Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 7
Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá in Tuttugu ár frá innrás Hersveitir Sovétríkjanna og forvitni varð ekkert einsog fyrr. nokkurra fylgiríkja þeirra í Var- í Tékkóslóvakíu tók við tíma- sjárbandalaginu réðust inn í bil deyfðar og niðurlægingar sem Tékkóslóvakíu klukklutíma fyrir enn er ekki afstaðið, en á Vestur- miðnætti 20. ágúst fyrir réttum löndum varð innrásin til þess að tuttugu árum, - og þessarar flestir sósíalistar höfnuðu alger- innrásar, sem síðan er dagsett 21. lega og endanlega sovésku skipu- ágúst - er nú minnst um allan lagi sem nokkurskonar fyrir- heim. Fáir einstakir atburðir hafa mynd. markað samtímasöguna sterkar Hér er rætt við nokkra íslend- en þegar innrásin í Tékkóslóvak- inga um afstöðu þeirra til íu marði undir skriðdrekabeltun- innrásarinnar og áhrif hennar, - um „vorið í Prag“ þar sem um- Qg birt erindi sem merkur tékkn- bótasinnar innan ráðandi Komm- eskur útlagi hélt á ráðstefnu í únistaflokks höfðu ætlað sér að Ósló í vor um áhrif hinnar so- skapa lýðræðislegan sósíalisma vésku „perestrojku" á Tékkósló- úr óskapnaði stalínskipulagsins, vakíu og önnur ríki á valdasvæði eða „ljúka byltingunni", einsog Sovétmanna, - þeirrar „perest- sumir orðuðu það. rojku“ sem um margt líkist ein- Þetta var árið 1968, og fyrir mitt umbótunum sem skriðdrek- þeim sem höfðu horft til Dubceks arnir tróðu í svaðið í Prag fyrir 20 og manna hans með aðdáun og árum. -m Bæði hryggur og reiður „Ég varð bæði hryggur og reiður, hryggur yfir þessum ör- lögum Tékka og Slóvaka og reiður yflrgangi risaveldisins,“ sagði Magnús Torfl Ólafsson þeg- ar Þjóðviljinn spurði hvernig honum hefði orðið við fyrir 20 árum þegar herir Varsjárbanda- lagsins með Sovétherinn í farar- broddi gerði innrás í Tékkósló- vakíu. Aðspurður hvaða áhrif hann teldi innrásina hafa haft síðar meir sagði Magnús Torfi: „Ég held að innrásin og eftir- köst hennar hafi opnað augu manna sem eru komnir til áhrifa í Sovétríkjunum fyrir því að eitt hlassið í óheillaarfi Stalíns, sem þeir dragnast með, er undirokun þjóða í Austur-Evrópu, og hún er þeim hættuleg. Það er ekki þægi- leg tilfinning, að sitja á púður- tunnu. Eitt af langtímamarkmiðum utanríkisstefnu Gorbatsjovs og hans manna er að mínum skiln- ingi að aflétta sovéskri hersetu í öðrum Varsjárbandalagsríkjum, án þess að hægt sé að núa þeim því um nasir að sovéskum örygg- ishagsmunum sé fómað. Austur- stefna vesturþýskra ríkisstjórna og afstaða Vestur-Þýskalands innan Nató bera vott um að í Bonn er og verður reynt að koma til móts við Sovétríkin í þessu efni. Ég vona að Nató í heild beri gæfu til að vinna að sama marki.“ „Þegar því er náð, og ekki fyrr, verður Evrópa sameiginíegt heimkynni okkar Evrópumanna allra, svo notað sé orðalag sem Gorbatsjov er tamt,“ sagði Magnús Torfi. -grh Innrásin var mikið áfall „Innrásin í Tékkóslóvakíu fyrir 20 árum er mér enn í fersku minni þó ég hafl verið ung að árum og ég man það enn að innrásin var mér mikið áfall. Hún var gerð sumar- ið 1968 þegar ungt fólk hér sem annarsstaðar var uppfullt af bjartsýni um að með samtaka- mættinum væri hægt að vinna gegn kerflnu, í næstum þvl hvaða þjóðlandi sem væri. En á auga- bragði var þessi bjartsýni fótum troðin af risaveldinu í austri og leppríkjum þess.“ Þetta sagði Svanfríður Jónas- dóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins og bæjarfulltrúi á Dalvík við Þjóðviljann um at- burðina fyrir tveimur áratugum. Svanfríður sagði að eftir innrásina hefðu margir endur- metið mörg sín fyrri gildi og verið lengi að jafna sig. Aðspurð um afleiðingar innrásarinnar sagði Svanfríður að með henni hefði verið stigið á bremsurnar í þróun sósíalismans í Tékkóslóvakíu um 20 ár en í dag sýndist henni sem umbótastefna Gorbatsjovs So- vétleiðtoga væri framhald af vor- inu í Prag 1968. Svanfríður sagði að á meðan til væru valdstjórar sem teldu sig umkomna þess að hafa forræði yfir öðru fólki gæti harmleikurinn í Tékkóslóvakíu endurtekið sig. „En þrátt fyrir harmleiki eins- og