Þjóðviljinn - 19.08.1988, Qupperneq 27

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Qupperneq 27
Myndbandaskólinn ÓLAFUR ANGANTÝSSON TÓK SAMAN Mynd 1. Fimm ólíkar myndir af trúði 4. hluti Myndbygging í síðasta hluta greina- flokksins hófum við um- fjöllun okkar um myndmál- ið, með því að velta fyrir okkur helstu eiginleikum myndflatarins. í dag tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðustu viku, og veltum fyrir okkur hug- tökum á borð við mynd- skurð, myndbyggingu, legu athyglispunkts í myndflet- inum ásamt fleiri því tengdu. Myndskurður Fjarlægð myndavélar frá myndefninu ákvarðar mynd- skurðinn. Á flestum upptöku- vélum er núorðið einnig hægt að breyta myndskurði með hjálp svo kallaðrar zoom-linsu. Rétt þykir þó að vara byrjandann við of- notkun þessa annars ágæta hjálpartækis, því ekkert angrar áhorfendur jafn mikið og sífelld- ar illa undirbyggðar zoom- færslur fram og aftur um myndf- lötinn. Ágæt þumalfingurregla er að nota ekki zoom, nema til að ákvarða myndskurð fastrar myndar og síðan: Aðeins í þeim tilfellum er myndefnið gefur til- efni til, eða krefst notkunar zoom-linsu. Sama myndefni er hægt að mynda á þúsund ólíka vegu. Verðum við því að ákvarða, hvaða myndskurður hentar því best hverju sinni. f mynddæminu hér að framan tökum við almynd, ef okkur þykir nauðsynlegt að gera áhorfendum grein fyrir úr hvaða umhverfi trúðurinn er sprottinn. Við sýnum þeim heil- mynd af trúðnum, ef það eru lík- amsburðir hans sem við viljum leggja áherslu á. Og sömuleiðis sýnum við þeim nærmynd af and- liti hans, ef það eru kúnstug svip- brigði hans eða sérstæður and- litsfarðinn, sem vöktu hjá okkur þörfina á að taka þessa nánar til- teknu mynd. Ef við höfum hugsað okkur að gera litla heimildarkvikmynd um líf og list trúðsins, þá veljum við að sjálfsögðu fleiri en einn myndskurð. Góð regla er að velja í upphafi hverrar nýrrar senu þann myndskurð, sem best sýnir áhorfendum staðhætti og inn- byrðis samhengi einstakra efnis- atriða myndefnisins (oftast al- mynd eða heilmynd). Síðan klippum við, þegar eitthvað í efn- islegri atburðarás kvikmyndar- innar krefst þess. Til dæmis þegar við viljum sýna svipbrigði trúðsins, eða við- brögð hans við einhverju (klipp í nærmynd). Eða þá er við viljum sýna við hverju hann bregst á þennan hátt (klipp í heilmynd af því sem veldur fyrrnefndum við- brögðum hans). Mynd 2. Barn teiknar mynd á malbik. Myndbygging í síðustu viku tókum við ofur- lítið forskot á sæluna og fjölluð- um lítillega um eina af grunnfor- sendum góðrar myndbyggingar Nefnilega: Nauðsyn þess að láta myndefnið ávallt fylla vel út í myndflötinn. Að einangra það frá þeim þáttum í umhverfinu, sem engu máli skipta fyrir heild- arupplifun áhorfandans. í mynddæminu hér að framan (Mynd 2.) hefðum við getað Mynd 3. Tvö myndskeið af konu byggt myndina upp á ótal mis- munandi vegu, en við völdum að taka hana ofanfrá, til þess að leggja áherslu á vissa þætti mynd- efnisins. Ef við hefðum t.d. tekið mynd- ina frá hlið, þá hefðum við fengið fleiri þætti inn í myndina: Leikfé- laga barnsins, skólabygginguna í bakgrunninum, leiktækin á skólalóðinni, appelsínugula bíl landafræðikennarans o.s.frv. o.s.frv. Með því að taka myndina ofan- og tré í almenningsgarði. frá, tókst okkur að einangra þá þætti myndefnisins sem okkur fannst skipta rnáli, frá öðrum lít- ilsigldari í umhverfinu. Það var sem sagt