Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 14
Ösku-
haugar
íöskjuhlíð
- Það er með mig eins og fleiri
að þó maður haf i víða ferðast um
heiminn þá eru fjölmargir staðir (
næsta nágrenni manns þar sem
aldrei erstigið niðurfæti, jafnvel
þó maðureigi leið þarframhjá
næstum daglega.
Einn af þessum stöðum er
öskjuhlíðin í Reykjavík. Auðvitað
hef ég oftsinnis horft upp í hlíðina,
og keyrt uppað hitaveitutönkun-
um og horft yf ir höf uðborgar-
svæðið, en aldrei látið verða af
þvíaðgangaum hlíðinaogskoða
gróðurinn, hamrabeltin og dást af
útsýninu.
Um síðustu helgi lét ég draum-
inn loks rætast. Fór ígönguskóna
og gekk um hlíðina í hópi ættingja
sem fara galvaskir í gönguferöir
allarhelgarárið um kring. Bílun-
um var lagt við Hótel Loftleiðir og
síðan gengið niður í Nauthólsvík
og þaðan aftur upp í Öskjuhlíð-
ina.
Það var ekki mikið líf við heita
lækinn en þeim mun meira af
tómum glerflöskum og plastbrús-
um undan margvíslegustu vökv-
um, bæði viðogofanílæknum. í
þann mund er við yf irgáf um læk-
inn bar að rútubíl og út strunsuðu
tugirtúrhesta í vettvangskönnun
eftir hátíð helgarinnar.
Jarðlögin ífjöruborðinu, skút-
urnar á Skerjaf irðinum og
gróskumikill gróðurinn í hlíðinni
fyrir of an gera þetta svæði að
sérlega skemmtilegu útivistar-
svæði. En það er eitt sem skyggir
á. Umgengnin og draslaraskap-
urinn er yf irgengilegur á vissum
svæðumíhlíðinni.Áldósirliggja
eins og sprengjubrot um allt,
pappafernur undan Svala, Hi-Ci
og hvað þetta nú allt heitir,
plastpokarog annað nútímadrasl
sem hef ur þann sérstaka eigin-
leika að eyðast hvorki af vatni né
vindum.
Það er kannski fulldjúpt tekið í
árinni að öskjuhlíðin sé eins og
öskuhaugur á að líta, en eitt er
víst að verði ekki tekið til hend-
inni, svæðið hreinsað og borgar-
búar og aðrir sem leið eiga um
hlíðina láti af því að f leygja þar
rusli, þá er stutt í að úr væntan-
legri hringekju ofaná hitaveitut-
önkunum gefi fátt annaö að lita í
hlíðinni en hauga af tómum áldó-
sum, pappaog plastpokum.
-ig.
Idag
er 18. ágúst, fimmtudagur íátj-
ándu viku sumars, tuttugasti og
sjötti dagur heyanna, 231. dagur
ársins. Sól kemur upp í Reykjavík
kl. 5.28 en sest kl. 21.33. Tungl
vaxandi á fyrsta kvartili.
Viðburöir
Reykjavík fær kaupstaðarréttindi
1786.
Þjóðviljinn fyrir
50 árum
17 starfsmönnum símans sagt
upp. Línulagningarmennirnir
reknir eftir 10 til 20 ára starf. Og
þetta skeður á meðan menn bíða
eftir að fá inn til sín síma sem þeir
erubúniraðborga.
Spánska stjórnin endurskipu-
logð. Orsökin: Ágreiningur um
hernaðarframleiðsluna í landinu.
Kólera í liði Japana. Sóknin til
Hanká gengur þeim seint.
UM ÚTVARP & SJONVARP
i
Stofan og kirkjan áður en framkvæmdir á vegum borgarinnar hófust. Áður en borgin þáði þær og það land sem þeim fylgir að gjöf frá ríkinu.
Sjónvarpsáhorfendur fá séð hvernig til hefur tekist við lagfæringar og betrumbætur. Mynd Sig
Stofan opnuð Orgelið vígt
í dag verður Viðeyjarstofa
opnuð með pomp og prakt og
sýnir Sjónvarpið í kvöld klukkan
20.35 frá athöfninni.
