Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGSFRETTIR Aðalverktakar Oeðlileg tengsl Pálmi Kristinsson: Ekki bjartsýnn ájákvœða niðurstöðu úr endurskoðun Aðalverktaka eftir laxveiði Steingríms Pað var ekki viðeigandi af Steingrími Hermannssyni utanríkisráðherra að þiggja boð um laxveiði af Aðalverktökum, að mati Pálma Kristinssonar for- manns Verktakasambands ís- lands. Pálmi segir laxveiðina hafa borið upp á á mjög viðkvæmum tíma eða sama dag og utanríkis- ráðherra fékk skýrslu um starf- semi íslenskra aðalverktaka í sfnar hendur. Skýrslu sem væri til komin vegna ákvæða í stjórnar- sáttmálanum. „Mér finnst ákaflega óeðlilegt af utanríkisráðherra að þiggja þetta boð, og þó hann segi það ekki hafa nein áhrif á skoðanir hans á rekstri Aðalverktaka, er víst að þetta boð gerir samskipti Steingríms og Aðalverktaka ekki verri," sagði Pálmi. Verktaka- sambandið mundi nú bíða niður- stöðu Steingríms en menn væru ekkert allt of bjartsýnir á hana. Pálmi sagðist lýsa furðu sinni á þeim yfirlýsingum utanríkisráð- herra að hann myndi ræða niður- stöðu skýrslunnar við Aðalverk- taka. „Hann telur greinilega enga þörf á að ræða við okkur," sagði Pálmi. Varaformaður Framsókn- arflokksins sæi þó ástæðu til að ræða við sem flesta hagsmunaað- ila í sjávarútvegi þegar kvótamál væru rædd. Telur Pálmi þetta vera ákaflega einhliða málsmeð- ferð hjá utanríkisráðherra. Þá sagði Pálmi þær röksemdir Steingríms að hér væri um of flókin mál að ræða, vera haldlitl- ar. Hann vissi ekki til þess að sér- fræðingar í byggingarmálum væru til staðar í utanríkisráðu- neytinu. Hægt væri að fallast á að þessi rök hefðu einhverntíma gilt. En síðan 1954 hefðu orðið svo miklar breytingar í þjóðfé- laginu öllu. „Nú er svo komið, án þess að við höfum fengið tækifæri til að blaða í teikningum af vellin- um, að verkefni eru jafnvel orðin flóknari utan girðingar en innan," sagði Pálmi. Verktakar utan girðingar hefðu til dæmis annast framkvæmdir í Helguvík og íslenskir verktakar sæju um fiókin verkefni í útlöndum. -hmp Hvaladeilan Ræðumvið Grænfriðunga Smábátaeigendur við utanríkisráðherra: ís- lendingar komi sjón- armiðum sínum á framfœri við Grœn- friðunga Stjórn Landssambands smá- bátaeigenda hefur afhent utan- ríkisráðherra ályktun þarsem hvatt er til viðræðna við Græn- friðunga um hvalamáð. „Það er skoðun okkar að sjón- armið íslendinga nái ekki eyrum Bandaríkjamanna né Evrópubúa eins og haidið er á málum í dag. Þessu þarf að breyta á einhvern hátt vegna þeirra gífurlegu hagsmuna sem við eigum fyrir sjávarafurðir okkar á þessum er- lendu mörkuðum," sagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri lands- sambandsins í gær. Fulltrúar smábátaeigenda gengu á fund utanríkiskisráð- herra í fyrradag og afhentu hon- um ályktun um þetta og sagði Örn að ráðherra hefði tekið á- lyktuninni vel og sagðist ætla að skoða hana og ræða um hana við sjávarútvegsráðherra þegar hann kæmi heim frá útlöndum. Að sögn Arnar eru smábáta- eigendur alls ekki að hvika frá fyrri stefnu sinna samtaka varð- andi hvalveiðarnar, enda telja þeir íslendinga vera í fullum rétti að nýta sér þessa auðlind. -grh Póstur og sími Líttnýtt skammval Menn hafa enn ekki komist uppá lag með að nýta sér sérþjón- ustu Pósts og síma í stafræna sím- akerfinu, segja tæknimenn Pósts og síma. Sérþjónustan stendur þeim ein- um til boða sem hafa sex stafa símanúmer og eru með tónvals- sfma, en hinir verða að láta sér lynda milligöngu um 02. Þeir heppnu geta með því að stilla eigin síma pantað vakningu, skammval, símtalsflutning, lang- Iínulæsingu, endurval, sjálfvirka hringingu í ákveðið númer þegar lyft er af, þriggja manna tal, sím- talavíxl og biðsamtal. Ný gjald- skrá er nú komin út fyrir þessa þjónustu, - sem kennd er á síðu 15 í símaskránni. _jt Tommahamborgarar og Sanitas í eina sæng á næstunni? Mynd E.