Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 23
_ Cervantes norðursins Ua í Frakk- landi Laxness á frönsku - í aðeins sjötta sinn. Heimsljósið næst Cervantes norðursíns, segir um Halldór Laxness í umsögn Le Monde útaf nýrri franskri þýð- ingu Kristnihalds undir jökli. fl Það er ekki fyrrcn á síðari árum að Frakkar hafa kynnst verkum Laxness að ráði, iöngu eftir að hann varð kunnur Engils- öxum, Þjóðverjum og Slövum. Kristnihaldið, - „Ua ou Chrétiens du glacier" - er sjötta skáldsaga Laxness í franskri þýðingu. Salka Valka kom út 1939, og Atómstöð- in aðeins nokkrum árum eftir út- gáfu hér. Paradísarheimt var síð- an gefin út um miðjan sjöunda áratuginn í undarlegri snörun úr ensku, - og síðustu árum hefur Regis Boyer þýtt Islandsklukk- una, Gerplu og nú Kristnihaldið. Fréttir herma að hinn afkasta- mikli þýðandi Boyer, sem er pró- fessor í Norðurlandamálum í Par- ís, sé búinn með Heimsljós og bíði sú þýðing nú prentunar. Laxness- þýðingarnar hafa vakið talsverða athygli í Frakklandi, enda áhugi á íslandi og íslendingum aukist þar síðari ár. Þótt enn þyki eðlilegt að segja um landið einsog umfjöl- lunarmaður Le Monde (Bernard Génies) gerir: „framandi land og nær óþekkt“. -m BOK- MENNTIR ÁRNI BERGMANN Stefnumót í Ijóðum Stefán Snævarr: Hraðar en Ijóðið. 1987. Stefán Snævarr leitar einatt fanga í sögu og bókmenntum og skipar þeim á stefnumót við líð- andi stund. Hann stefnir að ár- angri sem er ekki langt frá braut- um skynseminnar, en vill um leið forðast að vera hvunndagslegur; þó nú væri. Stundum er maður ekki sáttur við niðurstöðuna, . finnst hún kannski út í hött, eins og í þessu endurskoðunarljóði hér um Hamlet Danaprins: Hélst að Kládíus hefði kálað kóngi ó prins af Paranóiu! En það gerist líka að úr snörum og fimlegum stökkum milli sögu- frægðar og bókmennta og þess nútíma sem best kannast við poppaða frægð, gerist ýmislegt sem ber vott um skemmtilega samþjöppunar- og tengigáfu höf- undar. Eins og í kvæðinu þar sem Kólumbus snýr aftur, reyrður við stýrið á skipi sínu undir segli merktu kókinu og dekkið spúlar Andrés Önd og Errol Flynn skylmist við vindinn. Það er líka góð upplyfting í því að lesa um það hvernig Njáluþræðir teygja sig til okkar með þessum hætti hér: Ég er langbrók langrœknari en fjandinn vil engin hc ireka vera Biddu mig i um geisla ígeislabys: góða Eg man þé nhestinn. Stefán Snævarr Stefán Snævarr reikar stundum um „hringiðu krókóttra stíga um lokaða garðinn“, um það völund- arhús sem við rötum náttúrlega aldrei um, enda langt jafnan að kjarna máls: við heyrum bergmál af bergmáli, sjáum speglun í spegli. En hann kann líka að ein- beita sér að því sem einfaldast er og skammast sín ekkert að reiða fundinn einfaldleika fram feimn- islaust: Vera bros í öðru brosi vera hold í holdi. Að öllu samanlögðu er þessi heimspekilega dagbók skálds velkomin tilbreyting frá þeirri súrrealísku óreiðu sem margir treysta á um þessar mundir, án þess að huga að því hve leiðinleg hún verður fljótlega, í stórum skömmtum étin. Á.B. HUGVEKJA Um aðgangseyri Fyrir skömmu létu framtaks- samir Mývetningar hendur standafram úrermum. Hönnuðu þeir skúrtetur með haglegri lúgu við stíginn sem liggur niður að vatninu við Höfða, settu þar fyrir innan valdsrhannlegan bóndason eða bóndadóttur og tóku síðan að innheimta aðgangseyri af þeim ganglerum sem vildu litast um af bakkanum á þessum stað og renna augum yfir rómaða fegurð dranga, vatns og eyja með iðandi fuglalífi. Gjaldinu var mjög í hóf stillt, en það var fimmtíu krónur og mun hafa verið miðað við að á þennan hátt mætti ná inn síðustu aurunum af ferðalöngunum