Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 30
MYNDLIST Ásgrímssafn, Bergstaöastræti 74, er lokað um óákveðinn tíma vegnaviðgerða. Bókasafn Kópavogs, sýning á 11 olíumál verkum eftir Elías B. Halldórsson. Sýningln stendurtil ágústloka, og er opin mánudaga til föstudaga kl. 9:00-21:00. Gallerí Birgls Andréssonar, Vesturgötu 20, bakdyr, sýning á verkum pýska listamannsins Gerhard Ámman stendurtil ág- ústloka. Galleríið eropið á kvöld- in og eftir samkomulagi. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýning á verkum sem galleríið hefurtil sölu eftir gömlu íslensku meistarana. Skipt verður um verk regiulega á sýningunni sem standa mun ísumar. Gallerí Borg eropiðvirkadagakl. 10:00- 18:00,ogkl. 14:00-18:00 um helgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning ágrafíkmyndum Daða Guðjörnssonarog keramikverk- um BorghildarÓskarsdóttur. Auk þess ertil sölu úrval grafíkmynda eftirfjölda listamanna. Galleríið eropiðvirkadagakl. 10:00- 18:00. Gallerí Gangskör, verk Gang- skörunga eru til sýnis og söiu í galleríinu sem er opið kl. 12:00- 18:00 þriðjudaga til föstudaga. Gerðuberg, Breiðholti, Sóley Ragnarsdóttir sýnir um 30 collage-verkog einþrykk, flest gerð á þessu ári. Sýningunni lýk- urásunnudaginn, þann 21. ág- úst, og er opin virka daga kl. 9:00-21:00,ogkl. 15:00-19:00 um helgar. Hlíðarendi, Hvolsvellí, ÓlafurTh Ólafsson sýnir vatnslitamyndir, blýantsteikningar og olíumyndir. Sýningin stendurtil 28. ágúst. Kjarvalsstaðlr, austursalur: Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, þar á meðal mörgum verkum sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir fyrr. Vestursal- ur. í syðri enda, sýning á verkum Guðlaugs Þórs Ásgeirssonar. Flestar myndanna eru olíu- og pastelmyndir, unnar 1986-1988. I austari enda sýnir Rut Rebekka Sigurjónsdóttir olíumálverk og grafík. Kl. 16:00 á sunnudaginn, lokadag sýningarinnar, flytja Málf ríður Konráðsdóttir píanó- leikari og Elísabet Erlingsdóttir söngkona nokkur íslensk lög á sýningu Rutar Rebekku. Vestur- forsalur: Bent S. Eriksson sýnir Ijósmyndiraf landslagi. Sýning- arnar standa til 21. ágúst, Kjar- valsstaðir eru opnir daglega kl. 14:00-22:00. Listasaf n ASÍ, Grensásvegi 16. Lokað vegna sumarleyfa. Listasaf n Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13:30-16:00. Höggmynda- garðurinn eropinn daglega kl. 11:00-17:00. Mokka, Halldóra Emilsdóttir sýnir pastelmyndir. Verkin eru öll unnin á þessu ári og eru til sölu. Sýningin stendur út ág- ústmánuð. Norræna húsið, kjallari: Lands- lag, sumarsýning á verkum Jóns Stefánssonar. Sýningin er opin daglega kl. 14:00-19:00. And- dyri: Sýning á íslenskum steinum sem Félag áhugamanna um steinafræði hafa safnað víða um land. Báðum sýningunum lýkur á sunnudaginn, 21. ágúst. