Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 13
HEIMURINN 21. ágúst 1968 „Engu blóði var úthellt í Tékkóslóvakíu“ Andófsmenn hugsa sér til hreyfings á morgun. Ráðamenn auka áróður og löggæslu minnislaus þjóð á sér enga fram- tíð.“ Auk Carta-77 hyggjast tveir smærri andófshópar funda á Wenceslastorgi á morgun og hafa hvatt landsmenn til þess að ganga í flíkum í tékkneskum fánalitum, bláu, hvítu og rauðu. Sem fyrr segir var Wenceslas- torg vettvangur blóðsúthellinga. Nokkur ævareið ungmenni gerðu hróp að áhöfnum sovéskra skrið- dreka sem fylltust skelfingu (eða reiði) og skutu úr vélbyssum. Þá létu nokkrir Tékkar lífið. Á þessu sama torgi leið ungur námsmað- ur, Jan Palach, píslarvætti er hann bar eld að eigin holdi og brenndi sig til bana. Það gerðist í janúar en þá var hernámið fimm mánaða gamalt. Fyrir skömmu birtist sjaldséð- ur gestur á sjónvarpsskjám lands- manna. Nánar tiltekið í „hei- mildamynd“ tékkneska sjón- varpsins um atburði sumarsins 1968. Það var Alexander Du- bcek. Fór þulur myndarinnar hinum verstu orðum um þennan fyrrum leiðtoga flokks og þjóðar, hann hefði verið illa til forystu fallinn, veikgeðja, lofað uppí ermina á sér og makkað við auðvaldssinna. • Tvítug götumynd frá Prag. Varsjárbandalagsins í Tékkósló- vakíu. Af þeim sökum hafa valda- menn hert áróðurinn gegn „Vor- inu í Prag“ uppá síðkastið og kosta einkum kapps um að sverta leiðtoga þess, Alexander Dubcek, sem aldrei fyrr. Og vegna þess að allur er varinn góður hafa þeir kvatt lögregluþjóna hvaðanæva að úr landinu til höfuðborgarinn- ar. Ef ske kynni að árans þjóð- in... Ýmis samtök andófsmanna, sem svo eru nefndir, hyggjast safna fólki saman á hinu nafntog- aða Wenceslastorgi í Prag en þangað héldu sovésku skriðdrek- arnir á hinum örlagaríka ágúst- degi fyrir 20 árum og þar úthelltu „rauðir hermenn" tékknesku blóði. Þessar fyrirhuguðu mótmæla- aðgerðir hafa ekki farið lágt og því hefur lögregluþjónum verið fjölgað á torginu. Þeir fylgjast vökulum augum með öllu sem fram fer, taka fótgangandi veg- farendur tali og krefja þá skil- ríkja. Af og til stöðva þeir bifreið og leggja sömu þraut á ökumann. í dag hyggjast þrír félagar mannréttindasamtakanna Carta- 77 leggja leið sína í sovéska sendi- ráðið í því augnamiði að afhenda sendiherranum eintak af plaggi með yfirlýsingu og áskorun. Þar er heitið á Kremlverja að segja „afdráttarlausan sann- leikann" um orsakir innrásarinn- ar og skorað á Tékka að losa sig úr „viðjum óttans“, taka af skarið og rífa sig uppúr þeirri „sálar- kreppu þjóðar“ sem hernám Var- Wenceslastorg þann 21. ágúst árið 1968 og tuttugu árum síðar. á Wenceslastorgi, við byggingu ríkisútvarpsins og við höfuð- stöðvar miðstjórnar kommúnist- aflokksins. „Okkur er náttúrlega ljós sú áhætta sem við tökum með þessu, það er ákaflega líklegt að við verðum handteknir. Engu að síður töldum við rétt að fara ekki í launkofa með aðgerðirnar, hvar og hvenær þær fara fram.“ Þetta eru orð Carta félagans Bohumirs Janat. Hann nefnir orsakir þessa: „Það er nauðsynlegt að sýna að við munum hvað gerðist því að „Fulltrúar almennings" voru vitaskuld teknir tali. Einsog til var ætlast tóku þeir í sama streng og ráðamenn. Höfuðljóðurinn á ráði þeirra sem sátu við stjórnvöl- inn árið 1968 hefði verið sá að þeir gengu vitandi vits í greipar hægriafla sem brugguðu bylting- unni og sósíalismanum banaráð! í lok myndarinnar sjást sovésk- ir skriðdrekar bruna eftir stræt- um höfuðborgarinnar og þulur- inn mælir: „Engu blóði var út- hellt í Tékkóslóvakíu." Reuter/-ks. Tékkneskir ráðamenn óttast andófsmenn nyög en aldrei sem nú. Þeir eru nefnilega á nál- um því fjendur þeirra hugsa sér til hreyfmgs á morgun. Þá verða liðin rétt 20 ár frá innrás herja sjárbandalagsins olli og varir enn. Tugir manna voru drepnir í kjölfar hernámsins. Á morgun ætla andófsmenn að leggja blóm á þrjá staði þar sem Tékkar féllu, Staðgreiðsludeild ríkis- skattstjóra auglýsir eftir- talin störf laus til um- sóknar: Upplýsingamiðlun Starfið felst m.a. í því að veita fyrirtækjum og einstaklingum almennar og sérhæfðar upplýs- ingar um staðgreiðslu opinberra gjalda. Um er að ræða miðlun upplýsinga í formi útgáfu á kynningar- og fræðsluefni, auglýsinga í fjölmiðl- um, fræðslufunda og með öðrum hætti. Eftirlit Starfiðð felst m.a. í því að sinna fyrirbyggjandi eftirliti með staðgreiðslu opinberra gjalda með leiðbeiningum til launagreiðenda, auk þess að hafa með höndum athuganir og eftirrekstur á staðgreiðsluskilum launagreiðenda. Afgreiðslu Starfið felst m.a. í því að hafa með höndum út- gáfu skattkorta, tölvuskráningu upplýsinga, skjalavistun, auk þess að sinna almennum skrif- stofustörfum. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Jón Rafn Pétursson í síma 91-623300. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt öðru er máli kann að skipta sendist stað- greiðsludeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík fyrir 30. ágúst n.k. RSK RÍKISSKATTSIJÓRI Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Hólmavík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra og staða hjúkrunarf- ræðings við Heilsugæslustöðina á Selfossi. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Hrísey. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygging- amálaráðuneytinu, Laugavegi 116,150 Reykja- vík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. ágúst 1988. Laugardagur 20. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.