Þjóðviljinn - 23.08.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Qupperneq 1
Þriðjudagur 23. ágúst 187. tölublað 53. árgangur Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum koma á fund forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í gær til að ræða útfærslu væntanlegrar kjaraskerðingar. Frá v. Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson, Ólafur G. Einarsson, Guðmundur H. Garðarsson og Víglundur Þorsteinsson. Myndir-Ari. Ríkisstjórnin Kjararánið undirbúið Forstjóranefndin skilaraf sérídag. Tillögurum stórfellda kaupskerðingu. Þorsteinn Pálsson: Dagsetning og útfœrsla enn óákveðin. Alþýðusambandið: Fólk mun ekki sœtta sig við kjaraskerðingu - Ég vil ekki ræða nein hlutföll í þeim efnum, sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, þegar Þjóðviljinn spurði hann í gær, hve mikil kjaraskerðing fælist í væntanlegum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn sagði að hluti efnahagsvandans fælist í því að einkaneyslan væri of mikil og það þyrfti að slá á hana. Einkaneyslan í heild þyrfti að minnka en engin útfærsla Iægi fyrir um það hvernig dregið yrði úr henni. Fljótlega eftir komuna til landsins í gær kallaði Þorsteinn fulltrúa forstjóranefndarinnar á fund ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins og efnahagsnefndar flokksins. Forstjóranefndin skilar tillögum sínúm formlega í dag. Nefndin mun leggja til að niðurfærslu- leiðin verði farin en hún felur í sér víðtæka kjaraskerðingu. Kaupog verðlag á að lækka en mönnum ber saman um að auðveldara sé að lækka kaupið en almennt verðlag. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ átti fund með forsætisráð- herra í gærmorgun og ítrekaði hann fyrri yfirlýsingar ASÍ um að kjaraskerðing væri engin lausn á efnahagsvandanum. Ásmundur sagði að fólk myndi ekki sætta sig við neina kjara- skerðingu og varaði hann einnig við öllum hugmýndum um hækk- un vaxta á húsnæðislánum. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu allir í gær og eru menn nú að reyna að koma sér saman um hliðarráðstafanir með kjara-' ráninu. Forsætisráðherra mun stefna að því að stjórnin komist að niðurstöðu í þeim efnum um eða eftir næstu helgi. Landsbankinn fyrir tugi milljóna Landsbanki íslands hefur þeg- ar kostað um 60-70 miljónum króna til að innrétta upp á nýtt fyrrum húsnæði Seðlabanka ís- lands að Hafnarstræti 10 fyrir sjálfan sig og hafa framkvæmd- irnar staðið yfir hátt á annað ár. Að sögn Olafs Ragnars Gríms- sonar er þetta hneykslanlegt og dæmi um hvernig vaxtastuldi bankans sé sóað. Olafur Ragnar segir greinilegt að skrifstofur þeirra Jóhannesar Nordals og Geirs Hallgrímssonar hafi ekki þótt nógu fínar fyrir bankastjóra Landsbankans. Sjá síðu 3 Fjármagnsmarkað urinn Heilbrigðisskoðun er nauðsynleg Efnahagsnefnd Alþýðubandalagsins: Sendir viðskiptaráðherra bréfog krefst tafarlausra aðgerða. Bankaeftirlitinu verði gert kleift að fara ofan íreksturfjármögnunarfyrirtœkja Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins hefur farið fram á það við Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, að þegar í stað verði gerð- ar ráðstafanir til að bankaeftir- litið geti farið ofan í rekstur fjármögnunarfyrirtækja. Leggur nefndin til að bráðabirgðalög verði sett í þessum tilgangi því hættulegt sé að bíða eftir nýjum lögum í marga mánuði Efnahagsnefndin leggur til að að fj ármögnunarfyrirtækj um verði bannað að safna með beinum eða óbeinum hætti eign- araðild í öðrum og óskyldum at- vinnurekstri. Undirbúningi að víðtækri löggjöf um starfsemi fjármögnunarfyrirtækja verði hraðað og sett verði á fót ráðgjaf- arþjónusta við einstaklinga og fyrirtæki sem orðið hafa fyrir barðinu á okurlánastarfsemi. Sjá síður 2 og 4 Alfreð Gíslason er hér á fleygiferð og skorar í tapieiknum gegn Sviss. Mynd: E. Ól. íþróttir Skellurgegn Sviss Óvenju margt var á seyði á Þá stóðu íslendigar sig vel á íþróttasviðinu um helgina. Flug- Norðurlandamótinu í golfi auk leiðamótið íhandknattleik stend- þess sem heil umferð var í 1. ur nú sem hæst og töpuðu íslend- deildinni í knattspyrnu og margt ingar óvænt gegn Svisslendingum fleira; á sunnudag en unnu Tékka -1---7777-TT auðveldlega daginn áður. Sjá SlOUr 9-11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.