Þjóðviljinn - 19.08.1988, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Qupperneq 2
Skiltun og tjöldun: hvað næst? Fullordinsfrædsla þroskaheftra aukin " Kynningarfundur í Gerðubergi á mánudaginn Vilborg Jóhannsdóttir hefur haft yfirumsjón með mótun sameiginlegrar námsskrár í fullorðinsfræðsiu þroskaheftra. Hún mun hafa í för með sér aukna fjölbreytni í námi og samvinnu skóla. Mynd:E.OI. Á mánudaginn kl. 16 verður kynnt nýjung í fullorðinsfræðslu fyrir þroskahefta. Þá verður kynntur sameiginlegur námsvísir þriggja skóla sem boðið hafa upp á fullorðinsfræðslu af þessu tagi. En í lok desember var hafist handa við undirbúning að drögum að sameiginlegri náms- skrá. Skólarnir þrír, Skólinn við Kópavogsbraut, Brautaskóli og Safamýrarskóli hafa allir boðið upp á fullorðinsfræðslu en hingað til hefur nemendahópurinn mið- ast við búsetu, og námsframboðið því miðast við það sem er í boði í hverjum skóla. Vilborg Jóhanssdóttir sérkenn- ari í Skólanum við Kópavogs- braut var fengin til að stjórna verkinu ásamt skólastjórum hinna skólanna. Hún sagði Þjóð- viljanum að mikil undirbúnings- vinna lægi að baki sameiginlega námsvísinum. Tuttugu og sex kennarar hefðu unnið verkið í hópum, ailt eftir sérþekkingu og áhugasviðum. Þessi vinna hefði gefið kennurunum mjög mikið og þeir hefðu skipst á reynslu og hugmyndum. Ákveðið hefði ver- ið að vinna að einni önn í einu og sjá svo til hvort menn væru á rétt- ri braut. „Við vonum að mæting verði góð í Gerðubergi svo við heyrum frá sem flestum þannig að við getum bætt okkur og feng- ið ferskar hugmyndir," sagði Vil- borg. Pað sem er nýtt Vilborg sagði skólana þrjá alla hafa boðið upp á fullorðins- fræðslu. Þar sem hver skóli hefði sérhæft sig á vissum sviðum ætti fjölbreytnin að vera meiri. „Við stefnum að því að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni þannig að þroskaheftir hafi úr mörgu að velja eins og flestir aðrir,“ sagði Vilborg. Samtals hafa verið um 300 nemendur í skólunum. Vilborg sagðist vona að nemendum fjölg- aði við breytinguna og skólunum tækist að anna henni. „Það verð- ur mikið af nýjum og fjöl- breyttum námskeiðum í boði sem við vonum að komi til móts við þarfir og áhuga fólksins. Nám- skeiðin miða að því að auka þekkingu og hæfni þroskaheftra og skapa þeim þannig meiri möguleika í lífi og starfi." Samhliða þessum nýja náms- vísi munu skólarnir einnig bjóða upp á samfellt nám sem nær yfir allan veturinn. Skólinn í Kópa- vogi hefur að mestu leyti starfað á grunnskólastiginu en frá 1982 hefur hann einnig boðið upp á fullorðinsfræðslu. Um 50 nem- endur hafa verið í fullorðins- fræðslunni og um þrjátíu full- orðnir í grunnskólanámi. Vilborg sagði brýnt að bæta úr húsakynn- um skólans en hann er nú stað- settur í kjallara starfsmannahúss Kópavogshælis. Brautaskóli sem áður var Stjörnugróf hefur haft um 170 nemendur í fullorðinsfræðslu síð- an 1977. Safamýrarskóli er aðal- lega grunnskóli en þar hafa þó verið um 36 nemendur í fullorð- •msfræðslu. Nemendur þurfa nú ekki lengur að sækja þessa skóla eftir því hvar þeir búa. Heldur geta þeir skoðað hvað hver skóli býð- tír upp á og valið sér námskeið eftír áhuga. Félagslega hliðin Þessi nýjung mun að mati