Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Atvinnuvegimir þjóni fólkinu Kristbjörn Árnason skrifar Um þessar mundir vofir yfir það sem dýrðarstjórnendur þjóð- arinnar kalla efnahagsaðgerðir. Alla tíð frá því ég fór að fylgjast með umhverfi mínu hefur þjóðin staðið bókstaflega á heljarþröm, og gjaldþrot þjóðarbúsins blasað við um það bil tvisvar á ári. Alltaf hefur það verið sama staðan sem hefur komið upp. Vegna óbil- girni, skilningsleysis og kröfu- hörku launafólks í kjaramálum hafa atvinnuvegir þjóðarinnar verið að sligast undan of háum launum auk verðfalls á erlendum mörkuðum. Alltaf hafa atvinnurekendur komið fram sem hinir freisandi englar þegar svona stendur á, englar sem hafa fórnað sér fyrir velferð launafólks í landinu. Ég man ekki til þess nokkurn tíma öll þessi ár að staðhæfingar sam- taka atvinnurekenda hafi í raun verið dregnar í efa af stjórnend- um landsins. Þeir hafa í mesta lagi maldað í móinn og síðan reynt með öllum ráðum að koma til móts við kröfur atvinnurek- enda. Þetta er auðvitað ekki eins undarlegt og það virðist vera vegna þess eins að atvinnurek- endur hafa alla tíð haldið á fjör- eggi ríkisstjórnanna í landinu og jafnvel þegar hinar svokölluðu vinstristjómir voru og hétu höfðu atvinnurekendur líf þeirra í höndum sér. Á ámm þessara svokölluðu vinstristjórna hefur ríkt meira jafnvægi milli launafólks, at- vinnurekenda og ríkisvalds en áður, ástand sem nálgaðist það jafnvægi sem þarf að vera í landinu á milli þessara aðila að mínu mati, en ekki meira. Einmitt vegna þessa jafnvægis- leysis er ógjörningur að gera nokkra þjóðarsáttarsamninga, sem svo margir forustumenn hreyfingar launafólks hafa áhuga á. Það er eðlilegt að menn hafi slíkan áhuga, því það viðurkenna allir hugsandi menn að slíkt ástand er þjóðinni nauðsynlegt, vilji hún telja sig til velferðar- þjóðfélaga. Ljóst virðist að yfirvofandi er efnahagsaðgerð nokkuð í sama stíl og áður. Landsdrottnarnir leita nú nýrra leiða til þess að lækka kaupið, og nýrra skýringa með nýjum blæ sem gæti verið trúverðugri en áður. Einsog áður verða það fyrst og fremst al- mennir launamenn sem munu bera byrðarnar. Eignir launa- manna verða skertar, sem er þeirra eigin vinnuafl, eign sem þeir hafa selt atvinnurekendum gegn ákveðnu kaupgjaldi til á- kveðins tíma. Launamenn verða að fæða sig og fjölskyldu sína með þessu kaupgjaldi auk þess að hafa klæði og húsaskjól. Vegna þessara nauðþurfta verða þeir að gera áætlanir fram í tímann og fastráða sig hjá atvinnurekend- um fyrir ákveðið kaupgjald á móti vinnuframlagi. Þessar eignir á nú að hluta til að taka eignarnámi og brjóta með því niður allar heimilisáætlanir þessa fólks í skjóli bráðabirgða- laganna frá í maí í vor. Vegna þess jafnvægisleysis sem áður er getið hafa atvinnu- rekendur í landinu aldrei þurft að standa við gerða kjarasamninga. Þeir hafa ýmist velt kostnaði vegna launahækkana út í verð- lagið og oftast miklu betur, eða fengið ríkisvaldið til þess með stjórnvaldsaðgerðum að lækka kaupið. Launamenn hafa auðvitað spurt sig um áraraðir hvort þetta sé eðlilegt ástand og þeir vita að þetta er meginorsökin fyrir verð- Stjómendur fyrirtækjanna og landsins hafa brugðist, ekki launamenn, segir Kristbjörn. Úr gluggagerð. bólgunni í landinu. Þessvegna er almenningur í landinu löngu hættur að trúa landsfeðrunum þegar þeir birtast alvarlegir í framan frammifyrir alþjóð tvisv- ar á ári og segja fólki kinnroða- laust að kjarasamningar séu að sliga þjóðina. menn landsins verða látnir axla byrðar vegna mistaka annarra. Launamenn telja réttlátt að bera ábyrgð á eigin mistökum en ekki annarra. Hafi eitthvert fyrirtæki í landinu reist sér hurðarás um öxl vegna rangrar stjórnunar, til grundvöllur fyrir rekstri þeirra eða fengnir nýir menn sem vildu kaupa fyrirtækið alveg eða að hluta. Heiðarlegast væri að starfs- mönnum væru boðin hlutabréf í fyrirtækjunum á eðlilegu verði heldur en að laun fólksins séu ,yAtvinnurekendur í landinu aldrei þurftað standa við gerða kjarasamninga. Þeir hafa ýmist velt kostnaði vegna launahœkkana út í verðlagið og oftast miklu betur, eðafengið ríkisvaldið til þess með stjórnvaldsaðgerðum að lœkka kaupið. Launamenn... vita að þetta er meginorsökin fyrir verðbólgunni í landinu. “ Launamenn vita að kjara- samningarnir eru ekki að sliga at- vinnuvegina, vita að þeir gera það yfirleitt ekki. Aðalástæðan er nú sem oftast áður að stjórn- endur fyrirtækjanna hafa brugð- ist og sjaldan verr en nú. Það sem gerir