Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Lögregla réðst til atlögu við verkfallsmenn í Szczecin. Walesa ogfélagar í Lenín-skipasmiðjunni hafast ekki að „Sannleikurinn er okkar! en þú átt hundana!“ hrópuðu andófsmenn íátt að Pragkastala, embœttisbústað forseta Tékkóslóvakíu. 10þúsund manns gengu um götur höfuðborgarinnar á sunnudag Um 10 þúsund Tékkar gengu fylktu liði um götur Prag i fyrradag og hrópuðu vígorð. Göngumenn kröfðust aukins frelsis og lýðræðis og fóru lofsam- legum orðum um Alexander Du- bcek. Það er kunnara en frá þurfi að segja að á sunnudag voru liðin rétt 20 ár frá innrás herja Var- sjárbandalagsríkja í Tékkóslóv- akíu, annarra en Rúmeníu. Uppúr hádegi á sunnudag söfnuðust menn saman á hinu sögufræga Wenceslastorgi vegna fyrirhugaðs fundar andófs- manna, mun fleiri en nokkurn hafði órað fyrir. Þvínæst var eins- og kröfu- og mótmælagangan hæfist sjálfkrafa, enginn gaf fyrir- mæli um neitt en allir voru með á nótunum. Nema lögreglan. Það liðu tvær og hálf klukkustund áður en hún fylkti liði og lagði til atlögu við göngumenn með kylfubarsmíð og táragasregni. En þá voru þeir líka komnir ískyggi- lega nærri kjarna valdsins! Fréttir herma að kylfu- sveinarnir hafi barið nokkra göngumenn illa en ekki er vitað um neinar handtökur. Hundruð manna flúðu einsog fætur toguðu undan áhlaupsliði lögreglunnar, margir leituðu skjóls í hliðargöt- um og sendu fjendum sínum tón- inn:„Gestapo, Gestapo!“ Þar eð fæstir höfðu átt von á umsvifamiklum aðgerðum kom fjöldi göngumanna öllum ger- samlega í opna skjöldu, ekki síður þeim sjálfum en yfirvöld- um. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir,“ sagði maður á fertugsaldri og dreif sig inní kröfugönguna. Göngumenn veifuðu þjóðfána sínum og stöldruðu við á gamla bæjartorginu þar sem líkneski Jans Húss ber við himin. Þessi siðbótarmaður 15. aldar hefur löngum verið Tékkum hugstæður á erfiðum tímum. Og áfram var haldið. Öku- menn bifreiða létu í ljós sam- stöðu með því að steyta hnefa útum glugga en fótgangandi fé- lagar þeirra svöruðu með því að sperra upp vísifingur og löngu- töng til marks um sigur. Geðs- hræring sumra var slík að þeir dönsuðu í hringi en aðrir föðm- uðust í fögnuði. Lögreglan réðist ekki á göngu- menn fyrr en þeir voru nærri sporði brúarinnar yfir Ultava, öndvert Pragkastala, embættis- aðsetri forseta Tékkóslóvakíu. Forseti Tékkóslóvakíu er sem kunnugt er enginn annar en sá sami Gustav Húsak og vann óþrifaverkin fyrir Kremlverja í kjölfar innrásarinnar. Hann var formaður Kommúnistaflokksins frá 1969-1987 er félagi hans, Mi- los Jakes, leysti hann af hólmi. Fáni blakti fyrir vindi á Prag- kastala og af því drógu göngu- menn þá ályktun að Húsak væri heima. Þeir hrópuðu: „Við hvað ertu hræddur?“ þegar kylfu- sveinarnir áræddu loks að ráðast á þá. „Sannleikurinn er okkar en þú átt hundana!“ Það er ár og dagur frá því fjölmenni hefur hrópað nafn Dubceks í hyllingar- skyni á götum höfuðborgar Tékkóslóvakíu. Innrásarseggim- ir létu það verða sitt fyrsta verk eftir komuna til Prag að taka Du- bcek höndum og flytja í járnum til Moskvu. Þar settu Brésjnév og félagar honum afarkosti sem hann gekk að í því augnamiði einu að forða þjóð sinni frá blóð- súthellingum. Dubcek sneri aldrei baki við hugsjón sinni um „sósíalisma fyrir og um manninn". Hann var sviptur embætti formanns Kom- múnistaflokksins í aprílmánuði árið 1969. • Reuter/-ks. „Sósíalismi, já! Hemám, nei!!! ÞIJ MATT EKKIMISSA AF ÞESSU SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR Innanríkisráðherra Póllands birtist á sjónvarpsskjám lands- manna í fullum herskrúða í gær- kveldi og skýrði þeim frá því að hann hefði rétt í því augnabliki gefið borga- og héraðsstjórnum fyrirmæli um að leggja bann við heimangöngu manna á þremur verkfalls- og ólgusvæðum. Ennfremur gerðist það í gær að sveitir úr „óeirðalögreglu“ réðust inní strætis- og sporvagnamið- stöðvar í hafnarborginni Szczecin og ýmist stökktu verkfalls- mönnum á flótta eða tóku þá höndum. Meðan því fór fram