Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR íslensku handboltastrákarnir kyrja baráttusöng sinn ásamt Ladda í stórbrotnu gervi sínu. Landsliðið hefur án efa stuðning allrar þjóðarinnar og kæmi ekki á óvart að platan seldist vel. Evtushenko þjálfari sovéska landsliðsins alls ekki ánœgður með lið sitt Allir virðast sammála að Sovét- menn hafa á að skipa lang besta handknattleiksliði heims og hefur það náð þeim ótrúlega árangri að vinna alla leiki á þessu ári utan eitt jafntefli. Anatoiy Evtus- henko, þjálfari Rússanna, er hins vegar engan veginn nógu ánægð- ur með lið sitt, heldur segir hann að liðið geti gert miklu betur. „Engu að síður vinnum við andstæðinga okkar en þeir eru einfaldlega ekki nógu góðir sem stendur. Við verðum að bæta við okkur ef við eigum að vinna Ól- Anatolij Evtuchenko, þjálfari besta handboltaliðs heims. Er hann einnig besti þjálfarinn? Dýrasti knattspyrnumaður Bretlands fyrr og síðar, Ian Rush, mun í vetur leika með sínu gamla félagi, Liverpool. Rush er einhver mesti markaskorari Englands fyrr og síðar og fór til Juventus á Italiu á síðasta ári fyrir 3,2 milj- ónir punda sem var metfé. Ian Rush gekk mjög illa að laga sig að ítölskum lifnaðarháttum, svo og ítalskri knattspyrnu. Hon- um gekk illa fyrir framan mörk andstæðinganna og náði aðeins að skora sjö deildarmörk og sex mörk í bikarkeppni á einu ári á Ítalíu. Til samanburðar þá skoraði hann yfir 200 mörk á sín- um sjö ára ferli með Liverpool sem gerir um 30 mörk á ári að ympíuleikana, því annars gætu önnur lið náð okkur að getu,“ sagði Evtushenko við blaðamenn í gær. Hann sagðist alltaf hræðast íslenska liðið en þó yrðu Júgó- slavar erfiðustu mótherjar þeirra í Seoul. „Júgóslavar eru með sterkt og reynsluríkt lið en hafa ekki náð að sýna sitt besta að undanförnu. Þeir verða án efa miklu betri á Ólympíuleikunum, en okkar styrkur felst einkum í liðs- heildinni,“ sagði Evtushenko ennfremur, en vildi helst ekki ræða galla liðs síns, aðrir yrðu að finna þá út. í sovéska liðinu eru margir snjallir leikmenn og erfitt að gera upp á milli þeirra vegna breiddar- innar í liðinu. íslendingar ættu þó að kannast við nokkra þeirra, s.s. Rymanov, sem hefur verið í lið- inu síðan 1978, Karschakevich, hornamanninn snjalla sem marg- ir telja enn betri en t.d. Júgóslav- ann Isakovic eða Þjóðverjann Fraatz, og síðast en ekki síst fyrir- liðann og varnarjálkinn Now- itzkij, sem leikið hefur 198 lands- leiki. Þá eru í liðinu snillingar eins og Swiridenko og Tuchkin, en sá síðarnefndi hefur skorað 249 mörk í aðeins 45 lands- leikjum! meðaltali! Kaupverðið á Rush er ekki gef- ið upp en óstaðfestar fregnir herma að það hafi verið um þrjár milljónir punda, eða tæplega 240 miljónir íslenskra króna. Söluna bar mjög skyndilega að og vissi Rush sjálfur varla fyrr en hann hafði skrifað undir. Daninn Mic- hael Laudrup verður þá áfram hjá Juventus en félagið hafði í hyggju að selja hann til PSV Ein- hoven í Hollandi. Þá hefur Liverpool lang dýr- ustu framlínu Englands með þá Rush, Peter Beardsley og John Barnes, og kosta þeir samanlagt tæplega sex miljónir punda! -Reuter/-þóm Það er alveg ljóst að Sovét- menn eru allra liða sigurstrang- legastir á Ólympíuleikunum og þá á Flugleiðamótinu líka, en vissulega væri gaman að standa uppi í hárinu á þeim nú, svona skömmu fyrir átökin í Seoul. Leikur íslands og Sovétrikjanna á Ólympíuleikunum verður á síð- asta keppnisdegi riðlakeppninn- ar og ræður því vafalaust miklu um hversu langt strákarnir kom- ast í keppninni. Leikur íslands og Sovétríkjanna á miðvikudaginn verður því einhver stærsti íþrótta- viðburður ársins hér á landi. -þóm Fótbolti ÍR vann í Garðinum Tveir leikir voru í 2. deild karla í gærkvöldi og komu ÍR-ingar mjög á óvart með að vinna Víði í Garðinum með þremur mörkum gegn tveimur. Víðir var í 3. sæti deildarinnar en hefur nú endan- lega misst vonina um 1. deildar- sæti. ÍR-ingar höfðu yfir í leikhléi, 2-1, með marki Braga Björns- sonar og sjálfsmarki Víðis, en Vilberg Þorvaldsson skoraði fyrir heimamenn. Víðir sótti meira í síðari hálfleik og jafnaði Hlynur Jóhannsson leikinn með marki. Magnús Gylfason skoraði síðan sigurmark IR-inga og mikilvægur sigur þeirra staðreynd. Fylkir tók á móti Selfyssingum og sigruðu 2-1. Ólafur Magnús- son skoraði eina mark fyrri hálf- leiks fyrir Fylki og Jón Bjarni Guðmundsson bætti öðru við í síðari hálfleik. Þórarinn Ingólfs- son skoraði eina mark Selfyss- inga. Þá var einn leikur í 2. deild kvenna og sigruðu Þórsarar Siglfirðinga með þremur mörk- um gegn engu. Ellen Óskarsdótt- ir, Steinunn Jónsdóttir og Kol- brún Jónsdóttir skoruðu mörkin. -þóm Fótbolti Rush snýr aftur Handbolti Sovétmenn verða enn betri í Seoul Laugardagur 20. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 REYKJWÍKURBORG ; £eiu&vi Stöeúci Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk vantar í eftirtalin störf: Vakt — hlutastarf, aöstoö við íbúa. Eldhús - 75% starf - vinnutími 8-14, unnið aðra hvora helgi. Heimilishjálp: 100% starf, hlutastarf kemur til greina. Dagdeild: Hlutastarf - aðstoð við vistmenn. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 frá kl. 10-14 daglega. Útboð Styrking Kambsnesi 1988 ''//WÆ w Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint F verk. Lengd vegarkafla 8,0 km, neðra burðarlag 119.200 m3. Verki skal lokið 1. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22. þ.m. Skila skal útboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 29. ágúst 1988. Vegamálastjóri PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN leitar eftir fólki til skrlfstofustarfa í Reykjavík Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmannadeild í Landsíma- húsinu við Austurvöll I. hæð. Blindhæð framundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! ||umferðar Hugsum,_ ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.