Þjóðviljinn - 19.08.1988, Page 20

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Page 20
Joni MitcheU D/íGURMÁL ANDREA JÓNSDÓniR Alveg afbragð Joni Mitchell sendi frá sér al- veg afskaplega góða plötu fyrr á þessu ári, sem nefnist Chalk Mark in a Rain Storm. Hún hefur þá sent frá sér 16 plötur, þar af tvö tvöföld albúm og er annað þeirra með hljómleikaupp- tökum. Fyrir þá sem fylgst hafa með Joni Mitchell frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu árið 1967, eða þá kynnst hæfileikum hennar heldur síðar, eru það engar fréttir að hún gefi út góða plötu - hins vegar ber nú nýrra við þegar erlendir mús- ikgagnrýnendur hlaupa upp til handa og fóta til að dásama lista- verkið. Betra er seint en aldrei og ég vona bara að þetta tilhlaup þeirra sé ekki til komið vegna þess að Peter Gabriel syngur lag með Joni á plötunni (My Secret Place) og að platan var að nokkru leyti tekin upp í hljóðveri hans í Bretlandi... Pétur kom reyndar ekkert nálægt þeirri hlið mála - Joni Mitchell kvað fullfær á slík- um stöðum. Joni Mitchel) byrjaði að flytja lög sín og ljóð í þjóðlagastílnum, en söng reyndar aldrei þjóðlög inn á plötur sínar - ekki fyrr en nú að skemmtileg útgáfa af Corrina, Corrina birtist á þessari nýju plötu hennar. Strax á fyrstu plötunni kom fram þessi kristal- tæri fullkomleiki - ég leyfi mér að nota þetta orð enda þótt mann- skepnunni beri að vera svo lítillát að hún geri sér grein fyrir að fullkomleiki er ekki til nema í orði og hún geti aidrei náð lengra en að keppa að honum - en það er einmitt svo áberandi í verkum Joniar Mitchell, hvað hún leggur sig fram og það eins langt og hún getur til að ná þessu marki, þann- ig að í mannlegum eyrum hljóm- ar árangurinn sem fullkom- leikinn sjálfur... en svo við mið- um nú listræna hæfileika hennar við mælikvarða sem yfirleitt er lagður á konur og augsýnilegri en þetta óljósa dæmi, þá er sagt að Joni Mitchell sé fyrsta konan sem hafi staðið bestu karlmönnum al- gjörlega jafnfætis og vel það hvað varðar laga- og textasmíðar, hljóðfæraleik (leikur á gítar og píanó) og flutning á verkum sín- um. Og í tímans rás hefur hún ósjaldan rutt brautina inn á óf- arnar músikslóðir, og má þar til dæmis nefna að hún blandaði eigin músik djassi af afríkanskri tónlist á plötum sínum löngu á undan þeim Sting og Paul Simon... sá fyrrnefndí hefur reyndar sagt Joni Mitchell hafa haft mikil áhrif á sína þróun. Ef Joni Mitchell er borin sam- an við samtíðarfólk sitt í rokk- músiksögunni held ég að hún verði að teljast sú endingarbesta af sinni kynslóð - hún hefur nefnilega alltaf eitthvað nýtt fram að færa, bæði tæknilega og í list- rænni hugmyndaauðgi... ég veit að þetta eru stór orð og jafnvel háfleyg, en öðruvísi verður ein- faldlega ekki talað um jafn fág- aða konu. Hlustið til dæmis á lagið sem hún syngur með Peter Gabriel... raddir þeirra blandast með svo fínlegum hætti að eyrað nemur vart þegar hvort tekur við af öðru... talandi um meðreiðar- söngvara er rétt að nefna líka Eagles-manninn Don Henley (Lakota og Snakes and Ladders), gamalgróna kúrekasöngvarann Willie Nelson (Cool Water) og loks þá Tom Petty og Billy Idol sem syngja með Joni í skondnu lagi (Dancin’ Clown)... sérstak- lega fer Billy á kostum, en ekki segir hann þetta hafa verið auðvelt hlutverk, þar sem hann sé ekki vanur svo nákvæmum vinnubrögum, t.d. hvað varðar að telja inn í lagið þar sem söng- varinn á að koma inn... og lög Joniar Mitchell eru þar að auki mörg heldur af flóknari gerð- inni... Billy stakk svo upp á að hafa gítarleikarann sinn, Steve Jones, með í spilinu í þessu lagi, hvað var gert. Allt of langt mál yrði að fara frekar út í hina ýmsu snilldar- takta á Chalk Mark in a Rain Storm - titillinn er annars bend- Joni, maðurinn og kötturinn. ing úr laginu The Beat of black wings, sem Joni er búin að burð- ast með í maganum í 20 ár... óþægilegar minningar bundnar við ungan hermann bandarískan sem barðist í Víetnam - Peim sem vilja nákvæmari frásögn af þessu öllu saman vísa ég í maí-hefti blaðsins Musician... já, heyriði. ekki væri