Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 32
Sambandið
gengur fyrir
Útgerðarmenn um allt land
eru ævareiðir vegna þeirrar
ákvörðunar utanríkisráðherra
að takmarka útflutning á ís-
fiski til Bretlands með úthlutun
sérstakra leyfa.
Reiðin beinist ekki aðeins
að takmörkuninni sjálfri, held-
ur fyrst og fremst að þeim
vinnubrögðum sem viðhöfð
eru við úthlutun leyfanna.
Svokölluð kvótanefnd sér um
úthlutun fyrir hverja viku í
senn og sækja langtum fleiri
um en fá hverju sinni.
Ákveðnar reglur eiga að gilda
þar sem þeir hafa forgang er
fluttu út á sama tíma í fyrra.
Útgerðarmenn segja þess-
ar reglur þverbrotnar og ekki
sé einleikið hvað fyrirtæki
Sambandsins fái sérstaka
þjónustu hjá nefndinni og ráð-
herra. Þannig fékk togari
Djúpavogsbúa, Sunnutindur,
að selja á dögunum en hann
átti ekki forgangsrétt sam-
kvæmt reglunum. Kaupfélag
Austur-Skaftfellinga á Höfn í
Homafirði tók yfir rekstur út-
gerðar Sunnutinds fyrr á ár-
inu.B
Sópað
undan grjótinu
Það fór ekki framhjá lands-
mönnum um síðustu helgi
þegar borgarstarfsmenn
kepptust við að rífa upp port-
úgalska grjótið sem Davíð
borgarstjóri lét setja niður á
Laugaveginum í fyrrasumar.
Tugmiljónir fóru í vaskinn
vegna „mistaka" og síðan var
malbikað yfir allt saman.
Ástæðan fyrir „mistökunum"
eða öllu heldur „mistökin"
sjálf eru sögð þau að gatna-
málayfirvöld borgarinnar létu
öll sín sóparatæki hamast á
nýlagðri steinalögninni nótt-
ina áður en Davíð fékk að
klippa á borðann og vígja nýja
götukaflann sem átti að friða
kaupmenn á Laugaveginum
sem voru komnir með
Kringlukast.
Ekki tókst betur til í sópinu
en svo að fúgan á milli
steinanna hvarf að stórum
hluta og losnaði fljótt um
steinana. Yfirvöld vita upp á
sig skömmina og töldu von-
laust að ætla að fara í mál við
verktakann vegna skemmd-
anna í götunni.B
Hálft tonn
Jijá Steingrími
Steingrímur Hermannsson
utanríkisráðherra hefur ekki
slegið slöku við í laxveiðinni í
sumar frekar en fyrri sumur.
Laxveiði er dýrt tómstunda-
gaman, en það er hægt að
leyfa sér ýmsan munað þegar
menn eru á ráðherralaunum
og ekki síst þegar fyrirtæki
eins og Aðalverktakar og
Stöð 2 bjóðast til að borga lax-
veiðileyfin fyrir mann.
Hvað um það, Steingrímur
er hæstánægður með vertíð-
ina í sumar og tilkynnti í vina-
hópi á dögunum að hann væri
búinn að ná um 70 löxum á
land í sumar. Ef miðað er við
að meðalþyngdin hjá ráðherr-
anum só um 14 pund hver lax
þá gerir heildaraflinn um hálft
tonn. Það fer að verða spurn-
ing hvort ekki þurfi að setja
kvóta á Steingrím.M
Umhverfis-
verndar-
sinnaður
álforstjóri
Svo sem kunnugt er af f rétt-
um mun hinn nýi forstjóri Ál-
versins, Christian Roth að
nafni vera mjög hlynntur um-
hverfisvernd. Segir sagan að
andrúmsloftið í Álverinu hafi
batnað mjög eftir að hann tók
við af Ragnari Halldórssyni,
sem sparkað var upp á við í
stjórnarformannsstöðuna.
Hafi nýi forstjórinn lagt sig í
líma við að vera vingjarlegur
við starfsmenn álversins og
orðið allvel til vina. Hins vegar
mun hafa kólnað mjög milli
núverandi forstjóra og þess
fyrrverandi, þegar Ragnar fór
þess á leit við Roth að fá að
hafa skrifstofu áfram í skrif-
stofuálmu álversins, í krafti
embættis síns sem stjórnar-
formaður. Sást til þeirra fé-
laga þar sem þeir áttu langt tal
sín á milli, en niðurstaðan
varð sú að Ragnari var neitað
um skrifstofupláss. Við það
mun Ragnari hafa brugðið
mjög, snúist á hæli og haldið
út úr byggingunni. Á bílastæð-
inu þreif hann síðan upp skilti
við bllastæði sitt, sem merkti
það sem einkastæði og þeytti
því í skottið á bílnum og hefur
Ragnar ekki sést síðan á
svæðinu. Það fylgdi sögunni
að nánir samstarfsmenn
Ragnars á skrifstofum Álfé-
lagsins og þeir sem hafi kom-
ist í náðina hjá honum gegn-
um árin, sitji nú og skjálfi þar
sem augljóslega geti allra
veðra verið von, þar sem nýi
forstjórinn umhverfissinnaði
fer...» _________
> láAr X^
&
^ISS^
TILKYNNING UM UTBOÐ
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs
2. flokkur D 1988
1.500.000.000,- kr.
Stimpilfrjáls
Lánstími Gjalddagi Vextir á ári Fjárhæð
3 ár 5 ár 8ár 01.09-91 01.09-93 01.09.96 8,0% 7,5% 7,0% 455.000.000,-kr. 707.000,000,-kr. 338.000.000,-kr
Útgáfudagur: 17. ágúst 1988
Söluaðilar:
Landsbanki íslands
Búnaðarbanki íslands
Sparisjóðirnir
Iðnaðarbanki íslands hf.
Útvegsbanki íslands hf.
Samvinnubanki íslands hf.
Verzlunarbanki íslands hf.
Fjárfestingarfélag íslands hf.
Kaupþing hf.
Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.
Alþýðubankinn hf.
Spariskírteinin verða skráð á Verðbréfaþingi íslands.
Seðlabanki íslands verður viðskiptavaki.