Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 4
þlÓDVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Vill Framsókn hæni vexti? Muna menn nokkuð eftir því lengur þegar hérlendur flokksformaður lýsti því yfir að Rómaborg efnahagslífsins stæði í Ijósum logum? í hraða nútímans og dansi fjölmiðlanna nær pólitískt minni sífellt skemmra aftur, og stjórnmálamenn af ósvífnara tæi notfæra sér þetta án þess að blikna né blána, að ekki sé talað um að roðna eða fá verk í samviskuna. Áðurnefndur stjórnmálamaður er formaður Framsóknar- flokksins og sagði á sínum tíma, fyrir átta mánuðum, að einn helsti sprengivaldurinn í Rómarbálinu væri lánskjaravísital- an og hávextirnir. Síðan hafa almennir vextir hækkað ennþá meira, um næstum því eitt prósent á mánuði, og enn hefur ekkert heyrst um að þá eigi að lækka. (viðskiptaráðuneytinu er að vísu stefnt að lækkun vaxta, og hefur sú stefna verið við lýði í rúmt ár. Þar hafa ráðamenn tröllatrú á afli bænarinnar, og leggjast reglulega á hnén til að knýja niður vextina, stu'ndum í fjölmiðlum, en stundum á sérstökum bænarfundum, annaðhvort með því sem eftir er af Alþýðuflokknum eða með fulltrúum fjármagnsmarkaðar- ins svonefnda, þeim sem sem mest hafa mokað til sín með hávöxtunum. Og Framsóknarmenn höfðu til skamms tíma einnig beðið um að vextir lækkuðu og alræði lánskjaravísitölunnar yrði afnumið. Þeir voru meira að segja tilbúnir að nota hendurn- ar. En núna virðist þessi stefna gleymd. Svokölluð forstjóranefnd hefur komist að því að eitt helsta bjargráð atvinnulífs í landinu sé einmitt þvert á móti að hækka vexti á þeim lánum sem skipta launafólk hvað mestu máli. í forstjóranefndinni, sem sögð er vera sammála um þessa tillögu, er Jón Sigurðarson Álafossforstjóri sérstakur fulltrúi Framsóknarflokksins. í nefndinni situr að auki annar gegn Framsóknarmaður, Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sam- bandsins. Þær fréttir berast ennfremur að forustumenn stjórnarf- lokkanna hafi þegar komið sér saman um hækkunina, úr 3,5 prósentum í 7 prósent. Framsóknarflokkkurinn er í raun og sann stórmerkilegt fyrirbrigði og hafa grannþjóðir okkar mikils í misst að hafa ekki hjá sér sína Framsóknarflokka. En þær geta í staðinn huggað sig við lægri verðbólgu og skaplega vexti. Tuttugu ár frá innrás Nú um helgina eru liðnir tveir áratugir frá innrásinni í Tékkóslóvakíu, frá því skriðdrekar að austan stöðvuðu „vor- ið í Prag“. Þetta var hörmulegur atburður fyrir þjóðirnar tvær, Tékka og Slóvaka, og þessir áratugir síðan hafa verið dapurlegir stöðnunartímar þarsem efnahagslíf hefur drabbast niður og menningarlífi hnignað. Þetta var einnig dapurlegur atburður fyrir sósíalista utan landamæra Tékkóslóvakíu. Á Vesturlöndum fylgdust vinstrimenn af miklum áhuga með tilraun Dubðeks og fé- laga, og vonir stóðu til þess að í Tékkóslóvakíu tækist að skapa eitthvað í áttina að raunverulegum sósíalisma eftir svartnætti Stalínstímans. Hersveitir Brezhnevs komu í veg fyrir nýja tíma í T ékkósló- vakíu, - það er hinsvegar kaldhæðið að eftir tvo áratugi er verið að reyna að endurtaka Prag-vorið í sjálfri Moskvu. Fyrir evrópska vinstrihreyfingu urðu atburðirnir í Tékkósl- óvakíu einnig afdrifaríkir. Þeir settu á dagskrá hiklaust upp- gjör við úrkynjunstalínismansundir þeim merkjum leiðtoga vorsins í Prag að sósíalismi og lýðræði eru ekki til nema hvort í öðru. -m HALLGRÍMUR Sólin kemur upp eins og sót- rauð sítróna yfír hæðirnar, röngu megin dalsins. Rútan er blá og líður einsömul eftir hraðbraut sem maður hélt að lægi til suðurs. Klukkan er sex og trén annað- hvort þráðbein eða kræklótt. Bæ- irnir steinbrúnir og á milli þeirra plógfærðir akrar og runnar í ýms- um víntegundum. Hvergi órækt- aður blettur. Bílstjórinn beinir niður skyggni og maður reynir að átta sig í miðri dásemd