Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 25
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Þóra borgarhjörtur Einu sinni var jarl sem átti heima á Gautlandi. Hann var ágætur maður og mikill höfðingi. Jarlinn átti dóttur sem hét Þóra. Hún var kölluð Þóra borgarhjörtur af því að hún var miklu fríðari en aðrar stúlkur, eins og hjörturinn er fallegri en önnur dýr í skóginum. Jarlinum þótti ákaflega vænt um dóttur sína. Hann lét smíða handa henni sérstakt hús til þess að búa í. Það var kallað skemma. Skemman stóð skammt frá höllinni. Á hverjum degi sendi jarlinn dóttur sinni eitthvað handa henni til gamans og skemmtunar. Það var einn dag, að jarlinn sendi Þóru ofur lítinn lyngorm, undur fallegan. Þóru þótti gaman að fá orminn og lét hann í öskju, sem hún átti. Hún lét gull undir orminn handa honum til að liggja á. Ormurinn stækkaði ákaflega fljótt og gullið óx um leið og ormurinn. Ekki leið á löngu, þar til ormurinn var orðinn svo stór að hann komst ekki fyrir í öskjun- um, heldur lá hann í hring utan um þær. Og enn stækkaði hann, þangaðtil hann rúmaðistekki lengur inni í skemmunni. Þá lagðist hann í hring kringum skemmuna og var svo langur, að hann gat bitið í sporðinn á sér. Gullið undir honum óx alltaf eins og hann sjálfur. Ormurinn gerðist nú svo illur, að enginn þorði að fara til skemmunnar nema maðurinn sem færði hon- um að éta. Ormurinn varð svo gráðugur, að hann þurfti heilt naut í mál. Jarlinum þótti þetta leiðinlegt. Hann lofaði því, að hann skyldi gefa þeim manni dóttur sína sem gæti drepið orminn. Hann skildi líka eiga allt gullið sem var undir orminum. Konungurinn í Danmörku átti son sem Ragnar hét. Hann var bæði stór og sterkur. Hann var einnig vitur maður. Hann var víkingur og barðist víða. Allir aðrir víkingar voru hræddir við Ragnar. Hann var svo duglegur að berjast. Hann lét gera sér föt, sem voru allt öðru vísi en föt sem menn höfðu áður séð. Það voru brækur og kápa úr loðnum skinnum. Þessi föt lét hann bika og tjarga einsog bát. Nokkru síðar fer Ragnar til Gautlands. Hann leggur skipum sínum í leynivog ekki langt frá höll jarls. Um nóttina stendur Ragnar upp og fer í loð- klæðin. Síðan tekur hann stórt spjót í hönd sér og gengur einsamall á land. Hann velti sér í fjörusandin- um og hélt svo áfram heim að höllinni. Þar voru allir menn sofandi. Ragnar tók geirnaglann úr spjótinu. Geirnaglinn var nagli sem stóð í gegnum spjótið til þess að halda spjótinu föstu á því. Þegar Ragnar kom að skemmu jarlsdóttur sá hann hvar ormurinn lá og lagði til hans með spjótinu. Ormurinn tók svo hart viðbragð að spjótið losnaði af skaftinu og skemman skalf öll og hristist. Ragnar hljóp burt. Þá kom blóðbuna úr orminum á bakið á Hvað heitir fuglinn? Fuglinn er hvítur með svarta húfu og rauðan gogg og fætur. Fuglinn verpir 2-3 eggjum í hreiður sem hann gerir yfirleitt nálægt sjó eða vötnum. Fuglinn kemur á hverju vori langt sunnan úr löndum og gefur frá sér hljóð sem minna á nafna hans. Fuglinn heitir ______________________ Raðaðu saman stöfunum ef þú þekkir hann ekki af lýsing- unni ARÍK honum, en Ragnar sakaði ekki, þótt blóðið væri eitrað, því loðnu fötin hlífðu honum. Fólk í skemmunni vaknaði við ólætin og hljóp út til þess að sjá hvað um væri að vera. Þóra sá að stór maður var að ganga burt. Hún kallaði til hans og spurði hvað hann héti og hvern hann vildi finna. Ragnar svaraði með vísu. í vísunni segir, að hann sé fimmtán ára gamall og hafi komið til þess að drepa orminn, en hann sagði ekki hvað hann hét eða hvaðan hann væri. Þóra vissi ekki hvort þetta var maður eða tröll sem hún talaði við. Hann var svo stór í loðklæðunum. Ragnar fór nú leiðar sinnar. Hann hélt á spjótskaft- inu en spjótið stóð eftir í sárinu á orminum. Þóra fór inn í skemmu sína og sofnaði. Um morguninn sáu menn að ormurinn var dauður. Þeir sáu líka að hann hafði verið lagður spjóti og stóð það fast í sárinu. Jarlinn lét taka spjótið úr orminum. Það var svo stórt og þungt að fáir menn hefðu getað barist með því. Jarlinn fór nú að hugsa um hverju hann hafði lofað þeim manni sem orminum yrði að bana. En hann vissi ekki hver hafði drepið hann. Hann vissi ekki einu sinni hvort það var tröll eða maður. Hann spurði dóttur sína hvað hann