Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 12
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóia Vesturlands eru lausar kennarastöður í íslensku og stærðfræði. Þá vant- ar stundakennara í ensku og viðskiptagreinar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 25. ágúst næstkomandi. Menntamáiaráðuneytið Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Frá Flensborgarskóla - öldungadeild Innritun í öldungadeild Flensborgarskólans, fyrir haustönn 1988, fer fram á skrifstofu skólans dag- ana 22.-24. ágúst, kl. 14-18. Námsgjald er kr. 6.200.- og greiðist við innritun. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5. sept- ember Stöðupróf verba sem hér segir: Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 18, danska og franska föstudaginn 26. ágúst kl. 18, þýska mánudaginn 29. ágúst kl. 18, enska þriðjudaginn 30. ágúst kl. 18, enska þriðjudaginn 30. ágúst kl. 18, vélritun. Innritun í stöðupróf fer fram á sama tíma og innritun í öldungadeild. Aðstoðarskólameistari sér um námsmat og námsráðgjöf fyrir öldunga. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, sími 50092. Skólameistari Kennarar íþróttakennara vantar að Höfðaskóla, Skaga- strönd, auk kennara til almennrar kennslu. Hlunnindi í boði. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 95-4800 og formaður skólanefndar í síma 95-4798. Grunnskólinn Sandgerði Kennarar Okkur vantar kennara til starfa í haust. Almenn kennsla, smíði, íslenska og stærðfræði í eldri bekkjum. Sandgerði er 40 mínútna akstur frá Reykjavík. Veittur er húsnæðisstyrkur og útvegað húsnæði. Dagheimili á staðnum. Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson s: 37436 Ásgeir Beinteinsson s: 37801 Síminn í skólanum er 37610 og 37439. Hvar ertu hjúkrunarfræðingur? Sjúkrahús Keflavíkur óskar eftir að ráða hjúkrun- arfræðing til starfa. Við bjóðum góð laun, húsnæði, barnagæslu og ferðastyrk. Nánari upplýsingargefurhjúkrunarforstjórí ísíma 92-14000. SKAÐI SKRIFAR: Þorsteinn kemur frá Reagan Mér fannst alveg rétt hjá Ronald Reagan aö bjóða honum Steina heim. Aldrei hefur Þorsteinn formaður minn fengið að fara neitt, meðan þetta Framsóknarútskryppi hann Steingrímur er sífellt á ferð og flugi eins og fjósakonan sem fór út í heim, blaðrandi tóma vitleysu við Gorbatsjov og Deng þann kínverska og aðra heiðna menn og sóldýrk- endur. Ég ætla þess vegna að taka vel á móti Steina þegar hann kemur heim og lemja á axlir hans í félagsanda okkar Sjálfstæðismanna og svo ætla ég að óska honum til hamingju með heimsóknina í Hvíta húsið og segja si sona: Jæja, Steini, þetta gekk vel. Verst að Steingrím- ur skyldi vera að rjúka þetta í blöðin og segja að þú sért að skrópa f rá verkstjórn þegar allt er að fara á hausinn. Og þá mun Þorsteinn Pálsson svara mér á þessa leið: Iss, þetta er bara öfund í karlinum. Hann veit sem er að þetta er svo miklu merkilegri heimsókn en sú sem hann fór í til Gorþatsjovs. Ertu nú viss um það Steini, mun ég þá segja. Alveg hreint, segir hann þá. Til dæmis fékk hann bara heiðursvörð á Moskvuflugvelli, en ég fékk líka nítján fallbyssuskot. Fékkstu ekki hellu fyrir eyrun, Steini minn? spyr ég. Neinei, segir hann. Og svo var Steingrímur keyrður um hjá Rússum í einhverjum hallæris- legum bíl meðan ég fékk lánaða þotu varaforset- ans og sat þar eins og f ínn maður og lék mér að þú veist, atómhnappinum Já ég skil þetta allt saman, segi ég þá viturlega, táknmálið er orðum æðra í samskiptum höfðingja. En samt, Steini, var nokkuð merkilegt upp úr Ronnie karlinum að hafa? Ég meina, sagði hann nokkuð? Víst sagði hann margt og það miklu merkilegra en það sem Gorbatsjov sagði við Steingrím. Til