Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 6
Bilder berg-hópurinn Valdamiðstöð vesturlanda eða tedrykkjuklúbbur? Bilderberg-hópurinn svokallaði er hopur valda- manna af Vesturlöndum sem um 24 ára skeið hafa hist a.m.k. árlega og ráðið ráðum sínum. Samtökun- um var komið á legg 1954 og eru kennd við Bilder- berg-hótelið í bænum Oost- erbeek í Hollandi þar sem stofnfundur samtakanna var haldinn. Núverandi for- maður samtakanna er Eric Roll lávarður, fyrrum þing- maður og fjármálamaour á níræðisaldri f rá Bretlandi. Á næsta fundi samtakanna mun Carrington lávarður, fyrrverandi framkvæmda- stjóri NATÓ hins vegar setj- ast í formannssætið. Oftast ber nafn Bernharðs prins, eiginmanns Júlíönu fyrr- verandi Hollandsdrottningar, á góma þegar rætt er um stofnun Bilderberg-hópsins. En þar komu fleiri við sögu og Bilder- berg var vissulega barn síns tíma - kalda stríðsins. Evrópuhrey- fingin - The European Move- ment var nafn á óopinberri en fastmótaðri stofnun sem hafði það að markmiði að koma á framfæri og í framkvæmd hug- myndinni um sameinaða Evrópu. Evrópuhreyfingin, sem stofnuð var 1948, var því á vissan hátt fyrirrennari Evrópubandalagsins í dag. Winston Churchill, fyrrv. forsætisráðherra Breta sem hafði áður lýst því yfir að nauðsyn væri á að stofna „Bandaríki Evrópu", var kosinn heiðursforseti Evróp- uhreyfingarinnar. f júlí sama ár fór Churchill ásamt öðrum áhugamönnum um sameiningu Evrópu, svo sem Pólverjanum Joseph Retinger og fyrrum for- sætisráðherra Belgíu, Paul- Henry Spaak, í fjáröflunarferð fyrir Evrópuhreyfinguna til Bandaríkjanna. Árangur þeirrar ferðar var m.a. stofnun ACUE - Bandarísku nefndarinnar um sameiningu Evrópu. Samkvæmt heimildum byrjar þar með bandaríska leyniþjónustan að smeygja sér inn í samtökin, sem og önnur samtök sem á eftir komu og höfðu sameiningu Evr- ópu að leiðarljósi. Formaður ACUE var William Donavan, sem jafnframt var fyrsti forstjóri OSS, var fyrirrennari CIA. Allen Dulles, fyrrum deildarstjóri OSS í Sviss var varaformaður, en framkvæmdastjóri var CIA- maðurinn Thomas Braden. Allen Dulles varð árið 1953 forstjóri CIA fram til ársins 1961 þegar hann neyddist til að segja af sér, eftir hina misheppnuðu Svína- flóaárás Bandaríkjamanna á Kúbu. Þessir menn sáu til þess að Evr- ópuhreyfingin fengi fjárstyrki á laun frá Bandaríkjastjórn og þeg- ar kalda stríðið hófst breyttist til- gangur Evrópuhreyfingarinnar úr því að byggja sameinaða Evr- ópu í að vera „framvörður gegn kommúnisma." Forsvarsmaður Evrópuhreyfingarinnar, Josep Retinger krækti nú klónum sam- an með þeim Bernharði prinsi, ítalska forsætisráðherranum, Bretanum sir Colin Gubbins og þáverandi forstjóra CIA, hers- höfðingjanum Walter Bedéll Smith, og þessir menn ákváðu að safna saman mönnum og stofna „hugmyndabanka". Þessi hópur hittist síðan í fyrsta sinn á Bilderberg-hótelinu árið 1954 og markaði upphaf Bilderberg- hópsins. Svo segir í bókinni The Messianic Legacy sem kom út 1986 og er eftir þá Baigent, Leigh og Lincon. Jóhannes Björn hefur gefið nokkuð aðra mynd af uppruna Bilderberg-hópsins í bók sinni Falið vald. Jóhannes telur flest benda til að David Rockefeller hafi átt hugmyndina og sé „faðir" Bilderberg-hópsins, þótt Bern- harður prins hafi boðað til fyrsta fundarins og verið gestgjafi hans. Þar