Þjóðviljinn - 19.08.1988, Síða 29

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Síða 29
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Enn eitt uppgjör Kasparovs og Karpovs Línur skýrast á Skákþinginu Línur eru þegar teknar að skýrast í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands sem nú stendur yfir í Hafnarfirði. Að loknum þrem umferðum hafa þeir Margeir Pét- ursson og Hannes Hlífar Stefáns- son tekið forystuna, hafa hlotið 3 vinninga, en Jón L. Árnason kemur í humátt á eftir með 2'/2 vinning. Margeir hefur unnið Benedikt Jónasson, Ágúst Karls- son og Þráinn Vigfússon en Hannes Ágúst, Þráinn og Davíð Ólafsson. Jón L. Árnason gerði jafntefli í 3. umferð við Þröst Þór- hallsson. Búast má við harðri keppni þriggja efstu manna, en þeir Þröstur Þórhallsson og Karl Þorsteins ættu að geta blandað sér í þá baráttu þótt Karl hafi tap- að óvænt í þriðju umferð fyrir Ágústi Karlssyni. Töfluröðin á Skákþinginu er þessi: 1. Jón L. Árnason 2. Jó- hannes Ágústsson 3. Þröstur Þór- hallsson 4. Hannes Hlífar Stef- ánsson 5. Margeir Pétursson 6. Karl Þorsteins 7. Ásgeir Þ. Árna- son 8. Benedikt Jónasson 9. Ág- úst Karlsson 10. Þráinn Vigfús- son 11. Davíð Ólafsson 12. Ró- bert Harðarson. Margar af úrslitaskákum mót- sins fara fram í fyrstu umferðun- um. Þannig tefla þeir Margeir Pétursson og Jón L. Árnason í 5. umferð. Skákþing Sovétríkjanna Keppnin á Skákþingi Sovétr- íkjanna er nú orðin geysihörð og spennandi þótt erfitt hafi reynst að fá fréttir af mótinu. Eftir ró- lega byrjun hafa Kasparov og Karpov báðir sótt í sig veðrið og er Kasparov að loknum 13 um- ferðum einn í efsta sæti með 9 vinninga. Hann vann Judasin í 12. umferð og Smirnin í 13. um- ferð eftir j afntefli í 11. umferð við Alexander Beljavskí. Staða efstu manna var þá þessi: 1. Kasparov 9 v. 2. Karpov 8 v. + biðskák 3. Beljavskí7 v. + biðskák. 4. Salov 6V1 v. + 3 biðskákir. Salov er enn með sæg biðskáka og er enn sem fyrr huldumaður- inn í þessu móti. Hann mátti þó lúta í lægra haldi fyrir Judasin í 11. umferð. Karpov getur náð Kasparov með því að sigra góð- vin okkar íslendinga, Gurevic, en biðstaðan er honum greinilega Karpov - Gurevic Það er greinilega heilmikið eftir af þessari skák þó Karpov eigi allgóða vinningsmöguleika. Valeri Salov hlýtur að vera lúinn eftir að hafa teflt hverja maraþonskákina á fætur annarri. Skák hans við Judasin úr 11. um- ferð fylgir hér: Skákþing Sovétríkjanna 1988, Moskva 11. umferð: Judasin - Salov Sikileyjarvörn (Hvítur hefur náð rýmri stöðu út úr byrjuninni svo Salov bregst hart við. „Peðsfómin“ 15. Dxb5 byggir úr hugmyndinni 15. ... Rxg4! 16. Rxg6Dh2+ ogmátar). 15. Rg2-c4 16. f4-Bc5+ 17. Khl-Hae8 (Hindrar 18. .. f5 vegna lepp- unarinnar eftir e-línunni) 18. Rf3-Rd7 24. gxf5-e4 19. Rgh4-f6 25. Rg5-Rf6 20. Rxg6-hxg6 26. Dg2-Hd8 21. e5-fxe5 27. Re6-Hxe6 22. Bxg6-He7 29. fxe6-Hd3 23. f5-exf5 29. Hfl-Hg3 30. Bf4!-Hxg2 31. Bf7+!-Kf8 32. Bxc7-Hxb2 33. Hf5-Ba3 34. Hgl-Re7 35. Hxf6! (Glæsilegur leikur sem byggir á hugmyndinni 35. .. gxfó 36. Bf4 Rf5 37. Hg8+ Ke7 38. He8 mát.) 35. .. Rd5 36. Hf4-Rxc7 37. Bg6+-Ke7 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. c3-Rf6 4. Bd3-Rc6 5. Bc2-Bg4 6. 