Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 8
Kvenna bytting skilar engu A BEININU ÁsdísJ. Rafnar, formaðurJafnréttisráðs, á beininu: Ráðið hefur mikilvœgt hlutverk en á ekki að drottna yfir stofnunum samfélagsins. Jafnréttislögin ekki ofarlega í huga atvinnurek- enda Nú í vikunni úrskurðaði Jafnréttisráð í kæru sem barst á hendur Sparisjóði Neskaup- staðar vegna ráðningar í stöðu sparisjóðsstjóra. Þar var gengið fram hjá konu sem unnið hafði hjá sparisjóðnum í meira en áratug, þar af skrif- stofustjóri í 9 ár. Starfið fékk hins vegar karlmaður sem ekki hafði unnið hjá spari- sjóðnum áður en hafði svip- aða menntun og starfsreynslu á nokkuð öðru sviði. Jafnréttisráð komst að þeirri niðurstöðu að jafnréttis- lögin hefðu verið brotin í þessu tilfelli og beindi þeim tilmælum stjórnar sparisjóðs- ins að konunni yrði þegar veitt starfið. Úrskurður ráðsins breytir hins vegar engu því að ekki er hægt að þvinga neinn til að verða við tilmælum ráðsins. Þetta leiðir hugann að því hvort jafnréttisráð sé ekki í raun valdalaust apparat sem kemur litlu til leiðar, - lögin um jafnrétti kynjanna virðast sniðgengin þrátt fyrir tilvist ráðsins. Ásdís J. Rafnar, formaður Jafnréttisráðs, er á beininu. Hvert er gildi Jafnréttisráðs fyrir jafnréttisbaráttuna? - Jafnréttisráð hefur að sjálf- sögðu mikið gildi fyrir jafnréttisbaráttuna. Ráðið vinn- ur samkvæmt lögum sem sett voru 1976 og endurskoðuð 1985. Tilgangur laganna er að koma á jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum og tilvist þessarar stofnunar í samfélaginu hefur að sjálfsögðu mikið að segja. Hing- að er hægt að vísa málum þar sem byggt er á því að um mismunun vegna kynferðis sé að ræða s.s. varðandi stöðuveitingar eða laun. - í öðru lagi kemur fram í lög- unum frá 1985 að ráðið eigi að vera stefnumótandi í jafnréttis- málum. Ég vil fullyrða það að þær áætlanir sem ráðið hefur sett fram núna varðandi opinber fyr- irtæki og stofnanir eiga eftir að skila árangri. Þar er gert ráð fyrir því að þessir aðilar verði búnir að móta tillögur fyrir haustið sem ganga út á það að rétta hlut kvenna innan ríkisgeirans þannig að hið opinbera mun hafa frum- kvæði að bættri stöðu kvenna. Ég held að þetta sé eitt af því sem skiptir mjög miklu máli fyrir j afnréttisbaráttuna. En er nokkuð tekið mark á úr- skurðum ráðsins? Eru þeir ekki bara nokkurskonar plástrar fyrir þær konur sem hafa verið beittar misrétti? - Ja, menn eru nú ljóslega ekk- ert hrifnir af því að fá þessa úr- skurði yfir sig og þegar jafnréttisráð biður um skýringar eftir að kæra hefur komið fram þá er forsvarsmönnum fyrirtækja ljóslega brugðið. Hvort menn fara eftir niðurstöðum ráðsins er svo annað mál. Það eru ákveðnir annmarkar á því að skylda stofn- anir og fyrirtæki til að fara eftir úrskurðinum. Ef við tökum dæmi um málið á Neskaupstað og segj- um sem svo að stjórn sparisjóðs- ins fari að tilmælum ráðsins og ráði konuna og segi þar með manninum upp þá er sparisjóður- inn bótaskyidur gágnvart þeim manni. Þyrfti Jafnréttisráð þá ekki að hafa meiri völd til að það kæmi að því gagni sem því er ætlað? - Það er spurning hversu mikil völd Jafnréttisráð á að hafa. Ég myndi ekki vilja hafa Jafnréttis- ráð sem eitthvert apparat sem væri sett yfir allar stofnanir í samfélaginu. Ef við lítum aftur á málið frá Neskaupstað þá er ljóst að þar er um tvo hæfa einstak- linga að ræða og ég veit ekki hvort það væri nokkuð æskilegt að Jafnréttisráð væri í slíkum til- fellum eithvert yfirvald sem gæti breytt ákvörðunum sem þegar væri búið að taka. Hvernig stendur á þvi að Jafnréttisráð stendur ekki í því að höfða mál fyrir hönd þeirra kvenna sem kæra til ráðsins og ráðið úrskurðar í hag? - Jafnréttisráð hefur heimild samkvæmt 17. grein jafnréttislag- anna til að höfða mál ef það kemst að þeirri niðurstöðu að lögin hafi verið brotin og þá er það dómstóla að meta hvort þessi niðurstaða ráðsins sé raunveru- lega rétt. Við höfum þegar höfð- að eitt mál, það er mál Helgu Kress gegn menntamálaráðherra sem enn er fyrir dómstólunum og er nokkurs konar prófmál á rétt- arfarskafla laganna. Hve mörg eru kærumál í gangi hjá ykkur um þessar mundir? - Ætli þau séu ekki í kringum tíu, sem er mikil fjölgun frá því sem áður var. Sýnir þessi fjölgun ekki að menn hunsa jafnréttislögin? - Ég vil ekkert fullyrða um það. Hins vegar er það alveg ljóst að hvorki opinberir aðilar, sem hafa ákveðna frumkvæðisskyldu í að vinna samkvæmt lögunum, né einkaaðilar hafa fram að þessu haft jafnréttislögin sérstaklega í huga þegar ráðið er í stöður, veittar