Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 8
Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás - Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás - Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás - Um það bil þrem áratugum eftir að Khrústsjov komst til valda eru gerðar tilraunir til endurbóta í sovétkerfinu, í þetta sinni ekki á „jaðarsvæði“ heldur í sjálfu „móðurlandi" kerfisins. Menn verða að sjá þetta í tengs- lum við hinn mikla mun (oft í já- kvæðum en einnig að nokkru í neikvæðum skilningi) á stefnus- kráratriðum „perestrojkunnar" og endurbótatilrauna eins og við þekkjum til þeirra frá árunum 1956,1968 og 1980 í smáríkjum í sovétkerfinu. í endurbótatilraun- um Gorbatsjovs eru tvö atriði sérstaklega mikilvæg: 1. Hin nýja stefna Sovétríkjanna getur breytt ástandinu í heiminum nú á dögum (slökun, afvopnun, samvinna frekar en deilur o.s.frv.). 2. Heppnist Sovétmönnum að hrínda stefnu sinni í fram- kvæmd, mun það þegar til lengdar lætur greiða einnig fyrir jákvæðri þróun í öðrum löndum innan sovétblakkar- innar og batnandi sambandi við lönd eins og Kína, og önnur lönd með stjórnkerfi í ætt við hið sovéska. í þessu sambandi er nauðsynlegt að undirstrika orðalagið „þegar til lengdar lætur“ því að sé ein- ungis litið til skamms tíma geta áhrif „perestrojkunnar" á þró- un mála í löndum innan sovét- blakkarinnar orðið all and- stæðukennd. Þróun í Moskvu - stöönun í Prag? Reynslan frá Khrústsjov- tímabilinu (eftir 20. þing sovéska kommúnistaflokksins) hefur leitt í ljós að í smáríkjum innan sovét- blakkarinnar getur þróun í átt til breytinga og endurbóta á kerfinu orðið með öðrum hætti en í So- vétríkjunum sjálfum og brotist undan eftirliti þeirra. Hinir svo- kölluðu „atburðir“ í Póllandi og Ungverjalandi árið 1956 ollu næstum því falli Khrústsjovs (stalínistahópur kringum Mo- lotov freistaði þess). Hafi menn í huga atburðina í Tékkóslóvakíu 1968 og í Póllandi 1980 eru menn í vissum hópum í Moskvu áhyggjufullir yfir því núna að á- hrifin frá „perestrojkunni" geti valdið því að þróunin í sumum litlu löndunum innan blakkarinn- ar fari úr böndum. Meðan ekki hefur náðst úrslitaárangur í tengslum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sambandið við Kína þokast fram á við, Afganistan-vandamálið verið leyst, eins lengi og óstöðugt ástand er í sumum löndum blakk- arinnar (Pólland og Rúmenía), er Gorbatsjov sennilega mest í mun að halda „rólegu ástandi" í öllum þessum löndum blakkarinnar. Hann er jafnvel tilbúinn að greiða fyrir þetta með úr sér gengnu kerfi sem ber greinileg merki um stöðnun tímabisins í stjórnmálalífi þessara landa. „Eigin leiö“ Við mörg tækifæri hefur Gor- batsjov haldið fram grund- vallarreglunni um sjálfstæði og „eigin leið“ fyrir sérhvert sósíal- ískt land, fyrir sérhvern komm- únistaflokk (bæði þá sem sitja við völd og hina); Þetta hefur hann endurtekið í mörgum ræðum, síðast - og mjög greinlega - í Júg- óslavíu. Hann reynir líka að gera mönnum ljóst að Kommúnista- flokkur Sovétríkjanna hyggi ekki á afskipti af þróun í hinum litlu