0-0-e6 7. h3-Bh5 8. d3-Be7 9. Rbd2-d5 10. Hel-0-0 11. De2-Dc7 12. g4-Bg6 13. Rh4-dxe4 14. dxe4-b5 38. Hf7+-Kd6 39. Hd7+-Kc6 40. Bxe4+-Kb6 41. e7 - og Salov gast upp í fyrsta skipti á mótinu. FJÖLMIÐLAR Er þetta hægt, Stundum kemur það fyrir að maður fyrirverður sig fyrir að til- heyra íslenskri blaðamannastétt. Hafandi verið í þessu samfélags- mengi um fimmtán ára skeið hélt ég að ég væri kominn með nógu þykkan skráp til að þola flest það sem upp á kynni að koma í ís- lenskum blöðum. En það má alltaf koma manni á óvart. Á DV starfar íþróttafrétta- maður að nafni Stefán Kristjáns- son og hefur gert um nokkurra ára skeið. Framan af ferli sínum gat hann sér einkum orð fyrir æsi- fréttamennsku og tókst ótrúlega oft og víða að koma illindum til leiðar í íþróttahreyfingunni. Hann hefur þó stillst með árun- um, sem betur fer fyrir blaðið og hann, að ekki sé minnst á okkur lesendur. En sumir íþróttafréttaritarar eru þannig gerðir að það er eins og heimssýn þeirra takmarkist ekki bara við flatarmál eins knattspyrnuvallar heldur bún- ingsklefaíþróttamanna, af karlkyni vel að merkja. Ég hef að vísu afar takmarkaða reynslu af slíkum stöðum en samkvæmt þeim heimildum sem mér eru handbærar mun ríkja þar töff mórall, menn eru ýmist hetjur eða bleyður og konur ekki hátt skrifaðar. Sjálfsagt er þetta þó mismunandi. Hins vegar má ætla að Stefán Kristjánsson hafi mótast í svona andrúmslofti. Hann skrifaði íþróttapistil í blað sitt um síðustu helgi. Þar fj allar hann um sam- keppni sjónvarpsstöðvanna á sviði fþróttafrétta og kemst að þeirri niðurstöðu að þar halli mjög á Ríkissjónvarpið. Það hafi komið mjög á óvart að Ingólfur Hannesson skuli hafa verið ráð- inn yfirmaður nýstofnaðrar íþróttadeildar RÚV og Bjarna Felixsyni þar með vikið til hliðar. Ég kem nánar að þessu á eftir en í endann á þessum hluta pistilsins klykkir Stefán út með svofelldri ÞRÖSTUR HARALDSSON Jónas? klausu: „Og það held ég að sé búið að sanna í eitt skipti fyrir öll, að kvenfólk getur ekki séð um íþróttaþætti í sjónvarpi. Þær tvær konur sem það hafa reynt, hjá Sjónvarpinu og Stöð 2, hafa ekki verið starfi sínu vaxnar. “ Þetta segir maðurinn á því herrans ári 1988. Rétt eftir að mikilli ráðstefnu norrænna kvenna lauk í Noregi. Og eftir að Sigrún Stefánsdóttir hefur birt niðurstöður rannsókna sinna á hlut kvenna í íslenskum fjölmiðl- um. Er þetta hægt, Jónas? Það er meira blóð í kúnni. Eftir að hafa kveðið upp þennan úr- skurð sinn um takmarkanir kvenkyns sjónvarpsmanna snýr Stefán sér að öðru máli sem er fjársöfnun til handa fötluðu íþróttafólki sem vantar íþrótta- hús. Sú umfjöllun er sannarlega þörf og tímabær þótt orðalagið sé sums staðar eins og það er („Þrátt Hart barist við ísafjarðardjúp Eftir þrjár umferðir á alþjóð- lega skákmótinu við ísafjarðar- djúp er undirritaður í efsa sæti með 2Vi vinning en á eftir kma Lars Schandorff, Glenn Flear og Orest Popovich með 2 vinninga. Eftir á að dæma í óvenjulega máli. Þeir Rantanen, Finnlandi og Johanson eiga eina skák sem farið hefur í dóm en þar kom upp sú undarlega staða