Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 6
Heilsugæslustöð á Húsavík Tilboö óskast í byggingu heilsugæslustöðvar á Húsavík, að fokheldu ástandi, frágang að utan og jöfnun lóðar. Húsið er tveggja hæða steypt hús og tengist við sjúkrahúsið með fjögurra hæða lyftu- og stiga- húsi. Grunnflötur heilsugæslustöðvarinnar er 645 m2, gólfflötur alls 1290 m2. Heildarrúmmál er 5,077 m3. Verkinu í heild skal lokið fyrir 1. september 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, og hjá Tækniþjónustunni hf. Garðarsbraut 18, Húsavík, 23.-26. ágúst 1988 gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, þriðjudaginn 6. september 1988 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, simi 26844 PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk til bréfberastarfa í hálfs- dagsstörf fyrir hádegi. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar, sími 687010. Póststofan í Reykjavík. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk til afgreiðsiustarfa hjá póststofunni í Reykjavík. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar, sími 687010. Póststofan í Reykjavík. w 'í|S>e Flutningar Óskað er tilboða í flutning áfengis, tóbaks og iðnaðarvara fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins frá höfnum í Evrópu og Ameríku næstu 12 mánuði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og verða tilboð þar opnuð föstudaginn 30. ágúst nk. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7;PÓSTHÓLF 1450, 125 REYKJAVÍK. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Óskars Ólafssonar frá Söðulsholti Iðjumörk 1, Hveragerði Kristín Þórðardóttir Eyþór Ágústsson Ólafur J. Óskarsson Adda Hermannsdóttir Steinunn Óskarsdóttlr Helgi Ársælsson Ingibjörg Óskarsdóttir Erlendur Ó. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabarn VIÐHORF Furöuleg vinnubrögð Sigríður A ðalsteinsdóttir skrifar „Starfsfólk hefur áhyggjur afvistmönnum sem beðið hafa eftir plássi á deildinni ogfinnstfreklega að þeim vegið... Það eru eindregin tilmœli til stjórnar stofnunar- innar að svona hlutir endurtaki sig ekki, deild 11 fái að halda starfsemi sinni áfram ogstgrf hennar verðimetin að verðleikum“ Á rishæð Kleppsspítala starfar deild 11, sem er endurhæfingar- deild fyrir geðsjúka. Deildin er að mörgu leyti sú eina sinnar teg- undar hér á landi. Þegar talað er um endurhæfingardeild þá er átt við deild sem gerir sjúklinga hæf- ari til að standa á eigin fótum og geta séð um sig persónulega og fjárhagslega. Deildinni hefur verið stjórnað af öryggi og festu og starfsfólk hefur unnið mark- visst að eflingu þessa starfs. M.a. hefur starfsfólk unnið í sjálfboða- vinnu við fjáröflun í svokallaðan deildarsjóð. Þessi sjóður hefur verið notaður í þágu sjúklinga á ýmsan hátt. Vinnan á deildinni, endurhæfingin, er m.a. fólgin í því að vistmenn sjá um ræstingu á deildinni, aðstoð á matartímum og að sjálfsögðu að sjá um sína persónulegu hirðingu, þjónustu- brögð og fjármál undir leiðsögn starfsfólks. Þegar sjúklingar hafa náð tökum á innistörfum, fara þeir gjarnan í svokallaðan útihóp þar sem ýmiss störf eru unnin. Sem dæmi má nefna bílaþvott, hellu- steypu, kartöflurækt, smærri verkefni og þjónustustörf fyrir spítalann. Fyrir þessa vinnu fá vistmenn nokkur laun sem ák- vörðuð eru eftir mati verkstjóra á hæfni hvers og eins. Umsögn um hæfni og framfarir er gefin viku- lega á morgunfundum. Eftir vinnu eru gönguferðir og ýmsi- legt annað er gert til að auka vir- kni hvers einstaklings. Segja má að