Þjóðviljinn - 19.08.1988, Síða 14

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Síða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ Reikistjarnan Mars hefur heillað jarðarbúa frá ómunatíð. Stríðsguðir Rómverja og Grikkja báru sama nafn og hnötturinn og mjög margir hafa hallast að þeirri skoðun að líf væri að finna á Mars. Nú þykjast vísindamenn fullvissir um að þróað lífsform sé ekki að finna á Mars en hinsvegar telja ýmsir að möguleiki sé á að örverur, eða annað mjög vanþró- að lífsform, kunni að leynast undir yfirborði reikistjörnunnar. Eitt það fyrsta sem menn tóku eftir þegar þeir beindu sjón- aukum að Mars, var að yfirborð reikistjörnunnar tók breytingum; sum svæði voru stundum dökk og stundum ljós. Breski stjarn- fræðingurinn Sir William Hersc- hel, hélt því fram árið 1784, að þetta stafaði af skýjamyndunum og niðurstaða hans var sú að á Mars væri andrúmsloft og að „íbúar reikistjörnunnar búa sennilega við svipuð skilyrði og við“. Þýski stærðfræðingurinn Karl Gauss ályktaði að íbúamir væm vitsmunaverur og árið 1820 lagði hann til að í Síberíu yrði búinn til risavaxinn hveitiakur, sem væri einsog þríhyrningur í laginu, en í kringum hann yrði plantað trjám, þannig að lífvemr á Mars gætu séð að íbúar jarðar skildu stærð- fræði. Árið 1877 hélt ítalski stjömu- fræðingurinn Giovanni Schiapelli að hann hefði fundið sönnunarg- ögn, sem sýndu að enginn vafi •gæti leikið á því að vitsmunaverur væru á Mars. Þetta voru hinir frægu skurðir, sem menn þrátt- uðu um langt fram á þessa öld. Schiapelli ekki í neinum vafa um að þessir skurðir væru verk há- þróaðra vitsmunavera. Innrásin frá Mars Hann var ekki einn um það því vellauðugur bandarískur stærð- fræðingur og stjórnmálamaður, Percival Lowell frá Boston, lét reisa mikla stjörnuathugunarstöð í Arizona og beindi kíkinum að Mars. Árið 1908 hafði Lowell kortlagt fjöldann allan af skurðum og taldi hann að um áveitu væri að ræða, frá ísmassan- um á pólnum til borganna á þurr- um steppum reikistjörnunnar. Breski rithöfundurinn H.G. Welles hreifst mjög af kenning- um Lowells og skrifaði bókina „Innrásin frá Mars“. Árið 1938 útvarpaði Orson Welles leikgerð af sögunni og fjöldi Bandaríkja- manna varð felmtri sleginn og hélt að dómsdagur væri runninn upp. Almenningur virtist ekki í neinum vafa um að líf væri á Mars. Leynist líf undir yfirboröinu? í dag þykjumst við vita betur, þótt eflaust séu ekki aliir búnir að tapa trúnni. Samt halda sumir vísindamenn að mjög vanþróað líf kunni að leynast undir yfir- borði reikistjömunnar. Myndir sem hafa verið teknar af yfirborði Mars sýna m.a. uppþornaða ár- farvegi, þannig að einhverntíma í fortíðinni hefur vatn runnið þar sem nú er eyðimörk. Þessi upp- götvun hefur endurvakið tilgátur um líf á Mars. Það er talið mögu- legt að einhvern tíma aftur í grárri forneskju hafi aðstæður á Mars verið þannig að líf hefði átt að geta kviknað þar. Sumir vís- indamenn telja jafnvel mögulegt að undir yfirborðinu sé örverur að finna. Meðal annars af þeirri ástæðu hafa vísindamenn í austri og vestri áhuga á að kanna Mars mun betur en fram til þessa og senda þangað bæði mannlaus og mönnuð geimför. Samvinnuverkefni Ferðin til Mars tæki um 220 daga en heimferðin 165 daga. Áður en ákveðið verður að lenda á Mars þarf samt að kortleggja yfirborðið mjög nákvæmlega og í byrjun næsta áratugar áætla So- vétmenn að hefja það starf með því að senda geimför á braut um- hverfis reikistjörnuna. Árið 1998 vonast þeir til þess að lenda geimfari á Mars til þess að taka jarðvegssýni og koma með þau aftur til jarðar. Framtíðarsýn So- vétmanna er sú að Sovétríkin og Bandaríkin sameinist um mann- aða geimferð til Mars árið 2010. Bandaríkjamenn hafa haldið að sér höndum síðan geimskutlan Challenger fórst í janúar 1986. Nú virðist áhuginn hinsvegar vera farinn