Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL Réttlætið í sögunni Viö höfum oftar en ekki minnt á þaö hér í blaðinu, aö veigamikill partur af glasnost, af málfrelsinu sovéska undir Gorbatsjov, er fólginn í viöleitni til aö fylla upp í eyöur sögunnar. Skýra frá því sem áöur ekki mátti um hörmungar samyrkjuherferðar og hreinsana Stalíns, um spiilingu og afturför á dögum Brésjnévs. Og sem betur fer er þetta ekki gert til aö finna tiltekna sökudólga til aö kenna um ástandið eins og þaö er. Þessi umræða hefur beinst aö meinbugum í hinu sovéska kerfi sjálfu og nauð- syn á aö gera á því meiriháttar uppskurð. Og hún er líka í anda þess sögulega réttlætis sem menn hafa lengi viljaö trúa á. Þeirrar réttlætiskröfu sem segir: upp koma svik um síðir, og sannleikurinn mun gera yöur frjálsa. Búkharín (l.h.), plakat til minningar um hreinsanirnar miklu: „Ég sný mér til framtíðarkynslóðar forystumanna... Stalín og aðferðir hans fá harð: an „dóm sögunnar". Menn eins og Búkharín (svo aðeins eitt dæmi sé nefnt) fá uppreisn æru: þeir voru ekki erindrekar er- lendra ríkja, ekki skemmdar- verkamenn, ekki einu sinni sam- særismenn gegn Stalín, heldur þeir menn sem voru holdtekning- ar annarra möguleika, annarrar þróunar en hinnar stalínsku. Trúin á dóm sögunnar Sovéskur heimspekingur, Dmítrí Volkogonov, segir í ný- legri grein um „Fyrirbærið Stal- ín“: „Stalín er einn þeirra fáu sem munu lifa tíma sinn. En ódauð- leiki hans er blendinn. Rök- semdir um hlutverk hans í sov- éskri sögu, litaðar dýrkun, hatri, beiskju og óendanlegu ráðleysi, munu vissulega halda áfram lengi og af miklum krafti. En hvernig sem því fram vindur: örlög Stal- íns sýna okkur enn og aftur, að þegar til lengdar lætur, reynist afl mikilla hugsjóna sterkara en vald einstakra manna... dómur manna getur verið á blekkingu reistur. Dómur sögunnar verður ekki úr gildi felldur." Hve oft höfum við ekki viljað taka undir þessa bartsýni, þessa trú á að sannleikurinn muni ávallt betur hafa, þegar sagan sest í dómstól sinn? Og jafnoft höfum við verið slegin röksemdum gegn henni, sumum grimmum (hver ætlar með „dómi sögunnar" að rétta hlut alíra þeirra þjóða sem framfarirnar og landvinningarnir hafa útrýmt?) - öðrum ísmeygi- legum. Tökum dæmi af síðar- nefndum rökum. f skáldsögu Anatole France, Ameþysthringurinn, hafa tveir ólíkir menn, Leterier rektor og Bergeret, gerst samherjar í máli Dreyfusar - og skríllinn í bænum gerir að þeim aðsúg. Rektor huggar sig við það að sannleikur- inn muni ávallt sigra, þótt síðar verði. Bergert efast stórlega um það og tekur dæmi af Macbeth. Hann kveðst hafa komist að því í annálum, að Macbeth hafi verið ágætur kóngur og saklaus af kon- ungsmorði. En sá sannleikur mætti sín lítils gegn hinu volduga afli Shakespeares sem skrifaði ódauðlegt leikrit um konung þennan og frú hans og gerði þau að holdtekju þeirrar valdafíknar sem einskis svífst Sá gáfaði efasemdarmaður Bergeret hefur betur í þessari sennu. En lesandinn veit hvað gerðist síðan og gæti spurt: fékk Dreyfus ekki uppreisn æru þegar allt kom til alls? Og annar gæti komið á eftir og spurt: hvað stoð- aði það hann, skaðinn var skeður, líf hans eyðilagt Kristur og Pílatus Skáldsaga sovéska rithöfund- arins Búlgakovs, Meistarinn og Margrét, er öll byggð á voninni um að réttlætið hafi betur í gang- virki sögunnar. Ástin og listin muni sigra ofsækjendur Meista- rans, handritið að sögu hans muni ekki brenna heldur rísa úr ösku - eins þótt þurfi að kalla á Fjandann sjálfan til liðs við þá sem halloka fara. Rétt eins og Jesús Ha-Notsrí ber krossfestur sigurorð af Pflatusi í sögunni sem Meistarinn hefur skrifað: „Héð- an af verðum við alltaf saman,“ segir Jesús við Pflatus, „þegar mín verður getið munu menn um leið minnast þín“. Og Pflatus veit að sú eilífð er honum smán utan enda, boðar ekkert gott. Og hver getur borið á móti því að Búlgak- ov hafi haft talsvert til síns máls: handritið að sögu hans brann ekki þótt vonlaust væri að það kæmi út á dögum hans og Stalíns, verk hans reis úr ösku aldarfjórð- ungi eftir dauða hans og Ijómar með krafti og fegurð öllum þeim sem nokkurs meta bækur. Sögulegt réttlæti! Já en, já en allt þetta saklausa og nafnlausa fólk sem er drepið af harðstjórum og handlöngurum þeirra eða því hrundið út í eymd og hungurdauða