Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Grandi hf. Isbjöminn endurlífgaöur? Gamla œttarveldið í Sjálfstœðisflokknum komið á kreik Borgarráð: Hvalur, Venus, Hampiðjan og Sjóvá vilja kaupa hlutabréfborgarinnar í Granda hf. fyrir500 miljónir króna. Fyrirtækin Hvalur hf., Venus hf., Hampiðjan hf. og Sjóvá hf. vi^ja kaupa hlutabréf borgar- innar í Granda hf. fyrir 500 milj- ónir króna. Tilboð fyrirtækjanna var lagt fram á borgarráðsfundi í gær til kynningar en engin af- staða var tekin þess. Grandi hf. var á sínum tíma stofnaður upp úr Bæjarútgerð Reykjavíkur og ísbirninum hf. og töldu margir að með því hefði ís- birninum verið forðað frá gjald- þroti. Lykilaðilar í þeim fyrir- tækjum, sem nú vilja fá Granda, eru af Engeyjarættinni svonefn- du. Reykjavíkurborg á nú um 2/3 af hlutabréfum Granda hf. og er nafnverð þeirra um 242 miljónir króna en eigið fé fyrirtækisins er um 500 miljónir, eins og tilboðið hljóðar upp á. Tilboðið miðast við vaxtalaust lán til 8 ára. Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins sagði við Þjóðviljann að hann væri al- gjörlega mótfallinn því að borgin seldi sinn hlut og hefði sú afstaða sérstaklega verið tekin fram þeg- ar ísbjörninn og Bæjarútgerðin voru sameinuð á sínum tíma. En sú sameining var harðlega gagnrýnd af þáverandi borgar- fulltrúum Alþýðubandalagsins. Sigurjón sagði það vera skoðun flokksins að borgin ætti að standa í ábyrgð fyrir rekstri fyrirtækis í undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar en ekki einkafyrirtæki úti í bæ. Sigurjón Pétursson sagði jafn- framt að tilboð fyrirtækjanna fjögurra væri allt of lágt með tilliti til þess að ef það yrði samþykkt fengju þau aðgang að fiskimiðum landsins því að verulegur kvóti fylgdi skipunum. Hann væri ekki færður til verðs í reikningum en engu að síður væri unnt að selja hann fyrir stórfé. -grh/ÓP Avöxtun sf. Hvað er eitt fyrirtæki milli vina? Ármann Reynisson: „Hughönnun? Ég var nú búinn að gleymaþví." Hugbúnaðarfyrirtækið Hug- hönnun lif'. er eitt þeirra fyrir- tækja sem Ávöxtun sf. hefur keypt á ferli sínum. Fyrirtækið var áður sameignarfélag þeirra Sigurðar Hjálmarssonar og Elfars Steins Þorkelssonar og yar stofnað í ágúst 1985. Þeir Ár- mann Reynisson, Pétur Björns- son og Ávöxtun sf. keyptu hins vegar meirihluta fyrirtækisins þann 15. febrúar í ár og er Ár- mann Reynisson núverandi for- maður stjórnar. Stofnfé var 4 míljónir króna. Armann Reynisson, annar eigandi Ávöxtunar sf., sagði hins vegar í viðtali við Þjóðviljann að Ávöxtun sf. hefði ekki keypt nein fyrirtæki, síðan Ragnarsbakarí var keypt, þann 4. desember á síðasta ári. „Enda er nú meira en nóg að vinna slfkt fyrirtæki upp á átta mánuðum," sagði Ármann. - En hvað segir þú mér af Hug- hönnun? „Hughönnun? Það er skal ég segja þér, tölvufyrirtæki." - En þið keyptuð það 15. fe- brúar og þú ert formaður stjórn- ar. „Já, ég var nú satt að segja bú- inn að gleyma því fyrirtæki, það er nú ósköp lítið fyrirtæki." - Nú hefur þú eflaust heyrt það sem talað er, að þið hafið lánað fyrirtækjum og tekið svo rekstur- inn yfir, þegar þau ekki hafa stað- ið í