Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Aðeins er vitað um tvö önnur loðnuveiðiskip sem ráðgert hafa að leggja í hann á næstunni. Það eru Börkur NK sem lagði af stað á miðin í gærkvöld og um helgina fer Jón Kjartansson frá Eskifirði á miðin. Búist er við að hærra verð verði greitt en 3 þúsund krónur fyrir tonnið næst þegar Hóimaborgin kemur inn til lönd- unar. Nákvæmlega hversu mikið það verður er ekki enn ljóst. í skýrslu Hafrannsóknar- stofnunar um ástand veiðist- ofnsins á vertíðinni 1988/1989, þe. á vertíðinni sem nú er nýhafin munu veiðamar aðailega byg- gjast á árganginum frá 1986, auk þess á þeim hluta 1985 árgangsins sem ekki hrygndi vorið 1988. í ágúst/september 1987 var gerð könnun á útbreiðslu og mergð ókynþroska loðnu. Nær öll loðn- an sem mældist var af árgangi 1986, en rannsóknasvæðið tak- markaðist að norðan við 68 gráður 30 n. br. og náði því ekki til 1985 árgangsins, sem gengið hafði á norðlægari slóðir í ætisleit fyrr um sumarið. Hafrannsóknastofnun telur að ágústmælingin frá því í fyrra á stærð 1986 árgangsins gefi til kynna að fjöldi 2ja ára loðnu verði um 84 milljarðar við upphaf sumarvertíðarinnar í ár, þegar tekið er tillit til náttúrlegra af- falla. Stofnunin telur að til skipt- anna á vertíðinni 1988/1989 verði um 770 þúsund tonn, en tekur jafnframt fram að það sé degin- um ljósara að forsendur flestar hverjar séu háðar afar mikilli óvissu. Þær byggjast allar á með- altölum nema fjöldi fiska af 1986 KRON Þröstur tekinn við Á stjórnarfundi KRON í gær var það endanlega ákveðið að Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar tæki við yfir- umsjón félagsins á meðan unnið er að sameiningu Miklagarðs og KRON og endurskipulagningu á rekstri fyrirtækjanna. Þröstur hefur tekið sér leyfi frá störfum framkvæmdarstjóra Dagsbrúnar á meðan. Hólmaborgin frá Eskifirði er á leið á loðnumiðin í annað sinn djúpt út af Vestfjörðum eftir að hafa landað 1200 tonnum í vik- unni í heimahöfn. Um 3 þúsund krónur voru þá greiddar fyrir tonnið og var hásetahluturinn 57 þúsund krónur en hlutur skipstjórans um 190 þúsund krónur. Það tók skipverja fimm sólarhringa að veiða þessi 1200. tonn en sjálfur túrinn stóð yfir í vikutíma. Loðna 57 þusund i hlut Hlutur skipstjórans á Hólmaborginni var um 190 þúsund krónurfyrir vikuna. Hafrannsókn: Hámarksaflinn á sumar- og haustvertíð 500 þúsund tonn loðnu ná yfir fá ár er lagt til að seinnihluta ársins og til mars á hámarksafli á sumar- og næsta ári verði síðan ákveðinn haustvertíð 1988 verði 500 þús- þegar tekist hefur að mæla stærð und tonn og hámarksafli fyrir veiðistofnsins á nk. hausti. -grh árganginum sem aðeins einu sinni hefur tekist að mæla. Af þessum sökum og eins því hve ágústmælingar á fyrsta árs Formaður Alþýðubandalagsins, varaformaður og fyrrum formaður á Kópavogsfundinum í fyrrakvöld. Frá v. Svanfríður, Ólafur Ragnar og Svavar. Mynd-E.ÓI. Alþýðubandalagið Frjálshyggjan gjaldþrota Fjölmenni áfundi með forystumönnum Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi. Ólafur Ragnar: Uppgjörframundan. Svanfríður: Astandið engu líkt. Svavar: Verðum að samstilla kraftana sögumenn á fundinum þau Svanf- undir högg að sækjaen sagði ást- Efnahagsstefna frjálshyggjunn- ar hefur sett þjóðina út á bjargbrún. Ástandið í efna- hagsmálum kallar á uppgjör. Stjórnvöld ætla að láta launafólk enn einu sinni borga reikninginn meðan Qármagnseigendur maka krókinn með skattfrjálsumgróða af okurvöxtum, sagði Olafur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins m.a. á fjöl- mennum fundi sem Aþýðubanda- lagið stóð fyrir í Kópavogi í fyrra- kvöld. Um 100 manns sátu fundinn en auk Ólafs Ragnars voru fram- ríður Jónasdóttir varaformaður flokksins og Svavar Gestsson al- þingismaður. Framsögumenn röktu í ítar- legu máli á fundinum hvernig hin óhefta vaxtaþróun og frjálshyg- gjustefna stjórnvalda í síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur leikið efnahag landsmanna, bæði fyrirtæki og heimili, þar sem fjöl- dagjaldþrot og algert hrun blasir við. Svanfríður Jónasdóttir fjallaði um stöðu sjávarútvegs og fisk- vinnslu sem löngum hefði átt andið nú vera engu líkt. „Það hef- ur oft heyrst kallað „Úlfur, úlfur“ frá forráðamönnum fiskvinns- lunnar og stjórnvöld löngum skellt skollaeyrum við. Nú heyrist hins vegar í úlfinum hing- um megin við hornið þar sem hann situr og stagar úr tönnu- num.