Toscana- héraðsins. Til stóð að þessi morg- unn liði í átt tii Rómar en með sólina beint í augun verður bíl- stjórinn manni grunsamlegur. Er hann á suðurleið? Með ltölum veit maður aldrei. Ofan úr trján- um laufgast manni lína og verður spurt hver villist hér í fangi fe- gurðar? Er það sólin eða sjálfur ég? Rólega sígur rútan þó fram hjá henni og yfirlýstur á vinstri vanga hallar maður sér á þann hægri og blundur rennur í brjóst. Að öllum kortum hvolft, þá liggur sérhver leið til Rómar. Hvernig byrja borgir? Sveitirn- ar eru sjálfum sér líkar og ekki að sjá í þeim neitt sem nágrenni heitir. Dráttarvélar Iötra um hlöðin, útihús eru ómáluð og hundarnir glefsa í hjólbarða að- vífandi bifreiða. En smám saman gerast þeir latari, nenna brátt ekki niður á veg en góla til mála- mynda úr túnfætinum. Að lokum lyfta þeir varla eyra en liggja fram á lappir sér og gjóa í mesta lagi út undan sér öðru auganu. Og ein- hver óræð breyting fer um leið fram með veginum. Annar brag- ur verður á bæjunum, heiðarleg útihús verða að einhverskonar skemmum, ef ekki löngum kjúkl- ingabúum, á hlöðunum vottar fyrir vörubflum og ýmsum öðrum ótúnlegum vinnuvélum, einstaka heimtröð er malbikuð og e.t.v. er komið skilti neðan við bæjar- heitið sem selur egg og lax. Og ekki ósvipað þessu örlar nú á Róm meðfram hraðvegi Al, að viðbættum stærri auglýsinga- skiltum í vegfætinum. Sjússar, Sjampó og Sokkabuxur. Stór- borgin teygir úr sér yfir hæðirnar sjö og brátt stöðvast blá rútan á hinu fyrsta rauða ljósi. Að lokum stöðvast hún síðan á Lýðveldistorginu og það fer sem fyrr, maður lendir á pensjóni í næstu hliðargötu við lestarstöð- ina. Það er auðtékkað sig inn í prýðileg tvöföld húsakynni fyrir lírur 35.000 og dýrmæt sporin þar með spöruð fýrir kirkjur, söfn og rústir. Og Via Nazionale verður manni enn á ný aðalsamgöngu- æðin, niður á Feneyjatorg í tví- troðnum strætisvagni þar sem fit- ugir og svitugir ítalir nudda sér utan í það sem útlent og eggjandi er. Köfnun nær er stigið út í mynni Corso-gjánnar þar sem við blasir hið stórfenglega minnis- „merki“ um Viktor Emanúel annan, sem lengi hefur farið í kúltúrískar taugar Breta og bet- urvitandi Skandínava. Kúrsinn er síðan tekinn inn í „gamla bæinn“, upp spænskar tröppur, um Borg- hesegarðinn og alla leið inn í Museo delle belle Arte. Fögur er hún þó varla, nútíma- list ítala og sorglegur vitnisburð- ur niðuráleiðarinnar frá Endur- fæðingunni. Sætur verður manni flóttinn yfir Tíber og eftir breiðgötum Mússólínis upp að sjálfri Péturskirkjunni. Það andar af miðpunkti jarðar, sval- andi og upphefjandi í senn, þegar upp ljúkast dyr á þessum helgi- dómi, hæstu og mestu byggingu mannkynssögunnar. Það þyrmir yfir mann tign og friði og maður sér hvernig ástarsambönd blikna, augnatóttir vikna og hnjáliðir kikna undan þessari smío sem fyllt er af þúsundum listaverka, allt frá steinköldu gólfi sem líkara er jörðu og upp í kúpóluna sem líkist engu öðru en himni. Innan úr einu horni berst þó áberandi meiri bæna- og stunukliður en öðrum. Það lyktar af Michelang- elo frá hvítu marmaraflykki þó á bakvið gler sé falið. Píetan situr þar óhögguð sem fyrr og allar hinar stórkostlegu stytturnar verða ruddalegar í samanburðin- um. Handan skips bráðna vax- myndir Thorvaldsens, þó ágætar séu. Að fjórum klukkustundum liðnum og vægum svimaköstum inn á milli hverfur maður á braut úr þessu sannkallaða musteri mannsandans, hvað sem allri lút- hersku líður. Á tröppunum fyrir utan bíður mannkynið, maður sér þar alla fyrir sér, allt frá Goet- he og heim að, já, Einari Bene- diktssyni. (Vatikan-safnið sjálft er hinsvegar lokað vegna við- gerða). Er þá dagurinn að mestu liðinn og fætur manns orðnir mótmæl- endatrúar í allri þessari kaþólsku og öllum þessum páfadómi. En áfram skulu þeir og snætt er á lúmskum veitingastað í skjóli