eftir að þeir væru búnir að opna pyngju sína og nánast snúa henni við til að borga matarskatt og aðra verðbólguávexti en áður en þeim tækist að ná í flugvél eða ferju til að flýja þetta verðbólgna útsker. Þetta framtak Mývetninga er mjög athyglisvert. Því hefur verið haldið fram að helsta ástæðan fyrir þeim flótta sem brostið hef- ur í sveitir erlendra ferðamanna í sumar sé sú að þeir hafi ekki feng- ið nógu skýrar upplýsingar urn sísprettandi anga og totur hinnar gróskumiklu verðbólgu, svo og matarskatta og annan slíkan glaðning sem leggst ofan á venju- legan framfærslukostnað. En nú fer varla hjá því að tíðindin berist eftir heimkomu þeirra sem hér hafa verið í sumar, og má þá gera ráð fyrir því að þeir ferðamenn sem hingað komi næst miði fjár- hagsáætlun sína við ástandið - og hafi þá einhverja aukapeninga sem hægt væri að plokka af þeim, eftir að þeir eru búnir að greiða gistingu, mat og ferðir fullu verði. Þarna hafa Mývetningar vísað öðrum Mörlöndum veginn, og er víst ekki ýkja erfitt að ímynda sér hvernig aðrir gætu fetað í fótspor þeirra. Það væri t.d. hægt á sama hátt að setja upp víða um landið sérhannaða skúra með lúgum og selja aðgang að Þingvöllum, Gullfossi og syllunni þar sem Hrafn kvikmyndaði hrossaatið, Dyrhólaey með aukagjaldi á varptíma lunda, Skógafossi með aukagjaldi fyrir skrekkinn þegar bílstjórinn brunar beint inn í úð- ann og þannig mætti lengi telja. Einnig mætti láta ferðamenn borga vegatolla á Kili og Spreng- isandi og jafnvel á ýmsum vegum á Suðurlandi í hvert skipti sem glyttir í Heklu bak við skýin, og kannske láta þá borga sérstakt gjald við brottför, ef eldgos hefur komið upp og þeir hafa verið á svæðinu. Loks mætti láta ferða- menn reiða af hendi sérstakt leyfisgjald fyrir að fá að taka myndir á Skerinu með aukaskatti á hluti eins og þrífót, aðdráttar- linsur og slíkt og einnig á „um- framfilmur". Allur þessi aðgangseyrir, gjöld tollar og ann- að slíkt myndi svo vitanlega hækka í góðum takt við hljóm- mikla tónlist verðbólgunnar og jafnframt breytingar í náttúrunn- ar ríki, t.d. ef fiðraðir tvífætlingar skyldu nú láta sjá sig aftur við Mývatn. Menn með auðugt ímyndarafl eins og skattasmiðir eru gjarnan gætu vafalaust látið sér detta margt fleira í hug. Mætti í því sambandi rifja upp fordæmi eyjarskeggja á annarri eldfjalla- eyju.semsé Sikiley. Þarvorutúr- hestar einu sinni á ferð í stórum bíl af sama tagi og þeir bílar sem bruna þvers og kruss um íslenska vegi, og þá mættu þeir sikileysk- um bændasonum sem komnir voru til að innheimta aðstöðu- gjald. Þessir innheimtumenn höfðu þó ekki haft fyrir því að reisa skúr með sérstakri lúgu, heldur létu þeir sér nægja að standa á miðjum veginum klædd- ir samkvæmt þjóðlegri venju í innsveitum Sikileyjar, með svarta grímu fyrir andliti og hríð- skotabyssu í mittishæð. Þannig útbúnir gengu tveir þeirra upp í bílinn, fullorðinn karlmaður og unglingspiltur, og gripu hljóð- nemann: „Þá eru það kvartsúrin, sjón- aukarnir og myndavélarnar,“ sagði fullorðni maðurinn. „Og gleymið ekki linsum, flössum og öðrum aukahlutum," bætti stráklingurinn við og otaði hólk- inum eilítið framávið. „Svo þurfum við líka að fá seðla og ferðatékka hvort sem er í erlendri mynt eða ítalskri,“ hélt fullorðni maðurinn áfram. „Og það er mjög mikilvægt að greiðslukortin fylgi með og einn- ig vegabréf og önnur persónuskil- ríki,“ sagði unglingurinn alvar- legri rödd. „Ég vil líka minna á það,“ sagði fullorðni maðurinn að lokum, „að þeir sem kunna að vera með einhverja skartgripi þurfa líka að fela okkur þá í hendur. Verður þá hægt að ljúka þessum formsat- riðum