Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 1
Laugchdagur 20. ágúst 186. tölublað 53. árgangur Húsnœðislánin Vaxtahækkun þegar ráðin Formenn stjórnarflokkanna einhuga um hœkkun húsnœðislánavaxtaúr3,5% í7%.AriSkúlason, ASÍ: Vaxtahœkkun húsnœðislánavœri glórulaus. Aukinni greiðslubyrði aldrei mœtt í gegnum skattakerfið Formenn ríkisstjórnarflokk- anna hafa þegar komið sér saman um hækkun húsnæðislánavaxta með útgáfu bráðabirgðalaga. Samkvæmt staðfestum heimild- um Þjóðviljans felst í samkomu- lagi formannanna að raunvextir lána til húsnæðiskaupa og bygg- inga hækki úr 3,5% í 7%, en enn á eftir að útfæra hvernig aukinni greiðslubyrði lántakenda verði mætt með hliðaraðgerðum. Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambandsins, sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að væri þessi raunin, þýddi það í reynd aukna greiðslubyrði fyrir þá sem væru komnir uppá náð og miskun húsnæðislánakerfisins. - Slík vaxtahækkun væri gjör- samlega glórulaus. Það er yfirlýst stefna rfkisstjórnarinnar að vext- ir eigi að lækka. En ef leiðin til vaxtalækkunar er fólgin í því að hækka vexti á útlánum húsnæð- iskerf isins er betur heima setið en af stað farið, sagði Ari. Ari sagðist ekki haf a trú á íviln- anir í gegnum skattakerfið til þess að mæta aukinni greiðslubyrði í kjölfar vaxtahækkunar, en Jó- hanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, telur slfkt koma til álita. - Uppbætur fyrir aukna vaxta- byrði í gegnum skattakerfið koma aidrei til framkvæmda fyrr en eftir mitt næsta ár og fólk fengi aldrei lausnarmeðulin fyrr en í ágúst. Ég get ómögulega séð hvernig ríkisstjórnin ætlar að fara að því að finna út hverjir það eru sem helst er þurfi fyrir slíkar skattaívilnanir, ekki síður en hér um árið þegar láglaunabótunum var útdeÚt, sagði Ari. Ari sagðist ómögulega geta séð hvernig núgildandi raunvextir á húsnæðislánum kæmu rekstrar- vanda útflutningsatvinnuveg- anna við, eins og forstjóranefnd- in sk. teldi sig vita. - Þeirri spurn- ingu er því gjörsamlega ósvarað hvað vaxtahækkun á húsnæðisl- ánum eigi að leysa, sagði Ari. Sjá síðu 5 Tékkóslóvakía í sól og sumaryl. Haffi, Vigga og Sirrý bergja á mjólkurhriisting ( veðurblíðunni á Lækjartorgi í gær. Á Torginu var margt um manninn enda lítt sést til sólar undanfarið og því full ástæða tii þess að láta sálartetrið njóta veðurblíðunnar. Mynd Ari. Tuttugu ár # 7 ¦ A Grái markaðurinn ira iniiraS Opinbera heilbrigðisskoðun / dag eru 20 ár HðinfráþvíRauði herinn tróð vorið íPrag undir járnhœlnum Nákvæmlega fyrir tuttugu árum sýndu sovéskir stjórnar- herrar nágrönnum sínum í Tékk- óslóvakíu það vinarþel sem seint mun gleymast. Tilburðir tékkn- esku þjóðarinnar til að slíta af sér helsi Stalínismans og koma á fót sósíalísku lýðræði, sem gjarnan er kennt við vorið í Prag, voru brotin á bak aftur með hervaldi. í Þjóðviljanum í dag eru þessir atburðir rifjaðir upp, birt er grein eftir tékkneska útlagann Lynar á um áhrif perestrojkunnar austantjaldslöndin. Einnig er rætt við fimm íslend- inga - á ýmsum aldri um það hvernig þeir brugðust við er þeir fréttu af innrás Rauða hersins. Þeir sem talað er við eru Einar Kárason, Hjörleifur Guttorms- son, Magnús Torfi Ólafsson, Svanfríður Jónasdóttir og Vil- borg Harðardóttir. Sjá síður 7-10 og leiðara Bankaeftirlitinu verðifalið að hafa gœtur meðfjárreiðumfjárfesting- arfyrirtœkja og verðbréfasjóða Forsvarsmenn fjárfestingarfyr- irtækja og verðbréfasjóða vísa orðum Ólafs Ragnars Gríms- sonar algerlega á bug að eitt ef ekki fleiri fyrirtækja sem fiska á gráa fjármagnsmarkaðnum kunni að komast í þrot á næstu vikum eða mánuðum. Ólafur segist óttast keðjuverk- andi hrun þessara fyrirtækja, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir allan þann fjölda sparifjár- eigenda sem hefur treyst þessum fyrirtækjum fyrir ávöxtun spari- fjár síns. Ólafur segir að það sé skýlaus krafa af hálfu Alþýðubandalags- ins að fram fari opinber heilbrigðisskoðun á fjárhags- stöðu fyrirtækja á gráa markaðn- um og þeim verði gert að starfa eftir ströngum lögum eins og bankastofnunum. Jafnframt segir hann það eðlilegt að Banka- eftirlitinu verði falið að hafa gæt- ur á fjárreiðum þeirra eins og gikli um bankana. Hann segir að samkvæmt upp- lýsingum endurskoðenda og ann- arra sem þekki til á fjármagns- markaðnum, sé veruleg hætta á hruni. Sum fjárfestingarfyrir- tækin hafi fjárfest í stórum stíl í fyrirtækjum sem orðin séu greiðsluþrota eða við það að verða það. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.