Vil- borgar bæta félagslíf þroska- heftra. Með því að geta valið á milli skóla blanda þeir geði við fleiri. Þetta væri skref í átt að samfelldum framhaldsskóla fyrir þroskahefta en þörfin fyrir slíkan skóla væri vissulega fyrir hendi. Vilborg sagði þroskahefta geta unnið miklu fleiri störf en at- vinnurekendur og almenningur gerðu sér grein fyrir. Hins vegar þyrfti að einbeita sér meira að undirbúningi þegar þeir færu út í atvinnulífið og skólarnir þyrftu að koma meira þar inn í. En starfsfræðsla hefði reynst erfið vegna húsnæðisskorts. „Það er gífurleg þörf fyrir framhaldsnám. Þroskaheftir ættu að eiga kost á samfelldu fram- haldsnámi að loknum grunn- skóla. Það sem við erum að gera núna er að bjóða upp á sams kon- ar fjölbreytni og fólk fær almennt með kvöldskólum, námsflokkun- um og svo framvegis,“ sagði Vil- borg. Hópurinn sem stæði að námsskránni legði mikla áherslu á góða samvinnu við alla sam- starfsaðila eins og foreldra, sam- býli og stofnanir. Vonandi myndu því sem flestir mæta í Gerðuberg á mánudaginn. Auk umræddra þriggja skóla hefur Hvamshlíðarskóli á Akur- eyri boðið upp á fullorðins- fræðslu. Forljót málfarstíska virðist vera að ryðja sér til rúms þessa dagana, og felst hún í því að búa til endalaus nafn- orð yfir fyrirbæri sem fram til þessa hefur mætavel mátt tjá með meiri fjölbreytni í orð- flokkavali. Dæmi um þetta er nafnorðið „skiltun" um þá framtakssemi að berja niður þvílík spjöld. „Tjöldun bönnuö" getur að líta víða á Þingvöllum, þar sem hingað til hefur þótt duga að tilkynna ferðalöngum að þeim sé óleyfilegt að tjalda á tilteknum stöðum án þess að grípa til þessa nýstárlega nafnorðs. Við hverju má maður svo bú- ast í framhaldinu; kannski vegavinnumenn snúi sér að „vegun" í stað þess að leggja vegi? Þá gætu vegun og skiltun haldist í hendur, og ekki væri þá verra að tjöldun fengist án þess að til kæmi einhver sérstök eftirgangs- munun. ■ Prestastefna á bókamarkaði Eins og skýrt var frá í síð- asta Helgarblaði er ævisaga sr. Rögnvalds Finnboga- sonar á Staðastað meðal væntanlegra bóka í yfirvof- andi jólaholskeflu, og er skrásetjarinn enginn annar en Guðbergur Bergsson. En þetta er langt í frá eina lærðra manna ævisagan sem er á leiðinni: Sigurður A. Magnússon skrásetur ævi- sögu herra Sigurbjörns Ein- arssonar biskups, og einnig hefur Jónína Leósdóttir blaðamaður skráð ævisögu sr. Sigurðar Hauks. Síð- asttalda bókin var á vegum Helgarpóstsins sáluga, en óvíst er hver gengur inn í það dæmi. Þá hefur heyrst að HP hafi haft í smíðum bók um fangavist Leifs Mullers hjá nasistum, og að eftir andlát blaðsins hafi Iðunn hreppt hnossið.B Fræknir bræður Það er trúlega einsdæmi í sögu bikarkeppninnar í knatt- spyrnu hérlendis að bræður nái þeim áfanga að komast í úrslit tvö ár í röð og það með hvoru liðinu. En það gerðu Suðurnesjakapparnir Daníel og Grétar Einarssynir sem léku með Víði frá Garði í bikar- úrslitaleiknum í fyrra gegn Fram og leika nú til úrslita gegn Val á Laugardalsvelli 27. ágúst nk. með IBK. Von- andi tekst þeim bræðrum bet- ur upp í leiknum gegn Val en á móti Fram í fyrra en þá tapaði Víðir úrslitaleiknum með fimm mörkum gegn engu. ■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.