mjög greiðlega." Fáum dögum síðar fór sams konar innheimta á aðstöðugjaldi fram í öðrum bíl á svipuðum slóð- um í Sikiley. Innanríkisráðherra Ítalíu sem situr í Róm hafði að- eins eitt um málið að segja, en það var: „Mamma mia,“ og bjuggust því allir við að eyjar- skeggjar létu ekki þar við sitja og héldu innheimtunni áfram. Ekki var laust við að þetta vekti athygli hér og þar um Vesturlönd, og þar sem þetta gerðist í agúrkutíðinni miðri voru fréttastjórar blaða í biðstöðu. En hvað gerðist síðan? Það gerðist alls ekki neitt: engir innheimtumenn skutu framar upp grímuklæddu fésinu á þjóð- vegum í Sikiley og bílar með túr- hestahópa héldu áfram að rúlla áfram í friði og ró og hafa gert það síðan. Skýringin á þessu tíðindaleysi var sú, að eftir seinni inn- heimtuna var að sögn fróðra manna haldinn fundur í mafí- ,unni, en það er eins konar hreppsnefnd þarna í Sikiley. Voru þar mættir margir þung- búnir og alvarlegir menn, þar á meðal aldraður capomafioso, en það heiti bera hreppstjórar á þessum slóðum og þykir það mik- ill virðingartitill á eynni. Þessi capomafioso tók seint til orða og mælti síðan af festu: „Hingað í hreppinn tölta marg- ir túrhestar og oftar en ekki heilu stóðin. Er af komu þeirra tals- verður búhnykkur fyrir veitinga- menn, vínbændur, gestgjafa, hannyrðakonur, póstkortasala, leirkerasmiði, minjagripasala, leigubílstjóra, betlara, leiðsögu- menn, safnverði, gengilbeinur, flugmenn, að ógleymdum nokkr- um skyndikonum. En ef menn halda áfram að innheimta á þenn- an hátt aðstöðugjald, má búast við því að túrhestum fari heldur fækkandi, og er það reyndar hug- boð mitt að ekki þurfi nema eina slíka innheimtu til viðbótar til þess að þeir hverfi héðan úr Sikil- ey og jafnvel úr allri Suður-Ítalíu í næstu níutíu og níu ár.“ Fleiri orð voru ekki höfð um þetta mál. Vera má, að hinn aldni capo- mafioso hafi séð þetta allt af hyggjuviti sínu, en hafi hann lesið blöðin, kann hann að hafa leitt hugann að dæmi sem gerðist um svipað leyti í Frakklandi. Þar voru fræðingar í háum stöðum að stinga saman nefjum til að finna upp nýjar fjáratlaleiðir fyrir ríkis- sjóð. Varð þá einum þeirra hugs- að til lottós og annarra happ- drætta sem ríkið stendur fyrir og hefur af drjúgar tekjur. Benti hann á, að þeir sem spila í þeim fengju stundum háa vinninga, jafnvirði sjötíu miljóna króna ís- lenskra og þar yfir: slíkur ofsa- gróði næði engri átt og því væri það nú þjóðráð, sagði hann, að leggja sem hæstan skatt á þessa vinninga og hala megninu af þeim beinustu leið yfir í ríkissjóð. Þetta þótti nokkuð góð hug- mynd, en þá spurði einhver að því, hvernig hægt myndi vera að fá menn til að halda áfram að spila í happdrætti, ef þeir ættu ekki einu sinni von á að fá sæmi- legan vinning. Varð þá fátt um svör... íslenskum stjórnar- og við- skiptaháttum hefur stundum ver- ið líkt við hið gamalgróna hrepp- stjórnarkerfi Sikileyinga, mafí- una, enda hefur margt verið líkt með eyjarskeggjum þessara tveggja eldfjallaskerja síðan á miðöldum, þegar þeir höfðu þau forréttindi einir Evrópumanna að hafa sjálft hlið vítis í sínu landi. En af því leiðir líka að þeir gætu borið saman bækur sínar um margvíslega hluti, enda byggja Sikileyingar á fornum menning- ararfi, sem lærdómsríkt væri fyrir Mörlandann að kynnast. Væri ekki ráð að spyrja uppi hinn aldna capomafioso og bjóða hon- um hingað til að halda fyrirlestra um háspekilegt atriði, sem mjög hefur viljað vefjast fyrir mönnum norður undir heimskautsbaug, sem sé að það er erfitt að ætla sér bæði að rýja sauðinn - og flá hann? e.m.j. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.