samband barnsins við listaverkið á malbikinu, sem var höfuðþema myndarinnar. Við tókum mynd af því, og einvörð- ungu því. Ef nærvera skólafélag- anna hefði skipt einhverju máli fyrir þau hughrif sem við vildum koma til skila, þá hefðum við að sjálfsögðu haft þá með á mynd- inni. En við erum ekki, líkt og við ljósmyndun, að fást við kyrr- myndir einvörðungu, heldur lif- andi hreyfanlegar myndir. Og sjaldnast látum við okkur nægja að taka upp aðeins eitt mynd- skeið af hverju myndefni. Kvikmyndir eru jú röð sam- tengdra mynda og myndskeiða, sem tekin eru frá mismunandi sjónarhornum, allt eftír því hvaða hughrifum við viljum koma til skila til áhorfenda. Það er því mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að það skiptir máli, hvernig þessar myndir eru klipptar saman. Að við séum okkur meðvituð um hefðir þær og venjur, er gilda um myndmál hinna lifandi mynda. Staðsetning athyglispunkts í myndfletinum Á myndunum hér að framan sjáum við dæmi um það, hvernig hægt er að klippa milli tveggja mynda, eða myndskeiða af konu, sem er á gangi í almenningsgarði. í fyrra dæminu er athygli áhorfenda vitaskuld bundin við konuna, þar sem minnsta hreyf- ing í annars kyrrstæðum mynd- fleti dregur strax að sér athygli þeirra. Athygli áhorfenda er sem sagt bundin við vinstri helming myndflatarins. Þegar klippt er yfir í mynd- skeið 2a er athygli þeirra, fyrst í stað, enn bundin við sama stað í myndfletinum. Þannig verður það tréð, sem fyrst vekur athygli þeirra eftir klippinguna. Ekki konan. Þeir verða sem sagt að renna augunum til hægri, þvert yfir myndflötinn, til að leita hana uppi. I síðara mynddæminu er at- hygli áhorfenda aftur á móti enn bundin við konuna, eftir að klippt hefur verið yfir í mynd- skeið 2b. Hér er því um mjúkt klipp að ræða. Áhorfandinn tekur ekki eftir myndbreyting- unni og getur því óhindrað ein- beitt sér að efnislegu innihaldi kvikmyndarinnar. Það sem við höfum fram til þessa lært um kvikmyndina, myndflötinn og staðsetningu at- hyglispunkts í myndfletinum, sýnir okkur framá hversu mikil- vægt er að við skipuleggjum fyrir- fram uppbyggingu þeirra mynda og myndskelða, sem ætlunin er að nota í kvikmyndina. Sú staðreynd að myndskeiðin eru klippt saman hefur áhirf á myndbyggingu einstakra mynda. Einstaka myndir, sem hver fyrir sig virðast mjög vel upp byggðar, skoðast þannig í allt öðru sam- hengi, þegar öðrum mynd- skeiðum hefur verið skeitt fram- an og aftan við þær. Sem sagt: Við skipuleggjum uppbyggingu hverrar einstakrar myndar með hliðsjón af heiidinni. f þessu tilliti getur oft verið ágætt að hafa í huga eitt helsta mottó þeirra, er hafa þann starfa að klippa myndir stórsnilling- anna í kvikmyndaheiminum. Nefnilega slagorðið fræga: „Kill your darlings". Og hvað eiga svo blessaðir mennirnir við með því. Jú, slátr- aðu eða fórnaðu uppáhalds myndunum þínum, ef þær passa ekki inn í heildina. Kastaðu þeim þó ekki á glæ, því alltaf má finna þeim verðugra samhengi í síðari kvikmynd. Falleg mynd á röngum stað gerir ekki annað en vekja athygli á sjálfri sér, spilla þar með heildaráhrifunum og draga at- hyglina frá því, sem þið vilduð sagt hafa með gerð viðkomandi kvikmyndar. Látum við hér með staðar numið í bili. í næstu viku munum við halda áfram að tíunda mikil- vægi góðrar myndbyggingar og sérstöðu hinna lifandi mynda í því tilliti. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.