ýjar Johannes að miklum völdum hópsins. Þannig hafi Bernharður prins lýst því yfir fyrir fundinn í Woodstock 1971 að ætlunin væri að ræða „breytt hlutverk Bandaríkjanna í al- þjóðamálum." Skömmu síðar hafi skollið á gjaldeyriskreppa, gengi dollarans verið fellt og Henry Kissinger, sem var Bilderberg-meðlimur, hafi farið til Kína. Hvað sem kann að vera til í slíku, þá vantar í öllu falli ekki áhrifamikinn nafnalista þegar fundir eru haldnir. Þannig voru t.d. mættir á fundi í Torquay 22.- 24. apríl 1977, menn eins og Da- vid Rockefeller, þá aðalbanka- stjóri Chase Manhattan Bank, Henry Kissinger, Baron Edmond de Rothschild, bankastjóri, Jos- eph Luns, þáverandi fram- kvæmdastjóri Nató, Sir Eric Roll, Marcus Wallenberg, einn ríkasti maður Svíþjóðar, ásamt Geir Hallgrímssyni og Birni Bjarnasyni. Þegar svo margir valdamiklir aðilar hittast á lokuðum reglu- legum fundum, er eðlilegt að forvitni kvikni um eðli og tilgang slfkra samkundna. Svo sem fyrr segir hafa ýmsir viljað meina að þarna séu lagðar línur varðandi ákvarðanir um efnahag heimsins, enda séu þarna saman komnir fulltrúar sem standi fyrir bróð- urpart þeirra auðæfa og valda sem á heimskringlunni fyrirfinn- ist. Aðrir hafa verið vantrúaðir á slíkar alheimssamsæriskenningar og telja að Bilderberg-hópurinn sé nú íítið annað en tedrykkjukl- úbbur, Creme de la Creme hins vestræna heims. Sumir félagar séu svo „stórir" í sniðum að þeir þurfi ekki þá upphefð sem Bild- erberg kann hugsanlega að veita, meðan hinir smærri fiskar vilja ólmir sveipa samtökin blæ sem mestra valda og frægðar, svo eitthvað festist hugsanlega við þá meira en vindlareykurinn, þegar heim er komið. Hitt er svo annað mál að þegar samtökin eru hjúpuð slfkri dulúð og félagar flestir sannanlega „al- heimsstórlaxar" af hæstu gráðu, þá fer ekki hjá því að þátttöku í slfkum félagsskap fylgi ákveðin upphefð fyrir viðkomandi. Slík upphefð að utan lyftir því íslensk- um þátttakanda upp fyrir vegtyll- ur hins íslenska veruleika og verður þeim sem heima sitja til- efni til lotningar, aðdáunar eða öfundar eftir aðstæðum. Þessarar upphefðar nýtur sá sem kominn er inn í hringinn, en hann nýtur enn fremur þeirrar aðstöðu að geta lyft sér þóknanlegum upp til sín í dýrðina og með því útdeilt einstæðum greiða og um leið óbeint sett aðra þá niður, sem telja sig vegsemdinni umkomna. Því er val Geirs Hallgrímssonar á meðreiðarsveinum sínum ákveð- in yfirlýsing um hverjir eru hon- um þóknanlegir og hverjir ekki. Slík ákvörðun hefur auðvitað ákaflega lítil áhrif á gang heimsmálanna og litlu meiri á gang íslenskra stjórnmála. Hún er hins vegar nett og skemmtileg vísbending, fyrir þá sem þannig eru sinnaðir, um flokkadrætti innan Sjálfstæðisflokksins, séð frá sjónarhóli seðlabankastjó- rans Geirs Hallgrímssonar. Útfararþjónustur Misjafnar þarfir og óskir Mjög misjafnt er hvaða óskum er komið á framfæri við þá sem annast jarðarfarir og útfarar- þjónustu. Að sögn þeirra Ás- björns Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, og Yngva Zophon- íassonar, starfsmanns Útfarar- þjónustu Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar, er reynt að verða eins góðfúslega við öllum beiðnum, hvort heldur sem þær hafa verið bornar fram af hinum látna eða nánustu ættingjum, um tilhögun og undirbúning útfarar. Að