Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 9
Bandarískir repúblikanar Bush tilbúinn í slaginn Varaforsetinn formlega útnefndurframbjóð- andi íígœrkveldi. Brást varaforsetaefnið höfuðskyldu hvers hœgrimanns? George Bush var formlega út- nefndur forsetaframbjóoandi repúblikana á þingi flokksins í New Orleans í gærkveldi (kl. 2,30 að islenskum tíma). Hann sagðist í gær vera afar bjartsýnn og hvergi hræddur hjörs í þrá þótt komið hafi á daginn að væntan- legur varamaður hans hafi ekki gegnt herskyldu af þeim myndar- brag sem hægrimönnum vestra þykir tilhlýðilegur. „Ég er í stuði og tilbúinn í slaginn," heyrðist Bush segja við kampakáta þingfulltrúa úr heimafylki sínu, Texas. Hann sagðist bíða þess með óþreyju að hefja kosningabaráttuna og „gera þjóð minni grein fyrir því á heiðarlegan og hlutlægan hátt hvaða viðhorf og hugmyndir and- stæðingur minn hefur." Bush og félagar gera sér miklar vonir um að þakkarræðan sem hann flutti í nótt muni dubba uppá fremur þokukennda ímynd hans og auka álit kjósenda á hon- um. Fá þá til að gleyma því að hann er ekki varamaður Ronalds Reagans heldur frambjóðandinn George Bush. En alltaf leggst þeim eitthvað til, niðurrifsmönnum fjölmiðl- annna, laundemókrötunum. Sjónvarpsmenn sem tóku varaf- orsetaefni varaforsetans, öld- ungadeildarþingmanninn Dan Quayle, á beinið höfðu grafið það upp að hann barðist ekki í Víetnam einsog þorri jafnaldra hans neyddist til að gera fyrir tveim tugum ára. Quayle þessi hefur einn um fertugt. Þetta kann að virðast smáatriði hér á hjara veraldar en því er þveröfugt farið um bandaríska hægrimenn. Þess vegna kann þetta mál að verða Bush fjötur um fót í kosningaslagnum við Dukakis. Þessa þóttust fréttamenn þegar sjá merki í gær er þeir hjuggu eftir því að Quayle var fjarri góðu gamni á blaðamannfundi vara- forsetans í gærmorgun og eins boðaði Quayle forföll þegar hann átti að koma fram í sjónvarps- Ekki veitir af að dubba svolítið uppá (Omynd Georges Bush og þoka honum út úr skugga Reagans. þætti um hádegisbilið. Sjálfur sagði Bush að þetta væri ofur eðlilegt þar eð félagi sinn væri að semja ræðu. En hátt- settir „starfsmenn framboðsins" viðurkenndu að þeir hefðu fund- að stíft með Quayle í því augna- miði að fara ofaní saumanna á ferli hans svo komist yrði hjá fleiri „slysum". Hermennskuglöp Quayles eru semsagt þau að hann notfærði sér „sambönd" moldríkrar fjöl- skyldu sinnar í Indíanafylki til þess að vera kvaddur í þjóðvarð- liðið svonefnda en ekki sjálfan Bandaríkjaher. Þjóðvarðliðar gera aldrei strandhögg erlendis og því þurfti Quayle ekki að ótt- ast að hann yrði látinn bera beinin í Víetnam. Reuter/-ks Einn af þingfulltrúunum (New Or- leans, Robert nokkur Tate frá New York. Skák Jafnt hjá löndum Einvígi ensku stórmeistaranna Nigels Shorts og Jonathans Speel- mans er hafið. Það er liður f heimsmeistarakeppninni í skák. Þeir félagar eru þriðji og finiinti í röð sterkustu skákmanna ef marka má elóstigalistann. í gær hafði Short hvítt og atti kóngspeði sínu á foraðið að vanda. Speelman kom honum á óvart með franskri vörn, náði frumkvæðinu og stóð vel um tíma. Með því að taka á honum stóra sínum náði Short að jafna taflið og sömdu þeir um skiptan hlut eftir 33 leiki. I:e4 e6. 2:d4 d5. 3:Rc3 Rf6. 4:Bg5 dxe4. 5:Rxe4 Rbd7. 6:Rxf6 Rxf6. 7:Rf3 h6. 8:Bh4 g6. 9:Bc4 Bg7. 10:0-0 0-0. Il:c3 b6. 12:De2 Bb7. 13:Hadl a6. 14:Hfel Dd6.15:Bb3 a5. 16:Bg3 Dc6. 