ÓI. Tommahamborgarar Biðlað til bandamanna Rekstrarstaða Tommahamborgara bágborin umþessar mundir. Sanitas með í viðrœðum um lausn? Það eru ýmis teikn á lofti, því get ég ekki neitað, en við vilj- um að okkar viðskiptaaðilar frétti fyrst af þessu áður en við föruin að úttala okkur við fjöl- miðla, sagði Jónas Þór Jónasson, annar framkvæmdastjóri Tommahamborgara, er Nýtt helgarblað Þjóðviljans innti hann eftir því hvaða leiðir hann sæi færar útúr slæmri rekstrarstöðu Tommahamborgara. Rekstur Tommahamborgara gengur ekki sem best um þessar mundir en sú skýring hefur verið nefnd að nú séu hinir eldri ham- borgarastaðir að verða undir í samkeppninni við nýrri ham- borgarastaði og einnig við pizza- staðina á skyndibitamarkaðnum. Það hefur verið orðað að Sanit- as muni létta undir með fyrirtæk- inu, en sem kunnugt er selja Tommahamborgarastaðirnir gosdrykki frá Sanitas. Páll G. Jónsson, eigandi Sanítas, sagði ekki vera flugufót fyrir því að Sanitas væri að taka við rekstri Tommahamborgara. Það er þá engra breytinga að orðið en um Það hvað verður vil vænta á viðskiptum Sanitas og éS ekkert segja enn sem komið Tommahamborgara á næstunni? er> sagð> Páll. - Enn hafa engar breytingar -tt IÞROTTIR Fótbolti K]\ Enn eitt klaufalegt íslenska landsliðið var ekki lakari aðilinn en tapaði samt ídaufum leik Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga og eitt er víst að heppnin er ekki með þeim um þessar mundir. I gær töpuðu þeir fyrir Ólympíulandsliði Svía í frekar sviplausum leik, en Islend- ingarnir voru síst lakari aðilinn í leiknum. Svíar náðu þó að skora einu sinni og eins og Atli Eðvalds- son, fyrirliði landsliðsins, orðaði það: „Þeir fengu ekkert færi en unnu samt." Fyrri hálfleikur var allt að því lélegur. Áhorfendur hafa eflaust vonast til að sjá sama boltann og gegn Búlgörum á dögunum en því var ekki að heilsa. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér hættleg færi, að vísu skaut Gunnar Gísla- son ágætu skotí að marki Svíanna á 20. mínútu en yfir fór boltinn. í síðari hálfleik voru íslending- ar mun betri og má helst þakka það Arnljóti Davíðssyni sem kom inná sem varamaður. Þetta var fyrsti landleikur Arnljóts en örugglega ekki sá síðasti. Það var síðan á 75. mínútu sem að Svíar gerðu úti um leikinn. Svíar sóttu að íslenska markinu og reyndu að skjóta en boltinn hrökk til Jan Hellström sem skyndilega var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega framhjá Bjarna Sig- urðssyni í markinu. Eftir markið fengu íslendingar nokkur færi á að jafna, þó engin verulega hættuleg. Rétt fyrir leikslok munaði litlu að Ragnari Margeirssyni tækist að skora þeg- ar hann fékk sendingu frá Arn- Ijóti á vítapunkti, en Ragnar hitti ekki boltann og sóknin rann út í sandinn sem og leikurinn. íslendingar verða því að játa sig sígraða einu sinni enn í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Við skulum bara vona að heppnin verði með okk- ur 31. ágúst þegar hið geysisterka lið Rússa leikur gegn okkur í heimsmeistarakeppninni. Lið íslands: Bjarni Sigurðsson, Atli Eðvaldsson, Ólafur Þórðar- son, Pétur Ormslev (Pétur Arn- þórsson 46. mín.), Viðar Þorkels- son, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Gunnar Gíslason, Ragnar Margeirsson, Halldór Áskelsson (Arnljótur Davíðs- son), Ómar Torfason. -þóm Utanríkismálanefnd Óskaðeftir viðræðum Afundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær var rætt um hafréttarmál og íslensk réttindi í Norðurhöfum. Sérstaklega var fjallað um þá ákvörðun Dana að vísa ágreiningi um afmörkun efnahagslögsögu milli Grænlands og Jan Mayen til Alþjóðadóm- stólsins. Fundarmenn voru sammála um að álykta í málinu og var sam- þykkt nefndarinnar samhljóða en í upphafi fundarins lögðu Hjör- leifur Guttormsson alþingismað- ur og Eyjólfur K. Jónsson for- maður nefndarinnar fram sitt hvora tillöguna en mættust á miðri leið ásamt öðrum nefndar- mönnum. Tillaga utanríkismál- anefndar er svohljóðandí: Utanríkismálanefnd áréttar þá stefnu Alþingis íslendinga að réttindum íslands á Jan Mayen svæðinu verði fylgt fram af fullri festu. Ljóst er að engar viðræður um Jan Mayen svæðið geta borið árangur án aðildar íslendinga. Nefndin lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun Dana að vísa deilumálum varðandi þetta svæði til Alþjóðadómstólsins án undan- gengis samráðs við íslendinga. Nefndin fagnar því á hinn bóginn að norsk stjórnvöld hyggjast hafa náið samstarf við f slendinga út af þessari ákvörðun Dana. Utanríkismálanefnd treystir því að leysa megi ágreiningsmál þjóðanna með samkomulagi og mælir með því að af íslands hálfu verði þegar óskað eftir form- legum viðræðum við Dani, Grænlendinga og Norðmenn vegna deilna um svæðið milli Grænlands og Jan Mayen. Að sögn Hjörleifs Guttorms- sonar alþingismanns vonast menn eftir því að ríkisstjórnin fylgi þessari ályktun utanríkis- málanefndar eftir af- festu og myndarskap enda sé full ástæða til þess til að tryggja hagsmuni íslendinga á þessu umrædda haf- svæði sem best. _grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.