löndum blakkarinnar - gagnstætt fyrri breytni. Allt þetta er gleði- legt að heyra, alveg eins og yfir- lýsingu Gorbatsjovs þess efnis að sovéska þjóðskipulagið sé árang- ur sérstaks ástands í Sovétríkjun- um á þriðja og fjórða áratug þess- arar aldar. En jafnframt geta menn ekki komist hjá því að veita mörgum þverstæðum athygli: a) Framkvæmd þessara grund- vallarreglna (heppnist Gorbat- sjov hún) er heldur á seinni skip- unum - fjórum áratugum eftir að unnið var að því að sumu leyti með valdi að koma sovétkerfinu á í Evrópulöndum blakkarinnar. Eigin hefðir landanna, efnahags- kerfi, þjóðfélagsástand og stjórn- málaástand, eigin menningararf- leifðir, allt þetta var skemmt og afmyndað áratugum saman. Til- raunir í átt til sjálfstæðrar eigin þróunar og leiðar voru ævinlega stöðvaðar: árið 1948, kringum 1956, aftur í Tékkóslóvakíu árið Zdenek Mlynár var einn af framkvæmda- stjórum Kommún- istaflokks Tékkósló- vakíu árið 1968 og mjög handgenginn Alexander Dubcek, enda Slóvaki einsog hann. 1968 og árið 1981 í Póllandi. Núna þegar sovéska forystan út- deilir „sjálfstæði" eru þiggjend- urnir orðnir aumkunarverðir, bæklaðir þegnar! b) Spumingin er hvort samfé- lögin í þessum löndum eru við núverandi ástand fær um að Ieggja inn á leið lýðræðislegrar þróunar án þess að Sovétríkin hjálpi til við að eyða áhrifum eigin stefnu sem leiddi fyrr til þess að sovétkerfinu var komið á með valdi. Það er fjarri því að lýðræðisleg þróun sé komin undir því einu að þau „öðlist sjálfsfor- ræði“ gagnvart Moskvu (sbr. Al- baníu og Rúmeníu). Bara fyrir Sovét? c) Viss atriði í hinni nýju stefnu Sovétríkjanna geta vakið grun- semdir um að yfirlýsingar um „sjálfstæði“ og „eigin leiðir" eigi fyrst og fremst að vera til hags- bóta fyrir eigin markmið Sovétr- íkjanna. Til dæmis er það svo að í ölíum löndum í sovétblökkinni hafa Sovétmenn enn fjölmennt hemámslið sem getur skipt sér af gangi mála hvenær sem er, einnig ef ástand innanríkismála krefst þess. Tilraunir til náinnar efna- hagssamvinnu eru fjarri því að vera alltaf grundvallaðar á tilliti til virkni og á gagnkvæmu sam- bandi. Nokkrir hinna nýju þátta í hinni nánu samvinnu eru raun- vemlega aðeins gömul stalínsk form í nýrri gerð. Dæmi um þetta eru sameiginleg fyrirtæki sem hafa gert efnahagsþróun háða ástandi í Sovétríkjunum. Á stjórnmálasviði stunda menn tíð „viðtöl“ þ.e.a.s. umræður um það sem frá sovésku sjónarmiði eru álitnar hagfellustu lausnir á fjölda innanríkismála. Leiðtogar flokks og ríkis frá öllum austan- tjaldslöndum hittast oft - en til hvers er það þegar langflesta þessara „þjóðarleiðtoga“ greinir á við íbúana í eigin löndum bæði hvað snertir stefnu þeirra og stöðu? Þar að auki er það augljóst að nýja sovétforystan beitir áhrifum og vægi til framdráttar sovéskum áhrifum - einnig þegar skipt er um menn í forystu t.d. Afganist- an og Viet-Nam. Ástandið í austantjaldslöndun- um ber á þessum tímum svip af mjög óvenjulegum mismun í innanlandsmálum. (Þessi mis- munur var varla til fyrir nokkrum árum) Ástæður til þess geta verið margar, en þó að