nú fallegt að gleyma því að eiginmaður Joniar Mitchell, Larry Klein, leikur á bassa á plötunni og semur sumt og „pró- dúserar" með henni, og það var einmitt út á hann sem þau fengu innhlaup í stúdíóið hjá Peter Ga- briel, því að Larry spilaði með honum á plötunni. So. Dylan Kannski ekkert merkileg, en... Bob Dylan hlýtur ekki náð fyrir eyrum gagnrýnenda þetta árið fyrir nýju plötuna sína Down in the Groove... mér finnst hún þó bara nokkuð skemmtileg - kann- ski fyrir það hvað hún er eitthvað afslöppuð, eða réttar sagt andinn yfir henni... hún er dálítið eins og upp á gamla lagið, þegar menn einfaldlega létu lögin deyja út þegar þau voru komin upp í á- kveðinn mínútufjölda, sem lík- lega væri talinn mínútufæð nú á tímum... þá er líka broslegt að sjá þarna að Mark Knofler og Eric Clapton hafa tekið sér ferð á hendur til að spila með Bob gamla hvor í sínu lagi og maður hefur á tilfinningunni að heldur sé skrúfað niður í þeim en hitt. Þetta er sem sagt afskaplega heimilisleg plata, bæði að gerð og í notkun, einföld í sniðum og svo sem alveg óþarfi að vera að pæla sérstaklega í henni... nema hvað þarna er mjög góð útsetning af þjóðlaginu Shenandoah, og svo má hafa gaman af eða hræðast tvöfalda merkinguna í textanum Death is not the end... þá finnst mér alltaf skemmtilegt að hlusta á fólk í því erfiða hlutverki að syngja bakraddir með Bob Dylan - líklega álíka erfitt og með Meg- asi - hvað um það, þau eru alveg indæl í bakraddabandinu Madel- yn Quebeck, Clydie King, Bobby King og Willie Green. Bob Dylan. Vandaðar og ódýrar Veggskápasamstæður frá Finnlandi BÆSUÐ EIK - VERÐ KR. 64.500.- Erlendar skemmti- gestakomur Eitthvert slangur af útlendum skemmtikröftum er væntanlegt til landsins á næstunni og þar- næstunni, og er þar misjafn sauður í fé. Ekki verður það talið upp hér í mannvirðingaröð, held- ur samkvæmt tímans rás. Mirage nefnist diskó-tríó frá Bretlandi og hefur sungið og dansað inn á litlar plötur með syrpum af þekktum diskó- lögum... nokkurs konar Disco- Stars on 45... þessi gjörningur Mirage-fólksins hefur einu sinni komið þeim í Topp 10 í Bret- landi. Hér kemur Mirage fram í Lækjartungli 18. til 21. ágúst. Hans Blues & Boogie kallar sig tæplega fimmtugur Þjóðverji, sem nú er á sinni 5. hljómleika- ferð um Evrópu á eigin blús- rennireið, með hljóðmann í farangrinum. Hann spilaði hér á landi í fyrra, hélt sig reyndar þá við Norðurlandið... Núna kemur hann við í Reykjavík og syngur og spilar gamlan blús og auk þess frumsamda söngva. Hann verður í Bíó-kjallaranum 21. til 23. ágúst og byrjar öll kvöld kl. 22. Maxi Priest, sem nú er hvað vinsælastur hér sem víða annars staðar fyrir að endurvekja lag Cat Stevens, öðru nafni Högna Stef- ánssonar, Wild World, mun koma til íslands til söngs í Breiðvangi 26. og 27. ágúst... nefna má að hann endurvakti líka Som guys have all the luck sem' Rod litli Stewart söng fyrir ekki svo mörgum árum. Kiss, þeir litskrúðugu (þunga)- rokkarar, spila í Reiðhöllinni 30. ágúst... þess má geta að sætaferð- ir verða á hljómleikana, og þá ekki síður í bæinn aftur að þeim loknum... London Rhyme Syndicate heitir tríó frá Lundúnum kennt við hipp-hopp-músik... einhvers konar blanda af rappi, sálartón- list og fönki... þeir syngj a í Lækj - artungli 15. til 24. sept... Ekki hef ég tríó þetta eyram barið, en lesið jákvæða umsögn um það í Melo- dy Maker... (en mikið andskoti er það annars orðið leiðinlegt blað!) Oklahoma, þ.e.a.s. úrval úr þeim þekkta söngleik Rogers og Hammersteins, verður á dagskrá á Hótel íslandi helgarnar 16.-17. ’og 23.-24. september. Sýning þessi er á vegum listamanna frá Oklahoma og er eins og hálfs klukkutíma löng... auk söng- og dansatriðanna frá Oklahoma verða matur og drykkir heimfærðir upp á fylkið. Pere Ubu, með söngvarann víðfeðma David Thomas í fylk- ingarbrjósti, syngur og leikur í Lækjartungli 1. október... gestir verða líklega að sjá um dansinn sjálfir. Kim Larsen kvað væntanlegur í nóvember, og ef af verður spilar hann og syngur á Hótel íslandi. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.