Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 5
Einn líkbíla Útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur - glæsivagn, enda skal mikiö við haft þegar nánustu ættingjar og vinir eru kvaddir hinsta sinni. Ásbjörn Björnsson forstjóri Kirkjugarðanna seqir ættinqja almennt vilja kosta nokkru til við útfarir sinna nánustu. Mvnd Ari. F Útfarir DYR YRÐIHAFUÐIALLUR! Meðal útfararkostnaðar með öllu tilheyrandi um 120.000 krónur. Ríkissjóður gefur sitt ekki eftir Söluskattstekjur ríkissjóðs afjarðarförum nema milljónum á ári hverju Gera má ráð fyrir að útfar- arkostnaður meðalmannsins nemi um 110-120.000 krón- um í það heila tekið, eða tvö- földum meðalmánaðarlaun- um. Þá er miðað við jarðarför með hæfilegum íburði, erfis- diykkju án áfengra veiga, dánar- og jarðarfarartilkynn- ingum og þakkarkveðjum vegna sýndrar samúðar og öðru tilheyrandi. Fæstir æskja þess að höndum sé kastað til við jarð- arfararundirbúninginn og lítt sé haft við. Þar af leiðandi koma fjölmargir við sögu og hafa af sitt lifibrauð þegar veita skal framliðnum hinsta umbúðað og aðstoða eftirlif- andi ættingja við að búa hin- um burtkvadda þá hinstu hvílu sem talin er hæfa. Hlaupandi kostnaður - Kostnaður við sómasamlega útför getur hlaupið á bilinu 50 til 76.000 krónur. En það er talsvert misjafnt hvað fólk vill bera mikið í útförina, sagði Ásbjöm Björns- son, framkvæmdastjóri Kirkjug- arða Reykjavíkurprófastsdæmis, sem er annar aðilinn af tveimur í Reykjavík er veita útfararþjón- ustu í borginni. Svipaða sögu hafði Yngvi Zop- honíasson, starfsmaður Útfarar- þjónustu Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar að segja. Útfararþjónusta Líkkistu- vinnustofunnar er nokkru dýrari en hjá Kirkjugörðunum, sem rekja má til þess að líkkistuverð og þjónusta síðartöldu útfarar- þjónustunnar er niðurgreidd að hluta með tekjum af kirkjugarð- sgjaldinu. Einnig er meira borið í líkkist- urnar hjá Líkkistuvinnustofunni en Kirkjugörðunum. Það er þykkara í þeim, sökkull og meiri skreyting að sögn Yngva. Yngvi sagði að hefðbundnar útfarir sem Líkkistuvinnustofan annaðist kostuðu yfirleitt um 70 til 80.000 krónur. Yngvi sagði að alltaf væru dæmi um mun dýrari útfarir. - Um daginn önnuðumst við jarðarför sem kostaði vel á annað hundrað þúsund. Kostnaðurinn jókst stórlega við það að undir jarðarförinni var einleikur á selló og einsöngur. Aftur á móti ef jarðað er í kyrr- þey er kostnaðurinn snöggtum minni en gengur og gerist, sagði Yngvi. En hverjir eru þá þeir gjalda- liðir sem greitt er fyrir af hefð- bundinni útför? í fyrsta lagi er það kistan sjálf. Hjá Kirkjugörðunum kostar lík- kista fyrir fullvaxinn mann í dag 16.675 krónur. Aftur á móti er kistuverð hjá Líkkistuvinnustof- unni nokkru hærra, en þar kostar kista - fóðruð og skreytt - 22.460 krónur. Sæng, koddi og klútur kostar frá 2.605 krónum uppí 3.450 krónur. Líklæðin, kirtill eða hjúpur og sokkar kosta frá því rétt um 1.000 krónum til 1.690. - Þetta eru fastaliðirnir. Síðan hleypur kostnaðurinn mikið á því hve mikið menn vilja leggja i söng og skreytingar, sagði Ás- björn. Kistuskreyting getur verið á bilinu 6.000 til 16.000, þjónusta prestsins við kistulögn og jarðar- förina er á bilinu frá