undarlegt sé leiða þessar mismunandi aðstæð- ur til sömu niðurstöðu: stjórnmálaleiðtogar í öllum löndum austurblakkarinnar eru - í orði kveðnu - sammála Gorbat- sjov og „perestrojku" hans, en í raun og veru reyna sömu forystu- menn að halda sem fastast í stöðu sína og tryggja stöðugleika stjórnar sinnar. Með öðrum orð- um: menn breyta engu sem máli skiptir. í mjög stuttu máli og þess vegna einfölduðu geta menn lýst ástandi hinna ýmsu landa (að undantekinni Tékkóslóvakíu sem ég ræði sérstaklega) á eftir- farandi hátt: Pólland: Núverandi stjórnarfar í landinu er í raun réttri her- stjórn. Stjórnmálalegt áhrifavald og framkvæmdageta flokksins er næstum því á núlli. Mönnum hef- ur ekki heppnast að brúa gjána milli samfélagsins og handhafa hins stjórnmálalega valds. Það eru sjö ár liðin frá því að komist var að „Lausninni á kreppunni“. Félaglegt ástand er óstöðugt, það er stöðug hætta á sprengingu. Meirihluti þjóðarinnar óskar eftir endurbótum gagnólíkum þeim sem Gorbatsjov hefur hald- ið fram, en vonar samtímis að nýja sovéska forystan muni ekki beita hernum komi til nýrra „at- burða“ í Póllandi. Gorbatsjov er helsta von Jaruzelskis sem lítur á hann sem verndara, eins konar ábyrgðarmaður fyrir stefnu hans. í augum Sovétríkjanna er enginn stuðningur í Póllandi heldur er það sífelld hugsanleg hætta fyrir stöðugleikann í blökkinni. Yrðu sett ný undantekningarlög í Pól- landi styrktu þau andstæðinga „perestrojkunnar" í Sovétríkjun- um. DDR: Stjórnmálaleiðtogar þar þurfa alls ekki að samþykkja allar hliðar sovésku „perestrojkunn- ar“ (sérstaklega aukið lýðræði), því að kerfið í DDR hefur verið í góðu lagi fram að þessu og nauðsynlegum endurbótum hef- ur verið komið á fyrir löngu. Möguleg sókn í lýðræðisátt yrði örugglega með öðrum hætti í DDR en Sovétríkjunum. Hún vekti líka upp „málefni Þýska- lands“. Sem stendur (sé litið til skamms tíma) er Moskva víst samþykkari núverandi lausn í DDR en einhverjum óvissum til- raunum þar. Ungverjaland: Svo virðist sem „perestrojka“ Gorbatsjovs sé studd að öllu leyti. Raunverulega er visst kreppuástand í landinu þegar um er að ræða þær endur- bætur sem á hafa komist. Landið verður að þokast áfram bæði í efnahagslegum umbótum og hvað varðar róttækar breytingar í lýðræðisátt. Að vissu leyti má bera saman ástandið í Ungverja- landi við ástandið í Tékkóslóvak- íu á tímabilinu 1965-1967, það er að segja fyrir vorið í Prag. Ung- verski valdahópurinn er auðvitað dauðhræddur við hugsanlega rót- tæka þróun. Unga kynslóðin er ekki lengur hrædd við árið 1956. Þess er enginn kostur að benda á Moskvu um ástæðu fyrir hægfara lýðræðisþróun. Það er líklegt að hin nýja ungverska forysta muni vísa til hins sérstaka ástands í landinu - eins og menn gera í DDR. En það mun aðeins valda andófsbylgju. Búlgaría: Að fornum vana reyna menn að stæla stefnu So- vétríkjanna á líðandi stund, en eingöngu „að ofan“. Það er ein- kennadi að hinn gamli leiðtogi Zhivkov hefur ekki verið settur af. Sovétmenn telja ástandið í Búlgaríu mjög einfalt. Rúmenía: Sökum kreddufestu í stjórnmálum sýnir