17:Dfl Ba6. 18:c4 Had8. 19:Re5 Db7. 20:Ba4 c5. 21:dxc5 bxc5. 22:De2 Hxdl. 23:Hxdl Rh5. 24:b3 Rxg3. 25:Hxg3 Dc7. 26:f4 Hd8. 27:Hxd8 Dxd8. 28:Bc6 Bc8. 29:Kh2 h5. 30:BO h4. 31:De3 Hxg3+. 32:Kxg3 Dd6. 33:Kf2 Bd7. Jafntefli. Reuter/-ks. Pólland Verkföll fyrir nýsköpun Walesa hvetur verkamenn til dáða og segir vinnustöðvanir neyðarúr rœði i úsundir pólskra verkamanna eru nú í verkfalli og liggur öll vinna niðri í fimm kolanámum og við aðalhöfnina í Szczecin. Lech Walesa kveðst styðja verkfalls- mennina heilshugar og búast við langvarandi átökum á pólskum viiimunarkaði. 8.500 námamenn í fimm kola- námum í suðurhéruðum Póllands hafast ekki að. Að sögn frétta- manna sem komið hafa að máli við þá krefjast þeir þess allir sem einn að starfsemi Samstöðu verði heimil á ný, að aðbúnaður á vinnustöðum verði færður í við- unandi horf og ennfremur aukins fjár fyrir störf sín. Hafnarverkamennirnir í Szczecin krefjast hins sama. Alls munu um 1.800 þeirra eða megin- þorrinn halda að sér höndum. Pólska útvarpið greindi frá því í gær að 16 stór vöruflutningaskip biðu afgreiðslu í Szczecinhöfn, væri ýmist hvort ferma þyrfti þau ellegar afferma. Embættismaður í pólska sam- gönguráðuneytinu sagði frétta- manni í síma að allmargir starfs- menn strætisvagna Szczecinborg- ar hefðu lagt niður vinnu í samúðarskyni vegna aðgerða hafnarverkamanna. Pólska sjónvarpið skýrði frá því í gærkveldi að 2.500 náma- menn af alls 8.000 sem starfa við Jastrzebie kolanámuna í sam- nefndum bæ hefðu lagt niður vinnu í eftirmiðdaginn í gær. Jastrzebie liggur á námasvæði, steinsnar frá landamærunum að Tékkóslóvakíu. „Við hefjum ekki vinnu á ný fyrr en Samstaða er orðin lögleg aftur," hefur Re- uter eftir einum verkfallsmanna, Jerzy Swidersky að nafni. Fréttamenn hittu Walesa að máli á hafnarsvæði Gdansk. Hann kvað nú svo komið að hann hvetti menn fremur en letti til vinnustöðvana, þær væru eina færa leiðin til þess að knýja ráða- menn til nýsköpunar í pólsku samfélagi. Hann bætti því við að tregða valdhafa til þess að stíga á og feta umbótabraut, einsog kol- legar þeirra í Moskvu hafá verið að reyna, væri óskiljanleg út frá sjónarmiði stjórnvisku og heilbrigðrar skynsemi, greinilegt væri að ráðamenn væru annað- hvort gersamlega rænulausir um þjóðarhag eða þá bara svona ó- skaplega hrokafullir eiginhags- munaseggir. Reuter/-ks. Pakistan Sérfræðingar að vestan M álsvari bandaríska varnar- málaráðuneytisins skýrði frá þvf í gær að stjórn sín hygðist senda sérfræðingalið til Pakistan. Þeir væru gerðir út af örkinni í þvf augnamiði að reyna að grafast fyrir um það hvað olli flugslysinu sem varð Zia-ul-Haq, forseta landsins, að fjörtjóni við 32. mann. Sem kunnugt var bandaríski sendiherrann á meðal þeirra er fórust sem og rjóminn úr herforingjasveit Pakistans. Málsvarinn kvað hér um átta , manna „slysanefnd" ráðuneytis- ins að ræða og væri þetta hið mesta einvalalið. Hann sagðist ekki hafa neinar upplýsingar um orsök skaðans og enga ástæðu til að ætla að um hryðjuverk hafi veriðað ræða þótt ýmsir pakist- anskir embættismenn hafi ekki viljað útiloka þann möguleika. Nokkrir votta segjast hafa heyrt tvær sprengingar áður en brakið úr flugvélinni féll til jarðar í gær, um 10 mínútum eftir flug- tak. Auk sendiherrans fórst helsti hermálafulltrúi Bandaríkja- manna í Pakistan, Herbert Wass- om að nafni. Reuter/-ks. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.