ætti að gera. Hún sagði að hann skyldi halda þing og skipa öllum að koma þangað. Síðan skyldi hann vita hvort nokk- ur ætti skaftið af spjótinu sem ormurinn var drepinn með. Jarlinum fannst þetta gott ráð. Hann lét nú boða til þingsins. Mikill fjöldi manna kom á þingið. Ragnar fór þangað með mestallan sinn her. Jarlinn stóð nú upp og hélt ræðu. Hann þakkaði mönnum fyrir að koma til þingsins. Síðan sagði hann hverju hann hefði lofað þeim manni sem orminum yrði að bana. „Nú er ormurinn dauður," sagði jarlinn. „En sá sem unnið hefur þetta frægðarverk hefur skilið spjót sitt eftir í sárinu. Hafi nú nokkur maður hér á þinginu skaftið sem á við þetta spjót, þá skal hann koma með það og sanna sögu sína. Skal ég þá efna allt sem ég hef lofað.“ Eftir þetta lét jarlinn bera spjótið fyrir hvern mann sem var á þinginu en enginn átti skaftið á það. Loks var komið með spjótið til Ragnars. Hann játaði að hann ætti það og það sást líka að spjótið og skaftið áttu saman. Nú þóttust allir vita að Ragnar hefði drepið orminn. Varð hann frægur af þessu verki um öll Norðurlönd. Eftir þetta var hann nefndur Ragnar loðbrók. Ragnar bað nú Þóru jarlsdóttur sér til handa. Var því vel svarað og jarlinn hélt mikla veislu þegar þau giftust. Síðan hélt Ragnar heim í ríki sitt og Þóra með honum. FLÖSKUSKEYTI Sítrónubörkur í staðinn fyrir freon í rafeindafyrirtækjum víða um lönd er nú notast við freonsam- bönd í ýmsan hreinsibúnað, en sá böggull fylgir skammrifi að fre- onið er stórskaðlegt ósonlaginu í andrúmsloftinu. Betri tímar virð- ast nú í vændum hvað þetta snert- ir, þar sem fyrirtæki eitt í Flórída hefur fundið upp meinlausan „staðgengil" freonsambandsins CFC 113. Nýja efnið nefnist Bioact EC- 7, og er unnið úr berki sítrus- ávaxtanna, en þeirra algengastir eru appelsínur og sítrónur. Þetta nýja efni ræður náttúran við að brjóta niður. Fyrirtækið hefur tekið upp samvinnu við djúsgerðarmenn, en fram til þessa hafa þeir hrein- lega fleygt öllum tilfallandi berki. Því má segja að nýja hreinsiefnið slái tvær umhverfisflugur í einu höggi. Ryðfrírra en ryðfrítt Það er ekki frítt við að ryðfrítt stál ryðgi, og hefur raunar lengi verið vitað. Talsmenn japanska stórfyrirtækisins Mitsubishi segja nú fullum fetum að þar á bæ hafi mönnum tekist að húða stálið með nýjum aðferðum, og fyrir bragðið standist hið nýja húðaða stál ryðið þúsund sinnum betur en það ryðfría stál sem við not- umst við þessa dagana. Galdurinn á meðal annars að vera fólginn í þar til gerðri himnu, og er hún gerð af slíkri list að hún étur sig fasta í stálið þegar öllu saman er dýft í sýrubað með saltpétri og flúor. Samansúrruð útkoman á síðan heiðurinn að nýja stálinu. Þeir hjá Mitsubishi telja sig heldur en ekki hafa kom- ist í feitt, og fullyrða að nýja, ryð- fría stálið megi nota í hinar fjöl- breytilegustu afurðir, allt frá ör- tölvubitum og upp í hafskipaakk- eri. Neðanjaröar- akstur í París Umferðin í París þykir nú svo mjög út í hróa að borgmeistarinn sjálfur, Jacques Chirac, hefur fal- ið fyrirtæki einu í Marseille að gera tillögur um hvernig megi sjá við ósköpunum þegar kemur fram á næstu öld. Og svar Sunnlendinganna: Bílarnir verða að vera neðanjarðar. Menn sjá þá fyrir sér nýtt vegakerfi 30 til 70 metra undir jörðinni, og verði það að minnsta kosti 50 kíló- metra langt. Að því er stefnt að meðalhraðinn geti orðið um 60 kílómetrar á klukkustund í þess- ari framtíðarsýn, en núna sniglast menn um á bíikkbeljum sínum á 15 kflómetra hraða þegar verst lætur. Vegakerfi þetta er einung- is ætlað einkabflnum, og má hann ekki vera hærri í loftinu en tveir metrar. Ákvörðunar er að vænta í árslok hvort af vegagerð þessari verður, eða hvort áætlunin sé of skýjaborgakennd þótt jarðbund- in sé. Gangmál búpen- ings tölvuvædd Tölvuvæðingunni er fátt eitt orðið óviðkomandi, og til að mynda er nú hægt að halda kúm með aðstoð tölvu. Þjónusta þessi stendur enskum bændum til boða, en það eru þarlenda símafélagið og samband mjólkur- búa sem eiga heiðurinn af þessari þjónustu. Hér eftir geta bændur hrært í tölvunni sinni, fengið allar fáanlegar upplýsingar um tiltæk þarfanaut og vegið síðan og metið í rólegheitum hvert þeirra henti best sínum kúm. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.