forystan „perestrojku“ opinberan fjand- skap í flestum atriðum (andvíg markaðshugmynd, frumkvæði einkaaðila o.s.frv.). Vegna hins hroðalega ástands efnahagsmála og stjómmála er hætta á spreng- ingu, t.d. að Ceaucescu látnum. Tékkó eftir 20 ár Ástandið í Tékkóslóvakíu: í vorinu í Prag fyrir 20 árum var það ekki einungis samfélagið, heldur einnig kommúnistaflokk- urinn sem var fær um að finna leið til sameiningar sósíalisma og lýðræðis.. Þeta er engin tilgáta heldur sannaði síðari þróun og framkvæmd stefnunnar þetta. I stómm dráttum má segja að það séu fimm svið endurbótastefn- unnar þáverandi sem samsvari hugmyndum Gorbatsjovs um „perestrojku“: 1. Litið var á sovéska líkanið sem afleiðingu sérstakra aðstæðna í Sovétríkjunum (einkanlega á dögum Stalíns). Á því átti að verða eðlisbreyting með hlið- sjón af skilyrðum í Tékkósló- vakíu árið 1968. 2. Tékkóslóvakiski kommúnista- flokkurin skildi að forsenda endurbóta í efnahagsmálum var samræmd hagnýting efna- hagslegra aðferða (ekki stjórnsýsluaðferða) - menn yrðu að fara að á annan hátt en við fyrri tilraunir 1958 og 1966. Því var lýst yfir opinberlega að ekki væri unnt að hrinda í framkvæmd efnahagslegum endurbótum án róttækra breytinga í lýðræðisátt. 3. Ein mikilvægasta forsenda fyrir þróun í þessa átt er til- lagan um sjálfstjórn starfs- manna á vinnustöðum. 4. Kommúnistaflokkur verður að koma á lýðræði innan sinna raða og hann verður að játast undir eftirlit samfélagsins í slíkum mæli að ekki verði unnt að koma á aftur alræðisvaldi yfir þjóðfélaginu. Hvort held- ur um er að ræða einræði með „persónudýrkun" eða án hennar. í framkvæmd merkir þetta fyrst og fremst frelsi til gagnrýni og skoðanafrelsi (fjölmiðlar) og möguleika á því að halda fram andstæðum skoðunum á þann hátt sem máli skiptir í stjómmálum. 5. Hið sósíalíska ríki verður að þróast í réttarríki, með öllu sem við kemur því hugtaki. Innrásarríkin lýstu því yfir að þessi stefna væri tilraun að koma í kring andbyltingarsinnaðri valdatöku, - og hún var bæld nið- ur gersamlega með hemaðar- íhlutuninni í ágúst 1968. Tuttugu ára svokallað „eðlilegt ástand“ hefur eftir innrásina komið landinu í núverandi ástand sem einkennist af þessu: 1. Eyðilagðar vom þær forsend- ur sem vom fyrir lýðræðisþró- un í kommúnistaflokknum. Nú á dögum er ekkert nægi- lega sterkt afl innan flokksins sem er fært um að vera bak- hjarl „perestrojku“-stefnunn- ar, engir sem em fúsir til að hætta stöðum sínum í baráttu um innihald „perestrojku", ekkert afl sem er fært um að vinna traust samfélagsins og sannfæra íbúana um heiðarleg áform. 2. Almenningur trúir ekki á hæfi- leika valdhafanna til að færa kerfið í lýðræðislegt horf og koma í kring sameiningu sósí- alisma og lýðræðis. Trúin á slíka sameiningu er mjög lítil (að líkindum alveg horfin). Venjulegt fólk hefur snúið sér að einkaneyslu en ekki sam- eiginlegum hagsmunamálum. Með þessum hætti hefur Tékk- óslóvakía orðið dæmigerð um það, hvemig orð Gorbatsjovs um sjálfstæði og eigin þróun- arleiðir hinna ýmsu landa, hafa orðið innantóm. Ástæðan til þess