Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Vaxtalækkunin Grunnvextir lækka ekki Verðbótaþátturinnfylgir verðbólgustigi. Vextir enn hærri en í júníbyrjun. Raunvextir hafa lítið sem ekkert breyst Þótt því hafl verið slegið upp í sumum fjölmiðlum að vextir hjá bankastofnunum hafl stórlækk- að, leiðir athugun annað í ljós. Miðað við að verðbólgan hefur heldur hægt á sér síðustu vikurn- ar er síður en svo um raunveru- lega vaxtalækkun að ræða. Grunnvextir óverðtryggðra lána verða enn þeir sömu. Vextir af verðtryggðum lánum lækka ör- lítið, víða um einn fjórða úr pró- sentustigi, en sú lækkun er tengd minnkun bindiskyldu banka- stofnana og kaupum þeirra á rík- isskuldabréfum. Hjá Landsbanka íslands munu heildarvextir af óverðtryggðum útlánum verða 36% um næstu mánaðamót en hafa frá 1. júlí verið 41 %. Þeir hafa mjög verið á reiki undanfarna mánuði og hafa sveiflast í takt við verðlagshækk- anir. Þann 11. apríl urðu þeir 31%, þann 1. júní 33%, þann 11. júní 37%, þann 21. júní 38% og þann 1. júlí fóru þeir upp í 41%. Vextir af slíkum óverðtryggð- um lánum skiptast í grunnvexti og verðbótaþátt. Um langa hríð hafa grunnvextimir verið þeir sömu, þ.e. 14%, og svo mun verða áfram, en verðbótaþáttur- inn rís og hnígur. Gmnnvextimir vom 9% í upphafi árs 1987 en á því ári varð á þeim geysimikil hækkun. Að sögn Jón ívarssonar hjá hagdeild Landsbankans þarf að tilkynna Reiknistofu bankanna breytingar á vöxtum með 10 daga fyrirvara svo að útsendir afborg- unarseðlar séu réttir. Forvextir af víxlum hjá Lands- bankanum lækka aftur á móti strax þann 21. ágúst úr 39% í 34%. Að sögn Jóns ívarssonar verður ekki um neinn endur- reikning að ræða á þeim víxlum sem menn greiddu af vexti fyrir síðustu helgi. ÓP Landsbankinn Tugmiljóna innrétting Vinna við að innrétta gamla Seðlabankahúsnœðið í Landsbankanum hefur staðið hátt á annað ár. Ekkert til sparað Aannað ár hafa iðnaðarmenn unnið við að innrétta upp á nýtt fyrrum húsnæði Seðlabanka íslands í Landsbankanum að Hafnarstræti 10 og sér ekki fyrir endann á því verki enn þann dag í dag. Enda ekkert til sparað og er kostnaðurinn vegna breyting- anna á húsnæðinu kominn hátt í 60-70 miljónir króna. Að sögn Helga Bergs banka- stjóra Landsbankans neyddist bankinn til að innrétta húsnæðið upp á nýtt vegna þess að Seðla- bankinn flutti öll sín húsgögn yfir í nýja húsnæðið sitt. Aðspurður um kostnaðinn vegna nýju innréttinganna hafði Helgi hann ekki á takteinum en staðfesti að hann væri nokkrar miljónir króna. Helgi sagði að nýju inn- réttingarnar væru innlendar og erlendar í bland. Ólafur Ragnar Grímsson sagði við Þjóðviljann að þetta væri hneykslanleg sóun og dæmi um hvernig vaxtastuldi bankans væri sóað. „Samkvæmt heimildum sem ég hef er kostnaður við þess- ar innréttingar kominn í 60-70 miljónir króna. Skrifstofurnar sem Jóhannes Nordal og Geir Hallgrímsson seðlabankastjórar yfirgáfu þóttu greinilega ekki nógu fínar fyrir bankastjóra Landsbankans,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Stefán Þórarinsson umsjónar- maður með byggingu Seðlabanka íslands sagði við Þjóðviljann að fyrra, þau húsgögn sem hægt skilið annað eftir í góðu ásig- þeir hefðu aðeins haft á brott hefði verið að flytja. Að öðru komuiagi. með sér, við flutningana í apríl í leyti hefðu þeir að sjálfsögðu -grh Flottræfilsháttur bankastjóra Landsbanka íslands ríður ekki við einteyming. Verið er að innrótta fyrrum skrifstofuhúsnæði Seðlabanka (slands og er kostnaðurinn þegar orðinn 60-70 miljónir króna, enda enginn peningaskortur á þeim bæ í góðæri frjálsra vaxta. Mynd: Ari. Bankakerfið „Vaxtalækkunin“ tónrt plat Innlánsvextir á sparisjóðsbókum og tékkareikningum stórlækkaðir en raunvextir óhreyfðir. Viðbótartap eigenda þessara reikninga rúmur hálfur miljarður vegna „lœkkunarinnar“ essi vaxtalækkun er tvöfalt plat. Hér er engin raunvaxta- lækkun á ferðinni, raunverulegt vaxtastig f landinu lækkar ekki, og í öðru lagi notfærir bankakerf- ið sér þessa tilbúnu lækkun til þess að taka stóra sneið af sparifé og veltifjármunum landsmanna til að standa undir þessu hneykslanlega dýra og óhag- kvæma bankakerfl í landinu. Þannig eru lækkaðir vextir á innlánum langt undir verðbólgu- stigi til að bankinn geti haldið áfram að græða á kostnað eigenda