir til að afla sér slíkra vopna,“ sagði í ár- bókinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa birt sönnunargögn sem sýna, að frak- ar hafa beitt efnavopnum hvað eftir annað í styrjöld sinni við írana, sem staðið hefur yfir í átta ár. Talsmenn Friðarstofnunar- innar segja, að ekki sé sannað að nema einar níu þjóðir hafi yfir efnavopnum að ráða, en það eru Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Frakkar, írakar, Norður- Kóreumenn, Sýrlendingar, Af- ganir, íranir og Víetnamar. En grunur liggur á að ýmsar aðrar þjóðir eigi einnig slík vopn, m.a. Kínverjar, Egyptar, ísraelar og Libýumenn. Reuter/-e.m.j. Þannig var aðkoman í þorpinu Halabaja í íraska Kúrdistan eftir eitur- árás stjórnarhersins. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ísland - herstöð eða friðarsetur Ráðstefna á Hallormsstað 27.-28. ágúst Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi og Norðurlandi eystra gangast í sameiningu fyrir opinni ráðstefnu helgina 27.-28. ágúst um baráttuna gegn erlendum herstöðvum og hlutdeild ís- lands í baráttu fyrir friði og afvopnun. Ráðstefnan verður haldin í Hótel Eddu á Hallormsstað þar sem þátttakendur geta fengið gistingu og fæði á sérkjörum. Sólarhring- urinn með f æoi og gistingu í eins manns herbergi kostar kr. 3.500,- en kr. 3.100,- á mann, ef gist er í 2ja manna herbergi. Einnig er svefnpokapláss til reiðu. Væntanlegir þátttakendur í ráðstefnunni eru beðnir að skrá sig hjá Hótel Eddu Hallormsstað, sími 11705, fyrir 22. ágúst. Dagskrá ráðstefnunnar Laugardagur 27. ágúst: Kl. 13-18:30 Setning: Hjörleifur Guttormsson. Ólafur Ragnar Grímsson: Afvopnunarmál og erlendar herstöðvar. Albert Jóns- son, starfsmaður Öryggismálanefndar: ísland og hernaðarstaðan á Norður-Atlantshafi. Svavar Gestsson: Alþjóðamál - ný viðhorf. Tómas Jóhannesson, eðlisfræðingur: Geislavirkni í höfunum og kjarnorkuvetur. Fyrirspurnir milli erinda. Kynnt drög að ávarpi ráð- stefnunnar. Almennar umræður. Kl. 20.30 Skógarganga og kvöldvaka. Sunnudagur 28. ágúst: Kl. 09-12 Gegn herstöðvum og hernaðarbandalögum: Steingrím- ur J. Sigfússon: Staðan á Alþingi og í þjóðfélaginu. Sólveig Þórðar- dóttir, Ijósmóðir: Nábýli við herstöð. Ingibjörg Haraldsdóttir: Bar- átta herstöðvaandstæðinga. Ávörp fulltrúa frá Norðurlandi eystra og Austurlandi. Kl. 13-15 Framhald baráttunnar, næstu skerf. Umræðurog niður- stöður. Ráðstefnustjórar: Sigríður Stefánsdóttir og Magnús Stefánsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. Fjölmennum í Hallormsstað. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Norðurlandi eystra og Austurlandi Hvað ber að gera? Skipbrot stjórnarstefnunnar: Gjaldþrot atvinnulífs og heim- ila Almennur fundur í Þinghóli í Kópavogi fimmtudag kl. 20.30 Framsögurmenn: Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson, Svanfríður Jónasdóttir. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Úthafsrækja á úrvalsverði Erum að selja úthafsrækju, stóra og girnilega. Frábært verð. Sendum heim. Upplýsingar í síma 17500 á skrifstofutíma. Æskulýðsfylklng Alþýðubandalagsins Stokkhólmur Fundað um selafár Fulltrúar íslands meðal þátttakenda Sænskir vísindamenn halda því fram, að selafárið, sem heiur orðið selum að bana í Norðursjó, sé miklu alvarlegra en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram í skýrslu, sem sænskir vísindamenn lögðu fram rétt áður en fundur yfir- manna umhverfismála í fjórtán löndum átti að hefjast í Stokk- hólmi. Ingvar Carlsson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, sem skoðaði í síðasta mánuði svæði þar sem seladauði hefur verið mikill, hvatti ríkisstjómir allra landa umhverfis þau að senda fulltrúa á fundinn. „Dauði selanna er mikil við- vörun fyrir alla,“ sagði hann. „Mikilvægasta hlutverkið nú er að finna ástæðuna og berjast á móti henni. Það eru ekki einungis umhverfismálaráðherrar heldur stjórnirnar í heild sem verða að láta málið til sín taka.