Þjóðviljinn - 19.08.1988, Page 7

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Page 7
Geir Hallgrímsson, seðla- bankastjóri og fyrrum ráð- herra og þingmaður hefur um árabii setið fundi Bilderberg-hópsins og á nú sæti í stjórnarnefnd sam- takanna. Hann tók við af Bjarna Benediktssyni, fyrrum forsætisráðherra. Geir hefur um nokkurra ára skeið haft sér til fylgdar Björn Bjarnason, aðstoð- arritstjóra Morgunblaðsins, son Bjarna heitins Bene- diktssonar. Björn var einn- ig fylgdarmaður Geirs á sið- asta fundi samtakanna sem haidinn var sl. vor í Austur- ríki. „Þjóðviljinn hefur löngum vilj- að láta líta út sem þessi hópur sé voðalega dularfullur og valda- mikill og síst ætla ég að fara að draga úr því,“ sagði Geir í gam- ansömum tón, þegar tíðindamað- ur Helgarblaðsins ræddi við hann. „Lengst af hef ég mætt einn á þessa fundi. Ég er nú ekki viss um hvernig það kom til að mér var boðin þátttaka, en ég held að það hafi æxlast þannig að vinir Bjarna heitins Benediktssonar innan samtakanna hafi stungið upp á mér,“ sagði Geir. Hann sagði ennfremur að kvóti væri á fjölda þáttakenda eftir löndum, en eftir að fulltrúum frá íslandi var fjölgað í tvo hefði Einar Ben- ediksson, sendiherra í London, orðið sér samferða á fund sem haldinn hafi verið í Bretlandi. Björn Bjamason hefði hins vegar komið með á eina tvo til þrjá fundi, þar með talinn síðasta fund sem haldinn var í júní í Austurr- fki. Val þeirra Einars og Bjöms á sínar eðlilegu skýringar, sem vart þarfnast útlistunar; Einar var við hendina þegar fundurinn var haldinn í Bretlandi en Bjöm fetar í fótspor föður síns. Það vakti hins vegar eftirtekt að fylgdar- maður Geirs á næsta fundi þar á undan var Davíð Oddsson, borg- arstjóri í Reykjavík. Hefur það verið túikað þannig að Geir væri að leggja lóð sitt á vogarskál Da- vfðs sem framtíðarforingja Sjálf- stæðisflokksins með því að velja borgarstjórann en ekki forsætis- ráðherrann, Þorstein Pálsson. Miðað við mannaval á fundi Bild- erbergs væri ugglaust eðlilegra að forsætisráðherra og formaður stærsta stjórnmálaflokksins sæti þessa fundi, en ekki borgarstjóri smáborgar eins og Reykjavíkur. Hins vegar er greinilegt að nokk- urrar íhaldssemi gætir hjá stjóm Bilderbergs við val á meðlimum, og því gæti hugsast að stjórnarm- eðlimir, samkvæmt ábendingum kunnugra, velji frekar mann sem talinn er eiga framtíðina fyrir sér, heldur en hinn sem talinn er eiga skammt eftir í æðstu embættum. Aðspurður sagðist Geir velja sjálfur hverjir væru með honum á fundum, en það hlyti þó formlegt samþykki stjórnar samtakanna. Það væri kvóti á fjölda fundar- manna frá hverju landi og þeir þyrftu helst að vera framámenn á sínu sviði, hvort sem það væri á sviði stjórnmála, peningamála eða verkalýðsmála. Hann hefði valið Davíð Oddsson vegna þess að honum litist vel á hann sem forystumann, hann væri góður fulltrúi íslands á þessum vett- vangi og hefði hugmyndir fram að færa. Um það hvort val hans mætti túlka sem sérstaka stuðn- ingsyfirlýsingu við Davíð Odds- son, sagði Geir að það væri ljóst að Davíð væri maður sem hann styddi og treysti til góðra verka. Þó svo að Davíð hefði ekki mætt á síðasta fund Bilderberg-hópsins sagði Geir að eflaust ætti Davíð eftir að koma þar oftar. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra hefði orðið samferðamaður hans á fundi, sagði Geir að það væri ekkert sem útilokaði að Þorsteinn kæmi á fund í framtíðinni. „Mönnum er skipt nokkuð út og þótt ég hafi verið nokkurs konar fastafulltrúi þá er það vegna þess að ég á sæti í stjórnarnefnd samtakanna." Um það hvort hann teldi Davíð Oddsson hafa burði til þess að verða formaður Sjálfstæðis- flokksins í framtíðinni, sagði Geir að það væri ekki vímabært áð ræða. „Þorsteinn Pálsson er formaður og það eru engar breytingar fyrirhugaðar á því hvað ég veit. Ég styð þá báða, Þorstein og Davíð,“ sagði Geir. En hvað segir Geir sjálfur um til- gang samtakanna? „Samtökin miða að eflingu samstarfs vest- rænna lýðræðisþjóða, en að öðru leyti er þetta óformlegur félags- skapur þar sem heyrast margar raddir. Olof Palme var þarna af vinstri vængnum og Margaret Thatcher hefur verið þarna af hinum vængnum, svo dæmi séu tekin. Fulltrúar verkalýðsfélaga hafa einnig komið,“ sagði Geir. „í anda þess hversu óformleg samtökin eru, eru ekki bomar fram formlegar tillögur heldur hittast menn þarna til að geta rætt mál sín á milli á frjálsan og óþvingaðan hátt, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af að það fari um heimsbyggðina í gegnum fjöl- miðla,“ sagði Geir Hallgrímsson að lokum. I I k J NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.