að báðir féllu á tíma og var ekki nokkur leið að úrskurða hvor fékk á undan en fjöldi vitna var að atvikinu. Er því búist við að skákin verði dæmd jafntefli. Þetta er fyrsta alþjóðlega. mótið sem Vestfirðingar standa fyrir en það gera þeir í samvinnu við Tímaritið Skák. Mótstjóri er Högni Torfason. Fulltrúar Vestfirðinga eru þeir Guðmund- ur Gíslason, Ægir Páll Friðberts- son, Magnús Pálmi Örnólfsson, Guðmundur Halldórsson og Helgi Ólafsson frá Hólmavík. Þeir fjórir sem fyrst voru taldir upp hafa allir getið sér gott orð á skáksviðinu og mynda kjarnann í hinu harðsnúna 1. deildarliði Vestfirðinga. Nafni minn frá Hólmavík hefur ekki teflt svo heitið geti í nær 25 ár er hann sigraði með eftirminnilegum hætti á Skákþingi íslands 1964. Hann kann ýmislegt fyrir sér í skákinni og er endataflið úr 2. umferð við Guðmund Gíslason gott dæmi um það. 8 Iff 7 m- ¥*■ -m s 6 i 5 m b * a 4 a. Xh * 3 jjp 9 19 2 . 1 ® ^ §! ab cdefgh Helgi - Guðmundur Þetta hróksendatafl virðist enda í jafntefli. T.d. e5-Hxc5 48. e6- Hcl 49. Hh8+-Kg7 50. He8- Hgl+ 51. Kf4-Hf 1 + 52. Ke4- Hel+ 53. Kd3-Kf6 54. Hf8-Ke5 og hvítur kemst ekkert áleiðis. En Helgi lumaði á óvæntum leik. 47. f6!-exf6 48. Kf5!-Kg8 (Það grátlega við stöðu svarts er sú staðreynd að c6-peðið er eiginlega fyrir. Að því slepptu væri staðan ekkert annað en jafn- tefli.) 49. Hc7-Hxc5+ 50. Kxf6-Hcl 51. e5-Hfl+ 52. Ke6-Hcl 53. Kd7-c5 54. e6-Hdl+ 55. Ke8-Hcl 56. e7 - og Guðmundur gafst upp. PS. Fyrir síðustu umferðina á Skákþingi Sovétríkjanna eru þeir fjandvinir í skákinni, Karpov og Kasparov, efstir og jafnir með 11 vinninga. Jusup- ov er svo í 3. sæti með 9Vi vinn- ing. /ífjþessafólks?!? fyrir að úrgangurinn sé þegar kominn í buxumar er enn hægt að taka sig saman í andlitinu...“). En það er mín trú að fatlaðir séu ekki eins hrifnir af lokaorðum Stefáns þar sem hann segir að íþróttahús sé sjálfsagður hlutur í „annars tilbreytingarlausu lífi þessa fólks.“ Ja, margt veit Stef- án um hagi mannfólksins, ég segi nú ekkiannað. En svo var það þetta með 111. meðferð á Bjarna Fel. Þar étur nú hver úr annars skál og harmar það hvernig vegið sé að þessum sómamanni með því að ráða ein- hverja stráklinga sem yfirmenn hans. Égveitekki hvernigBjarni hugsar sj álfur enmérhefurnú stundum heyrst á honum að hann sé orðinn dálítið lúinn eftir margra ára streð í einsemd sinni á deildinni. Væntanlega getur hann nú í kjölfar breytinganna snúið sér að því að skipuleggj a íþróttaumfjöllunina. Þar mun hann eflaust njóta þeirra sam- banda sem hann hefur aflað sér á undanförnum árum, td. meðal erlendra kollega og sjónvarps- stöðva. Ég held að það sé allt í lagi að leyfa Bjarna að hvfla sig dálítið á því að lýsa íþróttaleikjum. Mér hefur aldrei fundist hann sérlega góður og þótt frasarnir hans séu vissulega skemmtilegir á köflum geta þeir orðið ansi þreytandi. Það ernæsta víst. Mér finnst líka tímabært að hleypa nýjum mönnum í beinu útsendingarnar. Þarhafaýmsir sýnt lit, ekki síst Jón Óskar Sóln- es sem átti marga góða leiki í Evr- ópukeppni landsliða í vor. NÝTT HELGARBLAÐ - IÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.