“ Fundurinn á að hefjast í dag, en í gær birtu sænskir vísinda- menn skýrslu, þar sem giskað er á að 3300 landselir hafi nú látið lífið við vesturströnd Svíþjóðar, en ekki er talið að þar séu nema 6000 selir alls af þessari tegund. „Þetta er miklu verra en við bjuggumst við,“ sagði Tero Herkonen, líf- fræðingur við rannsóknastöð ná- lægt landamærum Svíþjóðar og Noregs. Hann bætti því við að um 130 dauða seli ræki á land í hverri viku. Talið er að um 6000 selir hafi látið lífið í Norðursjó í sumar, og virðist þetta selafár stafa af veiru, sem veldur lungnabólgu. Taldi Herkonen að ástæða selafársins væri margþætt, og ættu eitruð úrgagnsefni, sem hellt væri í sjó- inn, þátt í því. Þetta sama hafssvæði varð illa úti fyrr í sumar, þegar belti af eitruðum þörungum barst með- fram ströndum Noregs og Sví- þjóðar og eyddi þar sjávarlífi. Telja vísindamenn, að það hafi verið úrgangsefni sem ollu þör- ungavextinum, og kæfðu þörung- arnir fiska og skeldýr með því að setjast í öndunarfærin. Ekki hafa enn fundist nein tengsl milli þess- ara þörunga og selafársins, en ýmsir vísindamenn talja að þöru- ngamir kunni að hafa veikt varnir selanna. Vísindamenn hafa nú miklar áhyggjur af því að veirusjúkdóm- urinn kunni að berast til sela í Eystrasalti, en þar sem þeir hafa þegar orðið illa úti af völdum eitr- aðra úrgangsefna, gæti veiran leitt til þess að þeir yrðu aldauða. Þátttakendur á fundinum í Stokkhólmi em fulltrúar frá Sví- þjóð, Sovétríkjunum, Póllandi, Bretlandi, Frakklandi, Finn- landi, írlandi, Hollandi, Dan- mörku, Noregi, Belgíu, Vestur- og Austur-Þýskalandi og íslandi. Reuter/-e.m.j. Fornminjar Múmíur geymdar í glerhylkjum Vísindamenn eru nú búnir að finna upp sérstakan beð fyrir egypskar múmíur, svo að þær geti sofið svefninum langa í friði og ró, óáreittar af bakteríum og mengun. Þær tuttugu og sjö múmíur af faraóum Egyptalands sem fund- ist hafa eru nú geymdar í dimm- um hellum í grennd við Konunga- og Drottningadalina í Lúxor í Eg- yptalandi. Hafa þær verið þar í níu ár og ekki til sýnis þann tíma. Eins og allir lífrænir vefir em múmíur viðkvæmar fyrir raka- breytingum í lofti, bakteríum og mengun, en þær voru þó ekki fluttar í þessa hella til að tryggja betur varðveislu þeirra, heldur lét Sadat þáverandi Egyptalands- forseti setja þær í geymslu þang- að, þar sem honum fannst að þær væru ekki sýndar á nógu virðu- legan hátt í söfnum. Nú hefur verið áformað að hafa þær á ný til sýnis í egypska þjóðminjasafninu í Kairó, en til að koma í veg fyrir hættu á skemmdum var Getty- stofnun- inni falið að hanna sérstaka skápa til að varðveita þær. Þetta verk tók eitt ár, og fékk Getty- stofnunin lánaða múmiuna af „lafði X“, þrjú þúsund ára gam- alli egypskri konu, til að gera til- raunir. Nýlega var árangur þess- ara rannsókna kynntur frétta- mönnum. Var það sýningar- skápur með glerloki, sem innihélt 97% af köfnunarefni, 3% af súr- efni og var útbúinn með sérstök- um rafeindabúnaði sem sýndi súrefnis- og rakastig í skápnum á hverri stundu. Til rannsóknanna hefur Getty- stofnunin varið 150 000 dollur- um, og verður módelið væntan- lega sent til Egyptalands í des- ember, en þar verða síðan aðrir sýningarskápar smíðaðir eftir því. Talið er að rafeindabúnaður hvers þeirra muni kosta 200 doll- ara. „Það er mjög lítill kostnað- Loksins almennilegt rúm. ur, þegar á það er litið að verið er að bjarga dýrmætum minjum Eg- yptalandssögunnar," sagði tals- maður stofnunarinnar. Hann bætti því við, að sýningarskáp- arnir væru hafðir einfaldir og ódýrir, svo að söfn víða um heim, ekki síst í þriðja heiminum, geti notað þá til að geyma viðkvæma safngripi úr lífrænum efnum. Reuter/-e.m.j. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 18. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.