skilum. „Já, en það er hinn stóri mis- skilningur. Við þekktum t.d. ekkert til þeirra aðila sem voru með Ragnarsbakarí. En við frétt- um aftur á móti eftir á, að allar kröfur hefðu farið beint í Spari- sjóðinn í Keflavík og þaðan í Kaupþing. Svo var því öllu skellt á okkur, svo þetta er allt jafn ruglað og ruglingslegt." - En af hverju eruð þið að kaupa fyrirtæki eins og Hug- hönnun? „Þeir hafa unnið að hugbúnaði fyrir okkur og séð um viðgerðir. Þú verður að athuga að hugbún- aður er svo mikils virði fyrir fyrir- tæki." - Það hefur einnig verið um það talað að þið hafið keypt mikið af íbúðum, gert upp og selt. „Þú verður að athuga að fast- eignakröfur eru einna bestu kröfurnar sem við kaupum. Fyr- irtæki verða líka að tryggja að þau geti keypt góðar kröfur fyrir þá fjármuni sem þau eru með, þannig að það er bara viss pólitík í því. Við höfum keypt nokkrar fbúðir, gert þær upp og selt, það eru einna bestu kröfurnar sem eru á markaðnum. Það hefur ver- ið meira til að tryggja kröfu- kaup." - Tíðkast þetta hjá öðrum fjármögnunarfyrirtækjum? „Ég veit það ekki, ég velti öðr- um fyrirtækjum ákaflega lítið fyrir mér og allra síst kollegum. Eg er bara ánægður þegar gengur vel," sagði Ármann Reynisson. -phh Flugleiðir Lífseig prentvilla Námsmannaafsláttur gildir enn til26 ára aldurs I byrjun júní var endurútgefin hjá Flugleiðum bók með reglum um fargjöld og afslætti og segir þar að 25% námsmannaafsláttur innanlands gilti frá 12 ára aldri til 21 árs. Áður fékk námsfólk þenn- an afslátt til 26 ára aldurs og í gær upplýstist loks að þessa lækkun á aldurstakmörkum mátti rekja til prentvillupúkans. Þessa síðbúnu leiðréttingu má þakka ungri konu, sem ámálgaði þessa lækkun í fyrirspurnatíma dægurmálaútvarpsins í gærmorg- un. Vildi hún fá skýringu á því hví Flugleiðir hefðu klipið af afslætt- inum til námsmanna. Hjá farskrárdeild Flugleiða fékk Þóðviljinn þær upplýsingar að reglunum hefði verið breytt 1. júní og aldursmörkin lækkuð um 5 ár. Sömu upplýsingar fengust hjá Ferðaskrifstofu stúdenta. Enginn vissi hins vegar hvaða ástæður lægju þar að baki, uns lausnin kom frá Sveini Sæmunds- syni. Prentvillupúkinn hafði gert þeim Flugleiðamönnum, og væntanleg einhverjum náms- mönnum, þann grikk að í stað 26 stendur talan 21 í endurútgefnum reglum. Reglunum hafði semsagt ekki verið breytt, en enginn uppgötv- aði mistökin fyrr en fórnarlamb mistakanna útvarpaði sinni sögu. mj Grunnskólar Gœsluvellir 67% hækkun á gjaldskra Sigurjón Pétursson: Aukin skattheimta á barnafjölskyldur. A fundi borgarráðs í gær var samþykkt með þremur at- kvæðum gegn einu að hækka gjald á gæsluvöllum borgarinnar úr 30 krónum í 50 fyrir hvert skipti. Þetta er um 67% hækkun. Jafnframt samþykkti meirihluti borgarráðs að hækka aðgangs- kort á gæsluvellina úr 600 krón- um í 1000. Að sögn Sigurjóns Péturssonar borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, sem sæti á í borgarráði, greiddi hann atkvæði gegn þess- ari hækkun og mótmælti henni harðlega og lét bóka að hér væri um að ræða stóraukna skatt- heimtu á barnafjölskyldur. „Hér er um ómengaða uppfærslu að ræða á