starfið sé í aðalatriðum barátta gegn óvirkni. Tvö undanfarin sumur hefur deildinni verið lokað í sumar- leyfum starfsfólks. Sú ákvörðun var upphaflega tekin í sparnaðar- skyni en hefur reynst vel sem lið- ur í endurhæfingu sjúklinganna. Nú gerist það í miðjum sumar- leyfum að starfsfólk fær bréf um að deildin verði ekki opnuð 28. ágúst eins og um var talað, heldur verði hún lokuð um óákveðinn tíma, a.m.k. til áramóta, vegna fjárskorts hjúkrunarsviðs geð- deildanna í heild - „ofeyðslu mið- að við fjárlög." Starfsfólk deildarinnar er mjög óánægt með þessar fréttir í miðju sumarleyfi. Ekki einu sinni læknar deildar- innar né deildarstjóri fengu þess- ar fréttir fyrr en um síðustu helgi. Forsvarsmönnum stofnunarinnar hlýtur að hafa verið ljóst fyrr en í sumar að fjárhagsstaðan væri komin í óefni og því getað rætt við stjórnendur og annað starfs- fólk um hvar hægt væri að spara. Starfsfóik hefur áhyggjur af vistmönnum sem beðið hafa eftir plássi á deildinni og finnst frek- lega að þeim vegið. Það er einnig gróft brot gagnvart starfsfólki deildarinnar að fá þessar fréttir í miðju fríi með stuttum fyrirvara. Það eru eindregin tilmæli til stjórnar stofnunarinnar að svona hlutir endurtaki sig ekki, deild 11 fái að halda starfsemi sinni áfram og störf hennar verði metin að verðleikum. Sigríður Aðalsteinsdóttir. Slgrí&ur starfar á deild 11 á Kleppsspítala sem nýiega var lögð niður, a.m.k. til bráðabirgða. ísland - herstöð eða friðarsetur Ráðstefna á Hallormsstað 27. - 28. ágúst Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi og Norðurlandi eystra gangast í sameiningu fyrir opinni ráðstefnu helgina 27. - 28. ágúst um baráttuna gegn erlendum herstöðvum og hlutdeild íslands í baráttu fyrir friði og afvopnun. Ráðstefnan verður haldin í Hótel Eddu á Hallormsstað þar sem þátttakendur geta fengið gistingu og fæði á sérkjörum. Sólarhringurinn með fæði og gistingu í eins manns herbergi kostar kr. 3.500,- en kr.3.100,- á mann, ef gist er í 2ja manna herbergi. Einnig er svefnpokapláss til reiðu. Væntanlegír þátttakendur í ráðstefnunni eru beðnlr að skrá sig hjá Hótel Eddu Hallormsstað, sími 11705, fyrir 22. ágúst. Dagskrá ráðstefnunnar Laugardagur 27. ágúst: Kl. 13-18,30 Setning: Hjörleifur Guttormsson. Ólafur Ragnar Grímsson: Afvopnunarmál og erlendar herstöðvar. Albert Jónsson, starfsmaður öryggismálanefndar: ísland og hernaðarstaðan á Norður-Atlantshafi. Svavar Gestsson: Alþjóð- amál - ný viðhorf. Tómas Jóhannesson, eðlisfræðingur: Geislavirkni í höfunum og kjarnorkuvetur. Fyrirspurnir milli erinda. Kynnt drög að ávarpi ráðstefnunnar. Almennar umræður. Kl. 20.30 Skógarganga og kvöldvaka. Sunnudagur 28. ágúst: Kl. 09-12. ‘ _ ' Sólveig Þórðardóttir, Ijósmóðir: Nábýli fulltrúa frá Norðurlandi eystra og Austurlandi. Kl. 13-15 Framhald baráttunnar, næstu skref. Umræður og niðurstöður. . Gegn herstöðvum og hernaðarbandalögum: Steingrímur J. Sigfússon: Staðan á Alþingi og í þjóðfélaginu. 'órðardóttir, Ijósmóðir: Nábýli við herstöð. Ingibjörg Haraldsdóttir: Barátta herstöðvaandstæðinga. Ávörp JVk Ráðstefnustjórar: Sigríður Stefánsdóttir og Magnús Stefánsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. Fjölmennum i Hallormsstað. IHR wk L. M Kjördæmísráð Alþýðubandalagsins W Norðurlandi eystra og Austurlandi Ath. Flugleiðir velta 20% afslátt á flugfargjöldum gegn skriflegri staðfestingu frá skrifstofu Alþýðubandalags- ins Hverfisgötu 105 Reykjavík. S. 17500 og 28655.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.