er einfaldlega sú að sovéska forystan hefur í tvo áratugi bælt allt niður sem veitti mönnum kost á sjálf- stæði og eigin leiðum. Vitund- in um þetta raunverulega ástand hefur skapað þver- stæðu hjá tékkóslóvakískum almenningi: Menn bjuggust við lýðræðisþróun af Gorbat- sjov eins og einhverju sem nú ætti að koma frá Moskvu. Þessi von reyndist ekki rétt- af ástæðum sem ég hef minnst á fyrr (eftirsóknin eftir „rólegu ástandi"). í þessu sérstaka ástandi í Tékkóslóvakíu hefur Gorbatsjov þvert á móti ekki aðeins stuðlað að óbreyttu ástandi, heldur við- urkennt stjórnmálaástand sem eftir sem áður er mótað af anda Brezhnevs. Hann leyfir líka áfram allar þær lygar um endur- bótatilraunimar 1968 sem ráða- menn í Tékkóslóvakíu hafa breitt út. Áberandi er líka skorturinn á sjálfsgagnrýni Sovétmanna, þeg- ar um er að ræða sovésk viðhorf og athafnir árið 1968, sérstaklega hemaðaríhlutunina í ágústmán- uði 1968. Allt þetta stuðlar að djúpstæðri tortryggni gagnvart „perestrojku“ hjá tékkóslóv- akísku þjóðinni. Ró og óró - vandinn frammundan Almennt séð er ástandið nú á dögum gjörólíkt ástandinu 1956. Þá var Khrústsjov ógnað af rót- tækum breytingatilraunum hjá smáþjóðum sovétblakkarinnar. Núna á Gorbatsjov á hættu að smáþjóðimar tortryggi „perest- rojku“ og menn sýni henni kæm- leysi. Ósk Gorbatsjovs um „ró“ getur nefnilega af ýmsum ástæð- um leitt til skilnings hjá smáþjóð- um í sovétblökkinni að nú sé mik- ilvægara fyrir Sovétríkin að halda núverandi valdahópum við völd en að koma á lýðræði í Evrópu- ríkjum blakkarinnar. Því hafist menn ekki að. Einnig nú á dögum er sú stað- reynd enn í gildi að lýðræðið í þessum löndum verði frábragðið því sem komið verður á í Rúss- landi og mestan hluta Sovétríkj- anna. Aðrar sögulegar hefðir munu sérstaklega ákvarða þörf- ina á þróun fjölflokkalýðræðis á þingræðisgrandvelli, og opnun gátta fyrir vestrænni menningu að meðtöldum stjómmálavenj- um. Auðvitað verður spurt um endurbætur í efnahagsmálum á mismunandi hátt eftir löndum og þörfum þjóðarbúskapar. Vanda- mál varðandi fullveldi ríkja munu jafnframt verða áberandi. Samt sem áður er það ekki hagkvæmur og raunhæfur valkostur við lýð- ræðislegar endurbætur að hætta við nána samvinnu í Efnahags- bandalagi sovétblakkarinnar. Þess háttar áhyggjur eiga sér skjól í röksemdafærslu meðal kreddufullra andstæðinga endur- bóta. Sovéska forystan mun neyðast til að fjalla um fjölda vandamála í tengslum við þróun í sovésku blökkinni. Þessi vanda- mál verða Gorbatsjov og hans menn að meta á borð við þjóð- ernavandamálin í Sovétríkjun- um. í grandvallaratriðum snúast málin um að stofna bandalag fullvalda ríkja sem komi í staðinn fyrir núverandi ríkjahóp sem hafa verið skylduð til að búa við sams konar stjórnkerfi. Þetta mun reynast nauðsynlegt til að hin nána samvinna í efna- hagsmálum geti stuðst við virkt efnahagslíf, þar sem gagn- kvæmum hagsmunum er sinnt, en ekki drottinvaidi Sovét- ríkjanna og þeirra efnahagsáæt- lana. Ekki mega Evrópulönd Sovétblakkarinnar heldur vera lengur hersetin af Sovéthemum. Verði ekki hafist