Þjóðviljinn - 19.08.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Page 15
Palestínskur piltur sendir ísraelskum fjanda slnum kalda kveðju. Á innfelldu myndunum eru þeir Jassír Arafat, Saddam Hussein og Yitzhak Shamir. PLO á tímamótum Fréttaskýrendur telja nær víst að leiðtogar Frelsissamtaka Palestínu- manna séu reiðubúnir að veita ísrael viðurkenningu gegn því að Palestínumenn fái sitt eigið ríki á Gaza og vestan Jórdanar Spekingar í austri og vestri gera því nú skóna aö Jassír Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu- manna, hyggist friömælast við ísraelsmenn og fallast á „sögulega málamiölun" í fertugri deilu Palestínuar- aba og ísraelsgyðinga um „landið helga“. Hann sé reiðubúinn að viðurkenna ísrael gegn því að Palest- ínumenn fái að stofna sjálf- stætt ríki á svæðunum tveim, Gaza og vestur- bakka Jórdanar, sem ísra- elsmenn hafa hersetið í rúma tvo áratugi. „Vissulega tekur hann mikla áhættu með þessu en ég fæ ekki séð að hann eigi annarra kosta völ,“ sagði vestrænn sérfræð- ingur í málefnum Mið- austurlanda nýlega í viðtali við Reutersmann. Tvennt gæti hindraö hann Tvennt er einkum taliö getað orðið þessu ráðabruggi Arafats fjötur um fót. Annarsvegar ósætti og sundurlyndi í röðum hans eigin manna, félaga PLO. Hinsvegar óbilgirni og ósveigjan- leiki ráðamanna í ísrael sem sæju hag sínum best borgið með því að halda áfram að mála skrattann á vegginn hverju sinni sem einhver ympraði á því að ganga til samn- inga við PLO. Fréttaskýrendur þykjast einnig sjá fyrir hverjar yrðu afleiðingar þess fyrir Arafat að flétta hans færi út um þúfur; hinir heimul- legu forystumenn uppreisnarinn- ar á herteknu svæðunum myndu verða fyrir vonbrigðum og jafnvel snúa baki við foringja sín- um. Hinsvegar myndi vegur Frels- issamtaka Palestínumanna auk- ast til muna á alþjóðavettvangi ef Arafat tækist að draga næstu rík- isstjórn ísraels að samninga- borði. Pá yrði t.a.m. ókleift fyrir næsta forseta Bandaríkjanna að sniðganga samtökin öllu lengur. Maður er nefndur Róbert Neu- mann, fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna í ýmsum löndum og ráð- gjafi ríkisstjóma um utanríkis- mál. Hann stendur á því fastar en fótunum að næsti forseti lands síns verði að bera víumar í PLO, hvort heldur það verði Michael Dukakis eða George Bush. „Staðreyndin er náttúrlega sú, hvort sem Bandaríkjamönnum líkar betur eða verr, að PLO er eini fulltrúi palestínsku þjóðar- innar,“ sagði hann nýverið við Reutersliða nokkurn. Pað er alkunna að hingaðtil hafa Bandaríkjaforsetar harð- neitað að eiga nokkur mök við PLO nema samtökin fallist fyrst á tilvemrétt Ísraelsríkis. Útlegöarstjórn eða bráöabirgöa- stjórn heima- manna? Fréttaskýrendur telja fullvíst að hreyfing Palestínumanna, frelsissamtökin og Þjóðarráðið, hin útlæga „löggjafarsamkunda", muni ríða á vaðið einhvemtíma á næstu vikum með því að lýsa því yfir að þau hyggist mynda út- legðarstjóm fyrir herteknu svæð- in ellegar bráðabirgðastjóm heimamanna. Háttsettur félagi Arafats greindi Reutersmanni frá því í Bagdað um helgina að æðsta stjórn PLO myndi mæla með fyrri kostinum á fundi Þjóðarr- áðsins í Alsír. Ekki hafi verið af- ráðið hvenær þingheimur fundi enþað dragist vart lengi úr þessu. Ófannefndir spámenn og spek- ingar segja afar líklegt að Arafat geri síðan umheiminum