þetta enn erfiðara nú en oft- ast áður er að stjórnendur þjóð- arinnar hafa sennilega aldrei staðið sig jafn illa, ef tekið er mið af því góðæri sem þessi menntaða þjóð hefur búið við undanfarin misseri. Við þjóðinni blasir á næstu mánuðum fjöldagjaldþrot heim- ila og fyrirtækja, og í skjóli ein- hverrrar næturinnar einhvern næsta sólarhringinn munu launa- dæmis með offjárfestingum, - á þá að leyfast að fyrirtækið velti vandræðunum yfir á starfsmenn- ina sem í engu hafa ráðið um stjórn fyrirtækisins? Þessir sömu menn hafa jafnvel á þessum sama tíma óráðsíunnar hjá forráða- mönnum fyrirtækisins orðið að auka verðmæti vinnu sinnar með auknu álagi, meiri vinnuhraða, meiri vöruvöndun. Það sjá allir heiðarlegir menn að svona geta hlutirnir ekki gengið endalaust. Þetta er hrein og klár eignaupp- taka, og það verða stjórnendur þessa lands að skilja og virða. Hið eðlilega og besta þegar til lengdar lætur væri að slík fyrirr tæki legðu upp laupana sé ekki skert með valdboði ofan frá. Starfsmennirnir hljóta einnig að hafa áhyggjur af rekstri fyrirtækj- anna sem þeir vinna hjá. Það er ekki bara það að þeir hafa byggt upp fyrirtækið ásamt eiganda þess, heldur einnig að þeir hafa haft trú á því. Sérstaklega hljóta áhyggjur starfsmanna að vera miklar ef fyrirtækið er rekið þar í sveit sem lítið er um aðra atvinnu og starfs- menn hafa fjárfest í fasteignum í nágrenni við vinnustaðinn. Ef fyrirtækið bregst verða eignir allar verðlausar, ekki bara fyrirtækisins heldur einnig starfs- mannanna. Launamenn vita að vextir og kostnaður af lánsfé er alltof mik- ill í landinu. Hvorki launamenn í sínu hrikalega húsnæðisbasli né framleiðslufyrirtæki með tiltölu- lega lágan veltuhraða miðað við verslun og þjónustu þola háa vexti, - fyrir utan það að verslun og þjónusta þarf yfirleitt litlar fjárfestingar miðað við framleiðslufyrirtækin og þess vegna eru fjárfestingar fram- leiðslufyrirtækja yfirleitt lengi að skila arði. Stjómendur þjóðarinnar verða að fara að átta sig á þeirri stað- reynd að þótt verslun og þjónusta séu vissulega nauðsynlegar atvinnugreinar þá em fram- leiðslugreinarnar alltaf kjölfest- an og verða alltaf. Þannig að miklu er fórnandi til þess að halda kjölfestugreinunum gang- andi og miklu er fórnandi til þess að finna nýjar og nýjar kjölfestu- greinar. Sífellt meira er flutt út úr landinu af atvinnutækifæram vegna stefnu stjórnvalda gagnvart kjölfestuatvinnugrein- unum. Stjórnendur fyrirtækja hafa heldur enga afsökun vegna of- fjárfestinga undanfarin ár. Þeir vita manna best að lánsfé hefur verið á okurvöxtum á íslandi í heilan áratug. Samt hafa þeir haldið áfram að fjárfesta vegna vissunnar um það að kostnaðin- um hefur verið hægt að velta yfir á launamenn. Það hefur verið krafa launa- manna að minnkaður verði inn- flutningur á óþarfa vörum inn í landið, vömm sem auðvelt er að framleiða innanlands með góð- um árangri. Launamenn vilja að þetta sé gert án þess að laun þeirra séu lækkuð. Það er reyndar svo að með minnkandi innflutningi á óþarf- anum eykst kaupmáttur lág- launafólks. Sú framfærsluvísitala sem við búum við í dag hvetur til innflutnings vegna þess að hún er meðaltalstala allra launamanna með allri þeirri yfirinnu sem þeir vinna. Það er þjóðarnauðsyn að breyta þeirri vísitöluviðmiðun sem notuð er til lífskjaramælinga í landinu. Slík vísitala verður að mæla hin raunverulegu lífskjör láglaunafólks sem starfar eftir kauptöxtum verkamannafélag- anna og vinnur eðlilegan vinnu- dag (dagvinnu). Það mundi gjör- breyta myndinni og leiða til lífs- kjarajöfnunar í landinu. Það er staðreynd að hinir ýmsu lífskjarasérfræðingar þjóðarinn- ar taka mið af allt öðrum lífsk- jörum en lífskjörum þessa lág- launafóiks þegar þeir meta kaup- mátt launa í landinu. Það hljóta allir skynsamir menn í samfélaginu að viður- kenna að það er óþarft að verð- tryggja laun þeirra sem hafa laun vel yfir meðallaunum. Þeir geta barist fýrir launabótum sjálfir, og gera það. Það er ljóst að ýmsar grundvallarbreytingar verða að koma til í þjóðfélaginu til þess að hægt sé að koma á eðUlegu á- standi í efnahagsmálum. Grund- vallarskilyrðin til þess að svo megi verða eru að jafnvægi riki í samfélaginu milli launafólks, at- vinnurekenda og ríkisvalds. Með öðrum orðum: að atvinnuvegim- ir fari að verða til þjónustu við fólkið í landinu, en ekki öfugt einsog nú er. Kristbjörn er forma&ur Félags starfsfólks í húsgagnai&na&i. Þriðjudagur 23. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.