bárust fréttir af því að verkföll breiddust út um Pólland sem eldur í sinu. T.a.m. hefðu verkamenn í Lenín- skipasmiðjunum lagt niður vinnu og haldið á brott þaðan með sjálf- an Lech Walesa í fylkingar- brjósti. Erlendir sendiráðsmenn í Var- sjá gengu svo langt að jafna ólg- unni í gær og undanfarna daga við vinnustöðvanimar sumarið 1980 sem ollu því að frjálsa verkalýðs- hreyfingin Samstaða fékk lög- heimild fyrir starfsemi sinni (ág- úst) og þáverandi oddviti kom- múnista (Edward Gierek) hvarf af sjónarsviði (september). Innanríkisráðherra Póllands heitir Czeslaw Kiszczak. Hann kvaðst hafa gefið yfirvöldum í hafnarborgunum Szczecin og Gdansk sem og héraðsstjórn Kat- owice fyrirmæli um að halda mönnum heima með útgöngu- banni. Katowice er sem kunnugt er kolanámusvæði í suðri, liggur að Tékkóslóvakíu. í þessum þrem lögsagnarum- dæmum hafa verkamenn verið “"ÖRFRÉTTTIR Breskur flotaforingi beið bana í gær er sprengja sprakk undir bifreið hans í Belfast á Norður-írlandi. Morðið var framið í miðbænum á mesta annatíma og þótti mildi að ekki skyldu fleiri farast. í gær vildi Margrét Thatcher ekki útiloka að gripið yrði til þess örþrifaráðs að loka meinta IRA menn á bak við lás og slá án þess að rétta í mál- um þeirra. Eitthvað yrði að gera til þess að stemma stigu við hryðjuverkastarfsemi. Á laugar- dag varð vítisvél IRA 8 breskum hermönnum að bana og limlesti 28 félaga þeirra á Norður-frlandi. ísraelskir hermenn skutu og særðu 18 unga Palestínumenn á herteknu svæðunum í gær. Þeirra á meðal voru 10 og 13 vetra snáðar auk nokkurra pilta á sautjánda aldursári. í fyrradag gerðu dátar drottnaranna enn betur á svæð- unum vestan Jórdanar og Gaza, skutu tvo unga menn til bana. Alls hafa nú 262 heimamenn fall- ið fyrir hendi hernámsþjóðarinn- ar á herteknu svæðunum frá því uppreisnin hófst í desember í fyrra. Þeir ráðamenn í Pakistan sem enn eru lífs eru nær fullvissir um að fyrrum yfir- mönnum þeirra, Zia-ul-Haq og félögum, var ráðinn bani. Miklar yfirheyrslur kváðu nú fara fram í Bahawalpur, borginni sem hinir látnu héldu frá í sína hinstu ferð. Að sögn hefur gervallt 22. herf- ylki stórskotaliðsins, 55 manns, verið sett í gæsluvarðhald. Herma óstaðfestar heimildir að hin bandarísk-pakistanska rann- sóknamefnd hafi yfirheyrt um 700 manns án þess að verða nokkru vísari um „tilræðismenn- ina.“ með uppsteit þúsundum saman að undanfömu, krafist kauphækkana, viðunandi aðbún- aðar á vinnustöðum en þó um- fram allt lögheimiidar fyrir starfi Samstöðu. Kiszczak sagðist ennfremur hafa skipað saksóknurum í smáglæpamálum að sjá um „fyrirbyggj andi handtökur“. „Við megum ekki láta það við- gangast refsingalaust að Pólland sé gert löglaust og stjórnlaust.“ Hann greindi frá því að verk- föll námamanna hefðu lamað vinnslu í 11 kolanámum í Kadow- ice. Ennfremur hefðu verkföll raskað vinnuró manna í níu verksmiðjum og skyidum fyrir- tækjum víðsvegar um landið. Kiszczak klykkti út með því að bera verkfallsmönnum ofbeldis- hneigð á brýn. Einkum væru námamenn slæmir. Hann tók dæmi: 30 menn hefðu lumbrað á vinnufélögum sínum fyrir þær sakir einar að vilja yfirgefa Morcinek-námuna. Lokaorð hins borðalagða ráðherra voru hádramatísk: „Stjómvöldum í Póllandi alþýðunnar ber að slá skjaldborg um einingu, virðingu og öryggi ríkisins." Fréttamönnum tókst seint í gærkveldi að ná tali af Adami Sveinar Czeslaws Kiszczaks eru hvarvetna í viðbragðsstöðu, gráir fyrir járnum og til alls vísir gagnvart verkamönnum. Misjnik, einum af helstu forystu- mönnum Samstöðu, í Gdansk. „Ekkert ávinnst fyrir nokkum mann í Póllandi með endalausum útgöngubönnum og hama- gangi...ef svo heldur sem horfir verður Pólland einn góðan veðurdag að einu samfelldu átakasvæði.“ Verkfallsstjórnin í Szczecin fullyrðir að uin 100 starfsmenn almenningsvagna í verkfalli hafi verið teknir höndum í gær. „Þeim var troðið inní lögreglubfla eins- og svínum," sagði verk- fallstjórinn Rómúald Ziol- kowski. Reuter/-ks. Tékkóslóvakía

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.