Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Grái markaðurinn Kollsteypa yfirvofandi? Ólafur Ragnar Grímsson: Hætta á að fjármögnunarfyrirtæki geti ekki staðið við skulbindingarsínargagnvartsparifjáreigendum. Gunnar Óskarsson, Fjárfestingarfélaginu: Ábyrgðarlausaryfirlýsingar. Ár- mann Reynisson, Ávöxtun: Á ekki við um okkur Ármann sagði að svo mikið væri víst að þeir hjá Ávöxtun tækju þessi ummmæli ekki til sín, Eitt ef ekki tvö fyrirtækja sem starfa á hinum sk. gráa fjárm- agnsmarkaði kunna að komast í þrot á næstu vikum eða mánuð- um þannig að þau geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart þeim sem hafa treyst þeim fyrir ávöxtun sparifjár síns. Þetta kom m.a. fram í máli Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins á fundi í Kópavogi í fyrakvöld, en hann óttast að þúsundir sparifjár- eigenda verði af sínu, komist grái markaðurinn í þrot. Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir að í kjölfar frásagna fiölmiðla í gær af yfirlýsingum Ölafs hafi síminn vart þagnað hjá sumum fjárfestingarfélaganna og verðbréfasjóðanna og viðskipta- vinir lýst yfir áhyggjum sínum og hugað að innlausn á verðbréfum sem þeir eiga í vörslu fyrirtækj- anna. Að sögn forsvarsmanna fjár- magns og verðbréfafyrirtækja sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, bar víða á lítillega aukinni inn- lausn verðbréfa. - Það er Ólafs Ragnars að færa sönnur á jafn alvarlegar yfirlýs- ingar, sagði Gunnar Öskarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Gunnar vísaði því algerlega á Alþýðubandalagið Samráð um efnahags- vandann Efnahagsnefnd á samráðsfundum. Ólafur Ragnar: Stjórnin talar við forstjóra ogfjár- magnseigendur, við tölum við þolendur stjórnarstefnunnar Við höfum rætt fyrst og fremst við þolendur efnahagsstefnunnar meðan ríkisstjórnin ráðgast við forstjóra og fjármagnseigendur, sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins um störf nýrrar efnahagsnefndar flokksins sem undanfarna daga hefur átt viðræður um efna- hagsmálin við fulltrúa frá ýmsum sviðum félagsmála og atvinnulffs. í nefndinni eru auk Ólafs þau Steingrímur Sigfússon, Svanfríð- ur Jónasdóttir og Svavar Gests- son. Nefndin hefúr að sögn Ólafs kvatt á sinn fund kunnáttumenn um húsnæðiskerfið og fulltrúa ýmissa hópa húsbyggjenda, ýmsa stjórnendur fyrirtækja sem nú standa illa, en áttu fyrir nokkrum árum að vera vaxtarbroddur í atvinnulífi, lögfæðinga með yfir- sýn yfir gjaldþrotaölduna, full- trúa frá lífeyrissjóðum, hagfræð- inga samtaka launafólks, fólk frá Félagi einstæðra foreldra, starfs- menn Félagsmálastofnunar, for- stöðumann Þjóðhagsstofnunar og fleiri. Nefndin heldur áfram störfum í næstu viku, og eru einnig fram- undan vinnufundir þingflokks og framkvæmdastjórnar, en stefnt er að því að flokkurinn sendi frá sér tillögur um úrræði í efna- hagsmálunum um næstu mánaða- mót. -m bug á Fjárfestingarfélagið stæði illa og sagðist draga í efa áreiðan- leika orða Ólafs, sem sagðist aft- ur á móti sannfærður um áreiðan- leika þeirra upplýsinga sem rekið hefðu á hans fjörur. Ármann Reynisson, forstjóri Ávöxtunar, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann áttaði sig ekki á því hvað vekti fyrir Ólafi með yfirlýsingum um yfir- vofandi hrun fjármögnunarfyrir- tækja og ávöxtunarsjóða. enda hafi rekstur fyrirtækisins gengið með ágætum í þau fimm ár sem það hefur verið starfrækt. Aðspurður hvort lenging innlausnartíma fyrirtækisins úr þremur dögum í viku fyrir skömmu, bæri ekki vott um þverrandi gengi þess, sagði Ár- mann svo ekki vera. Misjafnt væri hve langan tíma það tæki að innheimta kröfur hjá viðskipta- vinum fyrirtækisins, sem hefði aftur áhrif á innlausnartímann. Hann sagðist ekki eiga von á því að innlausnartíminn yrði lengdur frá því sem nú er. Ármann vísaði því jafnframt á bug að fyrirtækjakaup Ávöxtun- ar á undanförnum árum væri að rekja til þess að fyrirtækin hafi ekki getað staðið við skuldbind- ingar sínar og því hefði Ávöxtun yfirtekið þau uppí skuldir. -rk „Það er aldrei of seint að byrja" er mottó félagsins. Myndin er tekin á útivistardegi á Gervigrasvemnum i Laugardal fyrr í sumar. 