sögn Ásbjörns er alvana- legt að sá framliðni hafi áður látið í ljós óskir og fyrirmæli um það hvernig athöfnin skuli úr garði gerð og sé orðið við þeim óskum. Líkkista pöntuð úr rekaviði - Það er alltaf eitthvað um sér- óskir, sem á stundum geta flokk- ast undir sérvisku, sagði Yngvi - það á þá yfirleitt við um það hvernig kistan er útbúin og úr hvaða efni, en fyrir bregður að menn óski eftir eikarkistum í stað spónaplatna. Yngvi nefndi m.a. að fyrir all nokkru hefði komið til þeirra maður sem hefði vilj að láta smíða kistuna utan um sig þannig að hún væri tilbúin þegar á þyrfti að halda. Maðurinn bar fram þá frómu ósk að kistan yrði smíðuð úr rekaviði, sem ekki reyndist Yngvi Zophoníasson: Gerum okkar besta. Asbjörn Björnsson: Fátítt að jarðað sé uppá sveitarkostnað unnt. Þess í stað var kistan smíð- uð úr gegnvörðu límtré. - Þegar kistan var fullsmfðuð kom hann og vildi borga kistuna. Fyrirframgreiðsla var ekki tekin í mál sem eðlilegt var og við geymum kistuna fyrir hann þar til not verða fyrir hana, sagði Yngvi. Hvítar kistur allsráðandi Algengast er að líkkistur séu hvftar að Iit. Hefur svo verið um nokkurra áratuga skeið, en þar á undan voru lfkkistur yfirleitt svartar. Ásbjörn og Yngvi sögðust ekki geta gert sér neinar hugmyndir um ástæður fyrir breyttu litavali. Alltaf er nokkuð um það að óskað er eftir öðrum lit en hvítum og þá einkum svörtum. Eikar- kistur eru þó yfirleitt hafðar í við- arlit, aðeins lakkaðar með glæru lakki. Einstaka dæmi eru um að ósk- að sé eftir gulum, grænum eða brúnum lit og dæmi er um dumb- rautt. Uppá kjól og hvítt Stundum kemur fyrir að óskað er eftir því að hinn framliðni sé lagður til hinstu hvflu í sérstökum klæðnaði, öðrum en hinum hefð- bundnu líklæðum. Þannig kemur fyrir að eldri konur eru einstaka sinnum jarð- aðar í peysufötum. Og dæmi er til að karlmenn hafi verið jarðaðir í kjólfötum með pípuhatt á höfði og í blankskóm. Bálfarirnar vinna hægt og sígandi á Á síðasta ári voru 885 einstak- lingar jarðsettir í Kirkjugörðum Reykjavíkur, þar af voru 127 bálfarir. Ásbjörn Björnsson sagði að frá því að bálfarir hefðu hafist fyrir rúmum 40 árum, hefðu þær frem- ur aukist en hitt. - Við erum þó langt á eftir Bretum í þessu efni. Bálfarirnar hér eru aðeins um einn tíundi hluti þess sem er í Bretlandi, sagði Ásbjörn. Hann sagði að sér virtist yngra fólk almennt jákvæðara í garð bálfaranna en þeir sem eldri eru. - Fyrst þegar bálfarirnar hóf- ust hér á landi var rekinn drjúgur áróður fyrir þeim. Enda má segja að öll skynsemi mæli fremur með þeim. Eftir nokkra lægð finnst mér þær vera að færast aftur í vöxt, sagði Yngvi. Sjaldan uppá sveitarkostnað Ásbirni og Yngva bar saman um það að fremur fátítt væri að einstaklingar væru jarðaðir á sveitarkostnað. í Reykjavík væru aðeins um 2-3% útfara sem væru á kostnað Félagsmálastofnunar. - Það kemur aðeins fyrir að Félagsmálastofnun tekur þátt í útfararkostnaðinum að öllu eða hluta, sagði Yngvi. Ásbjörn sagðist telja að flestir vildu greiða sjálfir sinn útfarar- kostnað. Einkum á það við um eldra fólk. _rk Líkkista úr spónaplötum með furuloki á smíðaborðinu hjá Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar Símon Konráðsson stendur stoltur hjá smíðisgripnum. Mynd Ari. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.