dæmis? Til dæmis sagði Gorbatsjov við Steingrím að Rússar tækju afvoþnunarmálin alvarlega. Og maður getur ekki verið að trúa því svona paa staaende fod, þú veist hvernig þessir Rússar eru. En svo sagði Reagan þetta líka, að Rússar meintu þetta í alvöru, og það er auðvitað allt annað. Sagði hann fleira? Hann sagði margt fleira merkilegt. Hann sagði að Leifur Eiríksson hefði fundið Amríku. Hann sagði að (sland væri í Nató. Og hann hafði frétt að ég væri giftur og ætti þrjú börn. Já, hann er nokkuð seigur, Ronnie, segi ég þá. Vísterhann seigur, mun Þorsteinn þásegja. Og hann er meíra en seigur. Hann er líka svo afskap- lega smekkvís og tillitssamur. Líttu á dæmið með bókina, sjálfsævisöguna hans, sem bar á góma í Hvíta húsinu. Ronnie gaf Geir Haarde bókina en ekki mér, eins og kannski hefði legið beinast við. En þetta var allt með ráðum gjört. Bókin heitir nefnilega „Hvar er hinn parturinn af mér?" og ef hann hefði gefið mér bókina, þá mátti skilja þetta sem skens um Albertsklofninginn og þá hörmung alla. Ég skil, segi ég, Skaði sjálfur. Og hvað gerist næst? Næst, segir Þorsteinn, bjóðum við örlögunum byrginn. Ég er alhress núna og til í allt. Líka í kosningaslag? spyr ég. Hvað heldurðu maður? svarar Þorsteinn þá. Þú manst að Steingrímur bjargaði kosningunum hjá sér síðast með auglýsingamynd af sér sjálfum með Gorbatsjov og Deng Xiaoping. Það var ekki hægt að láta karlinn hafa þetta forskot í friði og nú eru til nógar myndir af mér með Reagan og því fólki. Og þær skulu nokk duga í næsta kosninga- slag. Þú veist nú hvað hann Ronnie myndast vel... ÁUPPLÝSINGAÖLD „Nancy Reagan vissi heiimikið um fsland. Hún vissi einnig að ég er lög- fræðingur og á þrjú börn," sagði Ingibj örg (Rafnar). Uorgunblaðið NÝJUNGAR í KYNÞÁTTAMÁLUM Kúrdar eru heldur ekki arabar, heldur af öðrum kynstofni, nærþeim hvíta. Fréttaskýring IDV. UTHVERFIHUGUN Leiðarahöfundi og öðr- um til fróðleiks eru hér staðreyndir sem vert er að íhuga: -Á leið minni um svæð- ið sá ég ekki meira en tíu ruslatunnur. -Undir rusl þarf ruslat- unnur. Timlnn. s < o < ifi o CxL FELLUM NIÐURFÆRSLUNA Kemur til greina að fella gengið ásamt niðurfærslu. Fyrirsógn í DV DAVÍÐ ER EKKIHÉR Lagfæringar á Lauga- veginum kosta 2,2 miljón- ir. Enginn einn aðili verð- ur dreginn til ábyrgðar. Fyrirsögn IDV. LAUSNÁ KJARAVANDANUM Það er dýrt að safna vopnum, stunda fjárhætt- uspil og vændishús og þjóra duglega að auki.. Sem betur fer er ódýrt fyrir hann að lifa í lífstíðarfang- elsi. Tíminn. VARASAMT Stjörnubíómenn mega vara sig á því að vanda bet- ur til þýðingarinnar. Tímlnn. BILLINN ER FARVEGUR Fyrir suma menn eru bílar lífið sjálft, efni í drauma í svef ni sem vöku, hlutgervingur ævintýr- anna, flutningavagn draumadísanna, táknið um frumkraftinn í sjálfum ókkur og j afnframt farveg- urinnfyrirhann. Þjóðlíf HUGGUNAR- HUGVITSSEMI Það gat verið erfitt að vera maóisti og bíladellu- karl á árunum kringum 1970... Það var þó nokkur huggun og sef aði sektar- kenndina þegar einn úr hópnum sagðist hafa á- reiðanlegar heimildir fyrir því, að miðstjórn kín- verska kommúnistaflok- ksins ætti Mercedes Benz 600 sem Maó væri stund- um ekið í og líkaði vel. PJóðlíf. ELDURERBEST- UR... Mörgum þykir betra að stíga í eldinn en að standa í honum, aðrir skara eld að sinni köku en hinir sem eld vilja hafa leita í öskunni. Mýtt Holgarblað HVAÐUM GRÖFINA? Forstjóranefndin þögul semsteinninn. Þjóðvlljtnn EYÐNIVEIRAN OG MÁLFARIÐ Ég var ekki tilbúinn að gefa mig, enda maðurinn sýnilega þjáður af ein- hverjum forstigsein- kennum skammdegis- drunga. Þjóðvlljlnn EINKAVÆÐINGIN ÁFULLU Verða kirkjur seldar? DV 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.