reikninganna. Stjórnvöld verða að svara því hvort það var þessi vaxtalækkun sem þeir voru að fara fram á. Þar sem bankarn- ir græða en fólkið tapar, segir Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins. Á fyrri helming þessa árs var rauntap eigenda tékkareikninga og almennra sparisjóðsbóka tæp- ir 1,2 miljarðar króna en nú í ág- ústbyrjun voru nær 22 miljarðar inni á þessum reikningum og bókum í bankakerfinu. Eftir vaxtalækkun bankanna um helgina, sem er fyrst og fremst á þessum sömu reikning- um, verður viðbótartap þeirra sem eiga sitt sparifé og veltifé á þessum reikningum um 500 milj- ónir króna. - Ef þetta nýja vaxtastig á þess- um innlánsreikningum væri í gildi í heilt ár miðað við 30% verð- bólgu þá myndu bankarnir taka til sín frá eigendum þessara reikninga rúma 2,4 miljarða króna. Þessi nýja „vaxtalækkun" er því í framkvæmd enn eitt dæm- ið um blöffaðgerðir bankakerfis- ins, segir Ólafur Ragnar. -lg- Sjónvarpið Davíð endursýndur Sparisjóður Norðfjarðar Baldur Hermannsson: Gallar í hljóði. Stjómin situr við sinn keip Tillaga um aðfara að lögumfelld. Úrsögn úrstjórninni. Starfsmenn hœtta. Búist viðfundi ábyrgðarmanna Sem stjórnarmaður f opinberri stofnun get ég ekki unað þvf að hún verði vís að þvf að brjóta landslög. Þegar meirihluti spari- sjóðsstjórnar felldi tillögu um að farið yrði að lögum, taldi ég mig ekki geta starfað þarna lengur og nú hef ég með formlegum hætti tilkynnt um úrsögn mína úr stjórninni, sagði Sigrún Þor- móðsdóttir, fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar Neskaupstaðar f stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar, þegar Þjóðviljinn ræddi við hana í gær. Þeir sem reiknað höfðu með að sparisjóðsstjóramálið í Neskaup- stað tæki nýja stefnu eftir úrskurð Jafnréttisráðs hafa nú orðið fyrir vonbrigðum. Síðastliðinn föstu- dag var haldinn fundur í stjóm Sparisjóðs Norðfjarðar. Þar lá frammi greinargerð Jafnréttis - ráðs frá 17. ágúst. Eins og kunnugt er ákvað meirihluti sparisjóðsstjórnar á fundi þann 6. júní s.l. að ráða Svein Ámason sem sparisjóðs- stjóra ogganga þar með fram hjá Klöru fvarsdóttur skrifstofu- stjóra. Klara hefur lengi starfað í sparisjóðnum og hefur verið sett- ur sparisjóðsstjóri frá því í febrú- ar s.l. Jafnréttisráð hafði komist að þeirri niðurstöðu að hér væri um að ræða brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Ráðið beindi því þeim tilmælum til sparisjóðsstjórnar- innar að hún ógilti fyrri ákvörðun sína. Að sögn Sigrúnar Þormóðs- dóttur lögðu hún og Jóhann Karl Sigurðsson, sem er einn af þrem- ur fulltrúum ábyrgðarmanna í sparisjóðsstjóminni, það til að farið yrði að tilmælum Jafnréttisráðs. Þau töldu það af og frá að ekki yrði farið að lands- lögum og töldu stefnubreytingu hjá stjóminni nauðsynlega til að forða sparisjóðnum frá stóráfalli. En þrír af fimm stjórnar- mönnum, þ.e. fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar og tveir fulltrúar ábyrgðarmanna, felldu tillöguna. Klara ívarsdóttir hefur látið af störfum í sparisjóðnum og sömu- leiðis ína Gísladóttir sem verið hefur þar skrifstofustjóri meðan Klara gegndi embætti sparisjóðs- stjóra. Ekki er talið ólíklegt að farið verði fram á fund ábyrgðar- manna þar sem gerðir stjórnar- manna í þessu máli verði teknar til athugunar. Og um málið verð- ur fjallað í bæjarstjórn sem ber að skipa nýjan fulltrúa í stjórnina. ÓP Þátturinn „Maður vikunnar" með Davíð Oddsson borgar- stjóra í aðalhlutverki sem frum- sýndur var fyrr í mánuðinum, verður endursýndur í Ríkissjón- varpinu fljótlega. Ranghermt var í frétt í Þjóðviljanum í síðustu viku að þátturinn hefði þegar ver- ið endursýndur. Að sögn Baldurs Hermanns- sonar, fulltrúa dagskrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjón- varpsins, voru gallar í hljóði í byrjun þáttarins um Davíð og því ákveðið að endursýna hann fljót- lega. v Baldur segir það ekki rétt sem fram kom í Þjóðviljanum á dög- unum, að endursýningar í Sjón- varpinu séu að meðaltali 7 í viku hverri eða 1 á dag. f sumar hafi að meðaltali verið 4,5 endursýning- ar á viku auk nokkurra aukalegra endursýninga. Mikið sé óskað eftir endursýningum yfir sumar- tímann þegar fólk er á ferðalög- um. Þriðjudagur 23. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.