4. ^ Iþrottir aldraðra Aldrei of seint að byrja Guðrún Níelsen: Mikilvægtað sérmenntað fólk leiðbeini öldruðum. Skilningur á starfi okkar hefur vaxið Við byrjuðum smátt en höfum verið að sækja í okkur veðrið undanfarið. Það er Ijóst að áhug- inn fyrir starfseminni er mikill og smátt og smátt höfum við verið að öðlast viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar og fáum nú til dæmis styrk frá hinu opinbera, sagði Guðrún Níelsen sem er formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra sem á næstunni mun gangast fyrir námskeiði fyrir íþróttakennara og aðra þá sem leiðbeina öldruðum í hvers konar íþróttum og líkamsrækt. Félagið hefur áður haldið svona námskeið og sóttu það þá 56 manns alls staðar af landinu og lítur út fyrir að þetta námskeið verði enn fjölmennara. Líkamsrækt og hreyfing er ekki síður mikilvæg fyrir gamalt fólk en ungt en það er ákaflega mikilvægt að aldraðir fái leiðbeiningar frá fólki með sér- þekkingu á þessu sviði því rangar æfingar geta gert minna gagn en ekki neitt. sagði Guðrún. Félagið hefur gengist fyrir ým- isskonar starfsemi meðal aldr- aðra, m.a. hafa tveir útivistar- dagar verið haldnir í Reykjavík í sumar, annar á gervigrasvellinum í Laugardal og hinn á Miklatúni. Hugmyndir um félag sem þetta eru sóttar til hinna Norðurland- anna, einkum Danmerkur en það eru einmitt tveir reyndustu kenn- arar Danmerkur á þessu sviði sem annast alla kennslu á nám- skeiðinu sem standa mun yfir 26. til 28. ágúst næstkomandi. iþ. Dýravernd Svínahiröir kærður Samband dýraverndunarfé- laga íslands hefur kært til ríkis- saksóknara meðferð á svínum á svínabúinu á Morastöðum í Kjós. Krefst Samband dýraverndun- arfélaga þess að ríkissaksóknari láti fara fram rannsókn á því hvers vegna svín á Morastöðum hafi verið svelt og vanhirt og að allir hlutaðeigandi aðilar verði kallaðir til fullrar ábyrgðar. f samtali við Þjóðviljann sagði Jórunn Sörensen formaður stjórnar SDÍ að meðferð sem þessi á dýrunt væri vítaverð. Al- menningur væri líka alltof sinnu- laus gagnvart málum sem þessum og vildi að aðrir sæju um þessi mál fyrir sig. Jórunn minnti á að dýraverndurnarlögin kvæðu á um ábyrgð og skyldur eiganda gagnvart dýrum sínum og ábyrgð og skyldur þeirra sem kunni að verða varir við eitthvað athuga- vert við ástand dýra. Þess vegna vilji SDÍ að það verði rannsakað hvers vegna var ekki gripið fyrr í taumana. -hmp Vísitölur Verðbólga 52% Hagstofan hefur reiknað út byggingarvísitölu fyrir septemb- ermánuð og hefur sú vísitala hækkað um 11,1%% síðustu þrjá mánuði sem jafngildir 52,2% árs- hækkun. Þá hefur Seðlabankinn reiknað út lánskjaravísitölu og hefur hún hækkað um 49,5% á síðustu þremur mánuðum. Byggingarvísitalan er reiknuð út miðað við verðlag um miðjan ágúst og reyndist hún vera 124,3 stig miðað við 100 stig í júní 1987. Þetta er 0,65% hækkun frá því í júlímánuði í ár. Seðlabankinn segir hækkun á lánskjaravísitölu frá júlímánuði vera 1,67%. Lánskjaravísitalan hafi því hækkað um 22% frá síð- asta manuði um 26,8% síðustu tólf mánuði. -hmp Skattaskuldir Afsláttur og greiöslufrestur r Ibyrjun næstu viku kynnir Qármálaráðuneytið nýjar regl- ur, sem auðvelda eiga einstak- lingum að gera upp gamlar skattaskuldi við ríkissjóð. Að sögn Stefáns Friðfinnssonar, að- stoðarmanns fjármálaráðherra, er hugmyndin að gefa þeim allgóðan staðgreiðsluafslátt sem greiða sína skuld fyrir næstu ára- mót og einnig geta menn fengið að greiða skuldina á allt upp í 5 árum, með mánaðarlcgum af- borgunum. Frétt um 35% afslátt sagði Stefán í það hæsta, en enda- nleg tala yrði ekki langt frá því. Óinnheimtir skattar með dráttarvöxtum um2 milljarðar. Einstaklingum auðveld- að að greiða skuldir af launatekjum um 2 miljörðum og áætlaði hann að hlutur dráttavaxta í þeirri tölu - Tilgangur reglnanna er að auðvelda einstaklingum að standa í skilum, en ekki að fá gamlar skattaskuldir eftir gefnar, sagði Stefán og ítrekaði að hér væri aðeins um að ræða van- goldna skatta af launatekjum. Hver og einn verður að senda inn umsókn til viðkomandi gjald- heimtna, þar sem skoðaðar verða ástæður þess að einstaklingurinn stóð ekki í skilum og ívilnanir síð- an veittar eftir ákveðnum regl- um. Stefán sagði að skuldir frá því fyrir skattkerfisbreytingu næmu væru milli 7-800 miljónit. Hér er bæði um að ræða vangoldna skatta af launatekjum og af sjálf- stæðum rekstri einstaklinga og eru 6-7000 einstaklingar á skuldalistanum. Þeir sem skulda stærstu fjár- hæðirnar eru einstaklingar með eigin rekstur og eru dæmi þess að skuldahalinn hjá einstökum aðil- um sé vel á aðra miljón. í gær var sent bréf til sveitarfé- laga, þar sem athugað er hvort þau vilji hafa samstarf við ríkis- sjóð og bjóða svipaðar ívilnanir á greiðslu útsvarsskulda. Myndi slík samvinna auðvelda alla með- ferð hjá gjaldheimtum, að sögn Stefáns. - Gæslumenn ríkissjóðs telja ekki óskynsamlegt að gefa skuld- urum kost á að greiða þetta, frek- ar en að setja menn í gjaldþrot án tilgangs, sagði Stefán er spurt var hvort óttinn við að geta ekki inn- heimt ógreidda skatta hefði ýtt undir gerð þessara nýju reglna. mj Laugardagur 20. ágÚ8t 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.