handa í tæka tíð við að leysa þessi vandamál, getur það orðið svo að viðleitnin til að halda „ró“ verði blátt áfram til að koma af stað „óróleika“ - verði til þess að óánægja manna blossi upp. Árið 1956 braust óá- nægja almennings í Póllandi og Ungverjalandi ekki út vegna þess að forystusveitin vildi of fljótar og róttækar endurbætur Þessu var öfugt farið: sprengingin átti upptök sín að rekja til þess að gamlir stalínistar vildu halda fyrri völdum, hvað sem það kostaði og óskuðu þess þar að auki að verða „ábyrgðarmenn" nýju stefnunn- ar. Svipað ástand getur skapast af viðleitninni til að „halda ró“. Vor og haust í Prag Annáll atburða í Tékkó fyrir 20 ánim Vorið í Prag 1968 hófst strax um áramót, - og auðvitað ennþá fyrr, eftir því hvernig litið er á mál- in. Allan fyrrihluta árs fylgdist um- heimurinn spenntur með gangi mála í Tékkóslóvakíu, og eftir áfallið 21. ágúst með hetjulegri baráttu við ofureflið, sem smám saman endaði í deyfð og drunga, bæði í efnahagslegum og menn- ingarlegum efnum. Hór fer á eftir annáll „vorsins í Prag“, tekinn úr stjórnarandstöðutímaritinu „Röddum frá Tékkóslóvakíu", sem gefið er út í Svíþjóð. 5. janúar 1968. Miðstjórn Kommúnistaflokksins kýs Alex- ander Dubéek flokksleiðtoga í stað Antoníns Novotny. 5. aprfl 1968. Eftir að ritskoðun var afnumin og frjáls umræða komin í gang samþykkir mið- stjórn Kommúnistaflokksins svokallaða Framkvæmdaáætlun sem varð helsta stefnuskjal um- bótahreyfingarinnar. Ludvík Svoboda varð forseti ríkisins, FrantiSek Kriegel formaður Þjóðlegu fylkingarinnar og Josef Smrkovský forseti þingsins. 20. júní 1968. Herafli ríkja Var- sjárbandalagsins hefur í Tékkó- slóvakíu heræfingar sem standa frammí miðjan júlí. 27. júní 1968. Þjóðþingið sam- þykkir fjölda nýrra laga, ákveður að undirbúa sambandsríki í Tékkóslóvakíu. Jafnframt er gef- ið út ávarpið „2000 orð“ þar sem hvatt var til aukins hraða f lýð- ræðisþróuninni. 19. júlí 1968. Mikill vöxtur er hlaupinn í félagsstofnanir og alla samfélagsumræðu. Miðstjóm Kommúnistraflokksins vísar samhljóða frá svokölluðu Var- sjárbréfi frá floksleiðtogum í So- vétríkjunum, Póllandi, Austur- Þýskalandi, Ungverjalandi og Búlgaríu, þarsem krafist var stjórnvaldsaðgerða gegn „and- sósíalískum hneigðum" í Tékkó- slóvakíu. 1. ágúst 1968. LeiðtogarTékkósl- óvakíu og Sovétríkjanna hittast í Cierna-nad-Tisou, og tveimur dögum síðar leiðtogar allra Var- sjárbandalagsríkjanna nema Rúmeníu i Bratislava. 6. ágúst 1968. Fyrstu drög gefin út að ályktunartillögum fíokks- þingsins 9. september. 19. ágúst 1968. Leiðtogar Var- sjárbandalagsríkjanna sam- þykkja innrás í Tékkóslóvakíu í leynilegum viðræðum í Moskvu. 20. ágúst 1968. Herir frá Sovét- ríkjunum, Póllandi, Austur- Þýskalandi, Búlgaríu og Ung- verjalandi ráðast yfir landamærin klukkan 11 að kvöldi. Fram- kvæmdanefnd Kommúnista- flokksins fordæmir innrásina sem grófa vanvirðu við sjálfstæði landsins. 21. ágúst 1968. Innrásarherinn nær undir sig landinu öllu án hernaðarmótspyrnu. Leiðtog- arnir Dubðek, Cerník, Smrkov- ský, Simon, Kriegel og Spaðek teknir höndum og fluttir til So- vétríkjanna. 