Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 22
MENNING Hólmkell Hreinsson: Okkurfinnst bókasafnið eiga að vera fyrir alla. Myndir- E. Bókasafn Kópavogs Elías B. sýnir í Listastofunni Hólmkell Hreinsson: Tilgangurinn með Listastofunni er að auka fjölbreytnina í bókasafninu 1 Bókasafni Kópavogs, að Fannborg 3-5, er horn kallað Listastofan, þar sem Elías B. Halldórsson sýnir nú ellefu olíu- málverk. Elías segir sýninguna „svona innan sviga sýningu“, bæði sé hún lítil, og eins séu þetta allt Iandslagsmyndir, en annars sé hann mest í abstraktinu. - Þessi sýning er eiginlega í til- efni þess að ég er fluttur í Kópa- voginn. Annars er ekkert sér- stakt tilefni. Bókasafn Kópavogs var stofn- að árið 1953 af 20 íbúum í hreppnum, og hét þá Lestrarfé- lag Kópavogs. Aðalhvatamaður að stofnun safnsins var Jón úr Vör, en hann var jafnframt fyrsti bókavörður þess ásamt Sigurði Ólafssyni. Þegar Jón lét af starfi yfirbókavarðar árið 1976, tók nú- verandi bókavörður, Hrafn Harðarson, við safninu. Allskonar sýningar Myndlistarsýningar eru haldn- ar reglulega í Listastofunni, að sögn Hólmkels Hreinssonar, sem verður fyrir svörum í fjarveru bókavarðar. - Við höfum verið með sýning- ar hér meira og minna síðan við fluttum í þetta húsnæði í sept- ember árið 1981, segir Hólmkell. - Og reyndar voru sýningar í gamla húsnæðinu líka, til dæmis var Sigfús Halldórsson með sýn- ingu þar fyrri hluta ársins 1981. - í byrjun var kannski svolítið tilviljanakennt hvenær sýningar voru, en undanfarin tvö til þrjú ár hafa þær verið skipulagðar og nokkurn veginn samfelldar, þannig að ein hefur tekið við af annarri. - Við fylgjum engri ákveðinni stefnu um hvað er sýnt, eða hverjir sýna. Það er allskonar fólk og allskonar sýningar, þó að í ár hafi mest verið um myndlist- arsýningar. En hér hafa til dæmis verið hengdar upp myndir og sýndir munir frá fornleifaupp- greftri við þingstað Kópavogs, í fyrra var hérna náttúrufræðisýn- ing, og svo var hérna mikil Kór- eusýning árið 1985. - Það var kynningar- og sölu- sýning á hlutum frá N-Kóreu, heill bílfarmur af bókum, list- munum, handavinnu, kremum og ginsengi, svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar tilraunir - Hornið hefur líka verið not- að fyrir bókmenntakynningar og upplestra, þó að lestrarsalurinn í kjallaranum sé meira notaður til slíkra hluta. Þar hefur frístunda- klúbburinn Hana nú til dæmis verið með plötukynningar og bókmenntakvöld. En við höfum verið með ýmsar tilraunir með til hvers væri hægt að nota þessa að- stöðu, til dæmis vorum við með sjónvarp þar þegar Evrópumeist- arakeppnin í fótbolta var, til þess að sjá hvernig slíkt reyndist. - Tilgangurinn með Listastof- unni er að auka fjölbreytnina í bókasafninu, því stefnan er að það sé eins opið og fjölbreytt og mögulegt er. Okkur finnst að það eigi að vera fyrir alla, hvort sem þeir hafa mestan áhuga á ástar- sögum, hryllingsmyndum, klass- ískri músík eða listaverkum. Tónlistar- deildin Hvað með aðra starfsemi safnsins? - Bókaútlánin eru stærsti hlutinn, það er mest lánað út af skáldsögum og barnabókum. Um þriðjungur útlána safnsins eru barnabækur. Við erum með tón- listardeild, bókasafnið á mikið plötusafn, þó að aðeins lítill hluti þess sé lánaður út. Stærsti hluti plötusafnsins er gjöf frá Stefáni Á. Guðjónssyni, og það eru mest klassískar plötur, en gjöfinni fylgdi sú kvöð að ekki mætti lána plöturnar út. Nú erum við að reyna að koma upp hlustunarað- stöðu fyrir almenning í iestrar- salnum, við erum með hljóm- flutningstæki niðri, en hingað til hefur það mest verið Hana nú sem hefur haft not af þessum hluta plötusafnsins. - Eins er verið að tölvuskrá all- ar plöturnar svo það verði að- gengilegra að finna einstök verk, en það er mjög umfangsmikið verkefni, því þetta er mikið safn. Annars var Bókasafn Kópavogs fyrst bókasafna hér á Iandi til að taka upp tölvuskráningu, og það var mikið ævintýri á sfnum tíma. Myndbönd og tímarit - Það var byrjað að kaupa og lána út myndbönd árið 1985, og við reynum að vera ekki bara með það allra vinsælasta sem bíó- in gefa út, og sem er á öllum myndbandaleigum. Við erum með allt sem sjónvarpið hefur gefið út, og svo reynum við að ná í skárri bíómyndir og gamlar klass- ískar myndir með texta, en það er erfitt að ná í þær. Eins er lagt mikið upp úr músík, til dæmis óp- erumyndum. Myndböndin eru lánuð út í tvo daga, það er sem sagt ekki sama tilhögun og um útlán bóka. - Nú, svo erum við með tungu- málanámskeið á snældum og myndböndum, og tímarit, bæði til útláns, og eins sem fólk getur lesið hér. Eins eigum við mjög sérstætt greinasafn sem bóka- safninu var gefið árið 1984 eða 85. Það er safn minningargreina sem gefandinn, Guðmundur Guðni Guðmundsson, hafði safnað árum saman, - skipulega frá árinu 1952. Þetta eru um 18.600 greinar. Framtíðar- draumar Hefur bókasafnskreppunnar orðið vart hér í Kópavoginum? - Við höfum fundið fyrir þessu eins og önnur bókasöfn, en kannski í aðeins minna mæli en mörg þeirra. En það hefur dregið úr útlánum frá árinu 1983, þá höfðu þau aukist stöðugt alveg frá því að við fluttum í þetta húsn- æði. Eru einhverjar nýjungar í bí- gerð? - í sambandi við útlán þá byrj- um við væntanlega að lána út geisladiska í ár. Okkur hefur dottið í hug að lána út tölvuforrit, til dæmis með tölvuleikjum, en það verður varla alveg á næst- unni. Síðan er draumurinn að koma upp almennilegri vinnuað- stöðu fyrir fólk í kjallaranum, vera ekki bara með lestrarsal og aðstöðu til að hlusta á tónlist, heldur geta líka til dæmis boðið fólki afnot af ritvélum. En þetta er sem sagt bara draumur enn sem komið er. Bókasafnið er opið mánudaga til föstudaga kl. 9:00-21:00, og sýning Elíasar B. Halldórssonar stendur til loka ágústmánaðar. LG „Skúrin fer hjá", eitt af verkunum á „innan sviga sýningu" Elíasar. 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.