Prestar og prelátar gera at-
höfnina hina virðulegustu með
messuhaldi. Biskup íslands,
herra Pétur Sigurgeirsson, vígir
nýtt fjögurra radda pípuorgel og
bíessar þær viðgerðir sem unnar
hafa verið í eynni. Prestafjöld
tekur þátt í messunni og Dóm-
kórinn syngur. Síðan verða
haldnar ræður og hinum og þess-
um hrósað fyrir frábæra fram-
göngu við verndun þessarar
perlu, Viðeyjar.
Eingöngu verða boðsgestir í
eynni við athöfnina, en skrifstofa
borgarstjóra afsakar það með
plássleysi.
Umsjón með útsendingu Sjón-
varpsins á athöfninni hefur Rún-
ar Gunnarsson.
Tónlistarkvöld
Á Tónlistarkvöldum Ríkisút-
varpsins hefur að undanförnu
verið útvarpað frá tónleikum á
Listahátíð. Að þessu sinni er
komið að tónleikum þeirra Svövu
Bernharðsdóttur og Önnu Guð-
nýjar Guðmundsdóttur á Kjar-
valsstöðum 10. júní síðastliðinn
og hefst þátturinn klukkan 20.15.
í seinni hluta Tónlistarkvöldsins
er svo útvarpað frá tónleikum
Musica Nova í Norræna húsinu
þann 10. janúar síðastliðinn, sem
þau Þóra Johansen og Martin van
der Valk héldu.
Pær stöllur, Svava og Anna
Guðný, flytja eingöngu tónlist
eftir íslensk núlifandi tónskáld.
Þar á meðal yngstu kynslóðina,
þá Kjartan Ólafsson, Hilmar
Þórðarson, Misti Þorkelsdóttur
og Áskel Másson. En á efnis-
skránni eru einnig verk eftir stór-
laxa á borð við Porkel Sigur-
björnsson og Jón Þórarinsson.
Þóra og Martin flytja verk eftir
Enrique Raxach, Þorkel Sigur-
björnsson og Lárus H. Grímsson
í þessum fyrri hluta tónleika
þeirra, en seinni hlutanum verð-
Sighvatur Blöndahl er annar um-
sjónarmanna Bílaþáttar Stöðvar
2 sem er á dagskrá klukkan
18.45 í óruglaðri sendingu.
ur útvarpað sunnudaginn 21. ág-
úst.
Kynnir á Tónlistarkvöldinu er
Hákon Leifsson.
Bílaþáttur
Stöðvar 2
f dag hleypir Stöð 2 af stokkun-
um nýjum bilaþætti sem verður á
dagskrá síðdegis á miðviku-
dögum mánaðarlega.
f þættinum í dag verður Citron
Ax - bifreið reynsluekið, fréttir
verða sagðar af nokkrum amer-
ískum bifreiðum og Toyota Cor-
olla verður til umfjöllunar!
Bflaþættirnir verða í umsjá
Birgis Þórs Bragasonar og Sig-
hvatar Blöndahls.
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
Það er frá Fríðu. Hún er að bjóða
mér í afmælið sitt. En sætt.
Bauð hún ÞÉR?
Hvað um mig?
Býður hún
mér líka?
Nei, hún
minnist hvergi
á þig í bréfinu.
Hún hlýtur að hafa skrifað mér
sérstaklega. Hún hefur sett bréfið
í ábyrgð. Svoleiðis bréfum seinkar
stöku sínnum.
íkaT
Þá þarf ég líka
að kvitta fyrir
, móttöku. Hún
' vill vera viss
um að mitt
misfarist ekki.
Heyrð'annars;
hór bætir hún við:
Þú mátt koma
með
krakkabjánann
með þér ef þú
endilega vilt
A
FOLDA
Mamma! Þegar
verkalýðurinn tekur
völdin, þá verður þú
yfirmaður á
¦ öskuhaugunum!
Ef það var vegna
kímnigáfunnar sem
þú tókst saman við
hana, - þá heturðu
misskilið málin...
14 SÍDA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 18. ágúst 1988