22. ágúst 1968. Sérstakt fjórtánda flokksþing Kommúnistaflokksins haldið í verksmiðju í Prag. Innrásin harðlega fordæmd. 23. ágúst 1968. Tilraunir til að mynda bráðabirgðastjórn sovét- hollra hefur mistekist og um allt land fer fram gríðarlegt friðsam- legt andóf. Sovétstjórnin tekur upp viðræður við forystu Tékk- óslóvakíu í Moskvu, þar á meðal þá sem höfðu verið handteknir. 31. ágúst 1968. Eftir miklar um- ræður samþyjkkir miðstjórn Kommúnistaflokksins niðurstöð- ur viðræðnanna í Moskvu. 10. október 1968. Þvingunar- samningar um sovéska hersetu undirritaðir í Prag. 7. nóvember 1968. Fjöldamót- mæli um allt land gegn sovésku hernámi. 17. nóvember 1968. Miðstjóm Kommúnistaflokksins samþykkir endurskoðaða umbótaáætlun, en mörgum umbótasinnum hefur þegar verið vikið frá. Mikil spenna í samfélaginu. 1. janúar 1969. Tékkóslóvakía verður sambandsríki tékkneska lýðveldisins og hins slóvakíska. 16. janúar 1969. Námsmaðurinn Jan Palach tekur sér líf í brennu í mótmælaskyni við hernám og stöðvun lýðræðisbreytinga. 23. janúar 1969. Alþýðusam- bandsþing í Prag krefst hiklauss framhalds á umbótastefnunni. 3. mars 1969. íhaldsmenn innan flokksins eflast, Ludomír s Stro- ugal (síðar forsætisráðherra) tal- ar í Pilsen um hættuna af „hægri- tækifærismennskunni“. 28. mars 1969. Mótmælaalda í Prag og víðar gegn hemáminu. 2. aprfl 1969. Gretsjko mar- skálkur og varautanríkisráðherr- ann Semjonov koma til Prag og setja úrslitakosti um breytingar í forystu Tékkóslóvakíu. 11. aprfl 1969. Gustáv Husák segir í Nitra að forysta landsins sé „veik“. 17. aprfl 1969. Miðstjórn flokks- ins víkur Dubðek frá og kýs í stað- inn Gustáv Husák. Jafnframt lýst yfir baráttu gegn „andsósíalísk- um öflum“. 30. maí 1969. Miðstjóm flokksins kemur saman. Samþykkt er ný framkvæmdaáætlun, stöðvaðar fyrri umbætur og stóram hópi umbótasinna vikið úr miðstjórn- inni. 21. ágúst 1969. Um sumarið hafa mörg félagasamtök verið leyst upp, blöð bönnuð og umbóta- sinnum vikið úr stöðum. Á ársaf- mæli innrásarinnar er mótmælum mætt með lögregluvaldi. 26. september 1969. Miðstjóm flokksins rekur úr miðstjórn alla þá sem ekki vildu iðrast opinber- lega þátttöku sinnar í „vorinu“. Afstaða flokksins gegn innrásinni ári áður úrskurðuð ógild. Innrásin kölluð „bróðurleg að- stoð gegn gagnbyltingunni". Þessar aðfarir í miðstjóm vora síðar endurteknar í ríkisstjómini, þjóðþinginu, verkalýðsfélögun- um og öðram samtökum. 28. nóvember 1969. Réttarhöld hafin gegn 173 þátttakendum í ágúst-mótmælunum. Hreinsanirí flokknum, í fjölmiðlum, skólum, atvinnulífi og víðar. 15. desember 1969. Alexander Dubéek gerður sendiherra í Tyrklandi, kallaður heim nokkr- um mánuðum síðar, rekinn úr flokknum og skipað til léttvægra skrifstofustarfa í Slóvakíu. Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás - Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás - Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás - Tékkóslóvakía - Tuttugu ár frá innrás - Tékkóslóví

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.