að vakna að nýju og á leiðtogafundinum í Moskvu ák- váðu þeir Reagan og Gorbatsjov að stefna að því að þjóðirnar sameinist um leiðangra til tungls- ins og Mars. forngripa Menningararfleifð Afríku í hættu Hætta er á því að dýr- mætur hluti af menningar- arfi Afríku sé að grotna nið- ur. Þjófnaðir úr söfnum og frá þeim stöðum þar sem fornleifagröftur fer fram hefur lengi verið vandamál, en nú bætist það við að um alla álfuna eru skordýr sem éta við og klæði að valda óbætanlegu tjóni á lista- verkum. A þennan hátt eru ómetanleg söfn í mikilli hættu. Mörg mikilvæg listaverk hafa þegar glatast, en nú eru menn farnir að bregðast við hættunni, og nýlega gekkst alþjóðleg stofn- un, sem sér um varðveislu og við- gerð á ýmislegum menningar- verðmætum, fyrir námskeiði í Róm, þar sem starfsmönnum safna í Áfríku var kennt að varð- veita, skrásetja og sýna listaverk. Þetta er annað námskeiðið af þessu tagi: árið 1986-87 var hald- ið námskeið fyrir starfsmenn frá frönskumælandi löndum Afríku en nú var röðin komin að þeim löndum, þar sem enska er opin- bert mál, og tóku starfsmenn ell- efu safna víðsvegar að úr álfunni þátt í því. Frakkinn Gael de Guichen, sem stjórnaði námskeiðinu, sagði að þvi miður stuðluðu starfsmenn safna stundum óafvitandi að því að safngripir skemmdust og gerð- ist það ekki einungis í Afríku. Hann sagðist hafa séð barkar- grímur sem voru svo illa farnar að þær molnuðu niður þegar hreyft var við þeim. í safni sem hann kaus að nafngreina ekki stóð þriggja metra há termíta-þúfa í grennd við herbergi þar sem sjö hundruð viðargrímur voru geymdar. Höfðu termítarnir gert svartar grímur hvítar með því að éta burtu ysta lagið sem var mál- að. Menn á Mars De Guichen sagði frá öðru safni í Vestur-Afríku, þar sem starfsmennirnir voru mjög hreyknir af tæki sem evrópskur tæknimaður hafði smíðað og sneri afrískum þjóðbúningum í hringi þannig að menn gætu séð þá frá öllum hliðum. Því miður hafði tækið einnig valdið því að þjóðbúningarnir, sem voru upp- haflega í sterkum litum, höfðu upplitast jafnt og voru nú orðnir grá-brúnir: hvergi var neitt eftir af upphaflegu litunum... Þjófnaðir úr söfnum eru einnig mikið vandamál. í deild í þjóð- minjasafni Fflbeinsstrandarinnar eru nú aðeins eftir 119 gripir af þeim 226, sem voru á skránni þegar deildin var sýnd erlendis á sjöunda áratugnum. Sjö listaverk úr bronsi og leir hurfu úr þjóð- minjasafni Nígeríu skömmu eftir að þau komu þangað aftur úr far- andsýningum í Evrópu og Norður-Afríku. Philip Ravenhill, sem er yfir- maður Afríkulistasafnsins í Was- hington og hélt fyrirlestra á námskeiðinu, sagði að einstætt safn af 40 000 ljósmyndaplötum frá nýlendutímabilinu, sem sýndu ýmsa vestur-afríska trúar- siði, hefði fundist liggjandi í skókössum í safni í Dakar. Þær aðferðir sem kenndar eru til að varðveita safngripi eru oft mjög einfaldar. Stundum nægir að fara með gripina í sól einu sinni í mánuði til að drepa skordýr sem geta eyðilagt þá eða hafa þá svo langt hvern frá öðrum í safninu að skordýr komist ekki á milli. Það er einnig mikilvægt að gera ítarlegar skrár yfir muni hvers safns, því að þá er hægt að sanna að stolinn munur hafi til- heyrt safninu, og þannig verður erfiðara fyrir þjófa að selja þýfi sitt. í Mali hefur þjófnaður á fornminjum nánast því orðið atvinnugrein: Ravenhill giskaði á að tvö þúsund dýrmætir munir frá tímabilinu milli 12. og 14. aldar, hefðu verið grafnir upp leynilega og þeim síðan smyglað úr landi. En þjóðminjasafn Mali á ekki nema tuttugu slík verk. Þetta námskeið, sem tekur ell- efu mánuði, kostar 300 000 doil- ara og standa m.a. Unesco og Evrópubandalagið á bak við það. Annað slíkt námskeið, sem ætlað er frönskumælandi starfsmönn- um, hefst í nóvember. Reuter/-e.m.j. Námskeið í varðveislu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.