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sumar- sýning á verkum ýmissa lista- manna. Verkin eru öll til sölu og afhendingarstrax. Sýningin stendurfram íseptember, Ný- höfn er opin alla virka daga kl. 12:00-18:00, en lokuð um helgar. Nýlistasaf nið v/ Vatnsstíg, ef ri salur, Birgir Andrésson sýnir skúlptúraog myndform. Neðri hæð, Bjarni H. Þórarinsson sýnir verk unnin útfráforritum „sjón- háttafræðinnar". Sýningarnar standa til 21. ágúst og eru opnar virkadagakl. 16:00-20:00, ogkl. 14:00-20:00 umhelgar. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Colling- woods (1854-1932). Sýninginer opin alla daga nema mánudaga kl. 11.00-16:00, og stendurtil lokaseptember. LEIKLIST „Alpýðuleikhúsið, Ásmundar- sal v/ Freyjugötu. Elskhuginn, laugardag og sunnudag kl. 16:00. Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói, sýningar á Light Nights eru fjögur kvöldíviku.ki. 21:00, fimmtudaga til sunnudaga. Iðnó, Tími til ásta / Tjekhov - Tjekhova, danskurgestaleikur, í kvöldkl. 20:30. Hvað á að gera um helgina? TONLIST Hörður Torfason heldurtón- leika á Höfn í Hornafirði á sunnu- dagskvöldið, og á Djúpavogi á mánudagskvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 bæði kvöldin. Uppskeru- hátíð í fót- boltanum Helgi Helgason, kennari og knattspyrnumaður Það er meiningin að halda uppskeruhátíð heima fyrir að loknu farsælu keppnistímabili í fótboltanum; við í Augnabliki urðum í 3. sæti í okkar riðli í 4. deildinni, og náðum þar með því sem að var stefnt. Markmiðið hjá okkur er að vera þetta í 2. eða 3. sæti, en upp úr deildinni viljum við ekki. Við höfum því alla ástæðu til að vera ánægðir með okkar hlut, og ekki spillir það að við eigum markahæsta leikmanninn yfir deildirnar, enn sem komið er að minnsta kosti, en það er Sigurður Halldórsson. Nú, uppskeruhátíðína höldum við sem sagt heima á laugar- daginn. Hún hefst með ávarpi heímilisföðurins eins og vera ber, en síðan grillum við í drullunni fyrir utan hús ef veðrið verður eitthvað svipað og núna. Ætli sunnudagurinn fari svo ekki í tiltektir. HS BRIDDS G32 DG3 2 ÁKG972 Ólafur Lárusson í bridgeþætti Nýja helgar- blaðsins verða tekin fyrir athygl- isverð spil, innlend sem erlend, og höfunda getið, verði því við- komið. Spilið í dag er athyglisyert fyrir þær sakir að alltaf má fá ahn- að skip (í merkingunni, breyttar áætlanir): 1097 9852 KG64 103 KD865 4 Á1095 D86 Á4 ÁK1076 D873 54 Sagnir höfðu gengið þannig: Suður Vestur Norður Austur - — - Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Dobl Pass 2 tíglar 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil spaðatía, lítið upp á ás. Tveir hæstu í laufi og þriðja laufið trompað með hjartatíu. Hjartaás og hjarta inn á gosa og 4-1 legan í hjarta kom í ljós. Einn niður. Hvar varð okkur á? Ef við reynum í byrjun að „svína" laufagosa, tekið á drottn- ingu, spaðaslagurinn tekinn og meira laufi spilað. Sama niður- staða. Einn niður. Sérðu vinn- ingsleiðina? Staðan er orðin þessi: G3 DG3 2 G97 9 9852 KG64 KD85 4 Á1095 4 ÁK76 D873 Upphafsleiðin var að taka á hjartaás og meira hjarta inn á gosa, sem bregst ef hjartað er 4-1. Rétta leiðin er hins vegar SMÁTT hjarta á gosa, laufagosi