þennan er bjartsýnin á betri heim enn við lýði, og á meðan maður telur sig geta stuðlað að friði á milli manna og þjóða er það þess virði að halda barátt- unni áfram,“ sagði Svanfríður. -grh Varð illa við rússajeppa Mér brá voðalega þegar þetta gerðist, sagði Einar Kárason þeg- ar Þjóðviljinn spurði hver við- brögð hans hefðu verið við innrásinni í Tékkóslóvakíu, en hann var tæplega 13 ára þá. Hann hafði verið mikill bfladellumaður og einstaklega hrifinn af rússa- jeppum. Eftir innrásina hurfu rússajepparnir út af sakrament- inu. „Ég áleit Dubcek vera mikinn og góðan mann og var mjög ánægður þegar Novotný var sett- ur af,“ sagði Einar. Hann hefði séð myndir þar sem fólk kom til Dubceks og gaf honum úrin sín og skartgripina og hrifist til tára. „Svo heyrði maður þetta í útvarp- inu og sá myndir í blöðunum af rússneskum hermönnum í Prag og rússajeppinn fór út af sakram- entinu,“ sagði Einar. Einar sagðist auðvitað geta sagt ýmislegt um síðari áhrif þess- arar innrásar, þau hefðu vafalítið orðið mikil. En allar yfirlýsingar af því tagi yrðu klisjukenndar og hann vildi því láta það ógert að gefa þær. -hmp Heimsmyndin breyttist Þegar ég heyrði af innrásinni var mér mjög brugðið og varð fyrir djúpum vonbrigðum. Eg var á leiðinni til Tékkóslóvakíu sama morgun og innrásin var gerð, til að skrifa um vorið í Prag sem ég hafði bundið miklar vonir við, sagði Vilborg Harðardóttir um atburðina fyrir tuttugu árum. Hún sagðist hafa þekkt mjög vel til í landinu og hugmyndir Du- bðeks um mannlegri sósíalisma hefðu gefið sér vonir um betri tíð. „Innrásin í Tékkóslóvakíu og valdaránið í Chile 1972 þegar Al- liende var myrtur eru þeir tveir erlendu atburðir sem hafa haft mest áhrif á mig,“ sagði Vilborg. „Frá sjónarhóli smáþjóðar sá maður að stórveldin höfðu raun- verulega skipt heiminum á milli sín. Bandaríkin horfðu aðgerðar- laus á atburðina í Tékkóslóvakíu og Sovétmenn sömuleiðis á at- burðina í Víetnam og í Chile.“ Vilborg telur að atburðirnir í Tékkóslóvakíu og það sem á eftir þeim fór hafi haft mikil áhrif á sósíalista, ekki hvað síst á vestur- löndum. Innrásin hefði orðið smiðshöggið á býsna miklar breytingar á heimsmyndinni. Það væri ekki lengur nóg fyrir ríkis- stjórn að kalla sig sósíalíska, hún yrði að sýna sósíalismann í verki. Austantjalds hafi fólk einnig bundið miklar vonir við vorið í Prag en verið sér meðvitað um að vonlítið væri að reyna þetta nema eitthvað gerðist fyrst í Sovétríkj- unum. Kannski væri eitthvað að gerast þar nú með glasnosti og perestrojku Gorbatsjovs. -hmp Það sauð á mér „Ég get ekki sagt að tíðindin hafi komið mjög á óvart. Ég var búinn að fylgjast með vikurnar á undan og morguninn sem innrásin var staðreynd hringdi Bjarni Þórðarson bæjarstjóri og ritstjóri Austuriands klukkan 7.30 og sagði: „Rússarnir eru komnir inn I Tékkó. Nú verður þú að skrifa.“ Hjörleifur Guttormsson segir að ekki hafi þurft að hvetja sig mikið: „Það sauð á mér. Ég skrif- aði þrjár eða fjórar greinar í Austurland um atburðinn og pól- itíska lærdóma af honum. Það þóttu ýmsum þung orð, en ég tel nú, tuttugu árum síðar að þar hafi síst verið ofmælt“. Um áhrif innrásarinnar síðar meir sagði Hjörleifur, sem á námsárum sínum var austant- jalds, í Austur-Þýskalandi: „Hún varð til þess að djúpfrysta enn frekar þjóðfélagsástandið og stöðnunina í löndum A-Evrópu. Tékkóslóvakar voru að sjálf- sögðu þeir sem goldið var þyngs- ta höggið en einnig í öðrum A- Evrópuríkjum varð innrásin vatn á myllu ríkjandi afturhaldsafla“. „Fyrir sósíalista í V-Evrópu og víðar staðfesti innrásin það sem margir vissu og aðra grunaði að svokallaður sósíalismi í A- Evrópu hafði breyst í andhverfu sósíalískra hugsjóna. Aðallær- dómurinn af þessum atburði og öðrum svipuðum austan tjalds er sá að enginn sósíalismi fær þrifist eða risið undir nafni nema lýð- ræði fái notið sín og mannhelgi sé virt,“ sagði Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður við Þjóðvilj- ann. -grh Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás - Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.