þjónustugjaldi á vegum borgarinnar á meðan Sjálfstæðis- menn í ríkisstjórn ræða um niðurfærslur", sagði Sigurjón Pétursson. Hann sagði jafnframt að í borgarráði hefði enginn rök- stuðningur komið fram fyrir þess- ari hækkun annar en sá að nauðsynlegt væri að hækka gjald- ið! Sigurjón lét þess jafnframt get- ið að á sínum tíma, þegar fyrst hefði verið tekið upp á því að taka sérstakt gjald á gæsluvelli borgarinnar, hefði rökstuðningur Sjálfstæðismeirihlutans fyrir gjaldtökunni verið sá að með henni væri hægt að sjá hversu margir notfærðu sér þjónustuna; nokkursskonar skoðanakönnun. En með samþykktinni í borgarr- áði í gær hefði það hinsvegar komið á daginn grímulaust að hér væri um ósvífna skattheimtu að ræða sem bitnaði fyrst og fremst á barnafjölskyldum. -grh Vetrarstarfiö að hefjast 14.500 nemendur ígrunnskólum íReykjavík næsta vetur. Stærri árgangar og straumur utan aflandi Skólastarf í öllum grunnskólum í Reykjavík hefst 1. septemb- er, en úti á landi er það 'nokkuð mismunandi hvenær skólarnir taka til starfa. Nemendur eiga þó ekki að mæta í skólann fyrr en 6. sept- ember því fram að þeim tíma munu kennarar funda og skipu- leggja starf komandi vetrar. Um 14.500 börn munu stunda nám í grunnskólum í borginni næsta vetur og hefur heildarfjöldi nemenda vaxið um u.þ.b. 300 á ári undanfarin ár. Að sögn Ragn- ars Georgssonar hjá Skólaskrif- stofu Reykjavíkurborgar má rekja fjölgun nemenda bæði til stærri árganga og aðflutnings fólks til Reykjavíkur utan af landi. Hátt í 1500 grunnskólanem- endur eru að hefja sína skóla- göngu, sem er stærsti árgangur 6 ára barna í mörg ár. Ragnar sagði að nægilegt f ram- boð af kennurum hefði verið í vor þegar ráðið var í stöðurnar en hins vegar væri alltaf eithvað um það að stöður losnuðu yfir sumartímann eða að kennarar flyttu sig á milli skóla, en útlit væri fyrir að takast myndi að fylla þau skörð áður en skólastarf hæf- ist. Ný skólabygging verður tekin í \ m I. í **# Í:^I Æ Éjt.* : KÍ> ?;*¦:'¦><¦¦ f' BH '^ :syilllP . I geg^;:'- 1 '***"¦ ' notkun í Vesturbænum þegar Vesturbæjarskóli flytur í nýtt húsnæði og bæði við Foldaskóla og Selásskóla verður tekinn í notkun nýr áfangi í haust. 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. ágúst 1988 Alþýðubandalagið Framtíð sjávarútvegs Umrœðufundur um stöðu sjávarútvegsins íA.Hansení Hafnarfirðiá fimmtudagskvöld. Alþýðubandalagið hefur boð- að til opins umræðufundar um framtíð íslensks sjávarútvegs í veitingahúsinu A. Hansen í Hafn- arfirði á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Svanfríður Jónasdóttir vara- formaður AB hefur framsögu á fundinum sem ber yfirskriftina: Kerfisbreyting eða ný kollsteypa, tillögur um aðgerðir. Pallborðsumræður verða að lokinni framsögu Svanfríðar og taka þátt í umræðunni auk henn- ar þau: Árni Benediktsson fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar SÍS, Logi Þormóðsson fisk- verkandi og stjórnarformaður Fiskmarkaðs Suðurnesja, Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands og Sólveig Að- alsteinsdóttir fiskverkunarkona í Olafsvík. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.