“ Svavar Gestsson gerði m.a. að umtalsefni hvernig frjálshyggjan hefur haft algeran forgang fram yfir fólkið á síðustu árum. Nú væri árangurinn kominn í ljós. Uppboð og gjaldþrot heimila og atvinnufyrirtækja hefðu mar- gfaldast á síðustu tveimur þremur árum og sama væri að segja um tölu skjólstæðinga Fél- agsmálastofnana. -Við búum við harðstjórn frjálshyggjunnar og það er lág- markskrafa að þeir menn sem stóðu fyrir þessum hrundansi verði dregnir til ábyrgðar. Við verðum að samstilla þá krafta sem Alþýðubandalagið á, frjáis- hyggjumartröðinni verður að linna, sagði Svavar Gestsson. -*g I Reiðhöllin Sjötíu milljónir í skuldir Tveir bœndur með sjálfsskuldarábyrgð fyrir 4 miljónum vegna hljóm- leika Status Quo. Tekjur Reiðhallarinnar duga ekki upp ígreiðslur skulda, sem eru nú um 70 miljónir. Hlutafjársöfnun að hefjast Svo gæti farið að tveir bændur, þurfi sjálfir að bera tapið sem varð af tónleikum hljómsveitar- innar Status Quo en það nam rúmum 4 miljónum króna. Bændurnir, þeir Sigurður Líndal á Lækjarmóti í Húnavatnssýslu og Gísli Ellertsson að Meðalfelli í Kjós eru báðir félagar í stjórn Reiðhallarinnar hf. og voru þeir einu í stjórninni sem skrifuðu upp á víxla að upphæð fjórum milljónum til tryggingar greiðslu hljómsveitarinnar. „Þetta þurfti að afgreiðast á einum degi. Við vorum með fund vestur á Kaldármelum á sunnu- degi og það þurfti að afgreiða þessa víxla á mánudeginum. Menn voru út um allt og náðist ekki í fleiri til að gera þetta, því miður,“ sagði Gísli Ellertsson, en hann er einn þriggja fulltrúa hlut- hafa. Sigurður Líndal er í stjórn fyrir Hagsmunafélag hrossa- bænda, en auk þess á Landssam- band hestamannafélaga og Fákur fulltrúa í stjórninni. Reykjavík- urborg sem er stærsti einstaki hluthafinn, á ekki fulltrúa í stjórn. Fjárhagsstaða Reiðhallarinnar hf. er nú mjög tvísýn, en skuldir fyrirtækisins nema nú um 60-70 miljónum króna. Sú starfsemi sem Reiðhöllin hefur staðið fyrir hefur rétt náð að standa undir daglegum rekstrarkostnaði, en tekjur duga engan vegin til að greiða niður þau lán sem tekin voru til byggingar hússins. Þar á ofan bætast við misheppnaðar til- raunir til að rétta fjárhaginn af, svo sem frægt er orðið. Sagði Gísli að tapið af hljómleikunum hafi numið rúmum 4 miljónum króna. Sagði að ef Reiðhöllin stæði ekki undir tapinu yrði vænt- anlega gengið að þeim. Sagði Gísli að þeir Sigurður væru langt frá því að vera ánægðir með að hafa skrifað upp á þessa víxla, „því það var ekki ætlunin að tapa á þessu.“ Aðspurður hvort aðrir í stjórn- inni hefðu boðist til að dreifa þessari skuld jafnt á milli stjórnarmanna, sagði Gísli að þeir hefðu ekki gert það. „En það á eftir að halda stjórnarfund, þar sem þetta mál verður rætt. En vonandi tekst okkur að ná í pen- inga til að borga þetta. En það var ekki um það að ræða að við hefðum verið plataðir út í þetta. Þetta varð að gerast ef halda átti tónleikana,“ sagði Gísli. Samkvæmt upplýsingum Gísla nema skuldir Reiðhallarinnar nú um 60-70 miljónum króna, mest langtímaskuldir en hlutafé u.þ.b. 150 hluthafa væri 15 miljónir. „Við ætlum að fara út í hlutafjár- söfnun núna, sem við vonumst til að hestamenn taki góðan þátt í, því húsið er jú hugsað fyrir þá. Stærstú hluthafar eru Reykjavík- urborg með hlutafjárloforð upp á 4 miljónir króna og Hagsmunafé- lag hrossabænda. Staðan hefur verið sú að þau námskeið í hesta- mennsku sem Reiðhöllin hefur staðið fyrir, hafa staðið undir daglegum rekstri, en tekjur hafa ekki nægt til að greiða lánin neitt niður. Það eru ekki til neinir pen- ingar til að borga af skuldunum, en það kemur að skuldadögum í september. Áður verður haldinn stjórnarfundur þar sem endur- skoðandi skilar skýrslu um stöðu- na og þá sést hvort hægt verður að semja um þessar skuldir eða hvort grípa verður til annarra ráðstafana,“ sagði Gísli Ellerts- son. phh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. ágúst 1988 Félagsmálaráðu- neytið Nýr aðstoðar- ráðherra Lára aftur til ASÍ en Rannveig Guðmunds- dóttir tekur við Lára V. Júlíusdóttir hefur látið af störfum sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og aftur tekið við starfi sínu sem lögfræð- ingu ASÍ en Rannveig Guð- mundsdóttir, bæjarfulltrúi í Kóp- avogi, hefur verið ráðin aðstoð- armaður ráðherra. Rannveig var kjörin í bæjar- stjórn Kópavogs 1978 og hefur átt sæti þar síðan. Hún hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum á vegum Kópavogskaupstaðar, m.a. verið formaður fél- agsmálaráðs, í stjórn launanefn- dar sveitarfélaga, í stjórn Spari- sjóðs Kópavogs og formaður bæjarráðs. Rannveig hefur verið formað- ur stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins frá því í desember 1987. 'Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.