stöðuhækkanir og þess háttar. Það má vel vera að ástæð- an sé sú að lögin hafi ekki verið kynnt nægilega. - Andi jafnréttislaganna er sá að sæki tveir aðilar um stöðu, karl og kona, sem bæði teljast jafn hæf þá eigi að ráða þann ein- stakling sem er af því kyni sem er í minnihluta á þessum starfsvett- vangi. Við megum hins vegar aldrei slá af hæfniskröfunum eða menntunarkröfum þegar við erum að fjalla um þessi mál. Hvað gerir Jafnréttisráð fyrir utan það að fjalla um kærur sem því berast? - Meginverkefni ráðsins núna eru þessar jafnréttisáætlanir eða : starfsmannastefnumótun hjá hinu opinbera, einstökum fyrir- tækjum og stofnunum sem ríkis- stjórnin hefur samþykkt að verði unnar. Við munum vinna þessar áætlanir með stofnunum sé þess óskað. - Annað verkefni sem er á döf- inni er að vinna að því að jafnrétt- isfræðslu, náms og starfsfræðslu, verði komið á í skólunum. Um þetta eru ákvæði í jafnréttislög- unum en þeim hefur ekki verið framfylgt fram að þessu. Mennta- málaráðherra hefur tekið mjög vel í þetta mál og er nú með það í vinnslu í ráðuneytinu. inu. - Einnig höfum við skipulagt vinnu með fjölmiðium, þar sem tekið er á þáttum sem fram koma í skýrslu Sigrúnar Stefánsdóttur og við vissum reyndar áður um mismunandi framkomu karla og kvenna í fjölmiðlum. - Auk þessa höfum við í hyggju að vinna með foreldrum að jafnréttisfræðslu, sérstakiega með tilliti til náms og starfsvals kynjanna sem er nú eitt megin- málið varðandi jafnréttisbarátt- una. ili um ýmis lagafrumvörp og á skrifstofu Jafnréttisráðs er að finna ágætt bókasafn um þessi mál sem fólk getur fengið aðgang að vilji það leita sér upplýsinga. - Launamál kvenna eru auðvitað mál sem Jafnréttisráð hefur skoðun á. Sem stendur bíð- um við eftir könnun sem nefnd undir stjóm hagstofustjóra er að vinna að varðandi launamun milli kynjanna í þjóðfélaginu. Það má ekki gleyma því að við þurfum . fyrst og fremst að ná til karla varðandi jafnréttisbaráttuna. Jafnréttisráð vinnur nú að því að móta aðferðir til að ná til karla og sýna þeim fram á að jafnrétti í samfélaginu er líka mikilvægt fyr- ir þá. En nú virðist kvennabarátta hafa skilað ákaflega litlu á sumum sviðum, t.d. varðandi iaunajöfnuð. Hvað viltu segja um þörf á byltingu í anda Jóhönnu Sigurðardóttur? - Ég er ekki hrifin að þessu tali um kvennabyltingu. Jafnrétti er ekki bara mál kvenna heldur þjóðfélagsins alls. - Vissulega höfum við náð verulegum árangri í launamálun- um, sérstaklega varðandi lágt launuð störf. Munurinn milli kynjanna eykst hins vegar eftir því sem fólk er meira menntað. Ég held að kvennabylting skili okkur engu; karlar og konur þurfa að vinna í sameiningu að því að leiðrétta þessi mál. Á kvennaþinginu í Noregi reifuðu Sjálfstæðiskonur sér- framboð kvenna. Er ástandið ekkert að batna innan Sjálfstæð- isflokksins? - Innan Sjálfstæðisflokksins er jafnréttið kannski meira en hjá öðrum stjórnmálaflokkum. Kon- um í flokknum hafa verið falin ábyrgðarmeiri störf innan flokks- ins, t.d. verið ráðherrar og forset- ar deilda á Alþingi, heldur en aðrir flokkar hafa gert. - Sjálfstæðiskonur eru nú að fara af stað með skoðanakönnun þar sem leitað verður bæði til karla og kvenna eftir hugmynd- um um konur í framboð fyrir flokkinn. Við höfum að sjálf- sögðu rætt möguleika á sérfram- boði og þá litið til þess hvernig Moderatarnir á Skáni í Svíþjóð hafa farið að; þar var boðinn fiam sérstakur kvennalisti en í fullu samráði við flokksráð og með samþykki æðstu stofnana flokksins. Allt tal um DD-lista Sjálfstæðiskvenna hefur miðast við það að hér væri um skipu- lagða flokksaðgerð að ræða. Prófkjör innan Sjálfstæðis- flokksins hafa ekki skilað konum miklum árangri. Skipta þar pen- ingar og aðstaða manna meira máli en hæfileikar og mannkost- ir? -Prófkjör innan Sjálfstæðis- flokksins og í öðrum flokkum hafa ekki skilað ungu fólki al- mennt miklum árangri, hvort sem það eru karlar eða konur. Það er nokkuð erfitt að skýra hvers vegna svo er. Það er þó ekkert óeðlilegt við það að karlar sem eru oft búnir að bjóða sig fram og hafa kannski heilu í- þróttafélögin á bak við sig hafi eitthvert forskot. En það er alls ekki svo að hæfileikar eða mannkostir séuekki metnir. - Það er þó ljóst að prófkjör, sem leið til að velja fólk á lista, í þeirri mynd sem þau hafa verið undanfarið eiga ekki miklu fylgi að fagna lengur og ég er ekki hrifin af þeirri leið. Hins vegar er það spuming, ef svo færi að próf- kjör yrðu notuð aftur að hafa þar sérstaka lista kvenna og karla. iþ 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.