grein fyrir stefnubreytingu samtaka sinna í ræðu sem hann hyggst halda á Evrópuþinginu í Strass- borg þann 12. næsta mánaðar. Það er mál manna að ráða- menn í Bagdað, Saddam Hussein og félagar, eigi sinn þátt í að stuðla að framgangi nýrra við- horfa í forystusveit PLO. Þeir geti nú farið að láta til sín taka í arabaheiminum á ný eftir að hafa verið önnum kafnir við að lumbra í írönum og láta þá lumbra á sér um átta ára skeið. Einn hinna sérfróðu en nafn- lausu heimildamanna Reuters hefur orðið: „Það er lýðum ljóst að viðhorf hafa breyst og að and- rúmsloft er nú allt annað en áður í forystusveit PLO. Ég tel það ekki nokkrum vafa undirorpið að þetta séu áhrif frá ráðamönnum í Bagadað en þeir hafa ætíð haldið tryggð við Fatah samtökin." Valdatafl íraka og Sýrlendinga Fatah er sem kunnugt er fé- lagsskapur Arafats sjálfs, helstu samtökin innan PLO samfylking- arinnar. Sérfræðingurinn víkur óbeint að því að Sýrlendingar, bandamenn írana og trúbræður, hafa tekið uppreisnarforingjann Abu Musa uppá sína arma og att sveitum hans gegn skæruliðum Arafats í Líbanon. Markmið Sýrlendinga með þessu er vita- skuld að efla enn áhrif sín í Líban- on. Fyrir skemmstu lýsti Saddam Hussein því yfir að Assad ætti að kveðja hermenn sína heim frá grannríkinu, hætta að vasast í því sem honum kæmi ekki við. Þessi orð hans benda til þess sem koma skal í náinni framtíð: togstreitu Sýrlendinga og íraka um forystu fyrir Arababandalaginu en eitt helsta einingartákn þess og áróð- ursvopn er hinn margsvikni „mál- staður palestínsku þjóðarinnar.“ Hugmyndin um að kaupa landssvæði við friði er vitaskuld jafngömul deilum Palestínu- manna og ísraela og á sér ötula formælendur í búðum beggja þótt þeir hafi ekki mátt sín mikils í röðum hinna síðamefndu und- anfarin ár. En nú virðist hinum varkám hafa vaxið það ásmegin í PLO að hinir herskáu, sem enn vilja að ísraelar láti af hendi svæði innan landamæranna einsog þau voru dregin 1948, hafa sig lítt í frammi. Menn þykjast hafa numið þá lær- dóma af átta mánaða uppreisn landa sinna á herteknu svæðun- um, sem kostað hefur 255 palest- ínsk mannslíf, uppreisn óvopn- aðs fólks gegn hermönnum með alvæpni, að ísraelsmenn verða ekki sigraður á vígvelli. Miklu sigurstranglegra sé fyrir Palest- ínumenn að heyja áróðursstríð í heimspressu og í alþjóðastofnun- um ef þeir grípa ekki til vopna, jafnvel ekki í vamarskyni. -ks. STÓ RKOSTLEG VERÐLÆKKUN Verð f rá Garðsett, 4 stólar og borð 3.569,- Garðstólar 650,- Einnota grill 229,- Royal Oak grillkol, 2.27 kg 112,- Vatnsbrúsar m/krana 445,- Kælibox 743,- Skrúfjárn 40,- Vaskaföt 20,- ^ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33 ÞÆR GERAST EKKIBETRI Blomberq hafa unnið sér traust fyrir gæði og góðan þvott. Getum nú boðið þessar úrvals þýsku þvottavélar á verulega lækkuðu verði. VM 1220 1200 snúninga tölvustýrður mótor E-sparnaðarkerfi áfangavinding 5 mismunandi vatnshæðir flæðiöryggi Verð kr. 59.900.- Verð kr. 56.905.- stgr. VM 900 650/900 snúninga E-sparnaðarkerfi áfangavinding 5 mismunandi vatnshæðir flæðiöryggi ullar- og gardínukerfi Verð kr. 54.900.- Verð kr. 52.155.- stgr. íslensk handbók fylgir vélunum. Hagstæö greiöslukjör. Einar Farestveit & Co .hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆOI NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.