Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 21
Ann-Mari Max Hansen og Jesper Langberg: Tjekhov / Tjekhova. Leikhús Tími til ásta Danskir gestaleikarar sýna Tími til ásta / Tjekhov - Tjekhova í Iðnó í kvöld, föstudag kl. 20:30 troða danskir gestaleikarar upp í Iðnó með leikritið Tími til ásta, eða Tjekhov - Tjekhova, eftir franska leikhúsmanninn Francois Nocher. Leikritið var frumsýnt í Danmörku í Det Ny Teater (Nýja leikhúsinu) í apríl í ár, og er upp- færslan hér á landi liður í leik- ferðalagi með verkið til níu höf- uðborga í Evrópu. Eins og nafnið bendir til fjallar leikritið um rússneska leik- skáldið Anton Pavlovitsj Tjek- hov og konu hans, leikkonuna Olgu Knipper (Tjekhovu), og er byggt á bréfaskriftum á milli þeirra hjóna síðustu æviár Tjek- hovs. Þá var Olga rísandi stjarna við MXAT-leikhúsið í Moskvu (leikhús Stanislavskijs og Nem- irovitsj-Dantjenkos), en Tjek- hov dvaldist berklaveikur á Krím. Einnig kemur við sögu systir Tjekhovs, Masja, sem ann- aðist hann síðustu æviár hans. Þau Tjekhov og Olga Leonar- dovna Knipper kynntust- árið 1898, þegar hann sat á æfingum á Mávinum í MXAT-leikhúsinu, sem þá var nýstofnað. Hann var 38 ára, orðinn þekktur rithöfund- ur og þá þegar berklaveikur, hún tíu árum yngri og ein af aðaíleik- konum leikhússins. Tilhugalíf þeirra og hjónaband fór að mikl- um hluta til fram bréflega þar sem hún var bundin við Moskvu starfs síns vegna, en hann neyddist til æ lengri dvala á Krím, heilsu sinnar vegna. Þau giftust árið 1901, og samband þeirra ein- kenndist af löngum aðskilnaði þar sem þau skiptust bréflega á yfirlýsingum um ást, afbrýði- semi, langanir, o.s.frv., og stutt- um samverustundum, þar til Tsjekhov lést úr berklum árið 1904. Olga Knipper, sem varð ein fremsta leikkona Sovétríkjanna, lést árið 1957, 91 árs að aldri. Francois Nocher er franskur leikari, leikstjóri og kvikmynda- leikstjóri með meiru. Tjekhov / Tjekhova er fyrsta leikritið sem hann skrifar fyrir leiksvið, og hef- ur nú þegar verið sett upp í París, Róm, Montréal, Osló og Kaup- mannahöfn. Leikstjórinn, Gun Jönsson, er lærður ballettdansari og ieikari. Hún hóf feril sinn sem leikstjóri árið 1971 og hefur síðan komið NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 víða við, bæði sem leikari og leik- stjóri (leikhús og sjónvarp). Hún var leikhússtjóri í Norrköping á árunum 1978-81. Ann-Mari Max Hansen og Jesper Langberg fara með hlut- verk þeirra Olgu Knipper og Tjekhovs, og er rullulisti þeirra í dönskum leikhúsum bæði langur og glæsilegur. Hlutverk Mösju, systur Tjeknovs leikur Lene Cor- e11- LG Tónleikar Syngjandi fréttamaður Hörður Torfason trúbadúr leggur land undir fót Um helgina leggur Hörður Torfason trúbadúr upp í tón- leikaferð um Austfirði og Norð- austurland, og er fyrsti viðkomu- staðurinn Höfn í Hornafirði, þar sem Hörður verður með tónleika á sunnudagskvöldið kl. 21:00. Um hlutverk trúbadúrsins segir Hörður: - Trúbadúr er far- andsöngvari, söngvaskáld. Hann hefur ákveðinn boðskap að flytja öðrum, er oft rödd samviskunn- ar. Hann lætur í ljós skoðanir og viðhorf sem eiga ekki alltaf uppá pallborðið hjá almenningi eða stjórnvöldum, en þurfa engu að síður umfjöllun. Hann reynir að vekja manninn til umhugsunar um stöðu sína og annarra. - Trúbadúrinn er nokkurs konar syngjandi fréttamaður til- finninga og viðhorfa, jafnt ann- arra sem sinna eigin. Til þess beitir hann margvíslegum aðferð- um í Ijóða- og lagagerð. Hörður syngur á Djúpavogi á mánudagskvöldið, í Breiðdalsvík þriðjudaginn 23. ágúst, á Borgar- firði eystri þann 24., á Vopnafirði daginn eftir, á Bakkafirði á föstu- dagskvöldið, á Þórshöfn laugar- dagskvöldið 27., á Raufarhöfn á sunnudeginum og á Kópaskeri mánudaginn 29. ágúst. Allir tón- leikarnir hefjast kl. 21:00. Hörður Torfason: „Trúbadúrinn hefur ákveðinn boðskap að flytja."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.