Pantheons sem nær því er kom- inn í eyði. Þjóninum léttir stór- lega þegar hann sér fram á það að við munum ekki komast lengra en það sem primi piatti nemur. Síðan er rölt um á torgum í kring- um listamenn og gosbrunna. Morgunninn eftir byrjar snemma og bærilega með ráni. Af börnum er maður rúinn inn að sveittu skinni en bregður skjótt við og umkringir hina smávöxnu stúlkuþjófa með 14 fílefldum lög- regluþjónum. Sem kunna tök á sígaunum þó saklausar á svipinn þær fletti sig klæðum til afsönn- unar. Að lokum skreppa þær skælandi frá og koma færandi manni falinn fenginn. 80.000 lírur aftur á sinn stað. Eftir hádegið er skoðað Kólós- eum, sem Rómverjar ættu eigin- lega að endurreisa og halda þar leika á ný. Efa ég ekki að þar með ykjust áhrifin til muna af þessum nú barbarísku rústum. Vegna sunnudags er hinsvegar búið að loka Forum Romanum, en mað- ur lætur það ekki hindra sig, mað- ur lætur ekki einn lítinn dag taka frá sér heil 2000 ár, og klifrar yfir grindverkið eins og polli inn á knattspyrnuvöll. Einn með rúst- um. Á súlubroti sit ég eins og sögulegt fífl. Klifra síðan upp á Piazza del Campidoglio þar sem enn sem fyrr ríkir heiður hugur Michelangelos. Af stallinum er styttan þó og allt hér nokkuð póst-módernískara fyrir bragðið. Loks er það síðan Pantheonið, sem vitnar um fornan stórhug og hefur líklega orðið meistaranum margumrædda inspírasjón fyrir Péturskirkjuna. Það er stórfeng- leg reynsla nútímadreng að njóta slíkrar byggingar sem virðist ein- göngu byggð í sjálfri sér, til vitnis um mannlegan möguleik, án neyslu eða notagildis. Fagurt fe- gurðar vegna. Hátt vegna hæðar einnar. Svo laust við ástæður og réttlætingar. Hér liggur Rafael og skammt frá er Thorvaldsen enn á ferð. Manni verður hugsað til þjóðar sinnar og um alla hennar Þorvaldssyni. Enn á ný hefst „kvöld í Róm“ og hægt og seinlega sígur Tíber í ægi þegar lestin þó hægar silast í brott frá Termíní-höll sinni, eina lukkaða nútímastykkinu hér í borg. Tveir stuttir dagar eru endaðir og eftir í huga manns stendur blönduð byggð á 7 hæð- um. Furðuleg borg sem bæði er glæsileg og sóðaleg í senn. Um fram allt „casual“, hún gefur manni þá tilfinningu að íbúarnir fyllist kæruleysi gagnvart þessum horfna mikilleik sem stendur þó eftir í nokkrum brotnum súlum. Það er iíkt og þeir fái ekki við neitt ráðið, fornminjarnar spretta eins og illir þyrnar á hverju horni í augum þeirra. Sjálfir bruna þeir áfram á sínum smáu bílum eða fylla fúlir og áhugalausir glösin á börunum fyrir pflagrímana með allan sinn enþúsíisma. Selja þeim rándýra drykkina fyrir sætin ein, sætin frammi fyrir hinu stóra sviði sög- unnar. Núíma Rómverjinn reykir bara sína rettu og drepur síðan í henni ofan í öskubakka sem minnir á borgina sjálfa. Hálfir og heilir, útbrunnir, standa súlust- ubbarnir upp úr öskunni. Þeir gera hér ekkert í því að reyna að laða fólk til sín með snyrtilegum frágangi eða alúðlegu viðmóti. En þeir fá bara ekki við neitt ráðið. Heimurinn lætur þá ekki í friði. - Hallgrímur. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Möröur Ámason, Ottar Proppó. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn:GuömundurRúnarHeiöarsson,Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríöur Juliusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ölafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Siguröur Á. Friðþjófsson. Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita-og prófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlttateiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO. Pétursson Framk væmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri:OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, PorgerðurSiguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiöslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.