rúmum 6.000 krónum til tæpra 8.000. Sé söng- ur og organleikur viðhafður getur kostnaðurinn hlaupið á um 10.000 krónum til 20.000 króna. Að sögn þeirra Ásbjörns og Yngva er ekki óvanalegt að sjö séu í kór, en misjafnt er hvort beðið sé um söng við kistulagn- ingu. Af söngnum og organ- leiknum er síðan borgað sk. Stef- gjald sem getur numið frá um 500 krónum til 1.000 króna, allt eftir því hversu mörg lög og sálmar eru sungnir og leiknir. Þessu til viðbótar þarf að greiða fyrir bíl lítillega undir prest og söngfólk, sem og fyrir útfararstjórn, sem getur numið allt að 5.000 krónum. Yngvi sagði að því væri ekki að neita að stundum brigði ættingj- um nokkuð í brún þegar þeir fengju útfararreikninginn. Út yfir gröff og dauða Þetta er þó ekki allt. Ríkissjóð- ur sleppir nefnilega ekki hend- inni af einstaklingunum fyrr en að útför afstaðinni. Á hverju ári hefur ríkissjóður drjúgar tekjur í gegnum söluskatt af jarðarfarar- þjónustu, en samkvæmt upplýs- ingum sem Þjóðviljinn fékk í tekjudeild fjármálaráðuneytisins eru allir liðir útfara söluskatt- skyldir, að einum undanskildum - prestinum. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar dóu 1.700 manns drottni sínum hér á landi í fyrra. Sé gert ráð fyrir að meðalkostn- aður við þessar jarðarfarir hafi numið milli 50 til 70.000 krónum hafa söluskattstekjur ríkissjóðs af jarðarförum og jarðarfara- þjónustu verið á bilinu 20 til 30 miljónir króna og er þá ekki meðtalinn söluskattur af að- keyptri þjónustu vegna erfis- drykkju. f heildina tekið hefur ríkissjóð- ur þó haft mun meiri tekjur af andlátum þeirra 1.700 einstak- linga sem létust á síðasta ári. Erfðafjárskattur á síðasta ári nam rúmum 120 miljónum króna og því má hæglega gera ráð fyrir að allt í allt hafi ríkið borið úr býtum hátt í 150 miljónir króna þegar flest er talið. Fleiri um hituna Það eru fleiri en útfararþjón- ustur, klerkar, söngfóik, organ- istar og ríkissjóður sem bera sitt úr býtum í tengslum við andlát og jarðarfarir. Þar á meðal má nefna líknarsjóði hverskonar og jafnvel Hið íslenska biflíufélag. Um þessar mundir munu vera á milli fjörutíu og fimmtíu líknar- sjóðir starfræktir í landinu og láta fjarskyldir, vinir og kunningjar hinna framliðnu drjúgt af hendi rakna í kaupum á minningarsp- jöldum líknarsjóða til að votta hinum framliðna virðingu og eft- irlifandi ættingjum samúð sína. í Kirkjuhúsinu fengust þær upplýsingar að mjög algengt væri að fólk minntist látinna með því að kaupa minningarspjöld af líknarsjóðum og heita á kirkjur til minningar um látna. Yfirleitt læturfólk 300 til 1.000 krónur af hendi rakna þegar minningarspjöld eru keypt. Hverju tekjur líknarsjóðanna nema á ári hverju af sölu á minn- ingarkortum, verður fátt fullyrt um, en ljóst má vera að þar er um töluverðar upphæðir að ræða. Hið íslenska biflíufélag ber einnig sitt úr býtum, en að sögn þeirra Ásbjörns og Yngva, er ekki ótítt að aðstandendur leggi sálmabókina sem félagið gefur út í kistu hins látna. Þessi siður er þó síður en svo algildur þó tíðkaður hafi verið hér öldum saman. Þannig var ekki óalgengt að fyrr á öldum hafi Passíusálmamir verið settir í kistur látinna. -rk NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.