með einhverju braski og eignatilfærslum langt frá vettvangi (gleymum því aldrei hve margar aðferðir eru til að gera menn úr heimi halla). Hvað um það? Eru ekki örlög þess nap- urt háð um þetta hjal um sögulegt réttlæti? Ég veit það ekki. En mér er um þessar mundir ofarlega í huga saga Önnu Larínu. Ekkja Búkharíns Anna Larína var dóttir rússnesks bolsevika og eiginkona Nikolajs Búkharíns, sem mönnum ber saman um að verið hafi mikill mannkostamaður, góðvinur Leníns, gáfnaljós og fræða, mildur maður á harðri tíð, ósérplæginn og laus við valds- hroka. Búkharín var handtekinn, sakaður um svik og glæpi við Lenín, byltinguna og Sovétríkin og dæmdur til dauða í réttarhöld- unum 1938. Skömmu áður en Búkharín var handtekinn las hann fyrir konu sinni ungri „Ávarp til framtíðar- kynslóðar forystumanna Kom- múnistaflokksins". Hann bað hana læra þessa orðsendingu utan að og reyna að lifa fram á þá tíð að hún gæti komið henni til skila. Á því varð löng bið. Anna Larína var handtekin sem „eigin- kona óvinar þjóðarinnar" og sat í næstum tuttugu ár í fangabúðum og útlegð. Sonur þeirra hjóna gekk á milli ættingja, sem allir fóru fyrr eða síðar sömu leið: í gúlagið. Þau mæðgin sáust ekki í nítján ár - það var ekki fyrr en árið 1956 að „hlákan" hjá Khrú- sjov leiddi þau saman. En Anna Larína varð að bíða enn lengur og alls í fimmtíu ár, eftir því að sú „kynslóð“ tæki völdin í Sovétríkj- unum, sem var reiðubúin að hlusta á þann sannleika, sem þessi þrautseiga kona hafði geymt í minni sínu. Og sovéskir þegnar lásu orðsendingu Nikol- ajs Búkharíns í blöðum, meðal annars þessi orð hér: Ég sný mér til ykkar „Ég sný mér til ykkar, framtíð- arkynslóð leiðtoga flokksins, sem hafið með sögulegu hlutverki ykkar fengið þær skyldur á herð- ar að greiða úr djöfullegum hnykli glæpaverka, sem stækkar nú með hverjum hræðilegum degi, logar sem mikið bál, og kæf- ir flokkinn. Ég sný mér til allra meðlima flokksins. Á þessum dögum, sem líklega eru mínir síðustu, er ég sannfærður um það að sía sög- unnar muni fyrr eða síðar þvo all- an óþverrra af höfði mínu. Ég var aldrei svikari, ég hefði hiklaust lagt líf mitt í sölurnar fyrir Lenín. Mér þótti vænt um Kírov, hafði ekkert illt í hyggju gagnvart Stalín. Eg bið nýja, unga og heiðar- lega kynslóð forystumanna flokksins lesa þetta bréf mitt upp á fundi miðstjórnar, sýkna mig og endurreisa mig í flokknum. Pið skuluð vita, félagar, að á þeim fána sem þið berið á sigur- göngu til kommúnisma er og dropi af mínu blóði“ Og nú er Búkharín hylltur og skáld yrkja kvæði til Önnu ekkju hans og þakka henni trúmennsk- una og þrautseigjuna og maður sveiflast aftur yfir á vonarpólinn: kannski er eitthvað til í þessu sögulega réttlæti. Svið vonarinnar Eins þótt það réttlæti sé seint á ferð. Eins þótt það geti aldrei bætt það sem gerðist og heldur ekki komið fram hefnd á böðlum og rógberum (ef menn hafa áhuga á slíku) - þeir eru flestir dauðir sjálfir. Maður fyllist ekki hjátrú við að lesa um þetta dæmi, en óneitanlega stækkar svið von- arinnar í nútímanum og sögunni og maður leitar frekar en áður að leiðum sem geta dugað til að hjálpa réttlætisvoninni á fætur. Og mann grunar líka að glasnost- ið um sovéska sögu sé að ein- hverju leyti hollur lærdómur hugsanlegum frambjóðendum til böðulsstarfa hér og þar í heimin- um: þeir eru betur minntir á það að þeir geta aldrei verið öruggir - hvorki fyrir húsbændum sínum né heldur svipum fórnarlamba sinna. Fyrir dómi sögunnar? Að einhver taki við Dómur sögunnar, já komdu þar aftur. Við skulum ekki gera of mikið úr hans áreiðanleika, en við skulum ekki lítilsvirða hann heldur. En þá er líka nauðsyn að muna annað af því sem þeir fé- lagar í skáldsögu Anatole France voru að karpa um. Bergeret hinn efagjarni segir á þessa leið: Dóm- ur framtíðarinnar er ekki til. Sú kynslóð sem þá verður, hún lifir í sinni nútíð, hún hefur sína for- dóma, hún man ekki það sem var, henni stendur á sama um það. Kannski er einmitt þetta - gleymskan, kæruleysið - versti óvinur hins valta sögulega rétt- lætis? Þegar tími sannleikans er kominn, þá verða lifandi mann- eskjur að vera til staðar að taka við honum og láta sig hann miklu varða. Stalín og hendurnar sem klöppuðu honum lof í lófa á flokksþinginu 1934. 24 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.