Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 5
Síldarstofninn er að styrkjast en ekki sýnileg aukning á sölu saltsíldar. Umframafli fyrir bræðslu. Síld Líkur á aukinni bræðslu Hafrannsókn: Kvótinn í ár verði um 90þúsund tonn og 100þúsund tonn 1989 og 1990. Ekki er búist við aukningu ísöltun. 1987 varsaltað í289.640 tunnur sem var 60% meira en saltað var að meðaltali af Norðurlandssíld, frá 1935 Hafrannsóknarstofnun eerir ráð fyrir að á komandi síldar- vertíð verði kvótinn um 90 þús- und tonn sem er um 20 þúsund tonna aukning frá því í fyrra. Þá var heimiit að veiða rúmlega 70 þúsund tonn úr síldarstofninum. Búast er við að ekki verði salt- að meira til manneldis en gert var á síðustu vertíð en þá var saltað í 289.640 tunnur en því meira sett í bræðslu. Söltun Suðurlandssíldar á vertíðinni í fyrra var um 60% meiri en saltað var að meðaltali af Norðurlandssíld frá því Sfldarút- vegsnefnd tók til starfa 1935. Hjá Sfldarútvegsnefnd eru menn þegar farnir að huga að sölusamningum við Svía, Finna og Sovétmenn en ekki er gert ráð fyrir að samningahjólin fari að snúast fyrir alvöru fyrr en seinna í haust. Ef að líkum lætur kemur það ekki á óvart þó að standi eitthvað í stappi að semja við So- vétmenn um verð á saltsfldinni eins og endranær. En Sovétmenn hafa til þessa verið aðalkaupandi saltsíldar héðan. Að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda verður síld til bræðslu hrein viðbót við loðnubræðsluna og er síld- armjölið ekki síðra að gæðum en loðnumjölið. Hátt verð fæst nú fyrir loðnuafurðir og búist er við að ekki minna fáist fyrir síld- armjölið. Á síðustu vertíð fengu 91 skip úthlutað 72.930 tonnum af sfld. Kvóti hvers skips nam því um 800 tonnum. Alls framseldu 34 skip 27.972 tonn af sfld og fóru því 55 skip til veiða og fengu samtals 75.439 tonn. Þar af fóru til fryst- ingar 19.269 tonn, til söltunar 32.613 tonn og til bræðslu 25.556 tonn eða um 34%. Aðalveiði- svæðin voru innfjarða og í fjarða- mynnum allt frá Loðmundarfirði suður á Fáskrúðsfjörð. Langmest veiddist af síld í Seyðisfirði og Mjóafirði. Þar var sfldin stór og feit en blandaðri í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. í skýrslu Hafrannsóknastofn- unar um horfur og tillögur um afla 1988 og 1989 er gert ráð fyrir að hrygningarstofninn verði um 500 þúsund tonn 1988 en var 480 þúsund tonn 1987. Hafr- annsóknarstofnun segir í skýrslu sinni að ef aflinn á vertíðinni 1988 miðast við kjörsókn eins og á undanförnum árum sé gert ráð fyrir að hann verði um 100 þús- und tonn eða um 30% meiri en var 1987. Miðað við sömu for- sendur myndi aflinn 1989 hins vegar verða 95 þúsund tonn. Miðað við tillögur stofnunarinn- ar um hámarksafla síldar undan- fariri ár sem hafa miðast við að síldaraflinn væri annað hvort stöðugur eða hægt vaxandi leggur stofnunin til að hann verði í ár um 90 þúsund tonn og 100 þúsund tonn 1989. Tillögur um leyfilegan hámarksafla 1989 og 1990 verða þó endurskoðaðar eftir því sem niðurstöður rannsókna gefa ti- lefni til. -grh Útflutningsfyrirtœki Skuldum breytt í hlutafé Svanfríður Jónasdóttir varaformaður AB: Bankar ogsjóðir axlisína ábyrgð á hvernig komið er skuldastöðu útflutningsfyrirtœkja Iðntœknistofnun Þjónusta á sviði umbúðamála Bankar og sjóðir hafa verið duglegir að lána fé til útflutn- ingsfyrirtækja undanfarin miss- eri án þess að spyrja um rekstrar- afkomuna heldur aðeins hvort veð sé til fyrir skuldunum. Nú er kominn tími til að þeir axli sína ábyrgð og þessum skuldum út- flutningsfyrirtækjanna sem eru að sliga fyrirtækin, verði breytt í hlutafé sem verði í umsjá starfs- manna fyrirtækjanna", sagði Svanfríður Jónasdóttir varafor- maður Alþýðubandalagsins við Þjóðviljann. Upplýsingaþjónusta á sviði umbúðamála hefur verið tekin upp hjá iðntæknistofnun Islands í því skyni að efla þekkingu á um- búðum og flutningum og byggja upp gagnabanka sem nýst getur íslenskum fyrirtækjum. Rekstrartæknideild Iðntækni- stofnunar sér um umbúðaþjón- ustuna. Efnt hefur verið til sam- starfs við Umbúða- og flutninga- stofnunina í Danmörku til að ís- Iensk fyrirtæki eigi þar greiðari aðgang að tækjakosti til prófunar á umbúðum sínum. Jafnfamt hef- ur Iðntæknistofnun gerst aðili að SES, samtökum umbúðastofn- ana á Norðurlöndum. Ætlunin er að gefa út fréttabréf með völdum greinum úr því mikla magni sem stofnuninni berst reglulega um umbúðamál auk þess sem fyrirtæki eiga kost á upplýsingum um ákveðin efni úr gagnabankanum. Þá mun stofn- unin skipuleggja hópferð um- búðaframleiðenda og umbúða- notenda á sýninguna Scanpack 88 í Gautaborg í október og fyrir- tæki á þessu sviði. Iðntæknistofnun hefur um ára- bil veitt ráðgjöf um EAN strika- merkingar, en full þörf er á víð- tækari upplýsingaþjónustu um umbúðamál. Sífellt harðnandi samkeppni eykur stöðugt mikil- vægi umbúðanna sem sölutækis. Eigi íslensk framleiðsla að vera samkeppnisfær við útlenda er ekki síst mikilvægt að vörurnar séu í boðlegum umbúðum. Á fundi Alþýðubandalagsins sem haldinn var í Kópavogi í gær- kvöld undir yfirskriftinni „Hvað ber að gera?“ varpaði Svanfríður þessari hugmynd fram sem til greina kæmi sem lausn á þeim gríðarlegu skuldum sem útflutn- ingsatvinnuvegirnir eiga við að glíma í dag. Á sama tíma sem óhagstæð gengisþróun minnkar tekjur útflutningsgreinanna sam- fara auknum innlendum kostn- aði, eru fyrirtækin að kikna undan gríðarlegum fjármagns- kostnaði. Svanfríður telur að bankar og sjóðir eigi þarna sök á því hvernig komið er með því að lána óspart fé til fyrirtækjanna án tillits til rekstrargetu þeirra, og segir að lánafyrirgreiðslan bygg- ist einungis á því hvort viðkom- andi fyrirtæki eigi veð fyrir skuld- unum eða ekki. „Það er engin spurning um að þetta verður ekki framkvæmt nema með stjómvaldsaðgerðum enda er hér um fé opinberra banka og sjóða að ræða“, sagði Svanfríður Jónasdóttir varafor- maður Alþýðubandalagsins. -grh Þriðjudagur 23. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.