og spaðinn að heiman fýkur í. Vörnin er hjálparlaus. Þessi leið vinnuralltaf, með hjartað 4-1 eða 3-2. Vestur trompar (einsog spil- ið liggur) en hvað svo? Ef hann reynir að þvinga blindan með tígulsókn, má ná 10 slögum með víxltrompun í tígli og spaða. Einsog byrjunin benti á, hefði Suður átt að breyta um áætlun, eftir laufaíferðina í byrjun og Austur sýndi 3 lauf. Einnig hefði Suður mátt gaumgæfasagnir, því Austur doblaði 2 lauf, til úttektar í tígli og spaða og þarafleiðandi væntanlega stuttur í hjarta. (tekið úr bók eftir Martin Hoffmann). IÞROTTIR 1. deild: Sunnudagur kl. 19.00 Völsung- ur-KA Sunnudagurkl. 19.00 ÍBK-Leiftur Sunnudagur kl. 19.00 KR-Fram Sunnudagur kl. 19.00 Þór-Valur Mánudagur kl. 19.00 Víkingur-ÍA 2. deild: Föstudagur kl. 19.00 Fylkir-Sel- foss Föstudagur kl. 19.00 Víðir-ÍR Föstudagur kl. 19.00 KS-UBK Laugardagur kl. 14.00 (BV-FH Laugardagur kl. 14.00 Þróttur- Tindastóll Þá eru leikir í 3. og 4. deild um helginaen fyrsti leikurinn íúrslita- keppni 4. deildar verður á gervi- grasinu á laugardag þegar Skotfélag Reykjavíkur tekur á móti Badmintonfélagi ísafjarðar. Skrýtin nöfn á knattspyrnuliðum! HITT OG ÞETTA Arbæjarsaf n, ný sýning um Reykjavík og raf magnið er í Mið- húsi (áður Lindargata 43a). Safn- ið er opið alla daga nema mánu- dagakl. 10:00-18:00. Leiðsögn um safnið er kl. 15:00 á virkum dögum, og kl. 11:00 og 15:00 um helgar. Veitingar í Dillonshúsi kl. 11:00-17:30. Dillonshúsá sunnudaginn: Flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir leika tónlist eftir með- al annars Beethoven og Mozart, ámillikl. 15:00-17:00. Ferðaf élagið, dagsferðir á sunnudaginn: Kl. 8:00: Þórs- mörk, verð 1.200 kr. Kl. 10:00: Höskuldarvellir- Selsvallafjall - Vigdísarvellir. Ekið að Hösku- Idarvöllum og gengið þaðan á Selsvallafjall um Vesturháls að Vigdísarvöllum. Verð 800 kr. Kl. 13:00: Krýsuvík-Vigdísarvellir, verð 800 kr. Brottförfrá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl, f rítt fyrir börn í fylgdmeöfullorðnum. Helgarferðir 19.-21. ágúst: 1. Þórsmörk- Rjúpnafell, gist í tjöldum í Stóraenda. 2. Þórs- mörk, gist í Skagfjörðsskála / Langadal, gönguferður um Mörk- ina. 3. Landmannalaugar- Eld- gjá, gist i sæluhúsi Ferðaf élags- insíLaugum. Upplýsingarogfar- miðasalaáskrifstofu Ferðafél- agsins, Öldugötu 3. .': ''-":* -¦ . Útivist, helgarferðir 19. - 21. ág- úst: 1. Þórsmörk-Goðaland, gisting í Útivistarskálunum Bás- um, gönguferðir við allra hæfi. 2. Hungurfit- Markarfljótsgljúfur- Laufafell, mjög fjölbreytt ferð við Fjallabaksleið. Gist í tjöldum. Upplýsingar og f armiðar á skrifstofunni, Grófinni 1. Hótel Borg, „dönskum sumar- dögum" lýkurásunnudaginn. Boðið upp á danskt hlaðborð ásamt dönskum drykkjum frá kl. 18:00ákvöldin, danskir harmon- ikkuleikarar skemmta matargest- um, stiginn danstil kl. 1:00. (and- dyri hótelsins hefur verið sett upp dönsk stofa í samvinnu við Epal, Kúnígúnd og Teppaland. 30 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.